Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 4
20
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002
Sport
DV
Viöar Geir Viöarsson er ötull stuðningsmaður Liverpool:
Mæti alltaf á Ölver
- og oftast tveimur til þremur tímum fyrir leik
Hinn 17 ára gamli Viðar Geir Við-
arsson er eldheitur stuðningsmaður
Liverpool og hefur verið það síðan
hann man eftir sér. Viðar segist
hafa fengið fyrstu Liverpool-treyj-
una á þriðja aldursári.
„Þá byrjaði þetta en svo hefur
þetta versnað með tímanum. í dag
mæti ég alltaf á Ölver þegar leikir
eru sýndir og ég reyni að mæta 2-3
tímum fyrir leik,“ segir Viðar sem
flutti á höfuðborgarsvæðið I sumar.
„Ég ólst upp á Akureyri og þar
var ekki mikið um staði til að horfa
á leiki. Stundum fór maður þó í golf-
skálann þegar leikir voru í heinni á
Stöð 2. En undanfarin ár hef ég
alltaf farið i bæinn þegar árshátíðir
klúbbsins eru og tekið þátt í þeim,“
segir hann.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Við-
ar farið tvisvar á Anfield og horft á
leik, í bæöi skiptin með föður sin-
um sem er einnig gállharður stuön-
ingsmaður.
„Ég fór á á Liverpool-Leeds í febr-
úar árið 2000 og Liverpool-Everton í
október sama ár. Svo fer ég núna í
þriðja sinn skömmu eftir áramót
með klúbbnum en það er ekki enn
ákveðið hvaða leikur það verður."
Viðar segist hafa hitt einn leik-
mann Liverpool. Það var þegar
hann fór í fyrsta sinn á völlinn.
„Þegar við vorum á flugvellinum
úti að tékka okkur inn sáum við
Sander Westerveld, fyrrverandi
markmann Liverpool, á vappinu i
fríhöfninni. Röðin á innskráningar-
borðinu var fljót að hverfa þegar við
sáum hann. Það fengu margir í
klúbbnum mynd af sér með honum
og mér fannst hann bara við-
kunnanlegur náungi," segir Viðar.
Viðar eldri hefur farið níu sinn-
um á Anfield og segir sonurinn að
stefnan sé að vera búinn að fara oft-
ar en hann eftir nokkur ár.
„En það gæti gengið nokkuð illa
því hann fer alltaf með mér,“ segir
Viðar og hlær. -vig
Starfið hjá Liverpool-klúbbnum hefur aldrei verið blómlegra:
Þetta er ein
stór fjölskylda
- segir Sigursteinn Brynjólfsson, formaður Liverpool-klúbbsins
„Liverpool-klúbburinn var stofn-
aður 1994 af þeim Jóni Óla Ólafs-
syni og Matthíasi Hinrikssyni. Síð-
an hefur klúbburinn jafnt og þétt
stækkað með tímanum. Meðlima-
fjöldi var yfirleitt eitthvað í kring-
um 400 manns þar til heimasíðan
okkar, Liverpool.is, var sett á lagg-
irnar fyrir þremur árum - þá varð
algjör sprenging og það tvöfaldaöist
i klúbbnum fyrsta árið,“ segir Sig-
ursteinn Brynjólfsson, formaður
Liverpool-klúbbsins á íslandi. DV-
sport mun á næstu vikum fjalla mn
stuðningsmannaklúbbana hjá liðum
í ensku deildinni og byrjum við i
dag á Liverpool-klúbbnum.
„Metárið var fyrir tveimur árum
en þá voru meðlimir 1440 í lok árs.
Allt stefnir í að það met verði slegið
í ár. Við erum í miklu átaki núna
sem endar 3. desember. Þetta er
svona hvata-leikur sem virkar
þannig að viö hvetjum menn til að
ná félögunum inn í klúbbinn. Það er
svo oft þannig að að það er kannski
10 manna vinahópur sem mætir á
leiki og kannski tveir af þeim eru
skráðir í klúbbinn. Hinir átta eru
síðan alltaf á leiðinni en einhvem
veginn gleymist alltaf að borga árs-
gjaldið. Þannig að við brugðumst
við með því að setja á laggirnar
þennan leik sem virkar þannig að
sá er nær flestum inn í klúbbinn
fær glæsilegan vinning, ferð fyrir
tvo á Anfíeld.
Markmiðið með þessu er einfalt;
að gera klúbbinn enn fjölmennari."
Blómlegt starf
Heimasíða Lvierpool-klúbbsins er
mjög vinsæl og greinilegt að mikið
hefur verið lagt í að hafa hana sem
allra glæsilegasta, bæði hvaö varðar
útlit og efni. Það má segja að allt
sem stuðningsmenn vilja vita um
klúbbinn og félagið sé að finna á
heimasíðunni. Undanfarin ár hefur
Liverpool.is haft það orðspor að
vera talin ein af allra bestu sport-
vefsíðum landsins og má segja að
það orðspor hafi verið sannað nú
fyrir skömmu þegar vefsíðan var til-
nefnd til tveggja verðlauna í vef-
verðlaununum, sem besti afþreying-
arvefurinn og besta íslenska síðan.
„Þetta var gríðarleg viðurkenn-
ing enda ótrúlega mikið lagt í þessa
síðu. Við erum tilnefndir í tveimur
stærstu flokkunum og erum þar í
hópi fimm efstu af þeim þrjú þús-
und síðum sem tóku þátt í þessu.
Núna erum við að fá rúmar 2500
heimsóknir á dag og þetta er orðið
gríðarlega stór partur af klúbbstarf-
inu, segir Sigursteinn og bætir við
að klúbbastarfið hafi aldrei verið
blómlegra.
„Við gefum út fjögur tímarit á ári
sem eru 32-40 bls., full af efni sem
þú finnur ekki á Netinu. Þetta er
mikið beint frá tenglum okkar
þarna i Liverpool. Það eru einkavið-
töl, ferðasögur og margt fleira. Síð-
an fá félagsmenn nælu, félagsskír-
teini, dagatöl og fleira og í ár verð-
ur mjög skemmtilegur jólaglaðning-
ur sem ekki verður gefið upp hver
er að sinni. Svo eru það ferðirnar á
Anfield. Við reynum að fara í lág-
mark þrjár ferðir á tímabili, mest
höfum við farið í fimm ferðir og það
munar tvöföldu ársgjaldi á verðinu
í hverri ferð. Hún kostar 4000 krón-
um minna ef þú ert í klúbbnum.
Síðan erum við að útvega meðlim-
um miða á marga leiki þar sem við
getum fengið miða á nánast hvem
einasta leik á góðu verði.“
Aðspurður segir Sigursteinn
stemninguna í svona ferðum engri
lík.
„Steminingin er gríðarleg. Við
fórum á Liverpool-Tottenham um
daginn og þá voru rúmlega 150
manns með í för. Eftir ferðina var
hver einasti maður skælbrosandi
enda förum við aldrei á leiki nema
það séu sigurleikir," segir Sigur-
steinn og skellir upp úr.
„Við erum orönir mjög þekktir
þama úti og ég held aö það séu fáir
sem átta sig á hve menn era orðnir
meðvitaðir um ísland hjá félaginu.
Síðast þegar við hittum Sammy Lee,
aðalþjálfara Liverpool, sem þekkir
okkur orðið mjög vel, þá sögðum
við honum að það hefðu komið 150
íslendingar með flugi. Þá varð hann
eitt stórt spumingamerki og spurði
okkur hver ætti þá að passa ísland.
Svona eru þessir karlar, miklir
Liverpool-
klúbburinn
Stofnaður:
26. mars árið 1994.
Meðlimafjöldi:
1.503 manns.
Ársgjald:
2.000 krónur.
í þvi er innifalið:
Fjögur tölublöð af málgagni
klúbbsins, afsláttur og forgangur
í ferðir á leiki Liverpool, barm-
merki klúbbsins, dagatal, jóla-
gjöf, félagsskírteini, 10% afslátt-
ur á Liverpoolvörum hjá versl-
uninni Jói útherji, afsláttur af
vörum og þjónustu sem kynnt er
á vefnum, forgangur að miðum á
Anfield gegnum klúbbinn.
Heimasiða:
www.liverpool.is.
Klúbburinn hittist á:
Ölveri.
húmoristar sem gaman er að tala
við.“
Boltinn sameinar ólíkt fólk
Starf klúbba felst í mörgu öðru en
að horfa saman á leiki. Það eru
margir aðrir viðburðir á hverju ári
hjá Liverpool-klúbbnum og ber þar
árshátíðin hæst. Á síðasta tímabOi
fékk klúbburinn síðan góðan gest í
heimsókn, Pete Sampara, oft kallað-
ur 12. maðurinn á Anfield. Segir
Sigursteinn hann vera hjarta Kop-
stúkunnar á Anfield og sennilega
þekktasti stuðningsmaður Liver-
pool.
„Aðalmarkmiðið hjá okkur er að
sýna mönnum fram á að þetta er
miklu meira en að kveikja á sjón-
varpinu, horfa á einn leik og svo bú-
ið. Það er mikill kúltúr á bakvið
þettá. Með tilkomu vefsins eykst
upplýsingaflæðið líka til muna og
þetta verður aðgengilegra.
Við uppfyllum drauma margra
með því að gera þeim kleift að kom-
ast á Anfield og upplifa þessa
stemningu og er klúbburinn rosa-
lega stór milliliöur hvað varðar
miða og annað sem við kemur félag-
inu.
Það eru engin aldursmörk í þessu
né kynjamörk eða neitt svoleiðis.
Þetta er eins og þeir segja á Anfield:
það skiptir engu máli við hvað þú
starfar, hvers kyns þú ert, hvaða
húðlit þú hefur; Þetta er ein stór
fjölskylda. Þetta sást einna best á
heimsmeistarakeppninni í sumar
þegar margir ólíkir einstaklingar
sameinast með eitt markmið, sem
er fótboltinn. Hann gerir fólki kleift
að sameinast," segir Sigursteinn
Brynjólfsson að lokum. -vig
Liverpool-klúbburinn kemur saman á Ölver og horfir þar á leiki sem sýndir eru í beinni útsendingu. Þaö getur
myndast mikil stemning á mebal þeirra tuga sem mæta í hvert sinn. DV-myndir Hari