Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 12
08 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 29 Sport Ósanngjarn Stjörnusigur Stjarnan sigraði gesti sína frá Selfossi með 30 mörkum gegn 29 í Esso-deildinni í handbolta í gær. Þar með eru þeir komnir með tiu stig eftir ellefu leiki í deildinni en Selfyssingar eru sem áður án stiga. Leikurinn var í járnum all- an timann og liðin skiptust á um að hafa forystu allan síðari hálf- leikinn. Sanngjörn úrslit hefðu því verið jafntefli því hvorugt lið- anna var að spila það vel að þau verðskulduðu sigur i leiknum. Selfyssingar komu mjög ákveðnir til leiks og náðu mest fjögurra marka forystu um miðj- an fyrri hálfleik. í hálfleik voru Stjörnumenn búnir að jafna leik- inn. í síðari hálfleik skiptust liðin á um að skora og munurinn varð aldrei meiri en tvö mörk og það aðeins einu sinni í hálfleiknum. Slappur varnarleikur Varnarleikur beggja liða var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þau voru að reyna að taka einn og tvo menn úr umferð til að riðla sóknarleiknum hjá andstæðing- um sínum. Það skilaði hvorugu liðinu tilskildum árangri. Það var Gunnar Ingi Jóhannsson sem skoraði sigurmarkið í leiknum þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Hans eina mark í leikn- um. Hjá heimamönnum var það David Kekelia sem var mest ógn- andi i sóknarleiknum. Marka- skorun þeirra dreifðist vel á leik- menn liðsins því alls tíu leikmenn liðsins skoruðu í leiknum. Hjá Selfossi var það Jóhann Ingi Guðmundsson markvörður sem stóð sig best. Annars voru það Ramunas Mikalonis og Hann- es Jón Jónsson sem voru at- kvæðamestir í sókninni. Þetta verður greinilega erflður vetur hjá stigalausu liði Selfyss- inga en það er samt aldrei að vita nema það styttist í að þeir vinni sinn fyrsta leik í deildinni. -MOS Þór-Víkingur 41-29 f§§| Stjarnan-Selfoss 30-29 Sni FH-Valur 24-24 1-0, 9-1, 7-4, 7-7, 10-7, 13-9, 15-11, 18-14, (10-15). 20-15, 27-19, 29-21, 37-27, 40-27, 41-29. Þór: Mörk/viti (skot/víti): Árni Þór Sigtryggsson 10 (12), Höröur Sigþórsson 9 (11), PáU Viðar Glslason 7/5 (9/6), Goran Gusic 5 (8), Bergþór Mortens 3 (3), Þorvaldur Sigurösson 2 (4), Geir Kristin Aöalsteinsson 1 (1), Bjarni Gunnar Bjamason (2). Mörk úr hradaupphlaupum: 8 (Goran 3, Höröur 2, Bergþór 2, Halldór 1)). Vitanýting: Skoraö úr 5 af 6. Fiskuö víti: Höröur 2, Goran 2, Bergþór 1, Þorvaldur 1. Varin skot/víti (skot á sig): Hafþór Einars- son 19 (48/5, hélt 11, 40%) Brottvísanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Gísli H. Jóhannes- son og Hafsteinn Ingibergsson (4) Gœði leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 300. Maöur leiksins: Höröur Sigþórsson, Pór Víkineur: Mörk/viti (skot/viti): Hafsteinn Hafsteinsson 7/4 (10/4), Eymar Kruger 7 (14), Davíö Guöna- son 4 (9), Bjöm Guömundsson 3 (8), Þórir Júl- íusson 2 (4), Pálmar Sigurjónsson 2 (5), Sverr- ir Hermannsson 2 (6), Ágúst Guömundsson 1/1 (1/1), Ragnar Hjaltesteð Ragnarsson 1 (3). Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Bjöm 2, Eymar 1) Vítanýting: Skoraö úr 5 af 5. Fiskuö víti: Davíö 4, Eymar 1) Varin skot/víti (skot á sig): Sigurður Sig- urösson 6/1 (33/4, hélt 5,18%), Jón Traustason 4(18/2, h'élt 4, 22%) Brottvísanir: 18 mínútur. Bjöm G. rautt spjald á 27. mínútu. 1-0, 2-2, 5-5, 6-10. 10-12, (14-14). 15-14, 17-17, 21-23, 26-26, 28-28, 30-29. Stiarnan: Mörk/víti (skot/víti): David Kekelia 6 (10), Bjöm Friðriksson 5 (6), Kristján Kristjánsson 5 (7), Vilhjálmur Halldórsson 4 (8/1), Zoltan Belany 3/3 (4/3), Þórólfur Nielsen 3/1, (7/2), Freyr Guömundsson 1 (1), Andre Lazaerev 1 (1), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (1), Amar Theódorsson 1 (3) Mörk úr hraöaupphlaupum: 1 (Kristján) Vítanýting: Skoraö úr 4 af 6. Fiskuö víti: David 2, Björa 2, Þórólfur, Vil- hjálmur) Varin skot/víti (skot á sig): Guömundur K. Geirsson 13/1 (35/4), hélt 6, 37%), Ámi Þor- varöarson 3 (12/2, hélt 1, 25%). Brottvísanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson (6). Gœói leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 70. Jóhann I. Guömund 0-1,1-2, 2-4, 2-8, 4-10, 7-10,9-11, (10_14). 12-14, 14-17, 17-18, 19-20, 19-23, 22-23, 23-24, 24-24. FH: Mörk/viti (skot/víti): Björgvin Rúnarsson 7/2 (11/2), Logi Geirsson 5 (10/1), Magnús Sig- urösson 4 (10), Svavar Vignisson 3 (3), Heiöar öm Amarson 2 (4), Amar Pétursson 2 (7), Sig- urgeir A. Ægisson 1 (3), Guömundur Pedersen (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (Logi, Björg- vin, Heiöar). Vitanýting: Skoraö úr 2 af 3. Fiskuö viti: Magnús 2, Logi. Varin skot/víti (skot á sig): Magnús Sig- mundsson 12 (36/3, hélt 7, 33%) Brottvisanir: 8 mínútur, Amar rautt undir lokin. Dómarar (1-10): Guöjón L. Sigurös- son og Ólafur Har- aldsson (7). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 300. Maöur leiksins: Snorri Steinn Guöjónsson, Val Selfoss: Mörk/víti (skot/víti): Ramunas Mikalonis 10 (15), Hannes Jón Jónsson 8/5 (14/6), Andri Úlf- arsson 5 (6), ívar Grétarsson 3 (7), Reynir Jak- obsson 2 (2), Höröur Bjamason 1 (2) Mörk úr hraöaupphlaupum: 1 (Hörður) Vítanýting: Skoraö úr 4 af 6. Fiskuö viti: Reynir, Atli Freyr, Höröur, Andri, Ramunas, ívar. Varin skot/viti (skot á sig): Jóhann Ingi Guömundsson 20/2 (50/6, hélt 11, 40%) Brottvísanir: 6 mínútur. Valur: Mörk/viti (skot/viti): Snorri Steinn Guöjóns- son 10/3 (15/3), Bjarki Sigurösson 6 (10), Freyr Brynjarsson 3 (4), Friörik B. Þorvaldsson 2 (2), Þröstur Helgason 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (3), Markús Máni Michaelsson 1 (6), Rúnar Ægis- son (3). Mörk úr hraöaupphlaupum: 5 (Freyr 2, Friö- rik 2, Ragnar) Vitanýting: Skoraö úr 3 af 3. Fiskuö víti: Hjalti 2, Ragnar Varin skot/viti (skot á sig): Roland Eradze 22 (46/2, hélt 10, 48%, 1 víti framhjá. Brottvisanir: 8 mínútur. 70 marka leikur á Akureyri - þegar Þórsarar lögðu Víking, 41-29 Þórsarar héldu áfram sigurgöngu sinni á heimavelli þegar þeir léku við lið Vikings í 70 marka leik og urðu lokatölur 41-29. Þórsarar tóku strax forystuna í leiknum og litu aldrei til baka. Þeir voru yfirleitt 2-3 mörkum yfir framan af fyrri hálfleik en eftir 20 mín. kom smá- kafli þar sem Þór jók forystuna í fimm mörk og voru Þórsarar yfir í hálfleik, 19-15. í seinni hálfleik komu Þórsarar aðeins ferskari og tóku sig til og yfirspiluðu Víkinga. Árni Sigtryggsson komst loks í gang og setti inn hvert glæsi- markið á eftir öðru og var líka með góðar sendingar inn á línuna til Harðar Sigþórssonar sem nýtti sin færi vel. Þegar 10 mín. voru eftir af leiknum voru byrjunarliðsmenn Þórs komnir út af og varamennirnir héldu áfram að auka muninn og endaði leikurinn meö öruggum sigri Þórs, 41-29. Ekki mikil skemmtun Leikurinn var ekki skemmtilegur á að horfa og sýndi hvorugt liðið einhverja takta. Leikmenn virtust andlausir og virtust ekki nenna þessu. Hjá Þór voru Árni Sigtryggsson og Hörður Sigþórsson bestir en hjá Víkingum voru það Hafsteinn Hafsteinsson og Eymar Kruger sem stóðu upp úr. Geir aftur meö Það eina sem gladdi áhorfendur leiksins var þegar Geir Kristinn Aðalsteinsson kom inn á í lokin, en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í september á síðasta ári. -EE Besti maöur vallarins í gærkvöld, Snorri Steinn Guöjónsson, skorar eitt marka sinna gegn FH. Magnús Sigmundsson kemur engum vörnum viö þrátt fyrir góöa tilburöi. DV-mynd KÖ Essodei í handbotta Valur 11 8 2 1 304-326 18 ÍR 11 9 0 2 342-288 18 Þór A. 11 8 0 3 314-272 16 KA 11 7 2 2 292-278 16 Grótta/KR 11 6 1 4 288-246 13 HK 11 6 1 4 301-291 13 Haukar 9 5 1 3 260-217 11 FH 10 5 1 4 262-253 11 Stjaman 11 5 0 6 286-309 10 Fram 10 4 1 5 254-257 9 Afturelding 11 3 1 7 258-285 7 ÍBV 10 2 1 8 252-327 5 Víkingur 11 1 1 9 285-346 3 Selfoss 11 0 0 11 264-357 0 Næstu leikir Fram-Haukar ... . 19. nóv kl. 20.00 IBV-KA 22. nóv kl. 19.00 ÍR-Haukar 22. nóv kl. 20.00 HK-Selfoss . 22. nóv kl. 20.00 Fram-Víkingur . . 22. nóv kl. 20.00 Þór-Stjaman .... . 22.nóv kl. 20.00 FH-Grótta/KR ... 22. nóv kl. 20.00 Afturelding-Valur 22. nóv kl. 20.00 Jafntefli í hörkurimmu - gömlu stórveldin FH og Valur skildu jöfn, 24-24, í Firðinum í gærkvöld Gömlu stórveldin FH og Valur skildu jöfn i Kaplakrika i gærkvöld eftir að Valur hafði haft undirtökin allan tímann. Valsmenn misstu nið- ur gott forskot á lokamínútunum, eitthvað sem þeir eru ekki þekktir fyrir, nema ef vera skyldi gegn FH sem vann einmitt síðasta leik lið- anna að Hlíðarenda í fyrra eftir magnaðan lokasprett. Jafnteflið þýðir að Valur skýst í toppsætið að nýju á betri markatölu en ÍR. Valsmenn byijuðu mun betur og skoruðu m.a. úr átta sóknum í röð á upphafskafla leiksins og komust í 8-2 eftir 13 mínútna leik. FH-ingar náðu aðeins að klóra í bakkann en Valsmenn virtust engu að síður hafa leikinn í nokkuð öruggum höndum. Roland Eradze var að veija óhemju vel í fyrri hálfleik og vöm FH-inga réð ekkert við hraðan og vel útfærð- an sóknarleik Vals frekar en önnur lið í vetur þegar liðið hefur náð sér á strik. Vörn FH var heldur ekki að vinna sína vinnu rétt og skyttur Vals áttu yfirleitt ekki í vandræðum með að fá opin skotfæri. Sérstaklega voru þeir Snorri Guðjónsson og Bjarki Sigurðsson þeim erfiðir. Dæmið snerist að miklu leyti við í seinni hálfleik. FH-ingar voru nú miklu áræðnari í sókninni en það var sem allt annaö Valslið hafi mætt til leiks frá þvi í fyrri hálfleik. Það sást ekki lengur sá hraði og fjörugi leikur sem einkenndi liðið í fyrri hálfleik. FH-ingar gerðu nokkrar breytingar á liði sínu sem hafði góð áhrif, sérstaklega að færa Loga Geirs- son úr horninu í skyttustöðuna en hann sprakk út í seinni hálfleiknum ásamt Björgvini Rúnarssyni. Á með- an var Snorri sá eini sem eitthvað kvað að hjá Val auk Rolands sem hélt sínu striki. Það gekk engu að síður hægt hjá FH-ingum að vinna upp forskotið og þegar níu mínútur voru eftir höfðu Valsmenn endurheimt fjögurra mEurka forskot sitt. FH-ingar vom ekki tilbúnir að gefast upp og náðu loks að þétta almennilega upp í gluf- urnar í vöminni. Eftir mikla baráttu heimamanna tókst þeim loks að jafna tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok þeg- ar Magnús Sigurðsson skoraði eftir gegnumbrot og æsispennandi lokakafli tók við. FH fékk tækifæri til þess að komast yfir en fékk dæmdan á sig umdeildan ruðning þegar 15 sekúndur vom eftir. Vals- mönnum tókst ekki að nýta sér þann tíma sem eftir var en Amar Péturs- son fékk loks að líta rauða spjaldið þegar hann braut harkalega á Mark- úsi Michaelssyni í vænlegri sókn Valsmanna. Arnar Pétursson hafði þetta að segja eftir leikinn: Sættum okkur viö eitt stig „Þetta var mjög gott undir lokin en við vomm ekki búnir að spila nægilega vel fram að því. Við vorum að skjóta of snemma í stað þess aö láta boltann ganga og finna betri sénsa. Strax þegar boltinn fékk að fara meira á milli manna fór þetta að ganga. Valsmenn em með hörkulið, þetta eru ungir og mjög sprækir strákar með frábæran markvörð. Ætli við sættum okkur ekki við eitt stig úr því sem komið var en það var spuming með ruðningsdóminn undir lokin.“ -HRM ________________Sport Reynir og Bjarki björguðu stigi Afturelding og KA skildu jöfn í hörkuspennandi baráttuleik í Mos- fellsbænum á fóstudagskvöld. Bar- áttan kom þó ekki niður á gæðum leiksins en báðum liðum tókst að sýna ágætisleik á köflum þó að KA menn séu trúlega óánægðari með úrslitin eftir að hafa misnotað fimm vítaköst í leiknum. Leikmenn Aftur- eldingar unnu þó fyllilega fyrir öðru stiginu í leik sem þeir höfðu lengi vel undirtökin í. Vörn Aftureldingar virkaði strax sterkari en það var ekki nóg því lið- ið misnotaði nokkur góð færi á upp- hafsmínútunum. Tveir menn sáu að mestu um að halda Aftureldingu inni í leiknum, þeir Reynir Þór Reynisson og hinn tæplega 35 ára gamli Bjarki Sigurðsson sem var potturinn og pannan í sóknarleik Aftureldingar. KA byrjaði seinni hálfleikinn skelfilega illa og Aftur- elding gekk á lagið og náði fljótlega fimm marka forystu, 15-10. Heima- menn höfðu þá gert nokkrar breyt- ingar á sínum leik eins og að setja Bjarka í leikstjómandastööuna og breyttu vöminni úr 6-0 í 5+1 til höf- uðs Jónatan Magnússyni, leikstjórn- anda KA-manna. KA-menn fundu fljótlega svar við þessu og tóku þá strax að saxa á forskotið. Bjarki Sig- urðsson fékk að kenna á harðri vöm KA og riðlaði það sóknarleik Aftureldingar um stund. Þegar átta mínútur voru eftir tókst KA að jafna í 18-18 og við tók spennandi lokakafli. Afturelding var alltaf á undan að skora þar til Arnór Atla- son braut sér leið í gegn og kom KA I 22—21 þegar rúm mínúta var eftir og Bjarki jafnaði úr vítakasti. Tveir menn voru í algjörum sér- flokki hjá heimamönnum sem léku mun betur en í undanfomum leikj- um. Reynir Þór Reynisson sem varði frábærlega og alls fimm víta- köst og Bjarki Sigurðsson sem var óstöðvandi og hefur ekki verið betri í lengri tíma. Þess má geta að Reyn- ir hefði varla varið eins vel og raun bar vitni ef vamarleikurinn hefði ekki verið etns góður með þá Sverri Björnsson og Hauk Sigurvinsson í aðalhlutverki. KA-menn geta gert betur en í þessum leik og misstu af dýrmætu stigi í toppbaráttunni. Andrius Stelmokas og Jónatan Magnússon voru þeirra bestir. -HRM Einstefna ÍR gersigraði ÍBV 37-20 í íþrótta- húsinu í Austurbergi á föstudags- kvöld og tyllti sér á topp Esso-deild- arinnar alla vega tímabundið með átján stig. Leikurinn var aldrei spennandi og segja tölumar meira en mörg orð um yfirburði ÍR í þess- um leik. Það var ÍR sem skoraði fyrsta markið í leiknum. Vamarleikur þeirra skOaði mörgum mörkum úr hraðaupphlaupum og hröðum sókn- um. Hreiðar Guðmundsson, mark- vörður ÍR, varði 67% af þeim skot- um sem hann fékk á sig. Vöm og markvarsla var því í mjög góðu lagi og allir útleikmenn liðsins fengu að spreyta sig og skoruðu allir nema Júlíus Jónasson. í síðari hálfleik var nærri allt byrjunarlið þeirra á varamannabekknum og samt sem áður juku þeir forystuna jafnt og þétt. Um ÍBV-liðið er voðalega lítið já- kvætt að segja. Þeir voru slakir bæði I vöm og sókn. Varnarleikur- inn var dapur og markvarslan var nær engin. Sóknarleikurinn var hugmyndasnauöur og einhæfur. Það er hætt við að hver og einn ein- asti leikmaður ÍR-liðsins kæmist í byrjunarlið ÍBV. Hreiðar, Einar Hólmgeirsson og varamarkmaðurinn Stefán Peters- sen spiluðu best í gríðarlega sterkri liðsheild hjá ÍR liðinu. Hjá ÍBV var það einna helst Mic- ael Lauretsen sem var sprækastur í markaskorun. -MOS 2-0, 2-2, 7-3, 13-5 (16-7). 20-7, 23-10, 27-12, 28-16, 33-17, 37-20 ÍBl Mörk/viti (skot/viti): Einar Hólmgeirsson 8 (10), Tryggvi Haraldsson 6/3 (7/3), Ingimund- ur Ingimundarson 5 (5), Fannar Þorbjömsson 4 (4), Sturla Ásgeirsson 4/4 (7/4), Ragnar Helgason 2 (29, Bjami Fritzson 2 (29, Kristinn Björgúlfsson 2 (3), Þorleifur Bjömsson 2 (4), Ólafur Siguijónsson 1/1, Davíö Ágústsson 1/1. Mörk úr hraöaupphlaupum: 15 (Tyggvi 4, Fannar 3, Ragnar 2, Kristinn 2, Þorleifur) Vítanýting: Skoraö úr 8 af 8. Fiskuö vítL’ Fannar 2, Þorleifur 2, Kristinn 2, Ragnar 1, Einar 1. Varin skot/víti (skot á sig): Hreiöar Guö- mundsson 22/2 (33/2, hélt 9, 67%), STefán Pet- ersen 11 (20/1, hélt 3, 55% Brottvísanir: 10 mínútur. Dómarar (1-10): Guöjón L. Sigurös- son og Ólafur Harldsson (8) Gœöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 200. Maður Hreiöar Guðmundsson, ÍR Aftureld.-KA 22-22 0-1, 1-2, 4-3, 6-6, 9-S, (11-10). 15-10, 16-12, 17-15, 19-18, 21-20, 21-22, 22-22. Aftureldine: Mörk/víti (skot/víti): Bjarki Sigurösson 11/4 (18/4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Daði Hafþórsson 2 (2), Valgarö Thoroddsen 2 (3), Jón Andri Finnsson 2 (4/1), Sverrir Bjömsson 2 (6), Haukur Sigurvinsson 1 (3/1), Emir Hrafn Amarson (1), Ásgeir Jónsson (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 1 (Valgarð). Vítanýting: Skorað úr 4 af 6. Fiskuö vítL' Atli 2, Valgarö, Jón, Sverrir, Bjarki. Varin skot/viti (skot á sig): Reynir Þór Reynisson 24/5 (46/8, hélt 6, 52%. Brottvisanir: 16 mínútur. Dómarar (1-10): Ingvar Guðjónsson og Jónas Eliasson (6) Gœói leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 150. Maöur Reynir Pór Reynisson, Aftureld. ÍBV: Mörk/víti (skot/viti): Micael Lauritsen 6 (9), Davíö Þór Óskarsson 4 (14), Siguröur Ari Stef- ánsson 3 (11/1), Sindri Haraldsson 2.(6), Ro- bert Bognar 2 (8), Siguröur Bragason 2 (12/1), Kári Kristjánsson 1 (1), Sindri Ólafsson (1), Sigþór Friöriksson (2). Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (Bognar, Sindri, Micael) Vítanýting: Skoraö úr 1 af 3. Fiskuö vítL’ Siguröur A, Sigurður, Sindri H. Varin skot/víti (skot á sig): Viktor Gigov 2 (35/6, hélt 1, 14%, Eyjólfur Hannesson 0 (7/2, 0%) Brottvísanir: 6 mínútur. KA: Mörk/víti (skot/viti): Andrius Stelmokas 6/1 (7/2), Amór Atlason 5/2 (8/3), Ingólfur Axelsson 4 (8/1), Jónatan Magnússon 4 (9/1), Einar Logi Friöjónsson 3 (6), Hilmar Stefánsson (1), Ámi B. Þórarinsson (1), Baldvin Þorsteinsson (2/1). Mörk úr hraöaupphlaupum: Engin. Vítanýting: Skoraö úr 3 af 8. Fiskuó vítU Stelmokas 4, Einar 3, Baldvin 1 Varin skot/víti (skot á sig): Egidijus Petkevicius 14/1 (36/5, hélt 10, 39%), 1 víti í slá. Brottvísanir: 16 mínútur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.