Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 2
18
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002
Sport
Mánudagurinn 9. desember 2002
Efni DV-
Sports í dag
© Utan vallar, fréttir
^ Viötal viö Skúla boxara
Tj NBA-deildin í körfu
Intersportdeildin
Intersportdeildin
Intersportdeildin
Hver fær EM 2008?
Hver fær EM 2008?
Essodeild karla
Essodeild karla
©
©
©
©
©
©
I©
Evrópukeppnin í
handbolta og
Essodeild kvenna
tl Enska knattspyrnan
© Enska knattspyrnan
© Enska knattspyrnan
© Evrópuknattspyrnan
© Evrópuknattspyrnan
© Hestasíöa
Unglingamót í tennis
Unglingamót í tennis
© Hreyfingin tjáir sig
© Veiðisíöa
•1 Fréttasíöa
Erlendir íþróttamenn fá íslenskt ríkisfang fyrir áramót:
Körfubolti:
14 ára í A-
landsliðinu
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum DV-Sports hefur Helena
Sverrisdóttir, 14 ára stelpa úr
Haukum, verið valin í íslenska A-
landsliðið sem keppnir á æfinga-
móti í Lúxemborg milli jóla og
nýárs þar sem liðið mun leika
gegn Svíum, Englendingum auk
heimamönnum í Lúxemborg.
Helena verður þar með yngsti
leikmaðurinn í sögunni til að
spila landsleik í boltaíþrótt og
gæti hún um leið spilað fyrir öll
landsliðin á þessu tímabili verði
verkefni fyrir þau í vor og næsta
sumar.
Helena er sem stendur stiga-
hæsti íslenski leikmaðurinn í
deildinni en hún hefur skorað 16,5
stig að meðaltali í þeim 8 leikjum
sem hún hefur spilað. -ÓÓJ
Himnasending fyrir
handboltalandsliðið
Keflvíkingar geta fengið sér þriðja Kanann i körfunni
Þrír erlendir íþróttamenn sem ieika
hér á landi hafa verið tilnefndir af alls-
heijamefnd Alþingis og eiga nokkuð
vísan íslenskan rikisborgararétt nú í
desembermánuði. íþróttamennirnir
Belnnsími: ................ 550 5880
Ljósmyndir: ............... 550 5845
Fax:............................ 550 5020
Netfang:.............dvsport@dv.is
Fastir starfsmenn:
Henry Birgir Gunnarsson (henry@dv.is)
Jón Kristíán Sigurösson (jks.sport@dv.is)
Óskar 0. Jónsson (ooj.sport@dv.is)
Óskar Hrafii Þorvaldsson (oskar@dv.is)
Pjetur Sigurðsson (pjetur@dv.is)
sem um ræðir eru Roland Eradze sem
leikur sem markvörður hjá Essó-deild-
ar liði Vals, Aleksandrs Petersons hjá
Gróttu/KR og körfuknattleiksmenn-
imir Damon Johnson sem leikur með
Keflavík og Leon Purdue sem þjálfar
og leikur með 1. deildar liði Ár-
manns/Þrótts.
Þeim aðilum, sem tilnefndir eru af
aiisherjamefhd, er nánast undantekn-
ingalaust veitt ríkisfang og því er nán-
ast ömggt að þessir þrír aðilar verði
íslendingar í þessum mánuði.
Það þarf ekki að fara mörgum orð-
um um hve mikla þýðingu þetta hefúr
fýrir íslenskan handknattleik og ís-
lenska landsliðið að Roland skuli vera
orðinn íslendingur, en hann er án efa
einn besti markvörður landsins í dag.
Hann kemur væntanlega beint inn í ís-
lenska landsliðshópinn enda vantar
markvörð í hans styrkleika. Roland
lék með landsliði Georgíu fyrir tæpum
þremur árum og því getur hann verið
með á HM í Portúgal sem fram fer i lok
janúar. Roland mun missa af fyrstu
leikjum liðsins en verður siöan orðinn
löglegur þegar alvaran byrjar. Peter-
sons lék með landsliði Lettlands á
þessu ári og því ekki löglegur fyrr en
þrjú ár era liðin frá þeim landsleik.
Petersons er ekki nema 22 ára og á
mörg ár eftir og mun án efa spila með
íslenska landsliðinu í mörg ár þegar
hann verður orðinn löglegur.
Keflavík í góðum málum
Damon Johnson sagði í viðtali við
DV-Sport eftir Kjörísbikarúrslitin að
hann hefði komið hingað til lands til
að freistast til að ná sér í ríkisfang.
Honum hefúr orðið að ósk sinni og
munu Keflvíkingar tefla fram tveimur
erlendum leikmönnum með íslenskt
ríkisfang þar sem Kevin Grandberg
fékk ríkisborgararétt fyrr á þessu ári.
Þetta þýðir það að Keflavík getur náð
sér í Bandaríkjamann fyrir þá mánuði
sem eftir era af tímabilinu þar sem
Damon er ekki erlendur leikmaður
liðsins lengur. Því er ljóst að Keflavík
verður firnasterkt á lokasprettinum í
Intersport-deildinni í körfuknattleik.
Leon Purdue hefur leikið með liðum
í neðri deildum og hefur ekki þótt
nægilega sterkur til að leika sem Kani
i eftstu deild. Það er hins vegar ljóst að
lið í Intersport-deildinni munu horfa
hýru auga til hans núna þar sem hann
er orðinn íslenskur ríkisborgari og
þarf ekki að uppfylla þær griðarlegu
kröfur sem liö í Intersport-deildinni
gera til sinna Bandaríkjamanna.
í körfunni má aðeins tefla fram
einum leikmanni sem hefur fengið
ríkisfang og þvi getur íslenska
landsliðið ekki teflt fram bæði Brenton
Birmingham og Damon í einu heldur
bara öðrum þeirra. -Ben
Utan vallar
íslenska handboltalandsliðið fær að
öllum líkindum góöan jólapakka frá
allsheijarnefnd í desembermánuði
enda lítur allt út fyrir að tveir snjall-
ir handboltaleikmenn fái ríkisborg-
ararétt á næstu dögum.
Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem
„aðkomumaður" styrkir íslenska
handboltalandsliðið því ekki má
gleyma innkomu Róberts Julian
Duranona í islenska liðið á HM í Jap-
an 1997 þar sem íslenska landsliðið
endaði í fimmta sæti. Þeir tveir sem
nú um ræðir munu öragglega styrkja
liðið einnig.
Roland Eradze er frábær markvörð-
ur og með fullri virðingu fyrir mark-
mönnum íslenska landsliðsins í dag
þá mun þessi 31 árs gamli markvörð-
ur gjörbreyta markvörslu liðsins.
Aleksandrs Petersons, 22 ára gam-
all Letti, fær einnig islenskt rikisfang
en þessi leikmaður hefur vaxið og
dafnað í herbúðum Gróttu/KR undan-
farin ár og þrátt fyrir að hann verði
ekki löglegur meö landsliðinu strax
þá er ljóst að hann er enn mjög ungur
og gæti því reynst íslenska liðinu vel
í framtíðinni.
Allt annað er þó uppi á teningnum
í körfunni. Damon Johnson er að
verða íslenskur ríkisborgari og
verður um leið þriðji bandaríski
körfuboltaleikmaðurinn sem fær ís-
lenskt ríkisfang á einu ári. Reglur
körfuboltans era harðari en þær í
handboltanum og það er því erfitt að
sjá að Damon eða þá Brenton
Birmingham, sem fékk ríkisfang í
fyrra, nýtist íslenska körfuboltalánds-
liöinu við að koma sér á blað á næstu
áram.
í fyrsta lagi þurfa þrjú ár að líða áð-
ur en þeir veröa löglegir í keppnum á
vegum FIBA og í ofanálag má aðeins
nota einn leikmann í einu sem er með
tvöfalt ríkisfang. Að veita bandarísk-
um körfuboltamanni íslenskt ríkis-
fang er því í raun aðeins greiði við
hann sjálfan, góð „kauphækkun" í
höröum viðskiptaheimi körfunnar
þar sem góðir evrópskir leikmenn
geta selt sig dýrt og verður væntan-
lega til þess aö viðkomandi leikmaður
hverfi á braut og sjáist ekki meira á
íslenskum körfuboltavöllum.
í framhaldi af þessum veitingum
ríkisborgararéttar vakna því vissu-
"N
Oskar Ófeigur
Jónsson
íþróttafréttamaöur
á DV-Sporti
lega spumingar. Það er ekki hægt að
sjá að hér hafi verið fylgt ströngustu
reglum um veitingu þein-a og það er
því meira oröin spurning um pólítík
hvort menn uppskera íslenskan
ríkisborgararétt eða ekki.
Margar þjóðir úti í hinum stóra
heimi hafa nýtt sér „aðkomumenn“
til að styrkja íþróttalíf sinna landa og
þar sem kröfur hafa augljóslega
minnkað við veitingu ríkisborgara-
réttar hér á landi sé ég ekkert í vegi
fyrir því að ísland geti farið að safha
liði eins og hinar þjóðimar. Breidd
hamlar oft framgöngu íslenska hóp-
iþróttamanna, ísland er lítil þjóð og
þvi munu sterkir leikmenn nýtast
landsliðinu vel og auka breidd lands-
liðanna.
Eitt verður þó að hafa í huga, hand-
boltinn getur vissulega fengið fleiri
jólagjafir frá allsheijamefiid í fram-
tíðinni en í körfúnni er ljóst að þeir
einu sem fá að opna jólapakkann eru
leikmennimir sjálfir. íslenska þjóðin
græðir ekki neitt.
I
>