Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 19
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 35 í stuttu máli Sport Lunkin viðskipti Ung ræktunarkona, Þórdís Erla Gunnarsdóttir, hampaði glæsilegum bikar eftir nýafstaðna uppskeruhátíð Fáks, en þar var hún kjörin ræktun- armaöur ársins. Bikarinn hlaut hún fyrir hryssu sína, Gígju frá Auðs- holtshjáleigu, sem var hæst dæmda kynbótahross í Fáki á þessu ári. Gígja er fædd Þórdísi Erlu, sem keypti móður hennar, Hrafntinnu frá Auðsholtshjáleigu, þegar hún var þriggja vetra. Gígja er undan höfð- ingjanum Orra frá Þúfu. Þórdis Erla á örugglega eftir að láta enn frekar tU sín taka í ræktunarmál- um. Hún lánaði foreldrum sínum, Kristbjörgu og Gunnari, Hrafntinnu, svo að þau gætu farið með hana und- ir hest. í staöinn fékk hún merfolald undan 1. verðlauna hryssunni Gyll- ingu frá Auðsholtshjáleigu og KeUi frá Miðsitju, sem aUir þekkja eftir frækUega frammistöðu á Landsmóti 2002. HMÍ kaupir hestasýningar Hestamiðstöð Islands hefur keypt hestasýningar þær sem Hestasport hefur veriö með á sínum snærum á nokkrum stöð- um í Skaga- firði undanfar- in ár. í fyrstu var gert ráð fyrir að hesta- miðstöðin kæmi aö þróun sýninganna með Hesta- sporti, en nú hafa eigenda- skipti orðið of- an á. Sýning- amar sem hafa notið mikilla vin- sælda verða endurhannaðar í vetur. Um 200 erlendir feröamenn hafa sótt þær árlega og hafa þær gegnt mikU- vægu hlutverki í kynningu á íslenska hestinum. Fyrstu sýningamar meö nýju sniði verða væntanlega í aprU á næsta ári. -JSS Netfang DV: jss@dv.is. Haustbeit Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir I hrossasjúkdómum, skrUar þarfan pistU á heimasíðu Dýralæknafélags Islands um haustbeit og útigjöf. Þar segir hún m.a.: „Það þarf að fylgjast reglu- lega með hross- um á haustbeit og sjá tU þess að þau séu í bata. Nauðsyn- legt er að meta holdafar hross- anna meö því að taka á síöu þvi vetr- arhár og kviðlag geta viUt sýn. Nái hrossin ekki að safna fitu undir húð, og þá sérstaklega ef þau fá hnjúska, er ekki um annað að ræöa en að hýsa þau og byrja að gefa. Þá þurfa menn einnig að vera vel á verði þegar beit- in minnkar og færa hrossin í betra hólf eða hefja gjöf. Það er mjög vara- samt að draga það að byrja að gefa útigangshrossum þar tU þau em far- in að leggja af.“ Greinin í heUd er á www.dyr.is. Hestalist - ný þjónusta Nýtt þjónustufyrirtæki fyrir hesta- menn hefur tekið tU starfa aö Flugu- mýri 14 í Mosfellsbæ. Það heitir Hestalist ehf., í eigu Páls Viktorsson- ar og Jóns Jónssonar í Varmadal. Framkvæmdastjóri er Guðrún R. Kristinsdóttir. Fyrirtækið sér um pökkun á spónum frá Húsasmiðjunni og sölu á þeim. BaUamir eru að með- altali um 30 kg og kostar hver baUi 900-950 með vsk. eftir því hve keypt er í miklu magni. Fyrirtækið mun í vetur verða með spónagáma í hest- húsahverfum á höfuðborgarsvæðinu og selja beint úr þeim þar tU hægðar- auka fyrir hestamenn. Tímasetningar verða auglýstar í smáauglýsingum DV innan tíðar. Þá verða baUarnir keyrðir tU viðskiptavina ef um eitt- hvert magn er að ræða. Fyrirtækið býður einnig upp á útmokstur úr hesthúsum með bobcat-vélum, hreinsun á gerðum og malarskipti og loks sér það um að tæma þrær. Síminn er 8933702. Möguleikar til notkunar á ís- lenska hestinum virðast nær ótæm- andi. Menn eru stöðugt að uppgötva nýja hluti þar sem hæfileikar hans koma að góðum notum. Hann er til að mynda notaður með geysigóðum árangri við endurhæfingu fatlaðra einstaklinga. Nú hefur islenski hest- urinn enn sýnt hve eigin- leikar h'ans geta verið dýr- mætir og gefandi. Á með- ferðarheimili Götusmiðj- unnar að Árvöllum á Kjal- amesi hefur hann verið notaður síðan í mai sl. til aðstoðar við endurhæf- ingu unglinga sem hafa ísólfur Þ. orðið vímuefnum að bráð. Þeim þætti meðferðarinnar stjómar ísólf- ur Þ. Líndal frá Lækjamóti í Húna- vatnssýslu. Isólfur er hestamaður frá blautu bamsbeini, stundar tamningar, selur hross og æfir keppnishross í húsi sem hann á í Víðidal. Svo vinnur hann með ung- lingunum á Árvöllum, eins og áður sagði. Götusmiðjan hefur yfir fjórum hestum að ráða, sem notaðir eru við endurhæfingu unglinganna. Tveir eru tamdir, en hinir tveir ótemjur. ísólfur gerir miklar kröfur til þess- ara hrossa og þau þurfa aö vera ein- stök að upplagi til að þau þjóni sínu hlutverki. „Tömdu hestamir eru notaðir í reiðskóla. Allir fara á bak þeim,“ segir ísólfur. „Þeir þurfa að vera taugasterkir, geðgóðir, öruggir og traustir, hestar sem láta sér ekki bregða þótt eitthvað beri út af. Krakkamir læra að vinna með þá og komast yfir hræðsluna, sem þjak- ar mörg þeirra þegar þau koma. Ótömdu hrossin þurfa að vera eðlisróleg og taugasterk. Þeir krakk- ar sem hafa reynslu af reiðmennsku eða hafa verið í reiðskóla fá að spreyta sig við tamningamar. Það byggir allt á trausti miili þeirra og trippisins." Allir taka þátt Endurhæfingunni er þannig háttað að ailir krakkarnir fara á hestbak tvisvar sinnum í viku. Hóp- ur þeirra sér síðan um frumtamningar þrisvar í viku og bóklegt nám er einu Líndal. sinni i viku. Svo sjá þau um fóðrun og hirðingu hrossanna, allt undir eftirliti ísólfs. Ef þau ljúka 60 stundum í hestamennsku fá þau 2 einingar metnar inn í fjölbrauta- skóla. Ljúki þau 70 stundum fá þau 3 einingar. „Það sem gerist í samskiptum unglings og hests er að það getur losnað um þau vandamál sem krakkarnir koma með hingað. Sum þeirra koma frá brotnum heimilum, eru með brotna sjálfsmynd og treysta engum. Traustið milli manns og hests þarf að vera gagn- kvæmt. Þau þurfa að geta treyst hestinum fyrir sjálfum sér og hest- urinn þarf að geta treyst þeim. Þau læra að stjórna hestinum og yfir- færa það yfir á að stjóma sínu eigin lifi. Umgengnin við hestinn hjálpar þeim að ná alls konar tengingum sem þau yflrfæra á sig og umhverf- ið, sem síðan er hægt að nýta í með- ferðinni," segir ísólfur. „Það er alveg magnað hvað sam- skipti hests og unglings skila miklu. Útreiðartúramir eru afþreying fyrir suma. Þeir komast á bak og gleyma amstri dagsins. Þeir hugsa bara um sig og hestinn, en skilja tilfmninga- flækjurnar eftir heima. Það sést beinlínis hvernig hugurinn hreins- ast og fljótlega fer að losna um þau og þau fara að brosa. Við setjumst stundum í heyið eft- ir útreiðartúr og hlustum á hestana borða. Þá gerist það oft að jafnvel mjög lokaðir einstaklingar opna sig og ræða ýmislegt sem ella hefði þurft að draga upp úr þeim með fyr- irhöfn. Krakkar sem eru mjög virk- ir slaka á við það eitt að hlusta á hrossin borða.“ Fleiri hesta Draumur forráðamanna Götu- smiðjunnar er að fjölga hrossunum sem notuð eru við endurhæfinguna. Helst vildu þeir hafa 6-8 hesta. Þá gæti allur hópurinn verið í hesta- mennsku í senn. En það kostar mikla peninga að halda hest, eins og allir vita sem til þekkja. „Okkur vantar sárlega fjármögn- unaraðila," segir ísólfur. „Svo þyrfti að vera kostur á hestaprógrammi í eftirmeðferðinni, en það er fjarlæg framtíðarmúsík. En með kynnum og myndun tengsla við íslenska hestinn fá krakkamir eitthvað til að stefna að síðar, eitt- hvað sem þau langar virkilega að gera. Það víkkar sjóndeildarhring- inn og gefur þeim nýja framtíðar- sýn,“ sagði ísólfur Þ. Líndal. Því má bæta við til gamans að starfsmenn á Árvöllum, sem aldrei hafa kynnst samskiptum við hesta fyrr en nú, eru sumir hverjir farnir að skipuleggja í huganum hálendis- ferð á hestbaki næsta sumar. -JSS Ungi maðurinn og Skjóna fóru ekki hratt yfir en af öryggi, sem skiptir mestu máli þegar byggt er upp traust milli hests og manns. DV-mynd GVA ísólfur leiðbeinir áhugasömum nemendum. Það er gaman að geta þess að Ástund tók sig til og gaf Götusmiðjunni galla, reiðtygi, kamba og ýmislegt fleira þegar farið var af staö með hestaverkefniö. DV-mynd GVA Nýr þáttur í meðferð gegn vímuefnum í Götusmiðjunni á Árvöllum: Hestarnir losa um hömlurnar - notaðir með frábærum árangri við endurhæfingu unglinganna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.