Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 20
36
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002
Sport
i>v
>
^ Haustmót TSÍ:
Urslit mótsins
Strákar, 16 ára og yngrl
1. sæti .... . . Magnús Gunnarsson
2. sæti.... ... Eiríkur Magnússon
3. sæti .... . Loftur Ingi Bjamason
Stúlkur, 14 ára og yngri
1 .. Guörún Óskarsdóttir
2
Strákar, 14 ára og yngri
1. sæti . .. . ... Birkir Gunnarsson
2. sæti .... . .. Eiríkur Magnússon
3.-4. sæti . . ... Gunnar Andrésson
3.^1. sæti . . . . Sigurberg Rúriksson
Stúlkur, 12 ára og yngri
1. sæti . . . . .... Arna Sveinsdóttir
2. sæti .... .... Hrund Ólafsdóttir
Strákar, 12 ára og yngri
1. sæti .... . . . . Birkir Gunnarsson
2. sæti . .. . . Sigurbjartur Atlason
3.-4. sæti . . Rafn Kumar Bonifacius
3.-4. sæti . . Ásgeir Orri Ásgeirsson
Böm 10 ára og yngri
1. sæti . . . . Rafn Kumar Bonifacius
2. sæti .... .. Sigurbjartur Atlason
3. sæti .... . Aleksandra Trifunovic
Birkir
Gunnars-
son og Ei-
ríkur Magn-
ússon voru
góöir vinir
aö leik
loknum
sem var
bráö-
skemmti-
legur og
þeir sjást
hér bros-
andi til
hliöar.
Ekki fór
síöur vel á
meö þeim
Örnu
Sveinsdótt-
ur, Söndru
Dis Krist-
jánsdóttur,
Björk Bald-
ursdóttur
og Ernu
Oddsdóttur
sem sjást
hér á
myndinni
fyrir neöan
en þær
stóöu sig
allar vel.
Uppgangur í íslenskum tennis:
Mikill efniviður
Vetrarmót Tennissambandsins um siðustu helgi:
Skemmtileg
- mikill uppgangur hjá ungum tennisköppum
- segir Raj Bonifacius landsliösþjálfari
Hið árlega Haustmót tennis-
manna var haldið í Sporthúsinu
í Kópavogi um síðustu helgi.
Þátttaka að þessu sinni var mjög
góð en alls tóku 52 þátt í mótinu
og komu þeir frá 5 tennisfélög-
um.
Barátta Magnúsar og Kára
Hjá strákum 16 ára og yngri
léku til úrslita þeir Magnús
Gunnarsson og Kári Pálsson.
Magnús er núverandi íslands-
meistari innanhúss en Kári utan-
húss og fór því vel á því að þeir
léku til úrslita.
Kári byrjaði leikinn vel og
vann fyrsta settið mjög örugg-
lega, 6-2. Magnús var þó ekki á
því að gefast upp og mætti hann
mjög grimmur í annað settið sem
hann vann 7-5 eftir mikla bar-
áttu.
Því varð að gripa til oddasetts
sem Magnús sigraði nokkuð ör-
ugglega, 6-2.
Magnús og Kári hafa báðir
leikið með unglingalandsliðum
íslands undanfarin ár og með
frammistöðu sinni um síðustu
helgi sýndu þeir að ekki verður
þess langt að bíða að þeir fái
tækifæri með aðallandsliðinu.
Spennandi úrslitaleikur
í úrslitaleik stúlkna 14 ára og
yngri mættust stöllurnar Guðrún
Óskarsdóttir og Birna Harðar-
dóttir. Leikur þeirra var mjög
jafn og spennandi og varð að
grípa til oddasetts hjá þeim rétt
eins og hjá Magnúsi og Kára.
f úrslitasettinu reyndist Guð-
rún sterkari en það þurfti bráða-
bana til að fá úrslit hjá þeim
stöllum. Spilamennska þeirra
var hreint frábær og það var mál
manna að sjaldan hefði sést bet-
ur leikinn tennis hjá stúlkum á
þessum aldri hér á landi. Þarna
voru svo sannarlega landsliðs-
konur framtíðarinnar á ferðinni.
Efnilegur strákur
í flokki 14 ára og yngri hjá
strákunum varð sigurvegari
hinn bráðefnilegi Birkir Gunn-
arsson sem aðeins er 10 ára.
Birkir lék tO úrslita gegn Eiríki
Magnússyni og það var Eiríkur
sem byrjaði betur og hann vann
fyrsta settið örugglega, 6-2. Birk-
ir kom síðan sterkur til baka i
öðru settinu sem hann vann að
lokum, 6-3. Síðan var leikinn
bráðabani þar sem sigurvegari
fæst er fyrr nær tíu stigum.
Mikil barátta var í bráðaban-
anum og mátti vart á milli sjá
hvor væri sterkari en það var
hinn ungi Birkir sem sigraði að
lokum með 10 stigum gegn 8.
Leikur þeirra þótti skemmti-
lega og drengilega leikinn en það
er ekki á hverjum degi sem 10
ára strákur nær að sigra í flokki
14 ára og yngri.
Tvöfalt hjá Birki
Birkir lét ekki þar við sitja
heldur vann hann flokk 12 ára og
yngri mjög örugglega en and-
stæðingur hans í þeim úrslita-
leik var Sigurbjartur Atlason.
Frábær árangur hjá þessum
strák sem hefur alla burði til
þess að ná langt í íþróttinni.
Hjá stúlkum 12 ára og yngri
varð sigurvegari Arna Sveins-
dóttir en hún lagði Hrund Ólafs-
dóttur í úrslitum í mjög
skemmtilegum leik.
Skemmtilegir taktar
Mikil skemmtun var að fylgj-
ast með yngstu strákunum sem
kepptu í flokki 10 ára og yngri.
Sumir þeirra voru ekki mikið
hærri en tennisspaðarnir sem
þeir léku með en þrátt fyrir ung-
an aldur þá sýndu strákamir
skemmtilega takta.
Sigurvegarinn í þeim flokki
varð Rafn Kumar Bonifacius en
sá strákur á ekki langt að sækja
hæfileika því faðir hans er Raj
Bonifacius, landsliðsþjálfari og
einn besti tennisleikari lands-
ins.
Björt framtíð
Mótið þótti vel heppnað og
var gaman að fylgjast með þeim
framforum sem krakkarnir hafa
tekið.
Fyrir utan þá sem hér hafa
áður verið nefndir voru þau
Árni Kristjánsson, Ásgeir Ás-
geirsson og Rebekka Pétursdótt-
ir að gera skemmtilega hluti og
með góðri ástundun munu þess-
ir krakkar ná enn betri tökum á
íþróttinni sem gæti fleytt þeim
langt í íþróttinni.
-HBG
Það er augljóslega mikill uppgangur
í íslenskum tennis þessa dagana og við
spurðum landsliðsþjálfarann, Raj Bon-
ifacius, að því hvemig stæði á þessum
uppgangi og hversu margir væru að
stunda íþróttina að staðaldri.
„Það eru um 250 manns og flest
þeirra eru börn. Allar aðstæður fyrir
tennis á íslandi hafa breyst mikið und-
anfarin 8 ár og tennishreyfingin leggur
mikið í að hlúa að grasrótarstarfinu í
dag. Afreksfólkið okkar stendur sig vel
og eigum við karla og konur sem eru á
fullum skólastyrk erlendis og em að
gera fina hluti," sagði Raj en hvar er
ísland á heimslistanum?
„í dag er karlalandsliöið í 87. sæti af
143 þjóðum og kvennalandsliðið er í
109. sæti. Miöað við þær aðstæður sem
viö búum við er þetta fmn árangur en
það þarf að bæta um betur í aðstöðu-
málum svo við getum haldið áfram að
klifra upp heimslistann,“ segir Raj og
því liggur beint við að spyrja hann
næst hvernig efniviðurinn sé hér á
landi.
„Okkar bestu ungu krakkar eru
ekki síðri en jafnaldrar þeirra erlend-
is. En til að ná frekari framforum
þurfa þeir að keppa á mótum og ég hef
ávallt lagt mikla áherslu á að hafa
mikið af mótum. Það er að skila sínu
og svo er ánægjulegt að sjá að það eru
afltaf fleiri keppendur á hverju móti
sem segir okkur að áhuginn er sifellt
að aukast og það eru gleðifréttir,"
sagði Raj að lokum.
-HBG
Hinir bráöefnilegu Rafn Kumar Bonifacius og Birkir Gunnarsson sýndu
frábær tilþrif á mótinu þótt þeir séu ekki háir í loftinu.