Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Page 16
32 MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 Sport Southampton iames Beattie Fæddur: 27. febrúar 1978 Heimaland: England Hæö/þyngd: 185 cm/78 kg Leikstaða: Framherji Fyrri lið: Blackburn Deildarleikir/mörk: 154/43 Landsleikir/mörk: Engir Hrós: „Hann getur unnið leiki upp á eigin spýtur. Hann hefur skipt sköpum fyrir okkur í nokkrum ieikjum í vetur og ég tel mig heppinn að hafa hann i mínu liöi.“ Gordon Strachan, stjóri Southampton, um James Beattie. Framherjinn James Beattie, sem leikur með Southampton, hefur far- ið á kostum að undanfömu. Hann er markahæsti maður ensku úrvals- deildarinnar og hefur skorað ellefu mörk í síðustu átta leikjum Sout- hampton. Beattie, sem er 24 ára gamall, kom frá Blackburn í skiptum fyrir Kevin Davies árið 1998 og var fljót- ur að slá í gegn hjá stuðningsmönn- um Southampton. Hann er gífurlega sterkur í loftinu, mjög duglegur og fylginn sér og má segja að hann sé þessi „dæmigerði" enski miðherji sem á undir högg að sækja nú á þessum síðustu og verstu tímum. Hann á að baki fimm landsleiki með U-21 árs landsliði Englands og skoraði í þeim eitt mark en hann á enn eftir að spila með A-landslið- inu. Beattie byrjaði tímabilið i ár ekki vel því að hann var meiddur á und- irbúningstímabilinu og var síðan tekinn fyrir ölvunarakstur skömmu áður en tímabilið hófst. Hann sagði reyndar í viðtali fyrir skömmu að þessi atburður hefði skipt sköpum fyrir hann. Hann fór að taka knattspymuna alvarlega og síðan hann komst á skrið hefúr gengi Southampton farið á flug. Gordon Strachan, knattspymustjóri Southampton, hefur hrósað Beattie í hástert og segir hann vera mikil- vægasta hlekkinn í sterkri keðju síns liðs. -ósk Enn aukast vandræði West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni: Hoddle ósáttur - meö spilamennsku sinna manna þrátt fyrir öruggan sigur á West Brom Robbie Keane og Ledley King fagna hér marki Þjóðverjans Christian Ziege hjá Tottenham en hann skoraði fyrsta mark liösins í 3-1 sigri á West Brom í gær. Reuters Glenn Hoddle, knattspyrnustjóri Tottenham, var ekki sáttur við spila- mennsku sinna í gær þrátt fyrir að liðið hefði borið sigurorð af Lámsi Orra Sigurðssyni og félögum í West Bromwich Albion, 3-1. „Ég held aö við höfum ekki átt skilið að sigra í þessum leik, 3-1, en ég er sáttur við að vera kominn í sjö- unda sæti deildarinnar. Við hefðum getað lent undir í leiknum ef West Brom hefði nýtt færin sín betur en ég verð að hrósa þeim fyrir að koma meö því hugarfari að sækja í leik- inn,“ sagði Hoddle eftir leikinn. „Þeir sóttu hart að okkur og sköp- uðu vandræði og það vom kannski þeirra mistök í öðru markinu að verjast svona framarlega þvi að það er alltaf hættulegt gegn liðum sem hafa jafnfljótan mann og Robbie Kea- ne. Ég er samt ekki sáttur við okkar spilamennsku. Ég lét leikmenn mína heyra það í hálfleik og þeir vissu upp á sig skömmina. Það sem stendur þó eftir er að við fengum þrjú stig og gott veganesti í leikinn gegn Arsenal um næstu helgi sem verður mjög erfiður," sagði Hoddle. Tottenham fékk óskabyrjun í leiknum þegar Þjóðverjinn Christian Ziege skoraði beint úr aukaspyrnu strax á 3. mínútu eftir að Lárus Orri Sigurðsson hafði brotið á Teddy Sheringham. Robbie Keane bætti við öðra marki eftir hálftíma leik þegar hann stakk vörn West Brom af og skoraði af öryggi. Varamaðurinn Scott Dobie minnkaði muninn fyrir West Brom með fallegu skoti en átta mínútum fyrir leikslok potaði Gusta- vo Poyet boltanum inn fyrir línuna hjá West Brom og gulltryggöi sigur Tottenham, 3-1. Varnarleikur West Brom í leikn- um var ekki góður og greinilegt að liðið saknaði Darren Moore og Phil Gilchrist sem voru meiddir. „Úrslitin segja ekki alla söguna. Ef við spilum svona það sem eftir lifir tímabils þá munum við vinna fleiri leiki heldur en við töpum. Ég ætla ekki að fara setja okkur nein mark- mið en það er ljóst að við þurfum að bæta okkur á mörgum sviðum. Varn- arleikurinn var skelfilegur á köflum en mér fannst samt leikurinn hjá okkur í heild vera ágætur. Þetta verður samt alltaf eltingaleikur hjá okkur við lið sem hafa úr miklu meiri fjármunum að spila,“ sagði Gary Megson, knattspymustjóri West Brom, eftir leikinn en lið hans er í fjórða neðsta sæti deildarinnar. -ósk Okkar menn Lárus Orri Sigurösson spilaði aUan leikinn þegar West Bromwich Albion tapaði fyrir Tottenham í ensku úr- valsdeUdinni í gær Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum þegar Chelsea vann góðan sigur á Everton í ensku úrvalsdeUd- inni á laugardaginn. Guöni Bergsson spilaði allan leikinn fyrir Bolton sem gerði jafntelfi gegn Blackbum. Þetta var fyrsti leikur Guðna í síðan 20. október en Brynjar Gunnars- son. I hann hefur átt við meiðsli að stríða i I hné og á kálfa. Hermann Hreiðarsson spUaði allan leikinn fyrir Ipswich sem tapaði fyrir Rotherham á heimavelli í ensku 1. deUd- Brynjar Gunnars- son og Bjarni Guð- jónsson voru báðir í byrjunarliði Stoke sem tapaði fyrir Coventry í ensku 1. deUdinni. Bjarni lék aUan leikinn en Brynjar fékk að líta rauða spjaldið á 87. mínútu. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Watford í tapleUí gegn Derby í ensku 1. deUdinni á laugardaginn og var skipt útaf á 71. mínútu. Arnar Gunnlaugsson var ekki í leik- mannahópi Dundee United sem gerði jafntefli gegn Hibernian i skosku úrvalsdeUdinni á laugardaginn. Heiöar Helguson. Jóhannes Karl Guð- jónsson var ekki i leikmannahópi Real Betis gegn Espanyol i spænsku 1. defldinni í gær. Eyjólfur son. Pétur Marteinsson sat á varamanna- bekk Stoke allan leikinn. Þórður Guójónsson var í byrjunarliði Bochum þegar liði gerði jafntefli gegn Hamburger SV í þýsku 1. deUdinni á laugardagmn. Þórður var skipt út af 64. minútu. Eyjólfur Sverrisson kom inn á sem varamaður á 90. minútu þegar Hertha Berlin gerði jafntefli gegn Wolfsburg i þýsku 1. deUdinni á laugardaginn. Sigmundur Kristjánsson og Viktor B. Arnarson voru ekki í leikmannahópi Utrecht sem tapaði fyrir PSV Eindhoven, 3-1, hoUensku 1. deUdinni. Sverris- J(}Aannes Harðarson var ekki í leikmannahópi Groningen sem gerði markalaust jafntefli gegn Twente í hoUensku 1. deUdinni. -ósk Hetjan Alan Shearer sýndi enn eina ferðina hversu mikilvægur hann er fyrir Newcastle og hversu mik- ill markahrókur hann er. Þegar aUt var komið í óefni í marka- lausum leik Newcastle kom She- arer til bjargar og skoraði sigur- markið átta mínútum fyrir leiks- lok. Shearer, sem er orðinn 32 ára gamall, virðist ekki vera farinn að hægja á sér og um helgina til- kynnti hann að hann hygðist spila í tvö tímabil í viðbót, stuðn- ingsmönnum Newcastle og Bobby Robsoh, knattspyrnustjóra liðs- ins, til mikillar gleði enda hefur komið berlega í ljós að hann á nóg eftir á tankinum tU að þola tvö ár tU viðbótar. -ósk ... skúrkurinn Gerard Houllier, knattspymu- stjóri Liverpool, er skúrkur helg- arinnar. Þessi franski knatt- spyrnustjóri hefur, ásamt leik- mönnum sínum, lent í töluverð- um mótbyr að undanfómu og ef marka má ummæli hans í blöðum virðist hann ekki alveg vita i hvom fótinn hann á að stíga. Liverpool hefúr tapað fjórum af siðustu fimm leikjum í ensku úr- valsdeUdinni og HouUier hefur ekki tekist að koma liðinu á rétt- an kjöl þrátt fyrir hrókeringar með leikmenn og hótanir í fjöl- miðlum að hinn eða þessi verði tekinn út úr liðinu vegna lélegrar frammistöðu. -ósk Mánudagur 9. desember Sunderland-Manchester City Laugardagur 14. desember Manchester United-West Ham Aston ViUa-West Brom Charlton-Manchester City Everton-Blackbum Middlesbrough-Chelsea Southampton-Newcastle Sunnudagur 15. desember Fulham-Brimingham Tottenham-Arsenal Sunderland-Liverpool Mánudagur 16. desember Bolton-Leeds. Laugardagur 21. desember Arsenal-Middlesbrough Birmingham-Charlton Chelsea-Aston ViUa Leeds-Southampton Newcastle-Fulham West Brom-Sunderland West Ham-Bolton

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.