Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 14
30 MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 Sport i>v Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu á laugardaginn: - Charlton bar sigurorð af Liverpool og hefur unnið fjóra leiki í röð í deildinni Komnir í annað sætið Chelsea er komið í annað sæti deild- arinnar eftir góðan útisigur á Everton, 3-1. Claudio Ranieri var afar sáttur við sína menn eftir leikinn en þeir hafa verið að spila frábærlega upp á síðkast- ið. „Ég er mjög ánægður með mína menn í dag. Það er erfitt að spila gegn Everton á útivelli og leikmennimir sýndu að þeir eru með stórt hjarta og mikinn sigurvilja," sagði Ranieri eftir leikinn. Höldum ró okkar Gordon Strachan, knattspyrnustjóra Southampton, var mikið í mun að menn héldu ró sinni eftir enn einn sig- urleikinn hjá liðinu um helgina, nú gegn Birmingham. „Það er mikið eftir og menn skulu hafa í huga að við höfum ekki átt í neinum meiðslavandræðum. Við eru að spila vel núna en það getur allt breyst eins og hendi væri veifað,“ sagði Strachan eftir leikinn. Charlton er á góðu skriði þessa dag- ana og á laugardaginn fékk heillum horfið lið Liverpool að finna fyrir því. Charlton var betri aðilinn í leiknum og þrátt fyrir að Liverpool hafl fengið færi í seinni hálfleiknum þá var sigur- inn fyllflega sanngjarn. „Þetta gengur bara ekki hjá okkur. Það dettur ekkert fyrir okkur og mér fannst við eiga skilið að ná jafntefli í þessum leik. Það gerist stundum að hlutinir falla ekki fyrir okkur en mér finnst það hafa gerst fulloft fyrir minn smekk að undanfómu,“ sagði Gerard Houllier, knattspymustjóri Liverpool, en hann horfði upp á lið sitt tapa fjórða leiknum af síðustu fimm deildarleikj- um. Það var annað upplitið á Alan Cur- bishley, knattspyrnustjóra Charlton, sem var að stýra sínu liði til fjórða sig- urleiksins í röð. „Leikmennimir stóðu sig frábær- lega og áttu sigurinn fyllilega skilið. Við sköpuðum okkur fullt af færum og þeir geta þakkað Chris Kirkland (markverði Liverpool) að þeir töpuðu ekki stærra. Nú þurfum við að halda okkur á jörðinni og vera auðmjúkir i framhaldinu," sagði Curbishley. Short bjargaði stigi Það ætlar ekki að ganga hjá Bolton að vinna á heimavelli. Á laugardaginn virtist allt stefna í sigur liðsins gegn Blackburn eftir að Nígeríumaðurinn Augustine Okacha hafði komið þeim yflr í byrjun leiks. Allt þar til Craig Short, varnarmaður Blackbum, dúkk- aði upp og jafnaði metin á 90. mínútu. Þar með varð fimmta jafntefli Bolton í síðustu fimm heimaleikjum staðreynd og Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, var eyðilagður maður eftir leikinn. „Ef ég hef einhvern tíma vonað að dómarinn myndi fara að flauta leikinn af þá var það í dag. Það voru komnar tæplega fimm minútur fram yflr venju- legan leiktíma þegar jöfnunarmarkið kom. Það er hins vegar ekki dómaran- um að kenna heldur okkur sjálfum. Allt sem við þurftum að gera var að halda boltanum. Ég veit að mínir menn voru orðnir þreyttir en þurfa samt að einbeita sér. Þetta er löngu hætt að vera óheppni hjá okkur heldur þurfa leikmenn að fara læra,“ sagði Allardyce. Réttlætinu fullnægt Graeme Souness, knattspyrnustjóri Blackburn, sagði að réttlætinu hafi verið fullnægt. „Við vorum mun betri í síðari hálf- leik og áttum jafnteflið skilið. Við feng- um fullt af færum og ég var reyndar farinn að halda að við myndum ekki skora en sem betur fer gerðist það,“ sagði Graeme Souness, knattspyrnu- Michael Owen, sóknarmaður Liverpool, og Richaard Rufus, varnarmaður Charlton, háðu margan hildinn á laugardaginn og hafði Rufus yfirleitt betur. Reuters stjóri Blackbum, eftir leikinn. Enn tapar Leeds Leeds tapaði enn einum leiknum um helgina þegar liðið beið lægri hlut fyr- ir Fulham, 1-0, og ekki minnkáði pressan á Terry Venables, knatt- spyrnustjóra Leeds, við þennan ósigur. „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Við erum ekki komnir í fall- baráttu enn þá en ég skal viðurkenna að við getum bætt okkar spilamennsku umtalsvert. Ég get ekki verið að velta mér upp úr því hvað gerist á morgun eða næstu daga heldur verð ég bara að leggja harðar að mér og reyna að rífa liðið upp á nýjan leik. Ég held að ég sé rétti maöurinn í starflð því að reynsla mín gæti skipt sköpum í þeim erifð- leikum sem við eigum í þessa stund- ina,“ sagði Terry Venables. Áttum að vinna West Ham virðist ekki ætla að koma sér af botninum í deildinni. Á laugar- daginn leit allt út fyrir að liðið myndi fara með sigur af hólmi gegn Middles- brough, allt þar til vamarmaðurinn Ugo Ehiogu jafnaði metin fyrir Midd- lesbrough tveimur mínútum fyrir leikslok. „Mér fannst við eiga skilið að vinna, rétt eins og gegn Southampton á mánu- daginn fyrir viku. Við spiluðum vel og ég er enn sannfærðari um að ég sé rétti maðurinn í starfið eftir þennan leik. Leikmennnirnir lögðu sig alla fram og við munum rífa okkur upp úr þessari stöðu," sagði Glenn Roeder, knatt- spymustjóri West Ham, eftir leikinn en hann er orðinn ansi valtur í sessi sem knattspymustjóri liðsins. -ósk IHGLflHD Úrvalsdeild: Úrslit: Man. Utd-Arsenal ............2-0 1-0 Juan Sebastian Veron (22.), 2-0 Paul Scholes (73.). Aston Villa-Newcastle........O-l 0-1 Alan Shearer (82.). Bolton-Blackbum .............1-1 1-0 Augustin Okocha (8.), 1-1 Craig Short (90.). Charlton-Liverpool ..........2-0 1-0 Jason Euell (36.), 2-0 Paul Konchesky (78.). Everton-Chelsea .............1-3 0-1 Mario Stanic (5.), 0-2 Jimmy Floyd Hasselbaink (28.), 1-2 Gary Naysmith (43.), 1-3 Jesper Grönkjær (90.). Fulham-Leeds ...............1-0 1-0 Martin Djetou (10.). Middlesbrough-West Ham .. . 2-2 0-1 Joe Cole (46.), 1-1 Szilard Nemeth (57.), 1-2 Ian Pearce (76.), 2-2 Ugo Ehiogu (88.). Southampton-Birmingham . . 2-0 1-0 James Beattie, víti (60.), 2-0 James Beattie (83.). Tottenham-West Brom .......3-1 1-0 Christian Ziege (3.), 2-0 Robbie Keane (29.), 2-1 Scott Dobie (73.), 3-1 Gustavo Poyet (80.). Staðan: Arsenal 17 11 2 4 36-19 35 Chelsea 17 9 6 2 31-14 33 Man. Utd 17 9 5 3 27-17 32 Liverpool 17 9 4 4 27-17 31 Everton 17 9 2 6 20-20 29 Newcastle 16 9 1 6 26-23 28 Tottenham 17 8 3 6 23-23 27 Southampt. 17 7 5 5 20-17 26 Middlesbr. 17 7 4 6 21-15 25 Blackburn 17 6 6 5 23-20 24 Charlton 17 7 2 8 18-20 23 Fulham 17 6 4 7 22-22 22 Birmingh. 17 5 5 7 16-21 20 Man. City 16 6 2 8 17-23 20 Aston Villa 17 5 4 8 15-17 19 Leeds 17 5 2 10 20-25 17 West Brom 17 4 3 10 12-25 15 Bolton 16 3 5 8 18-28 14 Sunderland 16 3 5 8 8-20 14 West Ham 17 3 4 10 17-31 13 1. deild: Reading-Portsmouth ...........0-0 Bradford-GUlingham............1-3 Bumley-Nott. Forest...........1-0 Crystal Palace-MiUwall........1-0 Derby-Watford.................3-0 Ipswich-Rotherham.............1-2 Leicester-Sheffield Utd ......0-0 Preston-Wimbledon.............3-5 Sheffield Wed.-Brighton.......1-1 Stoke-Coventry................1-2 Walsall-Grimsby...............3-1 Wolves-Norwich ...............1-0 Staðan: Portsmouth 22 16 4 2 47-20 52 Leicester 22 13 6 3 33-20 45 Nott. Forest 22 11 6 5 38-21 39 Norwich 22 11 6 5 34-18 39 Reading 21 12 3 6 24-14 39 Wolves 21 10 6 5 30-21 36 Sheff. Utd 21 10 6 5 33-24 36 Watford 22 10 4 8 27-32 34 Burnley 22 9 5 8 31-35 32 Rotherham 22 8 7 7 34-26 31 Wimbledon 22 9 4 9 38-36 31 C. Palace 22 7 9 6 32-26 30 Derby 22 9 3 10 27-28 30 Coventry 22 8 6 8 27-30 30 Millwall 22 8 5 9 23-31 29 Preston 22 6 10 6 37-38 28 Gillingham 22 7 7 8 24-29 28 Walsall 22 7 4 11 34-38 25 Ipswich 20 6 5 9 25-25 23 Bradford 22 4 7 11 22-41 19 Grimsby 22 4 5 13 24-44 17 Stoke 22 3 6 13 22-40 15 Sheff. Wed 22 2 8 12 17-36 14 Brighton 21 3 4 14 2140 13 Stoke City tapaði enn einum leiknum um helgina og hefur ekki unnið í síðustu þrettán leikjum. Nú tapaöi liðið fyrir Coventry, 2-1, á heimavelli og til að bæta gráu ofan á svart fékk Brynjar Gunnarsson rauða spjaldið undir lok leiksins. Tony Pulis, sem tók við liðinu fyrir skömmu, hefur ekki enn unnið leik með liðinu. Það sem vUl Stoke til happs er að liðin sem eru kringum það í deildinni, Grimsby, Sheffield Wednesday og Brighton, eru álíka léleg og Stoke. -ósk Fjórír sigrar í röð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.