Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Síða 7
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002
23
Snæfell-Valur 90-78
Grindavík-Njarðvík 88-70
Friðrik Ingi Rúnarsson:
Var fjögurra
stiga leikur
„Þetta var 4 stiga leikur og ég
er ánægður með aö vinna Njarð-
víkinga, enda hafa þeir gott lið
og mikla hefð. Hittni liöanna var
kannski ekki upp á það besta en
það sem geröi gæfumuninn var
góð byrjun hjá okkur. Við spil-
uðum fina vörn lengst af og það
var einna helst Páll sem gerði
okkur erfitt fyrir.“
Nú spilið þið aftur við Njarð-
víkinga í bikarnum 16. desem-
ber, hvernig líst þér á það?
„Það verður án efa hörkuleik-
ur. Það er alltaf svolítið sérstakt
að spila í deild og bikar með
svona stuttu millibili en við ætl-
um okkur að vinna Hauka í
næsta leik og svo að koma okkur
áfram í bikamum,“ sagði Frið-
rik Ingi Rúnarsson, þjálfari
Grindvíkinga, ánægður eftir
fjögurhundraðasta leikinn sinn
sem þjálfari í keppni á vegum
KKÍ.
Friðrik Ragnarsson:
Páll var ijósið
Friðrik Pétur Ragnarsson,
þjálfari Njarðvíkinga, var ekki
ánægður með sina menn.
„Við spiluðum mjög illa. Það
stuðaði okkur að Hunter skyldi
fá 3 vUlur snemma leiks og hann
var nánast ekkert með í hálf-
leiknum. Leikurinn klárast í
rauninni í fyrri hálfleik enda
spiluðum við enga vöm í fyrsta
leikhluta. Við þurfum að laga
mikið áður en við mætum þeim
í bikamum og við höfum góðan
tíma til þess. Páll var Ijósið í
myrkrinu í sóknarleiknum og
hann og Ólafur Aron vom þeir
einu sem ég var sáttur við í þess-
um leik.“ -EÁJ
Sport
Fráköst: Grindavík 38 (14 í sókn, 24 í
vörn, Páll Axel 11), Njarðvík 44 (18 í sókn, 26
i vöm, Páll 13, Friðrik 11).
StoAsendingar: Grindavík 13 (Lewis 3,
Páll Axel 3), Njarðvík 4 (Teitur 4).
Stolnir boltar: Grindavik 17 (Pétur 4),
Njarðvik 10 (Halldór 3).
TapaAir boltar: Grindavik 16, Njarðvík
21.
Varin skot: Grindavík 2 (Jóhann, Helgi),
Njarðvik 2 (Þorsteinn, Páll).
3ja stiga: Grindavik 36/10 (28%),
Njarövík 13/1 (8%).
Víti: Grindavík 29/24 (83%), Njarðvik
23/17 (74%)
2-0, 11-5, 27-13, (34-20), 38-22, 41-28,
43-33, (48-35), 5<M1, 57-43, 64-47, (66-51),
72-53, 79-59, 85-63, 88-70.
Stig Grindavikur: Darrel Lewis 34,
Helgi Jónas Guðfinnsson 17, Jóhann Þór
Ólafsson 9, Guðlaugur Eyjólfsson 8, Guð-
mundur Bragason 8, PáU Axel Vilbergs-
son 6, Pétur Guðmundsson 3, Bjami
Magnússon 3.
Stig Njaróvikur: Páil Kristinsson 27,
G.J. Hunter 12, Ólafur Aron Ingvason 9,
Friðrik Stefánsson 8, Sigurður Einars-
son 6, Ragnar Ragnarsson 4, Halldór
Karlsson 3, Þorsteinn Húnfjörð 1.
Dómarar (1-10):
Kristinn Alberts-
sonogEinar
Skarphéðinsson
(7).
Gϗi leiks
(1-10): 7.
Áharfendur: 150.
Upp að hlið KR
m m - Grindavík vann 18 stiga sigur á Njarðvíkingum í Röstinni
Grindvíkingar skelltu sér upp að
hlið KR-inga á toppi Intersportdeild-
arinnar á föstudagskvöld er þeir
lögðu Njarðvíkinga örugglega í
Röstinni. Lokatölur urðu 88-70, eftir
að heimamenn höfðu leitt 48-35 í
hálfleík.
Lewis skoraöi aö vild
Það var ljóst strax í upphafi að
heimamenn ætluðu að selja sig dýrt
og stifur varnarleikur kom Njarðvík-
ingum oftar en ekki i slæma stöðu. Á
meðan var vöm þeirra sem gatasigti
og Darrel Lewis skoraði að vild. G.J.
Hunter fékk sína þriðju villu strax
eftir fjögurra mínútna leik og lék
ekki meira í fyrri hálfleik. Munurinn
var fljótlega kominn í 14 stig og stað-
an eftir fyrsta leikhluta 34-20. Lewis
hafði þegar hér var komið sögu gert
21 stig!
Njarðvíkingar reyndu hvað þeir
gátu að vinna á mun heimamanna en
gekk illa í vörn og sókn og ekki bætti
úr að þeir létu dómarana fara í taug-
arnar á sér. Grindvíkingar fóra því
með þægilegt forskot inn í hálfleik-
inn þrátt fyrir að lykilmenn eins og
Páll Axel og Helgi Jónas hafi ekki
fundið taktinn sóknarlega. Það var
einna helst Páll Kristinsson sem lét
að sér kveða hjá gestunum og gerði
hann 17 stig í fyrri hálfleiknum.
Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálf-
leikinn af krafti og minnkuðu mun-
inn í 9 stig en lengra komust þeir
ekki og munurinn rauk aftur upp í 17
stig.
Heimamenn höfðu 15 stig í forskot
þegar síðustu 10 mínútumar rúlluöu
af stað og það var alveg Ijóst að þeir
ætluðu ekkert að gefa eftir og með
Helga Jónas og Lewis í fararbroddi
juku þeir forskotið enn frekar og
munurinn varð mestur 22 stig og
lokatölur eins og áður sagði 88-70.
Grindvíkingar léku mjög vel á
köflum og þá sérstaklega Lewis sem
var illviðráðanlegur í fyrri hálfleik.
Helgi Jónas átti einnig ágætisleik
sem og Guðmundur Bragason. Páll
Axel var rólegur í stigaskoruninni en
frákastaði vel.
Páll Kristinsson var yfirburðamað-
ur í liði Njarðvíkinga að þessu sinni.
I raun má segja að hann hafi verið sá
eini sem lék af eðlilegri getu. Ólafur
Aron Ingvason fékk það erfiða hlut-
verk að leysa Hunter af hólmi svo til
allan fyrri hálfleikinn og átti hann
ágætan leik og skilaði 9 stigum.
Ekki sjón aö sjá lykilmenn
Annað var frekar fátæklegt í liði
Njarðvíkinga og ekki sjón að sjá
marga lykilmenn liðsins. Hunter
komst í raun aldrei í takt við leikinn.
Hann spUaði nánast ekkert í fyrri
hálfleik og í síðari hálfleik var of
mikið um erfið skot og uppskeran
frekar rýr. -EÁJ
Fráköst: Snæfell 38 (13 í sókn, 25 í vörn,
Bush 14), Valur 33 (13 í sókn, 20 í vörn, Ægir
Hrafn 11)
Stoósendingar: Snæfell 8 (Helgi 4),
Valur 8 (Bergur Emilsson 2, Bjarki 2, Smith
2).
Stolnir boltar: Snæfell 7 (Helgi 2,
Bujukliev 2), Valur 6 (Bjarki 2, Hinrik 2).
Tapaóir boltar: Snæfell 8, Valur 14.
Varin skot: Snæfell 1 (Bush), Valur 1
(Ægir Hrafn).
3ja stiga: Snæfell 30/11 (37%), Valur 15/3
(20%).
Víti: Snæfell 7/5 (81%), Valur 14/11
(79%).
Iðnaðarsigur hjá Snæfelli
- unnu Valsmenn 90-78 í Hólminum án Hlyns Bæringssonar
Maður leiksins:
Helgi Guðmundsson, Snæfelli
SnæfeUingar unnu mikilvægan
sigur á fóstudaginn gegn Valsmönn-
um i Stykkishólmi. Þetta var sann-
kaUaður „iðnaðarsigur" því þeir
þurftu að hafa talsvert fyrir honum
en samt vantaði ávaUt herslumuninn
hjá Valsmönnum tU að ná undirtök-
unum.
Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega
og liðin léku hraðan bolta. Helgi
Reynir dreif sína menn áfram og
lagði fyrir þá upplögð færi en Vals-
menn voru aldrei mjög langt undan.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var
23-18.
Valsmenn beittu fyrir sig svæðis-
vörn í öðrum leikhluta, skoraðu
fyrstu körfuna en þá komu 12 stig
SnæfeUs í röð. Miðjan á vörninni var
galopin og það nýttu heimamenn sér
tU hins ýtrasta. Staðan í hálfleik var
45-33 fyrir SnæfeU.
I seinni háflleik héldu Valsmenn
áfram að beita svæðisvörn en miðjan
var áfram galopin og það nýtti
Clifton sér vel og skoraði m.a. fyrstu
9 stig Snæfells í fjórðungnum.
Héldu sér inni í leiknum
Þrátt fyrir þessa slælegu vörn var
vörnin engu betri hjá heimamönnum
og Valsmenn héldu sér inni í leikn-
um á frekar auðveldum körfum.
Lavrene Smith átti stóran þátt í því.
Þegar tvær mínútur voru eftir af
leikhlutanum settu Valsmenn 2-2-1
pressuvörn á, eins og þeir reyndar
brugðu fyrir sig af og tU í leiknum,
en á þessum tíma náðu þeir að slá
SnæfeUinga aðeins út af laginu en
munurinn samt sem áður 10 stig við
lok þriðja leikhluta, 67-57.
Valsmenn neituðu að gefast upp,
þeir stoppuðu í gatið í miðju varnar
sinnar með þvi að láta Smith faUa vel
þangað niður og smám saman tókst
þeim að nálgast SnæfeUinga og var
nú farið að fara um margan stuðn-
ingsmann heimaliðsins þegar mun-
urinn var ekki orðinn nema 2 stig,
78-76. Ef ekki hefðu komið tU þriggja
stiga körfur frá Helga og Georg hefðu
Valsmenn náð forystunni á þessum
tímapunkti. Helgi Reynir tók á sig
rögg og stýrði sínum mönnum til sig-
urs á lokamínútunum með frábærum
leik. Hann skoraði drjúgt og fann
samherja sína vel á lokamínútunum
og var maðurinn á bak við sigur liðs-
ins. Lokatölurnar uður 90-78 fyrir
SnæfeU.
Eigum eftir aö styrkjast
Besti maður SnæfeUs í leiknum
ásamt Clifton Bush, Helgi Reynir
Guðmundsson, var kampakátur eftir
leikinn:
„Það var gaman að við náðum að
rífa okkur upp í síðasta leikhlutan-
um eftir að hafa glutrað niður ákjós-
anlegu forskoti. Það sýnir að mínu
mati karakterinn í liðinu. Það býr
meira í okkur en við höfum verið að
sýna og við eigum enn eftir að styrkj-
ast,“ sagði Helgi.
Hann var ásamt Clifton Bush besti
maður liðsins. Helgi stjórnaði liðinu
eins og herforingi og skoraði drjúgt.
Clifton náði í þriðja leiknum í röð að
skora yfir þrjátíu stig og virðist vera
aUur að koma tU. Hlynur Bæringsson
lék ekki með SnæfeUi vegna meiðsla.
Hjá Valsmönnum átti Lavrene
Smith bestan leik ásamt Hinriki
Gunnarssyni. Bjarki Gústafsson kom
sterkur inn í fjórða leikhluta en
breiddina vantar hjá liðinu. -KJ
Grindvíkingurinn Darrel Lewis var
besti maður vallarsins f sigri
Grindavíkur á Njarðvík. Hér er hann
í leik gegn Val í vetur.
3-6, 7-7, 17-11, 22-14, (23-18), 23-20,
35-20, 42-27, 45-30 (45-33), 47-33, 54-39,
54-47, 6149, 61-54, (67-57), 69-57, 69-65,
78-69, 79-76, 85-76, 85-78, 90-78.
Stig Snœfells: Clifton Bush 31, Helgi
Reynir Guðmundsson 21, Jón Ólafur
Jónsson 12, Lýður Vignisson 11, Georgi
Bujukliev 9, Sigurbjöm Þórðarson 4,
Andrés Heiðarsson 2.
Stig Vals: Laveme Smith 24, Bjarki
Gústafsson 20, Ægir Hrafn Jónsson 13,
Hinrik Gunnarsson 9, Gylfi Már
Geirsson 6, Ragnar Steinsson 6.
Dámarar (1-10):
Kristinn Óskars-
son og Björgvin
Rúnarsson (8).
Gϗi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 200.