Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 25 Sviinn Lennait Johansson, for- seti Knattspyrnusambands Evropu, hefur sinar skoöanir a umsóknunum sjö en hann þarf hins vegar aö sifja hja i fyrstu umferö atkvasöagreiöslunnar a fimmtudagínn þar sem hann á hagsmuna aö gæta gagnvart umsókn Norðurlandaþjoðanna fjögurra. Reuters Stutt þar til Knattspyrnusamband Evrópu velur gestgjafa fyrir EM 2008: - þrjár umsóknir taldar vera veikari vegna óláta áhorfenda og hættu á hryðjuverkum Þrjár umsóknir þykja eiga á bratt- ann að sækja þegar Knattspyrnusam- band Evrópu velur gestjafa Evrópu- keppninnar 2008. Aðalástæða þess eru ólæti á áhorf- endapöllum, spiUing og óstöðugt stjórnmálaástand og hætta á hryðju- verkum. Fornir fjendur hafa samein- ast í umsóknum og óvist hversu vel þeim gengur að vinna saman þegar á hólminn er komið. Skoðum nánar hvaða þjóðir standa á bak við þessar þrjár umsóknir. Grikkland/Tyrkland Fornir fjendur sameinast í um- sókn um að halda Evrópukeppnina 2008. Litlir kærleikar hafa verið með þessum þjóðum í gegnum aldirnar og því kom það verulega á óvart þegar þær ákváðu að senda sameiginlega umsókn. Forystumenn beggja þjóða sögðu þetta dæmi um styrk knatt- spyrnunnar sem sameinaði óvinveitt- ar þjóðir og gerði það að verkum að þær gætu starfað saman. Þessi um- sókn Grikkja og Tyrkja er að mörgu leyti mjög góð. Gífurlegur knatt- spyrnuáhugi er í báðum löndunum og ljóst að eldfimir áhorfendur munu setja svip sinn á keppnina ef hún verður í þessum löndum. Það sem gæti skemmt fyrir þéim er að ólæti meðal áhorfenda hafa verið tíð í þess- um löndum og það fer ekki vel í for- ráöamenn Knattspyrnusambands Evrópu. Báðar þjóðirnar eiga glæsOega velli sem þarfnast lítilla endurbóta. Ríkisstjómir beggja landa hafa gefið loforð fyrir því að sá kostnaður sem hlýst af endurbótum fyrir keppnina verði greiddur en báðar þjóðir áætla að eyða rúmum fjóram milljörðum í endurbætur. Það á þó eftir að koma endanlega í ljós hvernig þessum fjandmönnum gengur að vinna saman þegar til kastanna kemur. Hvort menn geta grafið áralangan ágreining. Rússland Rússar vonast til að þeirra um- sókn líði ekki fyrir atburði undan- genginna mánaða þar sem í ljós kom aö öryggi manna í landinu, þá kannski sérstaklega í Moskvu, er ekki upp á marga fiska. Forráðamenn knattspyrnumála i Rússlandi telja að umsókn þeirra sé frábær og sú besta og leggja mikla áherslu á hversu mikla þýðingu það hafi fyrir rússneskt samfélag að fá keppnina. „Það væri mikil innspýting, ekki aðeins fyrir uppbyggingu knattspym- unnar í Rússlandi heldur einnig rússneskt samfélag í heild. Það væri mikil hvatning fyrir fólkið í landinu til að byggja upp hótel, flugvelli og fyrsta flokks leikvanga," sagði Vla- dimir Radinov, framkvæmdastjóri rússneska knattspyrnusambandsins. Rússar hafa lofað að byggja átta glænýja velli ef þeir fá keppnina og ætla sér að vera tilbúnir með þá í árslok 2007. Það er þó öryggi keppenda og stuðningsmanna sem er mesta áhyggjuefnið fyrir Knattspyrnusam- band Evrópu. Lennart Johansson, forseti sambandsins, sagði á dögun- um að hann hefði mikalr áhyggjur af atburðum eins og gíslatökunni í Moskvu í október og sagði að keppn- ir eins og Evrópukeppnin væru til- valin skotmörk fyrir hryðjuverka- menn. Rússarnir hafa svarað því að það sé ekkert land sem sé öruggt fyrir hryðjuverkamönnum og að þeir muni vera vel í stakk búnir til að taka á hvers kyns vandræðum sem upp koma. Bosnía/Króatía Umsókn Bosníu og Króatíu er af allt öðrum toga heldur en umsókn Austurrikis og Sviss. Þessi tvö lönd á Balkanskaganum treysta á að Knattspyrnusamband Evrópu muni láta þau hafa keppnina til að auð- velda þeim að fá erlenda fjárfesta inn í löndin auk þess sem úthlutun keppninnar til þessara tveggja landa væri táknræn viðurkenning. Bosnía gekk í gegnum miklar hrellingar í borgarastyrjöldinni sem ríkti í land- inu á árunum 1992-1995 og síðan hef- ur mikil uppbygging átt sér stað í landinu. Króatar sluppu betur frá stríðinu og minna þarf að gera á þeim bænum fyrir keppnina. Bosníu- menn eru þó hvergi bangnir og segj- ast vera bjartsýnir á að fá keppnina. „Knattspyrnusamband Evrópu hef- ur oft farið þá leið að velja minni lönd til að ýta undir knattspyrnuþró- unina í þeim löndum. Mörg af þeim löndum sem sækja um hafa meira fjárhagslegt bolmagn heldur en við en þetta væri frábært tækifæri til að fá erlenda fjárfesta inn í landið og yf- irvöld i Bosniu hafa lofað að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa. Við munum ná fyrir kostnaði það er alveg ljóst,“ sagði Mehmed Spaho, stjórnarmaður i bosníska knattspyrnusambandinu. Bosníumenn þurfa að ráðast í vegaframkvæmdir ef þeir ætla sér að halda keppnina. Þeir þurfa einnig að byggja velli í Mostar, Zencia og Banja Luka frá grunni en hafa fengið loforð frá yfirvöldum fyrir því að það verði fjármagnað. í Króatíu er það aðeins völlurinn í Rijeka sem þarfn- ast mikklar endurbyggingar en vell- irnir í Zagreb, Split og Osijek þarfn- ast lítils háttar stækkunar. Skipu- leggjendur umsóknarinnar segja að öryggi keppenda sé tryggt og eins og Munib Usanovic, framkvæmdastjóri bosníska knattspyrnusambandsins, benti á þá hafa Bsoníumenn reynslu af að halda stórmót. „Við héldum Vetrarólympíuleik- ana í Sarajevo árið 1984 með glæsi- brag. Að vísu eru aðrar aðstæður í dag en ég sé ekki neina ástæðu til að EM 2008 myndi ekki heppnast jafn vel.“ -ósk Sport Best hjá Tyrkjum og Grikkjum Kólumbíski markvörðurinn Faryd Mondragon, sem leikur með tyrkneska liðinu Galatasaray, styður umsókn Tyrkja og i Grikkja um að halda Evrópu- keppnina 2008. „Tyrkland og Grikk- land geta í sameiningu gert það sem Holland og Belgía gerðu árið 2000. Reynsla Grikkjanna og undirbúningurinn fyrir Ólymp- íuleikana árið 2004 kemur að góðum notum fyrir þessa um- sókn. Ástríðan fyrir knattspymu er ótrúleg í báðum þessum lönd- um og þaö er mikilvægt atriði þegar ákveða skal hvar halda eigi stórmót. Þegar öOu er á botninn hvolft þá tel ég aö Grikkland og Tyrkland séu með bestu umsóknina," sagði Mondragon. Faryd Mondragon. Si Hermann Maier. Stuðningur frá Maier og Hingis Umsókn Austurrikis og Sviss fékk góða hjálp um daginn þegar tveir ástsælustu íþróttamenn þjóðanna, austurríski skíðakapp- inn Hermann Maier og sviss- neska tennisdrottningin Martina Hingis, ljáðu umsókninni stuðn- ing sinn en þau eru bæði miklir knattspymuáhugamenn. „Það skiptir engu máli hvort spfiað er í Austurríki eða Sviss. Það væri stórkostlégt fyrir þessar þjóðir og fyrir knatt- spymuáhugamenn eins og mig þá væri þetta frábær upplifun. Síðan má ekki gleyma að Sviss og Austurríki myndu njóta heimavaOarins sem gæti hjálpað þeim tO að komast langt í keppn- inni. Ég get staðfest það að eng- inn yrði svikinn af því að spOa í þessum löndum," sagði Maier. „Ég er knattspymu- sjúklingur. Ég reyni aOtaf að sjá leiki þegar ég er heima í Sviss, sérstaklega leiki með landsliðinu, og það er alveg ljóst ég myndi ekki láta mig vanta ef Sviss og Austurríki halda keppnina. Það yrði frábær keppni enda eru ekki tO betri skipuleggjendur heldur en þessar tvær þjóðir,“ sagði Hingis í samtali við svissneska fjölmiðla. -ósk Martina Hingis. Astríðan gerir kraftaverk - segir Kenny Dalglish um umsókn Skota og íra Kenny Dalglish, einn besti knattspyrnumaður Skota fyrr og síðar, hefur verið ötuO stuðnings- maður umsóknar Skota og íra um að halda Evrópukeppnina 2008. „Stuðningsmenn beggja þessara þjóða hafa hagað sér óaðfinnan- lega á stórmótum undanfarin ár og það væri frábært fyrir þá að fá svona stórmót tO sín. Þetta væru góð verðlaun fyrir framkomuna í gegnum tíðina,“ sagði Dalglish í samtali við BBC. „Stuðningsmenn beggja þjóða hafa mikla ástríðu fyrir knatt- spymu og slik ástríða gerir krafta- verk fyrir stemningima á veOin- um,“ sagði Dalglish og bætti við að gróðinn af keppninni myndi koma tO með að hjálpa skoskum félögum við að byggja upp unglingastarf sitt sem hefur verið lélegt undan- farin ár vegna fjárhagsvandræða félaga nna. -ósk Islendingar eiga mann í framkvæmdastjórn UEFA: Mikil pólitík í gangi - segir Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sem situr í stjórninni Eggert Magnússon, formaður KSI, á lega hvað þeir hafa þar því þessar mynda frábæra stemningu. Ég sit hjá sæti í framkvæmdastjórn Knatt- spyrnusambands Evrópu og mun því vera einn af þeim sem taka ákvörðun um hver fær það verkefni að halda EM 2008. „Það eru nokkrir spennandi val- kostir. Norðurlöndin fjögur eru mjög spennandi enda vita menn nákvæm- þjóðir njóta mikOs trausts. Síðan koma Austurríkismenn og Sviss sem hafa eytt gífurlegum fjármunum í kynningu, oft og tíðum farið að mínu mati svolítið yfir strOdð. Að síðustu eru það Skotar og írar en þar vitum við að fóUcið í þessum löndum elskar knattspymu og myndi örugglega í fyrstu umferð atkvæðagreiðslunnar þar sem ég vann við umsókn Norður- landanna áður en ég var valinn í framkvæmdastjórnina en vona að þeirri umsókn gangi vel,“ sagði Egg- ert Magnússon í gær, en ákveðið verð- ur á fimmtudaginn hver hreppir hnossið. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.