Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 13
28 29 “1“ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 Sport___________________________________________________________________________________________________pv pv________________________________________________________________________________________________________________Sport KA/Þór-Víkingur 16-21 0-1, 2-2, 2-8, 3-11, 6-12, (6-14), 9-14, 10-15, 12-18, 14-21, 16-21. KA\Þór: Mörk/viti (skot/viti): Inga Dís Siguröardótt- ir 8/5 (19/7), Ásdís Sigurðardóttir 2 (10), Sandra Jóhannesdóttir 2 (3), Elsa Birgis- dóttir 1 (3), Martha Hermannsdóttir 1 (5/1), Eyrún Gígja Káradóttir 1 (5), Guörún Helga Tryggvadóttir 1 (3), Katrín Vilhjálmsdóttir (2). Mörk úr hraóaupphlaupum: 2 (Martha, Eyrún). Vitanýting: Skoraö úr 5 af 8. Fiskud víti: Ásdís 4, Martha 3, Inga Dís. Varin skot/víti (skot á sig): Sigurbjörg Hjartardóttir 11/1 (32/6, hélt 2, 34%). Brottvísanir: 10 mínútur. Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og Þorlákur Kjartansson (6). Gœöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 30 Ðest á Guðrún Hólmgeirsdóttir, Víkingi Víkineur: Mörk/víti (skot/víti): Guörún Drífa Hólm- geirsdóttir 8/1 (14/1), Geröur Beta Jóhanns- dóttir 6/3 (8/3), Margrét Egilsdóttir 2 (3), Helga Bima Brynjólfsdóttir 1/1 (3/2), Ásta Agnarsdóttir 1 (1), Anna Kristín Ámadótt- ir 1 (1), Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir 1 (3), Helga Guömundsdóttir 1 (2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 5 (Guörún 5). Vítanýting: Skoraö úr 5 af 6. Fiskuó víti: Ásta 2, Anna Kristín 2, Guö- munda Ósk, Guörún Drífa. Varin skot/viti (skot á sig): Helga Torfadótt- ir 15/3 (29/8, hélt 8, 52%), Erla Sigurþórsdótt- ir 0 (2, 0%). Brottvísanir: 12 mínútur. Essodeild E«yenna í handbolta Staöan: ÍBV 13 12 Haukar 14 10 Stjaman 14 9 Víkingur 14 7 Valur 14 8 Grótta/KR 14 7 FH 13 5 KA/Þór 14 2 1 0 373-266 25 1 3 377-306 21 3 2 313-265 21 3 4 292-260 17 1 5 295-297 17 1 6 284-287 15 2 6 303-287 12 0 12 289-329 4 Fylkir/ÍR 14 2 0 12 256-360 4 Fram 14 1 0 13 267-392 2 Næstu leikir: KA/Þór-Fram .........mið. 18. des. Stjarnan-FH................sun. 5. jan. Fylkir/ÍR-Haukar .....sun. 5. jan. ÍBV-Valur.............sun. 5. jan. Víkingur-Grótta/KR .. . sun. 5. jan. Markahæstar: Hanna G. Stefansd., Haukum .. 119/36 Jóna Margrét Ragnarsd., Stjöm. 110/54 Alla Gokorian, ÍBV ...............98/35 Inga Dís Sigurðardóttir, KA/Þór 94/48 Dröfn Sæmundsdóttir, FH ..........76/20 Harpa Dögg Vffilsdóttir, FH .... 76/33 Þórdís Brynjólfsd., Grótta/KR .. 69/35 Harpa Melsted, Haukum .............68/1 Anna Yakova, ÍBV...................68/3 Hekla Daðadóttir, Fylki/ÍR .... 65/22 Drífa Skúladóttir, Val............63/27 Guðrún Drifa Hólmgeirsd., Vík. . 60/4 Ásdis Sigurðardóttir, KA/Þór........59 Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV.........57/2 Sylvia Strass, ÍBV ................56/3 Helga Bima Brypjólfsd., Víkingi 54/25 Flest varin skot: Berglind Iris Hansdóttir, Val. 228/13 Jelena Jovanovic, Stjömunni 211/16 Vigdís Siguröardóttir, ÍBV .. 211/10 Lukrecija Bokan, Haukum .. 208/11 Guðrún Bjartmarz, Fram .. . 205/11 Helga Torfadóttir, Víkingi . . . 190/9 Sigurbjörg Hjartard., KA/Þór . 167/6 Jolanta Slapikiene, FH ........161/12 Ema Maria Eiriksd., Fylki/ÍR .. 153/2 Bland í poka Gústaf Bjarnason skoraði fimm mörk fyr- ir lið sitt, Minden, í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar liðið bar sigurorö af Wilhelmshavener, liði Gylfa Gylfasonar, 24-21, á laugardaginn. Gyifi komst ekki á blað í leiknum. Siguróur Bjarnason og Róbert Sighvats- son skoruðu fjögur mörk hvor fyrri Wetzl- ar sem vann Hamburg, 26-25, i þýsku 1. deiidinni í handknattleik. Bandariski hnefaleikakappinn Floyd Mayweather endurheimti WBC-titilinn í léttvigt þegar hann vann sigur á Mexíkó- anum Jose Luis Castiilo á stigum í bardaga þeirra í Las Vegas. Mayweather hefur því unnið alla 29 bardaga sina sem atvinnu- maður, þar af 20 með rothöggi. Franski sundkappinn Franck Esposito setti í gær heimsmet í 200 metra flugsundi þegar hann synti á 1:50,73 minútu á sund- móti í Frakklandi. Hann bætti þar með met Þjóðverjans Thomas Rupprath um næstum hálfa sekúndu. Leik Torino og Atalanta í ítölsku 1. deild- inni í knattspymu var frestað í gær þar sem læknir Atalanta, Walter Polini, fannst látinn á hótelherbergi sínu, tveimur tím- um áður en leikurinn átti að hefjast. Italska knattspymusambandið ákvað að fresta leiknum og hefur hann ekki verið settur á að nýju. Marokkóska liðið Wydad Casablanca varð í gær fyrsta liðið frá Marokkó til að vinna Afrikukeppni bikarhafa í knatt- spymu. Wydad Casablanca vann fyrri leik- inn gegn Asante Kotoko frá Gana, 1-0, en tapaði seinni leiknum, 2-1. Casablanca vann því á mörkum skoruðum á útivelli. ítalska skióakonan Karen Putzer bar sigur úr býtum í risasvigi í Lake Louise í Kanada í gær. Putzer varð á undan Mart- inu Ertl frá Þýskalandi sem hafnaði í öðru sæti eftir spennandi keppni. -ósk Grótta/KR-Álaborg 23-20 7 töp KA/Þórs í röð Páll Pórólfsson fer hér inn úr horninu og skorar eitt fjögurra marka sinna en Páll nýtti öll 4 skotin sín. DV-mynd Hari - skóp góðan 23-20 sigur Gróttu/KR á Álaborg sem hefði átt að vera stærri Liðsmenn Gróttu/KR mættu gríðar- lega vel stemmdir til leiksins gegn Álaborg í áskorendakeppni Evrópu sem fram fór á Seltjarnarnesi á laug- ardaginn en þetta var fyrri leikur lið- anna í 16 liða úrslitum keppninnar. Heimamenn gáfu tóninn strax í byrjun leiksins er þeir spiluðu gríðar- lega sterka og „agressífa" vörn sem Dönunum gekk illa að ráöa við. Þegar staðan var 2-2 tóku heimamenn öll völd á vellinum, lokuðu vörninni, náðu hraðaupphlaupum og skoruðu fyrir vikið 6 mörk í röð og breyttu stöðunni í 8-2 þegar 15 mínútur voru liðnar af leiknum. Þeim mun héldu þeir allt til loka fyrri hálfleiksins. Dainis vaknar Alexandrs Petersons var allt í öllu í sóknarleik Gróttu/KR í fyrri hálfleik og Danirnir brugðu á það ráð að taka hann úr umferð strax í upphafi síðari hálfleiks en sú staða hefur oft sett sóknarleik Gróttu/KR í uppnám. Sú varð ekki raunin að þessu sinni því Dainis Rusko, sem var vart með með- vitund í fyrri hálfleik, tók við keflinu af landa sínum og raðaði inn mörkum á Danina. Þegar 12 mínútur voru liðn- ar af síðari hálfleik hafði Grótta/KR náð 8 marka forystu, 18-10, og fátt sem benti til annars en stórsigurs hjá þeim. Dómararnir taka völdin Þá duttu Danirnir í girirrn og skor- uöu 4 mörk í röð. Þegar tíu mínútur voru eftir af.leiknum tók dómaraparið frá Lúxemborg öll völd á vellinum. Hver furðudómurinn rak annan hjá þeim og leikmenn Gróttu/KR fengu aö fjúka út af í 2 mínútur fyrir lítil brot. Tók þó steininn úr er þeir ráku leik- mann Gróttu/KR út af fyrir ólöglega skiptingu en sjónvarpsmyndir sýndu að skiptingin var fullkomlega lögleg. Fyrir vikið náðu Danirnir að minnka muninn í 2 mörk, 20-18. Lokamínút- urnar voru æsispennandi og þegar hálf mínúta lifði leiks kom Rusko heimamönnum í tjögurra marka for- ystu, 23-19, en Mads Kiib náði að skora mikilvægt mark fyrir gestina á lokasekúndum leiksins og niðurstað- an þvi þriggja marka sigur hjá Gróttu/KR. Vörnin vann leikinn Þaö var fyrst og fremst frábær vam- arleikur sem tryggði Gróttu/KR þenn- an sigur. Þar fóru fremstir í flokki Páll Þórólfsson, Magnús Agnar Magn- ússon, Alexandrs Petersons og Gísli Kristjánsson en þeir voru allir gríðar- lega grimmir og gáfu aldrei tommu eftir. Fyrir aftan vörnina stóð síðan Hlynur Morthens vaktina með mikl- um ágætum eins og venjulega. Peter- sons bar sóknarleikinn uppi í fyrri hálfleik en Rusko í þeim síðari. Páll Þórólfsson átti einnig fina spretti og var sárt fyrir Gróttu/KR er hann var útilokaður frá leiknum er 9 mínútur vom eftir. Slakir Danir Danimir voru að öllum likindum ekki að spila sinn besta leik á ferlin- um en vörn Gróttu/KR sló þá algjör- lega út af laginu og þeir létu mótlætið fara í skapið á sér. Hornamaðurinn Back var skástur þeirra í leiknum en lítið fór fyrir skyttunni Lund sem skoraði ekki mark í 4 tilraunum. Spurningarmerki verður síðan að setja við íþróttamennsku þeirra því er blaðamaður hélt heim á leið af leikn- um voru þrír leikmanna liðsins í and- dyri íþróttahúss Seltjarnames, enn í búningum sínum, að reykja „íþrótta- blys“. Ekki góðar fyrirmyndir það. Ágætir möguleikar Frammistaða Gróttu/KR í þessum leik hlýtur að gefa þeim sjálfstraust fyrir seinni leikinn því með álíka vöm og baráttu úti í Álaborg geta þeir vel varið þetta þriggja marka forskot. Þó verður að hafa í huga að lið Ála- borgar er gríðarlega erfitt heim að sækja og þeir voru örugglega nokkuð frá sínu besta í þessum leik. -HBG Það gekk ekki vel hjá KA/Þór þeg- ar þær mættu Víkingsstúlkum á laugardaginn. Þetta var fyrsti heima- leikur KA/Þórs síðan í byrjun októ- ber og svo var heimaleikur hjá Þór í deildarkeppninni á sama tíma þannig að það voru ekki margir áhorfendur á leiknum og er þetta ekki í fyrsta skipti í vetur sem þessi staða kemur. Víkingsstúlkur sóttu tvö stig norð- ur með 16-21 sigri og hafa náð 10 af síðustu tólf stigum í boði. KA/Þórsliðið varð hins vegar aö sætta sig við sjöunda tap sitt í röð. Jafnt var á tölum í 2-2 eftir rétt sex mínútna leik. Næstu fimmtán mínútur voru erfiðar fyrir KA/Þór en þá náðu þær aðeins að skora eitt mark gegn níu mörkum Víkinga og náðu Víkingar með góðri spila- mennsku og góðri vöm að tryggja sér sigurinn í leiknum. Víkingsstelpur gáfu aðeins eftir þegar leið á fyrri hálfleik og náðu heimamenn að minnka muninn nið- ur í sex mörk. Byrjun seinni hálf- leiks snerist um markvörslu. Aðeins eitt mark var skorað fyrstu fimmtán mínútumar og voru þaö heimastúlkur í KA/Þór. Þær hefðu getað minnkað muninn enn frekar en ekkert virtist ganga upp hjá báð- um liðum nema þá markvarslan. Víkingsstelpur voru hins vegar ekkert á því að gefast upp og héldu sex marka forystu. Ásdís Sigurðar- dóttir var ekki svipur hjá sjón en hún skoraði aðeins tvö mörk í leikn- um. Hjá KA/Þór var Inga Dís óhrædd við að skjóta ásamt Ásdísi en án mikils árangurs. Þetta var hreinlega ekki þeirra dagur. Hjá Víkingum var Guðrún Hólm- geirsdóttir best með átta mörk og einnig stóð Helga Torfadóttir sig vel í markinu með 15 skot varin. Vik- ingsliðiö er búið að spila fimm af síð- ustu sex leikjum á útivelli en hefúr samt náð í tíu stig í þeim. -JJ Var algjör skandall - sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR Það var þungt hljóðið í Ágústi Jó- hannssyni eftir leikinn gegn Álaborg og var verulega af honum dregið enda búinn að standa í miklu stappi við dómara og eftirlitsmann leiksins ásamt því að stýra liði sínu í leiknum. Vendipunkturinn „Þetta var algjör dómaraskandall og það toppaði allt þegar þeir ráku mann út af hjá okkur fyrir ólöglega skiptingu sem var algjört rugl. Þá vor- um við fimm mörkum yfir en þegar við vorum orðnir tveimur færri fyrir litlar sakir gengu Danirnir á lagið og ég vil meina að það hafi verið vendi- punkturinn í leiknum,“ sagði Ágúst en hann var ekki eingöngu ósáttur við frammistöðu dómaraparsins heldur einnig eftirlitsmannsins sem kom frá Spáni. „Það var ekki hægt að tala við manninn því hann talaði ekkert nema spænsku og það segir sig sjálft að það er erfitt að koma kvörtunum á fram- færi við slikar aðstæður því ekki tala ég reiprennandi spænsku," sagði Ágúst, en það var oft skemmtilegt að fylgjast með því sem gekk á i kringum dómaraborðið og sá spænski fékk oft- ast lítið ráðið við forráðamenn lið- anna sem fóru mikinn enda mikið í húfi. „Ég er aftur á móti mjög ánægöur með sigurinn því við stefndum aö sigri svo það væri eitthvað að verja í seinni leiknum um næstu helgi. En miðaö við það hvemig leikurinn þró- aðist er ég hundfúll með að hafa ekki meira forskot. Vörnin var ótrúleg og strákarnir gáfu sig alla í verkefnið og uppskáru eins og þeir sáðu,“ sagði Ágúst Hæfilega bjartsýnn Hverja telur hann vera möguleika liðsins í seinni leiknum úti í Álaborg? „Ef við náum upp álíka stemningu úti munum við koma til með að velgja þeim undir uggum og ég er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn. Við ættum einnig að fá ágætan stuðning því ég hef heyrt af því að fjölmargir íslend- ingar sem eru búsettir í Danmörku ætli að leggja leið sína á leikinn og það kemur vonandi tO með að hjálpa okkur eitthvað." -HBG Dainis Rusko var besti maöur Gróttu/KR í 23-20 sigri á danska liöinu Álaborg HSH-APS. Rusko skoraöi níu mörk í leiknum en óvfst er hvort þriggja marka sigur kemur til meö aö duga liðinu í seinni leiknum í Danmörku um næstu helgi. DV-mynd Hari Álaborg: Mörk/viti (skot/viti): Christian Back 6 (8), Mads Kiib 4 (8), Havard Tvedten 4/1 (5/2), Bo Pedersen 2 (2), Sören Larsen 2 (4), Trond Eriksen 1 (2), Jesper Koch 1 (5), Borge Lund (4/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 5 (Tvedten 2, Kiib 1, Larsen 1, Back 1). Vitanýting: Skorað úr 1 af 3. Fiskuó viti: Koch 1, Lund 1, Eriksen 1. Varin skot: Jan Hyldgaard 5, Lars Dissing 4. Brottvisanir: 10 mínútur. 0-1, 2-2, 8-2, 9-5, 10-7, (13-7), 13-8, 15-9, 18-10, 19-15,20-18,23-20. Grótta/KR: Mörk/viti (skot/viti): Dainis Rusko 9/3 (11/4), Alexandrs Petersons 6 (9), Páll Þórólfsson 4 (4), Magnús Agnar Magnússon 2 (3), Kristján G. Þorsteinsson 1 (2), Alfreð Finnsson 1 (2), Davíð Ólafsson (1), Gísli Kristjánsson (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 6 (Páll 3, Petersons 2, Rusko 1). Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Fiskuó viti: Gisli 1, Petersons 1, Magnús 1, Ingimar 1. Varin skot/viti (skot á sig): Hlynur Morthens 14/2 (34/3, 41%). Brottvisanir: 16 mínútur (PáU útilokaður eftir 3x2 mín.). Maöur leiksins: Dainis Rusko, Gróttu/KR Dómarar (1-10): Arthur Bertendes og Leon Donven, Lúxemborg (3). Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 300. Fyrri leikur í áskorendakeppni Evrópu i handbolta fór fram um helgina: Frábær varnarleikur 8 marka Það bíður erfitt verkefni hjá Hauk- um í seinni leik sínum gegn spænska liðinu Ademar Leon í Evrópukeppni bikarhafa eftir átta marka tap í fyrri leiknum úti á Spáni í gær. Ademar Leon vann leikinn 29-21 og komu víst makedónskir dómarar leiksins nokk- uð við sögu í leiknum. Ademar hafði yfir 16-12 í hálfleik en um miðjan seinni hálfleik stóð 22-17 en fimm marka munur hefði ekki verið slæm úrslit fyrir Haukana. Viggó Sigurðsson var ekki ánægð- ur með dómgæslu umræddra makedónskra dómara. „Átta mörk eru mikið í Evrópu- keppninni. Þetta var erfiður leikur og við vorum að spila við mjög gott lið en dómgæslan var algjör skandall. Við fengum á okkur 10 víti í leiknum en fengum aðeins eitt sjálfir. í 5 skipti var búið að fría mann inni á línu en þá voru þeir búnir að dæma fríkast. Spiluðum vel Við spiluðum þennan leik mjög vel en það var rosalegur hraði í honum. Við áttum von á því að þeir spiluðu 6:0 vörn en þeir spiluðu 3:2:1 og það var ofboðsleg keyrsla í leiknum. Þeir keyra hraðaupphlaupin stíft og lika þegar við skoruðum og við höfðum því frekar litla skiptimöguleika auk þess að við fengum engin hraðaupp- hlaupsmörk likt og þeir,“ sagði Viggó í samtali við DV-Sport eftir leik og bætti svo við. „Við vorum mjög óheppnir. í lok leiksins erum við í mjög góðu hraða- upphlaupi en missum boltann. Heppnin var algjörlega þeirra megin og dómgæslan var alveg síðasta sort en samt vorum við sjálfum okkur verstir. Við létum verja frá okkur í einum fimm dauðafærum í seinni hálfleik og á síðustu mínútum fáum við á okkur tvö hraðaupphlaups- mörk,“ sagði Viggó sem var mjög ánægður með frammistöðu Litháans Robertas Pauzoulis. Ánægður meö Robertas „Robertas spilaði frábærlega vel. Hann hélt okkur alveg á floti á tímabili í leiknum. Birkir Ivar kom í markið í seinni hálfleik og varði þá mjög vel en það var of mikið brottfall hjá okkur. Þorkell og Ásgeir náðu sér ekki á strik og það voru bara þrír leikmenn, Aron, Robertas og Sham- kuts sem báru okkur uppi sóknar- lega. Vörnina stóðum við hins vegar mjög vel enda fáum við á okkur flest þessi mörk úr hraðaupphlaupum eða vítum og þeir skoruðu að ég held aö- eins sjö mörk utan af velli í leikn- um,“ sagði Viggó. Mörk Hauka: Robertas Pauzoulis 9, Ar- on Kristjánsson 5, Aliaksandr Shamkuts 4, Ásgeir Öm Hallgrímsson 2, Jón Karl Bjömsson 1/1. Mörk Ademar: Juanín 7, Raúl Enterrí- os 6, Petar Metlicic 4, Julio Munoz 3, Christian Kjelling 3, Denis Krivochlikov 3, Manúel Colón 2, Héctor Castresana 1, Kaper Hvidt 1. „Við ætlum að fara í seinni leikinn með því hugarfari að vinna leikinn. Það verður fyrst og fremst takmarkið úr þessu en síðan verður bara að koma í ljós hvemig leikurinn þróast. Við erum samt ekki búnir að gefast upp og ætlum að reyna það sem við getum en þetta verður mjög erfitt," sagði Viggó Sigurðsson um seinni leikinn sem fram fer á Ásvöllum á laugardaginn kemur. -ÓÓJ Robertas Pauzoulis átti mjög góöan leik meö Haukum á Spáni og skoraöi alls níu mörk í leiknum. ÁFRAM ÍSLAND SllS rf eftir Jóri Kristján Sigurðsson Hver man ekki eftir þrumuskotum Óla Stef. á EM f Svfþjöð, gegnumbrotum Patta, snilldarmarkvörslu Gumma Hrafnkels. og leynivopninu, Sigfúsi Sigurðssyni? Hér er þessi keppni rifjuð upp og stjömumar teknar tali. Fjöldi tjósmynda prýðir bókina. Áfram ísland - bók sem hittir í mark! BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR „ "L'í T L*"" F»aðan er hægt að fara inn á Þar eru jólakveðjur söm hægt er að senda vinum o^ ættingjum. Á Akiircýri erum við að sjálfsögðu með smáauglýsingaþjónustii Kdiipvaiujvsl i æi i I og síminn þar er -'i Ci’2 5000. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.