Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 6
22 MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 Sport DV Skallagrímur-Haukar 76-104 7-0, 9-5, 14-10, 19-15 (19-24), 19-26, 24-29, 31-31, 39-07, 34-43, (38-55), 40-55, 44-59, 46-64, 48-68, 58-80, (58-82), 59-82, 59-84, 66-88, 74-92, 75-96, 76-104. Stig Skallagrims: Pétur M. Sigurðsson 23, Hafþór I. Gunnarsson 17, Valur Ingimund- arson 12, Egill Ö. Egilsson 9, Isaac Hawkins 8, Ari Gunnarsson 7. Stig Hauka: Stevie Johnson 34, Halldór Kristmannsson 17, Pregrag Bojovic 11, Ottó Þórsson 10, Ingvar Þ. Guöjónsson 9, Marel Guðlaugsson 7, Þórður Gunnþórsson 6, Dav- íð Ásgrímsson 4, Sævar Haraldsson 4, Lúð- vík Bjarnason 2. Dómarar (1-10): Sigmundur Her- bertsson og Bjarni Þórmundsson (8). Gœði leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 140. Maður leiksins Stevie Johnson, Haukum Fráköst: Skallagrímur 28 (4 í sókn, 24 í vöm, Hawkins 8), Haukar 40 (14 í sókn, 26 í vöm, Johnson 15) Stoðsendingar: Skallagrímur 12 (Hafþór 4), Haukar 20 (Sævar 7). Stolnir boltar: Skallagrímur 4 (Hafþór 2, Hawkins 2), Haukar 11 (Halldór 3, Johnson 3). Tapaðir boltar: Skallagrímur 14, Haukar 9. Varin skot: Skallagrímur 4 (Hawkins 4), Haukar 2 (Davíð, Johnson). 3ja stiga: Skallagrímur 29/3, Haukar 17/7. Víti: Skallagrímur 26/21, Haukar 19/17. Auðvelt hjá Haukum Það má segja að Haukar úr Hafliar- firöi hafi afgreitt lið Skallagríms með vinstri i leik liðanna í Borgamesi í gærkvöld. Lið Skallagríms var skelfi- lega slakt í leiknum ef undan eru skildar fyrstu 5 mínútur leiksins og þær fjórar fyrstu i upphafi annars leikhluta. Eins og Skallagrimsliðið spilaði í leiknum á það ekkert erindi í deild- ina og verður að taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara. Sigur Hauka var frekar auðveldur og gátu þeir leyft minni spámönnum að spreyta sig í síðari hálfleik. Borgnes- ingar byrjuðu leikinn reyndar betur og gerðu fyrstu 7 stig leiksins. Þá tók Stevie Johnson til sinna ráða og fór að vinna fyrir laununum sínum. Hann gerði 13 stig í fyrsta leikhluta og kom Hafnfirðingum 5 stigum yfir áður en fyrsti leikhluti var allur. Isaac Hawkins byrjaði annan leik- hlutann ágætlega og gerði þrjú fyrstu stigin. En þar með var saga hans nánast öll í leiknum, hann sást varla eftir þetta og þær 29 minútur sem lifðu leiks gerði hann eingöngu eina körfu. í stöðunni 31-31 um miðjan annan leikhluta tóku Haukamir öll völd í leiknum, gerðu 20 stig gegn 5. Það virtist ekki heO brú í Skalla- grímsliðinu og Haukarnir leiddu í hálfleik 38-55. Andleysi Borgnesinga var algjört í seinni hálfleik og hálf- gert formsatriði hjá Haukunum aö klára leikinn. Baráttuandi leikmanna Skalla- gríms var í frostmarki og virtust leikmenn liðsins þeirri stund fegnast- ir er dómarinn blés hinsta flauti leiksins. Stevie Johnson var frábær í liði Hauka. Hinn ungi Sævar Har- aldsson stjórnaði leik liðsins af miklu öryggi og er þar á ferð feyki- lega efnilegur leikmaður sem á fram- tíðina fyrir sér. Þá vakti framganga Ottós Þórssonar athygli, en hann gerði 10 stig á aðeins 9 mínútum. í liði Skallagríms virtust flestir heillum horfnir. Vaiur sýndi ágætis leik í byrjun og Hafþór nýtti sín skot vel að venju en var alltof ragur við að reyna hlutina. Þess má reyndar geta að lið Skallagríms var fremur þunnskipað því Finnur Jónsson er enn meiddur á öxl og Pálmi Sævars- son var á fæðingardeildinni að taka á móti sinu fyrsta barni. -Rag VINTERSP0RT DEILDIN Staöan {deildinni: KR 9 7 2 810-700 14 Grindavík 9 7 2 814-709 14 Haukar 9 6 3 784-716 12 Njarðvík 9 6 3 723-716 12 ÍR 9 6 3 786-779 12 Keflavik 9 6 3 897-730 12 Tindastóll 9 5 4 790-794 10 Breiðablik 9 3 6 813-840 6 Snæfell 9 3 6 702-715 6 Hamar 9 3 6 839-937 6 Skaliagrímur 9 1 8 673-812 2 Valur 9 1 8 660-845 2 Næstu leikir: Fimmtudaginn 12. desember Haukar-Grindavík...........19.15 Valur-Tindastóll...........19:15 Fimmtudaginn 12. desember Hamar-Skallagrímur . . . . .... 19:15 Keflavík-Breiöablik .... 19:15 Njarðvík-KR .... 19:15 ÍR-Snæfell .... 19:15 Fyrsti sigur Stúdína - unnu íslands- og bikarmeistara KR með 17 stigum á útivelli - Keflavik vann 9. leikinn i röð Stúdínur unnu sinn fyrsta sigur í 1. deild kvenna um helgina þegar liðið sigraði KR örugglega í DHL-höllinni 53-70. Stúdínur voru mikið sterkari aðilinn og leiddu allan tímann. Nokkra lykilmenn vantaði í bæði lið vegna meiðsla og veikinda og líklegt að bæði lið eigi eftir að styrkjast eftir áramót. ÍS tók leikinn strax i sínar hendur í upphafi leiks. Meadow Overstreet, erlendi leikmaður liðsins, var í mikl- um ham í fyrri hálfleik og var pottur- inn og pannan í sóknarleik Stúdína. Snemma í öðrum leikhluta var mun- urinn orðinn 19 stig, 15-34, og ekkert gekk upp hjá KR. Pressuvöm Stúdína var að gera KR erfitt fyrir og að sama skapi var hittni ÍS mjög góð. Munurinn var 13 stig í hálfleik, 30- 43, en KR byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og gerði sjö fyrstu stig- in. Helga Þorvaldsdóttir fór mikinn á þessum kafla hjá KR og fór munurinn niður í fimm stig, 39 44. Stúdínur stóðu áhlaup KR af sér með góðum vamarleik og kom sókn- arleikurinn í kjölfarið. ÍS gerði næstu 15 stigin og var munurinn skyndilega orðinn 20 stig, 39-59. Þar með voru úr- slitin ráðin og fyrsti sigur ÍS í deild- inni i vetur orðinn staðreynd. Stúdín- ur mættu með níu leikmenn til leiks og skorðuðu allir níu. Liðsheildin virkaði góð og leikur- inn án efa sá besti hjá liðinu 1 vetur. Overstreet skoraði 20 stig í fyrri hálf- leik en aðeins tvö í þeim seinni. Hún tapaði mörgum boltum (alls 12) en var engu að síður driffjööurin í sóknar- leiknum. Hjá KR voru það systumar Hildur og Guðrún Sigurðardætur sem voru bestar og Helga átti góðan kafla í byrjun þriðja leikhluta. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 17 (7 frák., 4 stoðs.), Helga Þorvaldsdóttir 13 (11 frák.), Guðrún Sigurðardóttir 10 (15 frák.), María Káradóttir 5 (5 frák.), Georgia O. Kristiansen 3, Halla M. Jóhannesdóttir 2, Hafdís Gunnarsdóttir 2, Tinna B. Sig- mundsdóttir 1. Stig ÍS: Meadow Overstreet 22 (5 stoðs.), Hafdís Helgadóttir 11 (6 frák., 5 varin), Svandís Sigurðardóttir 9 (11 frák., 5 stoðs.), Kristín Kjartansdóttir 6 (4 stolnir), Jófríður Halldórsdóttir 6, Þórunn Bjamadóttir 6 (7 stoðs., 4 stolnir), Steinunn Dúfa Jónsdóttir 5, Lára Rúnarsdóttir 3 (4 frák., 3 stoðs.), Cecilia Larsson 2. Níu sigrar í röö Keflavík vann sinn níunda deildar- leik i röð á tímabilinu, 78-48, gegn Haukum á Ásvöllum. Haukaliðið hélt í við Keflavík í fyrri hálfleik, leiddi 15-12 eftir fyrsta leikhluta en leikur liðsins hrundi í lok hálfleiksins. Keflavik skoraði þá 14 af síðustu fimmtán stigum leikhlutans og var því komið með 14 stiga forskot í hálf- leik, 24-38. I seinni hálfleik voru yfirburðir Keflavíkur algjörir og munurinn í lok- in var 35 stig. Keflavík hefur þar með unnið alla fióra leikina gegn Haukum í vetur með nokkrum yfirburðum og það mátti greina það að hið unga lið Hauka hafði litla sem enga trú á því. að geta unnið þennan leik. Anna María Sveinsdóttir, spilandi þjálfari Keflavikur, er búin að mynda sterka liðsheild og liðið er mjög jafnt. Birna Valgarðsdóttir var að vanda at- kvæðamest í stigaskoruninni en alls gerðu sex leikmenn liðsins átta stig eða meira og allar tíu skoruðu. Sonja Ortega átti þeirra bestan leik, Bima skoraði átta af 17 stigum sinum á síð- ustu fimm mínútunum og Rannveig Randversdóttir átti góða innkomu af bekknum. Hjá Haukum voru að vanda Egidija Raubaité og Helena Sverrisdóttir sterkastar en Helena mátti oft sín lít- ils í strangri gæslu tveggja af bestu vamarmönnum deildarinnar (Bima og Ortega) og liðinu gekk illa að stilla upp (36 tapaðir boltar). Stig Hauka: Egidija Raubaité 12 (13 frá- köst, 6 varin skot), Helena Sverrisdóttir 11 (11 frák., 4 stolnir), Stefanía Jónsdóttir 9 (6 frák., 5 stoðs.), Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Ösp Jóhannsdóttir 3, Hafdís Hafberg 2. Stig Keflavíkur: Bima Valgarðsdóttir 17, Sonja Ortega 12 (7 fráköst, 9 stolnir, 7 stoðs.), Rannveig Randversdóttir 10 (5 stoln- ir á 15 mín.), Kristín Blöndal 10 (4 stoðs.), Anna María Sveinsdóttir 9 (5 frák„ 4 stoðs. á 17 mín.), Marín Rós Karlsdóttir 8 (6 stoln- ir), Erla Þorsteinsdóttir 5 (8 frák. á 17 mín), Lára Gunnarsdóttir 3, Svava Ósk Stefáns- dóttir 2, Andrea Færseth 2. -Ben/ÓÓJ $ 1. DEILD KVENNA Staöan í deildinni: Keflavík 9 9 0 704^189 18 Grindavik 9 6 3 648-628 12 KR 9 4 5 551-558 8 Haukar 9 4 5 516-589 8 Njarðvík 9 3 6 582-643 6 ÍS 9 1 8 472-568 Næstu leikir: Laugardagur 14. desember Grindavík-Haukar.............17.15 Mánnudagur 16. desember Keflavík-KR .................19.15 ÍS-Njarðvík..................19.15 Stigahæstar: Denise Shelton, Grindavík .... 33,7 Helena Sverrisdóttir, Haukum . 16,5 Bima Valgarðsdóttir, Keflavík . 15,3 Helga Þorvaldsdóttir, KR .....14,8 Sonja Ortega, Keflavík .......13,7 Hanna B. Kjartansdóttir, KR . . . 13,4 Sólveig Gunnlaugsd., Grindav. . 13,3 Þórunn Bjamadóttir, ÍS .......13,3 Hildur Sigurðardóttir, KR.....12,2 Egidija Raubaité, Haukum .... 11,7 Flest fráköst: Denise Shelton, Grindavík .... 15,0 Svandis Sigurðardóttir, ÍS....13,1 Egidija Raubaité, Haukum .... 12,0 Hanna B. Kjartansdóttir, KR . . . 10,1 Helga Jónasdóttir, Njarðvik .... 9,6 Helena Sverrisdóttir, Haukum . . 9,3 Sonja Ortega, Keflavík.........9,2 Guðrún Arna Sigurðard., KR ... 8,0 Anna María Sveinsdóttir, Keflav. 7,9 Guðrún Ósk Karlsdóttir, Njarðv. 7,7 Flestar stoðsendingar: Stefanía Jónsdóttir, Haukum ... 5,2 Sonja Ortega, Keflavík.........4,8 Kristín Blöndal, Keflavík .....4,4 Hildur Sigurðardóttir, KR......4,3 Anna María Sveinsdóttir, Keflav. 4,3 Flestar stolnir boltar: Sonja Ortega, Keflavik.........7,0 Helena Sverrisdóttir, Haukum . . 4,3 Anna María Sveinsdóttir, Keflav. 4,0 Denise Shelton, Grindavík .....4,0 Cecilia Larsson, ÍS............3,1 Ólíkir hálfleikir hjá Meadow Meadow Overstreet átti mjög ólika hálfleiki með ÍS gegn KR um helgina. Meadow skoraði 20 stig í fyrri hálfleik og hitti þá úr 7 af 12 skotum sínum auk þess að senda 3 stoðsendingar. I seinni hálfleik skoraði Over- street hins vegar aðeins tvö stig og skaut reyndar aðeins þrisvar á körfuna. Overstreet tapaði auk þess sjö boltum í seinni hálfleik þar af sex þeirra í fiórða leik- hluta. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.