Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 3
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 19 I>V Sport Enski bikarinn: Chelsea mætir Middlesbrough í gær var dregið í þriðju um- ferð ensku bikarkeppninnar en annarri umferð lauk um helgina. Margir athyglisverðir leikir eru á dagskrá en í fjórum leikjum mætast úrvalsdeildarlið inn- byrðis. Chelsea tekur á móti Middlesbrough á Stamford Bridge, Liverpool sækir Manchester City heim á Maine Road, Aston Villa fær Blackburn í heimsókn á Villa Park og Tottenham heimsækir Sout- hampton á St. Mary’s. Manchest- er United mætir efsta liði 1. deildarinnar Portsmouth á Old Trafford og íslendingaliðið Stoke fær Wigan í heimsókn á Britt- ania-leikvanginn. Eftirtalin lið drógust saman: Leicester-Bristol City Scunthorpe eða Carlisle-Leeds Giliinghajn-Sheffleld Wed. Chelsea-Middlesbrough Ipswich-Morecambe Preston-Bristol Rovers eða Rochdale Man. City-Liverpool Shrewsbury-Everton Southend eða Bournemouth-Crewe Plymouth-Dagenham Cambridge eða Northampton-MiUwall Bolton-Sunderland Dariington-Famborough WalsaU-Reading Fulham-Birmingham Stoke-Wigan West Ham-Nott. Forest Charlton-Exeter Sheffl Utd-Cheltenham Aston Villa-Blackburn Cardiff-Coventry Wolves-Newcastle Southampton-Tottenham Norwich-Brighton Arsenal-Oxford Grimsby-Burnley West Brom-Bradford Rotherham-Wimbledon Brentford-Derby County Blackpool-Crystal Palace Man. Utd-Portsmouth Macclesfield-Watford Leikirnir munu fara fram helgina 4.-5. janúar en ekki er búið að ákveða hvaða leikir verða spilaðir á laugardegi og hvaða leikir verða spilaðir á sunnudegi. -ósk Nýjasta stjarnan í íslenska íþróttaheiminum er 18 ára hnefa- leikakappi frá Keflavík að nafni Skúli Steinn Vilbergsson, oft nefnd- ur Skúli „Tyson“ í höfuðið á hnefa- leikamanninum fræga. Skúli vakti mikla athygli á hnefaleikasýning- unni í Höllinni á dögunum með líf- legri framkomu sem og frábærri frammistöðu í hringnum þar sem hann útboxaði öflugan strák frá Bandaríkjunum sem hafði aldrei tapað áður á ferlinum. Það sem gerði sigur Skúla enn áhugaverðari var sú staðreynd að hann var ökkla- brotinn og með slitið liðband. Þeir eru ekki margir sem þekkja til þessa drengs og því ákvað DV-Sport að taka hann tali. Treysti á sjálfan mig Af hverju fórstu aö œfa hnefaleika og hvað ertu búinn aó œfa lengi? „Ég er búinn að æfa í þrjú ár en ég mætti á mína fyrstu æfingu í des- ember 1999. Ástæðan fyrir því að ég valdi box er að þetta er flottari íþrótt en aðrar, hún er meira töff. Ég er ekki mikið fyrir að vera í hóp- íþróttum en aftur á móti meira fyr- ir einstaklingsíþróttir þar sem ég þarf bara að treysta á sjálfan mig og get ekki kennt öðrum um.“ Hverjar eru þínar fyrirmyndir í boxinu og af hverju ertu kallaöur Tyson? „Tyson er augljóslega fyrirmynd mín af því hann þorir að vera öðru- vísi og það er ekki til sá boxari sem sækir eins og hann. Hann er líka svona vitleysingurinn í boxinu og ég vona að ég sé það líka hérna heima. Það verður alltaf að vera einn vitleysingur á hverjum stað og ég tók það bara að mér hérna heima." Hvernig var aö fá að taka þátt í svona stóratburöi eins og í Höllinni um daginn? „Það var alveg geggjað. Þetta var tvímælalaust besta kvöld sem ég hef upplifað á minni ævi. Þetta verður seint toppað og það var mikill heið- ur að fá að vera með í fyrsta skipti sem hnefaleikar eru á íslandi eftir þetta langan tíma.“ Með bíladellu Áttu þér önnur áhugamál en box- iö? „Það eru bílar, ég er algjör bíla- kall. Mig hefm- tfl að mynda lengi lcmgað að kaupa mér amerískan dreka og gera hann upp. Það kemst fátt annað að hjá mér en box, bílar og kellingar." Ertu í skóla eóa vinnu? „Ég er í FS á náttúrufræði- og íþróttabraut og er búinn að vera þar síöustu þrjú ár. Ekkert planað hvað ég geri eftir það og vissulega hefur áhrif hvemig fer með boxið en ann- ars hefur mig alltaf langað að fara í flugmanninn og hver veit nema maður fari í það í framtíðinni." Hvaö ertu búinn aö keppa marga bardaga ef svo mœtti kalla? „Ég fór með í ferðina til Banda- ríkjanna og það var í fyrsta skipti sem ég keppti í alvöru þótt það hefði ekki verið dæmdur neinn sigurveg- ari í þeim bardögum. Svo keppti ég í Danmörku en það var stutt gaman þar sem gaurinn sem ég var að keppa við fór úr axlarlið eftir tíu sekúndur og því varð að stöðva bar- dagann. Ég náði nú samt að landa fimm höggum á hann. Hann fór úr axlarlið er hann kýldi mig, ég stend því undir nafni þar sem ég heiti Skúli „Steinn". Engan aumingjaskap Er þaó satt aö þú hafir veriö ökklabrotinn og meö slitiö liöband er þú kepptir í höllinni? „Ég missteig mig illa fiórum mán- uðum fyrir bardagann og brotnaði báöum megin á ökklanum og sleit einnig liðband. Ég var engu að síð- ur mættur á æfingu fiórum dögum seinna með spelku. Ég beit bara á jaxlinn því ég vildi ekki missa af þessu. Það þýðir ekkert að vera með neinn aumingjaskap, það er bara harkan.“ Áttu þér drauma fyrir framtíöina? „Ætli ég segi ekki bara að berja Tyson, nei ég veit það ekki. Ætli ég vilji ekki frekar lemja á Lewis. Ég á séns í þá þegar þeir eru komnir í hjólastól," sagði þessi skemmtilegi og efnilegi hnefaleikamaður sem vafalítið á eftir að skemmta landan- um með tilþrifum sínum í hringn- um á komandi árum. -HBG Skúli tekur vel á því á æfingum þótt ökklabrotinn sé og hér sést hann eftir góðu æfingu í Reykjanesbæ. DV-myndir Arnar Fells

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.