Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 24
40 MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 Stórtap hjá Essen Essen, lið Patreks Jóhannssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar, steinlá fyrir spænska liðinu Barcelona, 36-26, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum EHF- bikarsins í handknattleik á Spáni. Leikmenn Essen héngu í sterku liði Barcelona í fyrri hálfleik og staðan var 18-14 í hálíleik. í seinni hálfleik tóku leikmenn Barcelona öll völd og rúlluðu yfir þýsku gestina. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Essen í leiknum. -ósk Tap hjá Jóni Jón Arnór Stefánsson og félag- ar hans í þýska úrvalsdeildarlið- inu TBB Trier töpuðu um helg- ina fyrir Brandt Hagen 85-73. Jón Arnór var ró- legur í leikn- um og hitti illa. Hann skoraði sjö stig og nýtti tvö af tíu skot- um sínum utan af velli. Þá tók hann sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Trier er enn þá í bullandi botnbaráttu með aðeins tvo sigra. -Ben íslensku strák- arnir spila vel Það er óhætt að segja að þeir Helgi Magnússon, Sævar Sigur- mundsson og Jakon Sigurðsson byrji veturinn vel með háskóla- liðum sínum. Helgi leikur með Catawba-há- skólanum í Norður-Kar- ólínu sem leikur í 2. deild og er á sínu fyrsta ári. Helgi hef- ur verið að byrja inná i leikjum liðsins og staðið sig mjög vel og spilar um 30 mínút- ur í leik. Catawba-skólinn hefur unnið tvo leiki og tapað tveimur það sem af er vetri og er Helgi að skora 11 stig í leik, taka 4,5 frá- köst, gefa 1,3 stoðsendingar og skjóta 43% utan af velli. Sævar lykilmaöur Sævar hefur verið i lykilhlut- verki hjá Alabama Huntsville háskólanum sem einnig leikur í 2. deild og er byrjunarliðsmaður. Hann er næststigahæstur í lið- inu með 11,8 stig og er að taka 4,4 fráköst. Liðið er sterkt og hef- ur unnið 4 leiki af flmm. Jakób, sem leikur með Birmingham Southem háskólan- um, er á sínu öðru ári og er eft- ir fyrstu funrn leikina stigahæsti leikmaður skólans með 15,6 stig í leik. Þá er hann einnig með 3,6 stoðsending- ar og 2,8 fráköst. Jakob hefur hitt mjög vel í vetur enda vanur að taka eingöngu góð skot. Skotnýting hans er 51% utan af velli og 44% fyrir utan 3ja stiga linuna. Ekki er vítanýtingin af verri endanum en hún er 92%. Liðinu hefur gengið ágætlega og unnið þrjá leiki af flmm. -Ben Létt hjá Ulm Njarðvíkingurinn Logi Gunn- arsson skoraði 18 stig í stórsigri Ulm á Avitos Lich, 110-70. Logi spilaði ekki nema 20 mínútur í leiknum enda úrslitin ráðin í fyrsta leik- hluta. Logi var í öðra sæti yfir leikmann nóv- embermánað- ar hjá stuðn- ungsmönnum Ulm með 43% atkvæða. Logi var þriðji í kjörinu í október. -Ben Ferna lurksins kom SA á toppinn - SA komst aftur á sigurbraut með 2-7 sigri á SR Það var hart barist í toppleik SR og SA í Skautahöliinni í Laugardal um helgina. DV-mynd Hari Noröurlandameistaramót unglinga í sundi: Tvö telpnamet féllu í Malmö um helgina - engir verölaunapeningar en engu aö siður ágætis árangur íslendingum tókst ekki að vinna til verðlauna á Norðurlandameist- aramóti unglinga sem fram fór í Malmö um helgina. Aðeins ísland og Færeyjar náðu ekki í verðlauna- pening en Svíar sópuðu til sín verð- launapenigunum. Svíar unnu til flestra verðlauna og Danir komu þeim næstir. Erla Dögg meö tvö telpnamet íslensku stelpurnar sem kepptu fyrir íslands hönd stóðu sig þó vel og syntu á góðum tímum. Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB bætti telpna- met írisar Eddu Heimisdóttur í 50 og 200 m bringusundi. Hún synti 200 m á 2:37,53 og hafnaði í flmmta sæti. í 50 m bringusundinu kom hún í mark á tímanum 34,68 sekúndur og sá tími dugði í 6. sæti. Timi Erlu í 200 m sundinu er und- ir lágmarki á Evrópumeistaramót unglinga sem fram fer í júlí á næsta ári. Hún var einnig nálægt því að vera undir lágmarkinu í 100 m bringusundi. Sigrún Benediktsdóttir úr Óðni á Akureyri náði góðum tíma í 800 m skriðsundi þegar hún synti á tíman- um 9:15,87 og varð í kjölfarið í fjórða sæti. Hún keppti einnig i 400 m fjór- sundi og varð i flmmta sæti á tím- anum 5:07,44. Báðir þessir tímar eru undir lágmarki á Evrópumeistara- móti unglinga. Fjórða sætið í skriðsundinu íslensku stelpumar kepptu síðan í 4x100 m skriðsundi og náðu þær glæsilegum árangri með því að synda á tímanum 4:05,06 sem dugði þeim í fjórða sætið. Þær fóru síðan 4x200 m skriðsundið á 8:55,89. -Ben Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB bætti telpnametið í 50 og 200 m bringusundi á Norðurlandamótinu í sundi unglinga sem fram fór í Malmö um helgina. Naumt hjá Magdeburg Magdeburg vann í gær nauman sigur, 30-29, á gríska liðinu Panell- inos frá Aþenu í meistaradeild Evr- ópu í handknattleik. Leikurinn sem fram fór i Magdeburg var spennandi allan timann en staðan í hálfleik var jöfn, 14-14. Homamað- urinn Stefan Kretzschmar átti stórleik í liði Mag- deburg og skoraði 13 mörk en næst- ir komu Nenad Perun- Sigfús Sigurðsson icic og Sigfús Sigurðsson með fjög- ur mörk hvor. Ólafur Stefánsson hafði hægt um sig og skoraði þrjú mörk. Megdeburg hafði fyrir leikinn tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum meistaradeiidarinnar en liðið mæt- ir ungverska liðinu Fotex Veszprem heima í síðustu umferð riðUsins um næstu helgi. -ósk - Ferna Rúnars Rúnarssonar, sem gengur undir gælunafninu „lurkur- inn“ í deUdinni kom SA á toppinn og aftur á sigurbraut í íslandsmótinu í íshokkí en SA vann toppslaginn við SR, 2-7, á laugardaginn. SR-ingar þóttu sigurstranglegri fyr- ir þennan leik eftir þrjá sigurleiki í röð en SA hafði tapað jafn mörgum leikjum. í upphafi leiks leit aUt út fyr- ir að aUt ætlaði að fara í sama farveg, því heimamenn skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins, það fyrra frá Guð- mundi Rúnarssyni og það seinna frá Elvari Jónsteinssyni eftir stoðsend- ingu frá Guðmundi Björgvinssyni. Kenny Corp náði þó að minnka muninn skömmu eftir seinna markið eftir sendingu frá Jóni Gíslasyni en fleiri mörk voru ekki skoruð í lot- unni og því staðan 2-1 þegar önnur lota hófst. Frá upphafi 2. lotu tU loka þeirrar 3. var um algera einstefnu hjá gestun- um að ræða því þeir bættu við 6 mörkum áður en lokaflautan gaU án þess að heimamenn næðu að svara fyrir sig. Kenny Corp bætti við sínu öðru marki eftir sendingu frá Jóni Gísla og svo hrökk Rúnar Rúnarsson í gang og skoraði tvö mörk í röð, það fyrra eft- ir sendingar frá Izaak Hudson og Sig- urði Sigurðssyni en það seinna eftir sendingar frá Stefáni Hrafnssyni og Sigurði. Rúnar var þó ekki hættur og skor- aði sitt þriðja mark í röð eftir send- ingu frá Sigurði á 4. mínútu 3. lotu og Arnþór Bjarnason bætti við öðru skömmu siðar og kom gestunum í '6-1 eftir góðan undirbúning frá Sveini Björnssyni. Rúnar Rúnarsson átti svo lokaorðið og skoraði sitt 4. mark og það síðasta í leiknum eftir undirbúning þeirra Sigurðar Sigurssonar og Stefáns Hrafnssonar. Lokastaðan 7-2 norðan- mönnum i vU. Eftir fjórar umferðir er staðan enn jöfh og spennandi en með þessum sigri komust SA-ingar á toppinn með 10 stig, SR er með 8 og Björninn 6. Síðasti leikur fyrir jól fer fram um næstu helgi í Reykjavík þegar Björn- inn og Skautafélag Reykjavíkur mæt- ast í fyrsta leik 5. umferðar. Mörk/stoösendingar: SR: Guðmundur Rúnarsson 1/0, Elvar Jónsteinsson 1/0, Ámi Valdi Bemhöft 0/1, Guðmundur Björgvinsson 0/1. SA: Rúnar Rúnarsson 4/0, Sigurður Sig- urðsson 0/4, Kenny Corp 2/0, Jón Gíslason 0/2, Stefán Hrafnsson 0/2, Amþór Bjarna- son 1/0, Sveinn Björnsson 0/1, Izaak Hud- son 0/1. Brottvísanir: SR 14mín., SA 6 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.