Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 8
24 MANUDAGUR 9. DESEMBER 2002 Sport Didier Deschamps, fyrirliöi Frakka, lyftir hér bikarnum á loft fyrir tveimur árum eftir að Frakkar höfðu lagt ítali að velli í úrslitaleik._Reuters íslendingar leggja sitt af mörkum: Með frá upphafi - segir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ, og Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, hafa unnið hörðum höndum að umsókn Norðurlandanna fjögurra um að halda EM 2008 þrátt fyrir að vera ekki í hópi umsækj- enda. DV-Sport ræddi viö Geir um und- irbúninginn sem hefur staðið i tvö ár. „Þetta var ákveðið á árlegum fundi framkvæmdastjóra og for- manna knattspymusambanda á Norðurlöndum fyrir tveimur árum að fara út í þetta verkefni og þá var strax ljóst að bæði við og Færeying- ar myndum hjálpa til þótt við yrðum ekki með í sjáífri umsókninni," sagði Geir. „Þetta er búin að vera mikil vinna í tæp tvö ár, óteljandi fundir og mannfagnaðir þar sem reynt hefur verið að kynna þessa umsókn og vonandi að þessi mikla vinna skili síðan tilætluðum árangri," sagði Geir. „Mér finnst þrjár umsóknir vera líklegastar. I fyrsta lagi okkar, í öðru lagi umsókn Austurríks og Sviss, sem kemur mjög sterklega greina, og síðan umsókn Skota og íra. Ég vona að við verðum með til enda og það væri frábært ef við myndum hreppa hnossið," sagði Geir og bætti við að fundur meö framkvæmdastjóm Knattspymusambands Evrópu á miðvikudaginn þar sem umsóknirn- ar yrðu kynntar væri gífurlega mik- ilvægur og gæti skilið á milli þegar uppi væri staðið. „Það er mikilvægt fyrir okkur að Noröurlöndin fái þetta því að þá munum við eiga mann í fram- kvæmdanefnd mótsins. Það myndi gefa okkur dýrmæta reynslu og aukna þekkingu," sagði Geir. -ósk x>v Stutt þar til gestgjafi fyrir EM 2008 verður valinn: Hörð keppni - Qórir umsækjendur koma helst til greina Knattspymusamband Evrópu mun á fimmtudaginn næstkomandi ákveða hver það verður sem mun halda Evrópukeppnina árið 2008. Sjö umsækjendur hafa sótt um að fá að halda keppnina og á meðal þeirra eru margir athyglisverðir umsækj- endur. Aðeins tveir umsækjendanna standa einir að umsókninni, Rúss- land og Ungverjaland. Sameinaðar umsóknir tveggja landa eru vin- sælastar en fjórar umsóknir eru þannig. Austurríki og Sviss sækja um saman, einnig Skotland og ír- land en það sem kemur kannski mest á óvart er að gamlir óvinir, Bosnía og Króatía annars vegar og Grikkland og Tyrkland hins vegar, hafa slíðrað sverðin, þeir síðar- nefndu að minnsta kosti um stund- arsakir og sækja um að halda keppnina í sameiningu. Síðasta umsóknin, sem er sú fjöl- mennasta, kemur síðan frá Norður- löndunum fjórum, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Aldrei áð- ur hafa fjögur lönd sótt um að halda keppnina í sameiningu en í kjölfar vel heppnaðra keppna í Hollandi og Belgíu árið 2000 og Japan og Suður- Kóreu í sumar virðist sem mestu möguleikamir felist í tveggja landa umsókn. Umsækjendumir sjö hafa eytt gíf- urlegum tíma og fjármunum í að kynna sína umsókn og sannfæra menn um að þeirra umsókn sé sú besta. Það er að mörgu að hyggja eins og skipulagingu, leikvöngum, samgöngum og ekki síst öryggi keppenda og verður hér á eftir farið ofan í saumana á hverri umsókn og möguleikum hennar. Hafa skal i huga að íslendingar, sérstaklega Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ, hafa unnið ötult starf fyr- ir hönd Norðurlandaþjóðanna enda báðir mikils metnir í evrópsku knattspymusamfélagi. Á þessari síðu verður farið yfir þær fjórar umsóknir sem þykja hvað líklegastar til að standast kröf- ur Knattspyrnusambands Evrópu en á næstu síöu eru þær þrjár um- sóknir sem talið er að eigi á bratt- ann að sækja þegar valið verður á fimmtudaginn. Noröurlöndin sameinuö Umsókn Norðurlandaþjóðanna fjögurra er sterk á pappímum. Öll löndin eru friösæl, stöðugleiki mik- ill og þau hafa öll haldið stórmót í ýmsum íþróttagreinum. Það sem vinnur á móti umsókninni er að aldrei áður hafa fjögur lönd sótt saman um að halda eina og sömu keppnina og ljóst að tvö eða fleiri þessara landa myndu ekki verða ör- ugg í úrslitakeppnina. Það gæti haft áhrif á áhugann á því landi þar sem þjóðin á ekki fulltrúa á mótinu. „Það er það versta við þessa um- sókn. Mjög líklegt er -að einhver þessara fjögurra landa komist ekki á EM 2008 og þá myndi ekki vera mikill áhugi fyrir keppninni í því landi. Þaö eyðileggur fyrir umsókn- inni sem annars er glæsileg," sagði flnnski blaðamaðurinn Goran Wal- len. Vellirnir í löndunum fjórum þurfa ekki miklar endurbætur og skipuleggjendum reiknast til að kostnaður við að halda keppnina verði 12 milljarðar. Gróðinn er þó meiri þvi aö Ráðherranefnd Norður- landa hefur reiknað út að um 20 milljarðar muni koma í kassann umfram kostnað. Hvert land býður fram tvo velli. Svíar eru með stærstu vellina en Norðmenn þá minnstu en þeir eru allir glæsilegir og margir hverjir nýuppgerðir. Höfuðmálið fyrir Knattspymu- samband Evrópu varðandi þessa umsókn er að finna rökrétta niður- stöðu varðandi gestgjafana. Hversu mörg eiga tryggt sæti og hvaö mundi hugsanlega gerast ef einhver af gestgjöfunum verður ekki með. íslendingar hafa tekið virkan þátt í þessari umsókn. Eggert Magnús- son, formaður KSÍ, er vel virtur í evrópskri knattspyrnu og hann hef- ur lagt sitt á vogarskálamar til þess að veita þessari umsókn brautar- gengi. Að auki hefur Geir Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KSÍ, unnið hörðum höndum að umsókninni en landfræðileg lega íslands gerir það að verkum að ómögulegt var fyrir íslands að taka þátt í þessu samnor- ræna verkefni. Austurríki/Sviss Austurríkismenn eru mættir á nýjan leik með umsókn fyrir loka- mót Evrópukeppninnar. Þeir sóttu um að halda Evrópukeppnina sem fram fer í Portúgal árið 2004 í sam- floti með Ungverjum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Núna er þeir með nágrönnmn sínum frá Sviss og eru skipuleggjendur umsóknarinnar ansi hreint vissir um eigið ágæti. „Ég veit að við erum með bestu umsóknina og ég veit að við getum komið öllu í það horf sem Knatt- spyrnusamband Evrópu vill á rétt- um tima. Það er þó alltaf efi og við munum vinna hörðum höndum fram til síðasta dags við að kynna umsókn okkar. Ef við fáum það ekki núna þá held ég að við fáum það aldrei því að umsókn okkar getur ekki verið betri,“ sagði Friedrich Stickler, forseti austurríska knatt- spyrnusambandsins, við Reuters- fréttastofuna. Þessar tvær þjóðir hafa allt til brunns að bera tO að halda keppn- ina. Bæði löndin eru stöðug, bæði stjórnmálalega og efnahagslega. Það er mjög gott samgöngukefi í báðum löndum og staðsetningin, í miðri Evrópu, skemmir ekki fyrir. Sam- starf á miOi þjóða gegnum árin hef- ur verið mjög gott og reynsla þeirra við að halda stórmót, sérstaklega á skíðum, kemur þeim tO góða. Það hjálpar líka tO að Evrópukeppni U- 21 árs landsliða, sem fór fram í Sviss siðastliðið vor, heppnaðist frá- bærlega. Hvort land um sig býður fram fjórar borgir. Austurrísku borgimar eru Vín, Salzburg, Inns- bruck og Klagenfurt en Zúrich, Genf, Basel og Bem í Sviss. VeOirn- ir myndu flestir verða endurbyggðir og er áætlað að öOum framkvæmd- um við þá verði lokið árið 2006. Ungverjaland Ungverjar eru mættir tO leiks á nýjan leik með umsókn um aö halda EM 2008. Að þessu sinni eru þeir einir en þeim mistókst að fá að halda keppnina 2004 þegar þeir sóttu um með Austurríksmönnum. Þeir eru þess fuUvissir að einnar þjóðar umsókn sé sterkari en tveggja þjóða. „Það skapar mörg vandamál þeg- ar tvær þjóðir halda saman svona keppni. Mismunandi tungumál, landamæri, mismundandi skattar og öðruvísi stjómsýsla gera það að verkum'að einnar þjóðar umsókn er mun sterkari," sagði Sandor Berzi, framkvæmdastjóri ungverska knattspymusambandsins. Ungverjar eru á mikOli uppleið. Þeir eru nýgengnir í Atlantshafs- bandalagið og munu fá inngöngu í Evrópusambandið árið 2004. Þeir ætla sér að byggja fimm nýja veUi fyrir keppnina og telja að kostnaður við að koma öUu í það horf sem Knattspyrnusamband Evrópu krefst sé um 170 miUjarðar. Þessa stóru fjárhæð hafa stjómvöld lofað að borga enda mikiU akkur fyrir land- ið að halda keppni eins og þessa. Frægðarsól ungverskrar knatt- spyrnu hefur ekki risið hátt siðan á sjötta áratugnum þegar Puskas leiddi frábært lið þjóðarinnar tU margra glæsOegra afreka en nú telja menn þar á bæ að tímabært sé að fara að endurtaka þau afrek. „Við ætlum okkur að vera í farar- broddi knattspymuþjóða í Evrópu á næstu ámm og það væri frábært að stimpla sig þar inn með því að halda eina af fagnaðarhátíðum knattspymunnar i Ungverjalandi árið 2008,“ sagði Ferenc Madl, for- seti Ungverjalands, á dögunum. Ungverjar þykjast þess fuUvissir að landfræðUeg lega landsins, með landamæri að sjö ríkjum, efnahags- legur uppgangur og stööugt stjóm- arfar muni tryggja farsæla umsókn. Skotland/írland Skotar og írar eru með sterka um- sókn. Eins og staðan er í dag munu Skotar leggja tO sex velli en írar tvo og eru flestir vaUanna í Skotlandi nánast tUbúnir. Vandræðin eru hins vegar í írlandi. Þar þarfnast þjóðarleikvangurinn Lansdowne Road mikiUar endumýjunar þar sem stór hluti leikvangsins er með stæði fyrir áhorfendur sem er stranglega bannað samkvæmt regl- um hjá Knattspymusambandi Evr- ópu. Það stóð tU að byggja nýjan knattspymuleikvang í Dublin en það hefur verið sett í bið vegna pen- ingavandræða. Á meðan er írska mðningssambandið, sem einnig hef- ur aðgang að Lansdowne Road, ekki tilbúið að fórna tuttugu þúsund stæðum tU að fuUnægja kröfum Knattspyrnusambands Evrópu. Irar eiga reyndar annan glæsOegan vöU, Croke Park, en vandamálið er að þar ræður rOtjum Gelíska íþrótta- sambandið, sem þekkt er fyrir sterka þjóðemiskennd. Það sam- band hefur hingað tU bannað er- lendum liðum að spUa á veUinum og fátt sem bendir tU þess að það breytist. Vandræði íranna veikir því um- sóknina og hafa Skotar miklar áhyggjur af því. Þeir hafa þó fuUa trú á því að hægt verði að heiUa for- ráðamenn Knattspymusambands Evrópu. „Þessi keppni yrði ein allsherjar sigurganga ef við höldum hana. Við getum boðið upp á frábæra veUi með plássi fyrir fleiri áhorfendur heldur en í nokkurri annarri Evr- ópukeppni frá upphafi. Að sjálf- sögðu yrðu veUirnir aUtaf troðfuUir enda jafnast ekkert á við stemning- una á vöUunum í Skotlandi," sagði David Taylor, formaður skoska knattspymusambandsins. Margir þekktir menn, eins og Kenny Dalglish og Sir Alex Fergu- son, hafa stutt þessa umsókn en hvort það dugir verður að koma í ljós. -ósk f \ Paðan er hægt að fara inn á sn<aanálvsiimaivis. t>ar eru jólakveðjur sem hægt er að senda vinum og ættingjum. Á Akni cýi i erum viö að sjálfsögðu með smáauglýsingaþjónustu l\*iupvaii^sst ræt i 1 \qg slminn þar er '* (>2 É "■ £1 | 'VÍ-nSignl maaxi2ivsm2a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.