Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 23
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 39 DV Sport ^ Myndbandsspóla um silungsveiði að koma út þessa dagana: A silungaslóðum - með snjöllum veiðimönnum á frábærri spólu fyrir alla veiðiáhugamenn Það er orðið nokkuð langt síðan að myndbandsspóla um stangaveiði, með áður ósýndu efni, hefur komið út á ís- landi, en þetta er þó einmitt að gerast þessa dagana. En um er að ræða spólu sem Edda - útgáfa hf. gefur út og fjall- ar um silungsveiði í tveimur afar gjöf- ulum silungsveiðiám, urriðasvæðinu í Laxá í Þingeyjarsýslu og Eyjafjarð- ará. Það er sjónvarps- og veiðimaðurinn Eggert Skúlason sem hefur haft veg og vanda að gerð þáttanna. En Eggert hefur verið umsjónarmaður riflega þrjátíu veiðiþátta sem sýndir hafa verið í íslensku sjónvarpi. Nú bætir hann enn einni seríunni í sarpinn og hann er alls ekki hættur með þennan fróðleik fyrir veiðimenn, sem ekki geta beðið eftir að næsta veiðisumar hefjist. Réð ekki við mig Undirritaður hitti Eggert eina kvöldstund fyrir skömmu þar sem hann sat og skoðaði myndefni frá því í sumar, nýkominn úr rjúpnaveiðitúr. Hvernig gekk á rjúpunni og varstu ekki hœttur í sjónvarpi? „Jú. En þegar Friðrik Guðmunds- son, kvikmyndatökumaður og félagi minn, kom til mín í vor og sagði, ger- um eina seríu, þá réði ég ekki við mig. Við slógum til og ég sé ekki eftir því.“ Rjúpnaveiöitúrinn, hvernig gekk hann? Eggert sýnir hér glæsilegar flugur. DV-mynd Siguröur Jökull „Frekar rólega, við fengum í soðið en ekkert meira. Veiðiskapurinn hef- ur gengið rólega það sem af er veiði- tímanum, ég er ekki ennþá komin með í jólamatinn." Leiður á veiðibókum En af hverju bara silungur í mynd- bandinu, er komið nóg af laxinum? „í Sporðaköstum, sem sýnd voru á Stöð 2, var megináherslan á laxveiði. Laxveiði er fin fyrir þá sem hafa efni á henni. Það eru hins vegar fæstir sem hafa efni á alvöru laxveiði, þ.e. í bestu ánum á dýrasta tímanum. Miklu fleiri stunda silungsveiðina og nú er verið að höfða til þeirra." Af hverju þessi leiö, aö gefa þœttina út á myndbandi, hvers vegna ekki á bók? „Ég er persónulega orðinn leiður á veiðibókum. Væntan- lega er það bara einstaklings- bundið fyrirbæri. Ég reyni líka oft að lesa um jólin, en er þá iðulega svo saddur og þreyttur þegar ég leggst upp í að ég sofha strax. Að hafa möguleikann á að setja veiði- spólu í á aðfangadagskvöld er eitthvað sem ég myndi stelast til að gera seint um kvöldið. Ég hygg að margir muni hafa áhuga á þessu fyrirbæri okk- ar.“ Hvaöa veiöiár mynduöuó þió? „Við fórum snemma sumars í Laxá í Mývatnssveit til henn- ar Hólmfríðar. Það var frábær ferð. Það var svo mikið af öllu að maður fór heim saddur á sál og líkama. Við veiddum al- veg heil ósköp og ef ég skfldi heimamenn rétt þá hefur mýið sem við lentum í ekki veriö meira í áratugi. Það var meiri- háttar að ná því á filmu.“ Er bara veriö aö mynda þig aö veiöa? „Nei, aUs ekki. Ég er sögu- maður og stöku sinnum bregð- ur mér fyrir. En það eru aðrir en ég sem bera uppi veiðina. í Laxá eru það veitingavinirnir ívar Bragason og Leifur Kol- beinsson. Frábærir veiðimenn sem gjörþekkja Laxá og það er hægt að læra mikið af þeim fé- lögum." Gylfi fer á kostum í hnýt- ingum Hvar annars staöar veidduö þiö? „Um mitt sumar fórum við í Eyjafjarðará með þremur heiðursmönnum frá Akureyri. Þar fór fremstur í flokki einn hugmyndaríkasti og sköpunar- glaðasti fluguhnýtari í sUungi sem ísland á, blaðamaðurinn Gylfi Kristjánsson. Hann hnýt- ir helstu flugurnar sínar í þættinum og tekur þær svo til kostanna fyrir áhorfendur. Þetta eru frumsömdu flugum- ar; Krókurinn, Mýslan og hin klassíska Pheasant taU.“ Veiddi hann vel á þœr? „Já. Ég hef sjálfur veitt á þessar flugur og þær eru alveg myljandi góðar í sUunginn." Og þiö fóruö meira að veiða? „Það stóð tU að fara víðar en efnið sem við náðum í þess- um tveimur ám var mjög gott. Það var eiginlega svo gott að við hættum. Það hefði verið gaman að fara víðar en þá værum við með þriggja tíma spólu. Við erum afar sáttir við þessa spólu. Við erum með bæði urriöa og bleikju í bestu sUungsveiðiám lands- ins á besta tíma.“ Kafarar tóku myndir Sporðaköst hafa veriö þekkt fyrir undir/yfirborðs myndatökuna. Skarta þessir þœttir slíku? „Ójá! Núna fórum við skrefinu lengra og fengum kafara í lið með okkur. Þá opnast nýr heimur og ekki síður áhugaverður. Þegar við vorum að vinna með efnið var oft sem við urðum hissa. Þetta er afar faUegt efni.“ Kemur ekki til greina aö sýna þessa þœtti í sjónvarpi? „Jú eflaust, en ekki á næstunni. Þetta er gert í samstarfi við Eddu - útgáfu hf. og er fyrst og fremst hugsað fyrir myndbandamarkaðinn. Þetta eru um áttatíu mínútur af efni sem eigandinn notar þegar honum sýnist og eins og hann kýs. Kosturinn við myndbandið er að maður getur spólað til baka og séð aftur tökuna. Og ég get alveg fullvissað menn um að það er víða ástæða til að spóla til baka og skoða aftur. Við náðum mörgum tök- um og þær eru jú þessi augnablik sem allt snýst um. Menn eru margar vikur að undirbúa veiðitúrana, þeir ferðast klukkutímum saman, jafnvel milli heimsálfa, ganga sig svo upp að öxlum i leit að þeim veiðistað sem á að gefa og allt þetta erfiði skilar sér í stuttu en afar öflugu augnabliki tökunni. Adrenalín og ofsagleði fyrsta andar- takið, svo taka við spurningar og efa- semdir og loks löndun, gangi hlutim- ir upp.“ Bara veitt á flugu Er veitt á allt í þáttunum? „Nei. Það er bara veitt á flugu. Það hefur ekkert að gera með fordóma eða einhverja helgislepju fyrir fluguveiði. Þeir veiðimenn sem fóru með okkur veiða bara á flugu og til að mynda í Laxá er aðeins veitt á flugu. Sumir þessara manna sleppa fiskinum sem þeir veiða, aðrir sleppa stundum og sumir aldrei. Það að sleppa fiski er mál hvers og eins og það þýðir ekki að prédika slíka hluti yfir veiðimönnum. Þeir sem sleppa gera það, aðrir sleppa því. Menn verða að fá að hafa þetta eftir sínu höfði, I það minnsta þar sem leik- reglurnar eru opnar. Þar sem þess er krafist að veiðimaður sleppi fiski, þá verða menn að gera það, en menn geta líka sleppt því að veiða á viðkomandi Veiðivon Það er viða hœgt að veiða ennþá eins og í Reynisvatni og Hvammsvik en veiðimaður sem var í Reynisvatni fyrir skömmu veiddi vel af fiski. Fiskurinn tók og tekur vel í þessum vötnum núna. Sumarhúsið og garður- inn var að koma út fyrir nokkrum döpm og þau hafa bryddaö upp á þeirri nýbreytni að vera með veiði- skap í hverju blaði. Það hefur mælst vel fyrir hjá lesendum blaösins en Rit og rækt, sem gefur út blaöið, gefa meðal annars út Veiöisumariö. Veiðar með maðk og flugu togast ekki á í mörgum veiðiám, flestar veiðiár leyfa bara maðkinn eða flug- una. í Þverá verður maðkurinn leyfð- ur áfram og flugan og síðan bara fluga i Kjarrá, Þetta fyrirkomulag var í sumar og gafst vel, maðkurinn og flugan verða leyfð í Þverá og síöan bara flugan í Kjarrá. Veiðimenn voru hressir með þetta, veiðiskapurinn gekk ágætlega í ánum í sumar. Frystikistur geta verið til vandræða hjá sumum veiðimönnum, sem alls ekki vita hvað þeir eiga i kistunni. Við fréttum af einum sem hefur viða veitt, mest á stöng. En þegar hann fór að skoða í kist- unni, fann hann ýmislegt, eins og skötusel, sem var búinn að vera í 12 ár í kistunni, hluta af hreindýri sem var búið að vera í 8 ár og lax og sil- ungur sem höfðu verið í 6 ár. Hann fékk vist hlutlausan aðiia til að kanna kistuna og hvort sumt af þess- um matfongum væri ekki orðið alltof gamalt. Reyndar fomt. Fyrsta opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur var núna á fostudaginn og þar var margt til gagns og gamans. Kynntar voru veiðiámar Þverá í PTjótshlíð og Andakilsá í Borgarfirði, eirrnig var hugvekja að hætti séra Pálma Matthíassonar. Eggert Skúlason kynnti myndina Silungur á ís- landi en myndin var unnin af Egg- erti Skúlasyni og kvikmynda- gerðarmannin- um Friðriki Guðmunds- syni og Gunn- ar Helgason, leikarinn góð- Gunnar Helgason. kunni og veiðimaður, deildi veiöi- reynslu. -G. Bender stöðum sætti þeir sig ekki við reglurn- ar. Þetta er mál sem hver á við eigin samvisku." „Persónulega þoli ég illa alhæfing- ar í veiðiskap eins og í öðrum þáttum þessa lífs,“ sagði Eggert Skúlason og sýnir okkur að hann ekki búinn að veiða alveg nógu margar rjúpur í jólamatinn. Við þekkjum marga slíka veiði- menn hér á landi á þessum síðustu og verstu tímum. -G. Bender Eggert Skúlason í góðu stuði með stöngina. DV-mynd G. Bender *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.