Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 15
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 31 DV Tölfræðin: Hvaða lið standa sig best og verst í ensku úrvals- deildinni? I eindálkinum hér til hægri má sjá hvaöa lið ensku úrvals- deildarinnar skara fram úr á ákveðnum sviðum tölfræðinnar en þessir listar eru uppfærðir eftir leiki helgarinnar og verða hér eftir fastur liður á ensku sið- unum í mánudagskálfinum. -ÓÓJ Markahæstu menn Framherji Southampton, James Beattie, hefur skorað manna mest í ensku úrvalsdeild- inni það sem af er þessu , „ keppnistíma- bili en hann hefur skorað ellefu mörk í deildinni. James Beattie, Southampton .... 11 Alan Shearer, Newcastle..........10 Gianfranco Zola, Chelsea .........9 Thierry Henry, Arsenal ...........9 Michael Owen, Liverpool ..........8 Sylvain Wiltord, Arsenal..........8 Ruud van Nistelrooy, Man. Utd ... 8 Nicolas Anelka, Man. City ........8 Harry Kewell, Leeds...............7 Kevin Campbeil, Everton ..........7 Paolo Di Canio, West Ham .........6 Jimmy Floyd Hasselbaink, Chelsea 6 Sam AUardyce, knattspyrnustjóri Bolton, trúði ekki sínum eigin augum þegar Craig Short jafnaði fyrir Blackburn þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktima á laugardaginn og kom þannig í veg fyrir fyrsta heimasigur Bolton síðan 1. september. Bolton hefur nú gert fimm jafntefli í síðustu flmm heimaleikjum og hafa þeir allir endað 1-1. „Það kemur sá tímapunktur sem svona hlutir hætta að vera óheppni og menn verða að fara aö líta í eigin barm. Við missum alltof oft einbeitingu og ég er sérstciklega svekktur yfir því að við skyldum hafa fengið þetta mark á okkur svona seint í leiknum," sagði Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, eftir að lið hans hafði misst niður forystu á síðustu sekúndum leiksins. -ósk „Mér lídur eins og við hefðum tapað 4-0 en ekki gert jafntefli.<( Leikmenn Manchester United sýndu og sönnuðu á laugardaginn að þeir ætla sér að vera með í bar- áttunni um enska meistaratitilinn. Þeir báru sigurorð af Arsenal, 2-0, á Old Trafford, og viðurkenndi Arsene Wenger, knattspymustjóri Arsenal, að hans menn hefðu ekki haft nógu mikin vilja eða verið nógu grimmir gegn liði sem vant- aði David Beckham, Rio Ferdin- and, Roy Keane og Nicky Butt. Manchester United náði foryst- unni á 22. mínútu þegar Argent- ínumaðurinn Juan Sebastian Ver- on skoraði af stuttu færi eftir góð- an undirbúning hjá Paul Scholes og Ruud Van Nistelrooy. Á sjón- varpsmyndum var ekki hægt að sjá annað en að boltinn hefði farið í hönd Van Nistelrooy áður Hol- lendingurinn sendi hann á Scholes og Wenger sagði að það hefði verið einn af vendipunktunum í leikn- um. „Það þarf ekkert að rökræða það. Þetta var klárlega hendi á Van Nistelrooy. Þetta var vendi- punktur þar sem þetta hafði það mikil áhrif á leikinn," sagði Wen- ger eftir leikinn. Leikmenn Arsenal náðu sér aldrei á strik í leiknum og miðju- mennirnir öflugu, Patrick Vieira og Gilberto Silva, náðu ekki að komast inn í leikinn, einkum fyrir frábæran leik PhO Neville, sem var alls staðar og lék eins og kóng- ur. Manchester United gulltryggði síðan sigurinn á 73. mínútu þegar Paul Scholes komst inn fyrir vöm- ina og skoraði af öryggi fram hjá Stuart Taylor, markverði Arsenal, reyndar með viðkomu í Martin Keown. Sigur Manchester United var sanngjarn og sýnir svo ekki verður um villst að það skyldi enginn af- skrifa þá í baráttunni um titUinn. Alex Ferguson, knattspymu- stjóri liðsins, var himinlifandi eft- ir leikinn enda hefur liðið hans nú unnið Arsenal og Liverpool í síð- ustu viku. Mikilvægur sigur „Þessi sigur var jafnvel mikO- vægari heldur en sigurinn gegn Liverpool síðast. Það er hins vegar mikið eftir en þetta lítur vel út hjá okkur. Við förum að fá fleiri leik- menn inn þegar líður að jólum og þá ættum við styrkjast enn meira. Ég held að við getum hlakkað tO næstu mánaða. Þeir verða ömgg- lega mjög spennandi og skemmti- legir,“ sagði Ferguson, eftir leik- inn. „Andinn í liðinu hefur verið frá- bær undanfamar vikur. Eftir tapið gegn Manchester City í síðasta mánuði þá hafa leikmenn virki- lega tekið sig saman í andlitinu. Ég sagði við strákana eftir þann leik að þeir hefðu ótrúlega hæfl- leika en þeir þyrftu hins vegar að hafa trúna, hungrið og vOjann tO að sýna það. Þeir bragðust rétt við og hafa verið stórkostlegir." Markaöi tímamót Þessi leikur markaði tímamót hjá Arsenal því að þetta var í fyrsta sinn í 56 leikjum sem liðið fór af veOi án þess að skora. Arsene Wenger, knattspymu- stjóri Arsenal, var bjartsýnn þrátt fyrir tapið og sagði að þeir væru enn þá með allt í höndum sér enda efstir í deOdinni. „Ég viðurkenni að viö spOuðum ekki vel í þessum leik. Leikmenn Manchester United börðust eins og þeir væru að spOa bikarleik og höfðu mOdu meira hungur heldur en við. Fyrir þá var þetta úrslita- leikur og því miður náðum við ekki að berjast jafn vel og þeir,“ sagði Wenger. „Ég get samt ekki sagt að ég hafi hrifist af sóknarleik þeirra. Við fengum reyndar ekki mörg færi en fyrsta markið hafði mikið að segja. Stuðningsmenn þeirra voru farnir að baula á þá þegar þeir skoraðu fyrsta markið sem var ólöglegt. Þeir misstu boltann á hættulegum stöðum en eftir fyrsta markið þá fengu þeir áhorfendur i lið með sér og þurftu aðeins að hafa áhyggjur af því að verjast það sem eftir var leiksins. Viö eram samt enn á toppnum og önnur lið þurfa að sækja að okkur,“ sagði Wenger eft- ir leikinn. Keane ánægður Roy Keane, fyrirliði Manchester United, sat á áhorfendabekkjunum og var sáttur við það sem sá. „Þetta vora frábær úrslit. Ekki bara fyrir okkur heldur líka Liver- pool, Éverton og Chelsea. Ég viður- kenni reyndar að dómarinn hefði getað dæmt hendi á Van Nistel- rooy þegar fyrsta markið var skor- að en ég ætla ekki að kvarta. Strákamir stóðu sig frábærlega og það er gaman að sjá að við erum komnir á fuOt í toppbaráttuna á nýjan leik," sagði Keane eftir leik- inn og bætti við að hann myndi væntanlega byrja að spila eftir þrjár vikur. „Ég er byrjaöur að æfa af fullum krafti og vonast til að byrja aö spila eftir þrjár vikur. Ég vona að ég eigi eftir að nota hausinn á mér aðeins meira heldur en áður þegar ég kem til baka,“ sagði Keane eftir leikinn en hann mun án efa styrkja liðið ef hann mætir tU leiks heill í hausnum. -ósk Juan Sebastian Veron kom Manchester United á bragöiö gegn Arsenal en á innfeiidu myndinni sést Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, heldur súr á svipinn. Reuters Stórleikur helgarinnar í ensku knattspyrnunni var á Old Trafford: Komnir á skrið - Manchester United er í fantaformi þessa dagana og lagði Arsenal örugglega um helgina Sport Liðin sem standa sig best og verst í ensku úrvalsdeildinni Besta gengið Chelsea 20 stig af síöustu 24 möguleg- um, markatalan er 16-2 í leikjunum. Með besta genginu er átt við besta árangur liðs í síðustu átta deildarleikjum Flestir sigur- leikir í röð Charlton fjórir. Besta sóknin Arsenal hefur skor- að flest mörk, eöa 35, í 17 leikjum, eöa 2,11 aö meðaltali. Besta vörnin Chelsea hefur fengiö á sig fæst mörk, 14 í 17 leikjum, eöa 0,82 mörk í leik. Bestir heima Arsenal hefur náö í 24 stig af 27 mögu- legu, hefur unniö 8 af 9 leikjum, marka- talan er 22-8. Bestir úti Chelsea hefur náö í 16 stig af 27 mögu- legum, markatalan er 14-8. Bestir fvrir te Arsenal hefur náö í 36 stig af 51 mögu- legu og er meö markatöluna 21-7 í fyrri hálfleik. Bestir eftir te Man. Utd hefur náö í 32 stig af 51 mögu- legu og er með markatöluna 17-8 í seinni hálfleik. Versta gengið Leeds er meö 4 stig af síöustu 24 mögu- legum, markatalan er 9-16 í leikjunum. Versta sóknin Sunderland hefur skoraö fæst mörk, eöa 8, í 16 leikjum, eöa 0,5 aö meðaltali. Versta vörnin West Ham hefur fengiö á sig flest mörk, 31 í 17 leikj- um, eöa 1,8 í leik. Verstir heima West Ham hefur náb í 3 stig af 27 mögu- legum, hefur tapaö 6 af 9 leikjum, marka- talan er 7-14. Verstir úti Aston Villa hefur náö í 3 stig af 24 mögulegum, hefur tapaö 5 af 8 leikjum, markatalan er 2-10. Oftast haldið hreinu Liverpool og Chelsea hafa haldiö átta sinnum hreinu í 17 leikjum. Oftast mistekist að skora Aston Villa hefur ekki náö aö skora í 10 leikjum af 15.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.