Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 21
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002
37
DV
Sport
Gunnar Finnbjörnsson:
Þetta eru metn-
aðarfullir strákar
Árangur bræðranna Magnúsar og Birkis vakti
mikla athygli á mótinu og því ákváðum við að taka
föður þeirra, Gunnar Finnbjömsson, tali og við
spurðum hann fyrst hvernig stæði á þessum tennis-
áhuga drengjanna?
„Það er líklega vegna þess að ég hef spilað tennis í
mörg ár og svo er gamla tennishöllinn rétt hjá heim-
ilinu og þeir nánast sofa þar á stundum," sagði Gunn-
ar en hver er lykillinn að þessum árangri
drengjanna?
„Þeir eru fyrst og fremst mjög metnaöarfullir.
Mæta á allar æftngar og reyna að taka hlutina skipu-
lega. Þeir vilja einnig æfa meira en allir hinir og svo
liggur tennis nokkuð vel fyrir þeim,“ segir Gunnar en
það hlýtur að þurfa að standa vel við bakið á krökk-
um sem stunda íþróttir.
„Já, ég held að það sé nauðsynlegt að styðja krakka
í íþróttum vel. Góður árangur kemur ekki af sjálfu
sér og maður vill taka þátt í þessu með þeim. Svo er
mamman líka voða áhugasöm og dugleg að styðja
strákana og finnst það forréttindi að fá að standa í
þessu með þeim.“
Æfingin skapar meistarann
Hvað finnst Gunnari að drengirnir þurfi að gera til
þess að ná lengra í íþróttinni?
„Fyrst og fremst þurfa þeir að æfa mjög vel og
skipulega sem og að leggja sig ávallt 100% fram. Hins
vegar er erfitt að ná langt í íþróttinni á íslandi því
veturinn er svo langur og það vantar kannski fleiri
spilara og meiri samkeppni í tennisinn hér heima. Ef
allt gengur upp þá fá þeir kannski tækifæri til að
prófa atvinnumennsku en þeir eru hins vegar fáir út-
valdir sem ná að slá í gegn,“ sagði Gunnar að lokum,
en þess má geta að hann er margfaldur íslandsmeist-
ari í borðtennis og á einnig nokkra landsleiki að baki
í þeirri íþrótt.
Þess má síðan geta í lokin að þriðji bróðirinn,
Gunnar Þór, hefur oft verið íslandsmeistari í yngri
flokkum i golfi og er búinn að vera í íslenska ung-
lingalandsliðinu í fjögur ár þannig að hér er svo sann-
arlega um að ræða mikla íþróttafjölskyldu sem á eft-
ir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni ef aö lík-
um lætur. -HBG
Hér eru þeir samankomnir feðgarnir í tennishöllinni sem óhætt er að kalla þeirra annað heimili. Birkir fremstur, Magnús til vinstri, Gunnar
Þór til hægri og faðirinn Gunnar fyrir miðju. DV-mynd Hari
Það vantar ekki taktana og
einbeitinguna í Birki á tennis-
vellinum, eins og við sjáum hér að
neðan. DV-mynd Hari
- tveir eldri bræður hans hafa orðið
íslandsmeistarar bæði í tennis og golfi
Hinn 10 ára gamli Birkir
Gunnarsson vakti mikla at-
hygli á tennismótinu um síð-
ustu helgi en hann sigraði í
tveim flokkum, 12 ára og yngri
sem og í flokki 14 ára og yngri.
Eldri bróðir Birkis, Magnús,
stóð sig einnig vel og vann í
flokki 16 ára og eldri. DV-Sport
tók þennan bráöefhilega strák
tali.
í mörgum íþróttum
Af hverju ákvaöstu aó byrja í
tennis og með hvaöa félagi
spilaröu?
„Ég æfi með TFK og ástæðan
fyrir því að ég byrjaði í tennis
er sú aö Magnús bróðir og
pabbi voru alltaf að spila tenn-
is. Það er bara mikið fjör í
tennis, allt á fullu."
Ertu í einhverjum öörum
íþróttum?
„Já já, ég spila stundum fót-
bolta, körfubolta og borðtennis.
Svo æfi ég líka golf á sumrin
með GKG. Æfi golfið reyndar
líka á vetuma í höllinni, mæti
þar tvisvar í viku.“
Hvenœr byrjaöiröu aö œfa
tennis og hvaö ertu aó œfa oft í
viku?
„Ég byrjaði þegar ég var 8
ára þannig að ég er búinn að
æfa í tvö ár. Það eru æfingar
fjórum sinnum í viku og svo
keppi ég líka oft.“
Hvaöa tennismenn eru í
mestu uppáhaldi hjá þér?
„Agassi og Hewitt eru bestir
og svo finnst mér Sampras líka
flottur. Svo fmnst mér Willi-
ams-systur líka duglegar."
Tek bróa eftir 8 ár
Hvernig fórstu aö því aö
vinna 14 ára strák?
„Ég lét boltann bara ganga
og passaði að klikka sem
minnst. Svo þegar ég fékk tæki-
færi þá sló ég fast. Ég vann
hann líka þegar ég varð ís-
landsmeistari innanhúss 14 ára
og yngri.“
Hvaö er langt þangaó til þú
vinnur stóra bróöur?
„Þaö verður erfitt því hann
er „rankaður" númer 5 á ís-
landi af öllum sem eru skráðir.
Ég tek hann þegar ég verð orð-
inn 18 ára, vonandi.“
Hver er þjálfarinn þinn og
hvernig er hann?
„Hann heitir Raj og er mjög
góður þjálfari. Hann þekkti
Agassi og spiiaði við hann fyr-
ir mörgum árum. Hann er líka
rosagóður í tennis rétt eins og
hann er góður þjálfari."
Ertu betri en pabbi þinn í
tennis?
„Nei, ekki enn. Ég vinn samt
stundum lotur af honum. Ég vil
ekki svekkja kallinn því þá
grínast hann með að ég fái ekki
að borða.“
Hættur viö lögguna
Hvaö langar þig aö komast
langt í íþróttinni?
„Mig langar til að verða at-
vinnumaður en þeir eru því
miður voða fáir sem ná því
þannig að það verður erfitt.“
Hvað œtlaröu aö veröa þegar ¥
þú ert oröinn stór?
„Ég ætlaði alltaf að verða
lögga en þeir fá víst ekki mjög
mikið kaup þannig að ég er
ekki búinn að ákveða mig,“
sagöi þessi bráðefnilega strák-
ur að lokum sem vafalítið verð-
ur gaman að fylgjast með í
framtíðinni. Eldri bróðir hans
Magnús er ekki síður efnilegur
og hver veit nema þeir bræður
eigi eftir að kljást í úrslitum
tennismóta í framtíðinni eins
og Williams-systur úti í hinum
stóra heimi. ^
-HBG
Hinn 10 ára gamli Birkir Gunnarsson vekur mikla athygli
urað
á tennisvellinum:
æfa