Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Page 15
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003
31
DV
Sport
Upprisa Úlfanna
George Ndah, framherji Úlfanna,
fagnar hér sigurmarki sínu gegn
Newcastle í gær. Markiö skoraöi
hann eftir glæsilegan undirbúning
írans Marks Kennedys. Ndah átti
frábæran leik t liöi Úlfanna og
stríddi varnarmönnum Newcastle
látlaust. Reuters
Bestu ummæli
helgarinnar
Hetjan
- gamla stórliðið Wolves minnti á sig gegn Newcastle eftir magra uppskeru undanfarin ár
Wolves kom mjög á óvart í gær og
sló úrvalsdeildarliðið Newcastle út úr
enska bikarnum með þvi að bera sig-
ur úr býtum, 3-2, í hreint út sagt frá-
bærum leik á Moulinex-leikvangin-
um. Wolves, sem er gamalt stórveldi,
hefúr verið ansi lengi fyrir utan efstu
deildina í Englandi og því má segja að
þessi sigur hafi verið uppreisn æru
fyrir félagið.
Leikurinn var gifurlega hraður, lít-
ið um vamir og mörg færi litu dags-
ins ljós. Veikleiki Newcastle-vamar-
innar kom berlega í ljós hvað eftir
annað og sagði Alan Shearer, fyrirliði
liðsins, að hann væri orðinn ansi
þreyttur á hörmulegum vamarleik
þess.
Leikmenn Wolves spiluðu frábær-
'lega í leiknum og vom vel að sigrin-
um komnir.
Paul Ince, fyrirliði liðsins, sagði að
sigurinn hefði verið fyllOega verð-
skuldaður.
„Leikurinn var ótrúlega spenn-
andi. Við vorum kannski heppnir á
köflum en við lögðum svo mikið í
leikinn að við verðskulduðum sigur-
inn,“ sagði Ince.
Dave Jones, knattspymustjóri
Wolves, sagðist vona að liðið myndi
spila af sama krafti í næstu leikjum í
deildinni en liðið hefur ekki staðið
undir væntingum.
frammistöðu Rennies.
„Tæknilega séð var þetta sennilega
vítaspyma en það var hörmulegt að
úrslit í bikarleik skyldu ráðast af
þessu atviki, jafnvel þótt við næðum
okkur aldrei á strik,“ sagði Keegan.
„Ég tala aldrei um Uriah Rennie
nema til þess að segja að ég er ekki
hrifinn af honum sem dómara, hef
aldrei verið hrifinn af honum og mun
aldrei verða hrifmn af honum. Mað-
urinn býr til sín eigin lög og þú ættir
frekar að tala við umboðsmann hans
og reyna að fá viðtal við Rennie sjálf-
an,“ sagði Keegan eftir leikinn.
Mikilvægur sigur
Gerard Houllier, knattspymustjóri
Liverpool, var sáttur eftir leikinn.
„Þetta var mikilvægur sigur hjá
okkur og ég er stoltur af hugarfari
leikmanna minna. Liverpool hefúr
mikla sigurhefð og hefur unnið
marga titla í gegnum árin og því er
þetta mikilvægur dagur fyrir félagið.
Við gerðum áætlun fyrir leikinn og
gáfum leikmönnum Manchester City
ekki mörg tækifæri. Við sýndum
mikla einingu og mikinn styrk,"
sagði Houllier eftir leikinn.
Saha til baka
Franski framherjinn Louis Saha
spilaði fyrsta leik sinn fyrir Fulham
síðan í september og endurkoma hans
gerði gæfumuninn þegar Fulham
vann öruggan sigur á Birmingham,
3-1, í ensku bikarkeppninni í gær.
Saha skoraði eitt marka Fulham en
Christian Damiano, aðstoðarstjóri
Fulham, sagði að endurkoma hans
hefði gert gæfumuninn.
„Við höfum saknað hans. Liðið hef-
ur spilað vel að undanförnu en mörk-
in hafa látið á sér standa. Þau komu í
dag og Saha átti stóran þátt í því,“
sagði Damiano eftir leikinn. -ósk
Framherjinn ungi, Jermain
Defoe, sem leikur með West Ham,
er hetja helgarinnar. Hann
skoraði tvö mörk fyrir liðið þegar
það bar sigurorð af Nottingham
Forest, 3-2, á heimavelli sínum,
Upton Park, í enska bikamum á
laugardaginn. Með þessum
tveimur mörkum tryggði Defoe,
sem hefúr ekki skorað mikið í
vetur, ekki aðeins West Ham sæti
í fjóröu umferð heldur bjargaði
hann lfka knattspymustjóra
liösins, Glenn Roeder, frá því að
vera rekinn. -ósk
Kamerúnski midjumaðurinn
Marc-Vivien Foe, sem leikur meö
Manchester City, er skúrkur helg-
arinnar. Hann færði leikmönnum
Liverpool vítaspymu á silfurfati
með því að baða út öllum öngum í
tilraun sinni til að komast fyrir
fyrirgjöf Vladimirs Smicers.
Danny Murphy skoraði sigur-
markið úr vítaspymunni og bik-
ardraumur lærisveina Kevins
Keegans eru því á enda að þessu
sinni. Foe getur þó sagt að dómur
Rennie hafi verið harkalegur og
spuming hvort boltinn hafi farið í
höndina á honum eöa höndin í
boltann en vitaspyrnan var dæmd
og tap staðreynd.______-ósk
Kemur mér ekki á óvart
' „Þetta var frábært en frammistaða
minna manna kemur mér ekkert á
óvart því að ég veit hvað þeir geta.
Þegar þeir leika af fullum krafti geta
þeir staðið í öllum liðum en þeir
þurfa hins vegar að leggja sig jafn
mikið fram í leikjunum í 1. deildinni
og í dag,“ sagði Jones eftir leikinn.
Liverpool tókst loks að komast á
sigurbraut eftir heldur magurt gengi
að undanfómu þegar liðið bar sigur-
orð af Manchester City, 1-0, á Maine
Road í þriðju umferð ensku bikar-
keppninnar í gær.
Leikmenn Liverpool léku vel í
leiknum og verðskulduðu sigurinn
þrátt fyrir að þeir skcpuðu sér ekki
mörg færi. Danny Murphy skoraði
sigurmarkið fyrir Liverpool úr víta-
spyrnu í byrjun síðari hálfleiks en
vítaspymudómurinn var að margra
mati hæpinn. Boltinn fór í hendi
Kamerúnans Marcs-Viviens Foes og
gamla spurningin um hönd í bolta
eða bolta í hönd kom upp. Uriah
Rennie, dómari leiksins, var hins veg-
ar ekki í vafa og dæmdi vítaspyrnu
sem Murphy skoraði úr af öryggi og
tryggði Liverpool sætan og
mikilvægan sigur á Manchester City.
Býr til sín eigin lög
Kevin Keegan, knattspyrnustjóri
Manchester City, gaf lítið fyrir
... skúrkurinn
„Ég er bara ánœgöur með aö
þessi leikur var í sjónvarpinu
þannig aö allir gátu séö
hvaö viö erum meö frábœrt
liö. Ég hika ekki þegar ég segi
aö þetta er besti leikur liösins
síöan ég tók við stjórninni
hér.“
Gordon Strachan, knattspyrnustjóra Southampton, verður sjaldan orða
vant. Hann var sérdeilis ánægður með leik manna sinna gegn Tottenham
í bikamum á laugardaginn en þar vann liðið öruggan sigur, 4-0. Þetta var
annar sigur liðsins á Tottenham á fjórum dögum og er það til marks um
framfarirnar sem liðið hefur tekið á þessu tímabili. -ósk
Nigel Jemson, Shrewsbury Town
Nigel Jemson
Fæddur: 10. ágúst 1969.
Heimaland: England.
Hæð/þyngd: 178 cm/77 kg.
Leikstaða: Framherji.
Fyrri lið: 12 önnur lið í Bretlandi.
Deildarleikir/mörk: 336/105.
Landsleikir/mörk: Engir.
Hrós:
„Það er á engan hallað þegar ég segi að
Jemson hafi átt stærstan hlut í
sigrinum. Hann sýndi hversu öflugur
hann er og reynsla hans nýttist okkur
vel.“ Kevin Ratcliffe, stjóri Shrewsbury,
um Nigel Jemson. -ósk
Framherjinn Nigel Jemson hefur
farið víða. Hann hóf ferilinn hjá
Preston en það var síðan hinn frægi
knattspyrnustjóri Nottingham For-
est, Brian Clough, sem keypti hann
fyrir 150 þúsund pund í mars 1988.
Honum var spáð frægð og frama og
spilaði meðal annars með U-21 árs
landsliði Englendinga.
Jemson er frægastur fyrir að hafa
skorað sigurmarkið fyrir Notting-
ham Forest í úrslitaleik enska
deildabikarsins árið 1990 en síðan
þá hafa hlutimir verið heldur á nið-
urleiö hjá kappanum.
Hann hefur þvælst á milli liða og
er Shrewsbury þrettánda liðið sem
hann spilar með á ferlinum.
Hann kom til Shrewsbury árið
2000 og hefur átt góðu gengi að
fagna hjá liðinu sem hefur barist
við botn þriðju deUdarinnar ensku
undanfarin ár.
Hann var gerður að fyrirliða liðs-
ins í haust en hann hefur verið
markahæsti maður liðsins undan-
farin tvö ár.
Með þessum tveimur mörkum
má segja að frægðarsól Jemson frá
því fyrir tæpum þrettán árum hafi
risið á nýjan leik og ljóst að næstu
andstæðingar Shrewsbury í fjórðu
umferð bikarkeppninnar þurfa að
gefa honum góðan gaum ef ekki á
illa að fara. Undir það geta
leikmenn Everton kvittað. -ósk
Þrír leikir fóru fram í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í gær:
Uppreisn æru
w