Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Page 17
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003
33
DV
Sport
Úrslit
Valladolid-Real Betis.......3-0
1-0 Fernando Sales (48.), 2-0
Femando Sales (64.), 3-0 Oscar
Gonzalez Marcps (81.).
Osasuna-Rayo Vallecano .... 0-1
0-1 Julio Alvarez (21.).
Santander-A. Bilbao ........3-4
1-0 Pedro Munitis (9.), 2-0 Francisco
Javi Guerrero, víti (18.), 2-1 Jose
Moraton Mora, sjálfsm. (41), 3-1
Mario Regueiro (44.), 3-2 Ismael
Urzaiz, viti (52.), 3-3 Joseba
Etxeberria (62.), 3-4 Joseba
Etxeberria (88.).
Deportivo-Celta Vigo..........3-0
1-0 Diego Tristan (43.), 2-0 Gonzalez
Sergio (47.), 3-0 Alberto Luque (90.).
Sevilla-Real Mallorca ........3-0
1-0 Jose Antonia Reyes (14.), 2-0
Mariano Toedtli (33.), 3-0 Mariano
Toedtli (84.).
Real Sociedad-Malaga.........2-2
1-0 Kahveci Nihat (7.), 1-1 Kizito
Musampa (19.), 2-1 Ðmitri Khokhlov
(23.), 2-2 Debray Dario Silva (56.).
Alavés-Espanyol ..............2-1
0-1 Savo Milosevic (18.), 1-1 Jordi
Cruyff (32.), 2-1 Antonio Soldevilla,
sjálfsm. (76.).
Barcelona-Recreativo .........3-0
1-0 Fabio Rochemback (9.), 2-0
Patrick Kluivert (25.), 3-0 Philip Cocu
(80.).
Villarreal-A. Madrid..........4-3
1-0 Vergara Unai (26.), 2-0 Martin
Palermo (28.), 2-1 Femando Torres
(31.), 2-2 Santiago Denia Santi (42.),
3-2 Manuel Victor (44.), 3-3 Femando
Torres (90.), 4-3 Martin Palermo (90.).
Real Madrid-Valencia .........4-1
1-0 Ronaldo (36.), 1-1 Roberto Fabian
Ayala (54.), 2-1 Zinedine Zidane (68.),
3-1 Jose Maria Guti (86.), 4-1 Javier
Garcia Portiilo (90.).
Staðan:
R. Sociedad 16 10 6 0 31-18 36
R. Madrid 16 9 6 1 36-16 33
Deportivo 16 8 5 3 23-17 29
Valencia 16 8 4 4 25-12 28
Celta Vigo 16 8 3 5 20-16 27
Betis 16 7 5 4 26-19 26
Mallorca 16 7 2 7 21-29 23
Barcelona 16 6 4 6 25-19 22
A. Madrid 16 5 6 5 23-21 21
A. Bilbao 16 6 3 7 25-31 21
Sevilla 16 5 5 6 15-14 20
Santander 16 6 2 8 20-20 20
Valládolid 16 6 2 8 16-18 20
Málaga 16 4 7 5 22-24 19
Alavés 16 5 4 7 19-26 19
Villarreal 16 4 6 6 18-21 18
Osasuna 16 5 3 8 17-22 18
Vallecano 16 5 3 8 17-23 18
Espanyol 16 4 1 11 16-28 13
Recreativo 16 2 3 11 13-34 9
Ronaldo og Zinedine Zidane voru báðir á skotskónum þegar Real Madrid bar sigurorð af Valencia, 4-1, í leik liðanna í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í
gærkvöld. Reuters
Heil umferð fór fram í spænsku knattspyrnunni um helgina:
Yfirburðir Real
- rúllaði yfir Valencia, 4-1, á heimavelli sínum í gærkvöld og nálgast toppsætið
Real Madrid virðist vera óstöðv-
andi þessa dagana og sækir nú hart
að Real Sociedad sem situr á toppi
deildarinnar. Real Madrid bar sig-
urorö af Valencia, 4-1, á heimavelli
sínum, Santiago Bernabeu, í gær.
Þetta er annar stórsigur Real Ma-
drid á þremur dögum og virðast
Real Sociedad og Madrid vera að
stinga önnur lið af.
Ronaldo og Zinedine Zidane
sýndu mátt sinn og megin í leiknum
í gær og réð hina sterka vöm Val-
encia ekkert við þá félaga frekar en
aðra leikmenn Real.
Real Sociedad tapaði tveimur dýr-
mætum stigum í toppbaráttunni á
Spáni þegar liðið gerði jafntefli, 2-2,
gegn Malaga á heimavelli. Það kem-
ur þó ekki í veg fyrir að liðið sé með
þriggja stiga forystu á toppi deildar-
innar. Sociedad hefur ekki enn tap-
að leik í deildinni það sem af er
tímabUi.
Barcelona vann öruggan sigur á
botnliði Recreativo, 3-0. Louis Van
Gaal, hollenskur þjálfari Barce-
lona, skildi þá Juan Roman
Riquelme, Gaizka Mendieta og
Javeier Saviola eftir á bekknum en
lið Barcelona virðist vera að vakna
til lífsins eftir heldur dapurt gengi I
deildinni.
Deportivo La Coruna ætlar að
blanda sér í toppbaráttuna. Liðið
vann góðan sigur á Celta Vigo, 3-0,
á heimavelli í leik þar sem lokastað-
an gaf ekki endilega rétta mynd af
gangi leiksins. Leikmenn Celta Vigo
brenndu af hverju dauðafærinu á
fætur öðru og geta sjálfum sér um
kennt hvemig fór.
Villarreal sýndi mikla seiglu þeg-
ar því tókst að sigra Atletico Ma-
drid í gærkvöld. Allt stefndi í jafn-
tefli þegar hinn ungi Fernando
Torres jafnaði metin, 3-3, fyrir At-
letico Madrid þegar komið var fram
yfir venjulegan leiktíma. Argentínu-
maðurinn Martin Palermo var þó á
öðm máli. Hann skoraði sigurmark
ViUarreal stuttu síðar og tryggði
liðinu dýrmæt stig í botnbarátt-
unni. -ósk
Leikmenn Barcelona fagna hér marki f leik á dögunum en þeir unnu
Récréáfivö j 3^,' f gæri Reufers
Bla n d í
Bresku blöðin kepptust við að slúðra
sem mest um helgina. Eitt þeirra segir
að Real Madrid hafi boðið Everton 2,6
miiljarða króna fyrir fyrsta kauprétt á
undrabarninu Wayne Rooney, fái for-
ráöamenn Everton einhvem tímann
áhuga á þvi aö seþa kappann.
Joe Cole er einnig sagður vera á leið-
inni til Spánar, nánar tiltekið til Val-
encia, fyrir tæpar 500 milljónir króna.
Skýringin á þessu lága verði er sú að
Cole á aðeins rúmt ár eftir af núverandi
samningi sínum og er talið að West
Ham, sem syndir lífróður á botni úr-
valsdeildarinnar, vilji ekki hætta á að
leikmaöurinn fari með frjálsri sölu þeg-
ar samningurinn rennur út.
Forseti ítalska knattspyrnuliðsins
Lazio, Sergio Cragnotti, hefur sagt upp
störfum hjá félaginu. Ekki er vitað hver
tekur við af Cragnotti en flestir stuðn-
ingsmenn félagsins vilja kenna honum
um þá miklu skuldasúpu sem félagiö er
í um þessar mundir.
Portsmouth hefur fengiö 20 ára
gamlan sóknarmann, Yakubu Ayegbeni,
að láni frá ísraelska liöinu Maccabi
Haifa út timabilið. Ef Ayegbeni, sem
skoraði 5 mörk í jafnmörgum leikjum í
meistaradeildinni í fyrra, stendur undir
væntingum mun Portsmouth að öllum
líkindum festa kaup á leikmanninum
fyrir 500 milljónir.
Enski landsliðsmaóurinn David
Beckham segist aldrei á ævinni hafa
verið í betra formi en þessa dagana. „Ég
braut rifbein og fékk nokkurra vikna
hvíld sem gerði mér ótrúlega gott. Ég
náði mér þannig vel eftir HM og mér
finnst ég akirei hafa verið frískari en í
dag,“ segir Beckham.
Hollenski sóknarmaðurinn hjá
Barcelona, Patrick Kluivert, hefur gefið
sterklega í skyn að hann fari til Juvent-
us eftir tímabilið en vitað er að ítölsku
meistararnir hafa löngum litið piltinn
hýru auga.
„Mér liöur vel hjá Barcelona en í lífinu
sem og boitanum er ekki hægt að úti-
loka neitt, sérstaklega ef maður er orð-
aður viö liö eins og Juventus. Það er
stórkostlegt lið og þar er einnig góðvin-
ur minn, Edgar Davids," segir Kluivert.
Bayern Miinhcen hefur gefið Samuel
Kuffour, vamarmanninum sterka frá
Gana, leyfi til að fara til heimaiands
síns en dóttir Kuffours drukknaði um
helgina eftir að hafa verið við leik í
sundlaug. Forráðamenn Bayem styðja
Kuffour heils hugar í sorg hans og fær
hann að vera hjá fjölskyldu sinni í Afr-
íku eins lengi og hann þarfnast.
Franski sóknarmaóurinn hjá Juvent-
us, David Trezeguet, hefur hótað að yf-
irgefa félagið fái hann ekki umtalsverða
launahækkun undir eins. Talið er að fé-
lög á borð við Barcelona og Arsenal
kippist til viö þessar fréttir en þau hafa
lengi sýnt leikmanninum áhuga meö
hugsanleg kaup í huga.
„Ég er sá landsliösframherji sem hef-
ur lægstu launin hjá félaginu. Þegar ég
kom til liösins fyrir tveimur ámm
sögðu forráðamenn liðsins mér að sýna
hvað ég gæti og þá myndu launin
hækka. Ég var markahæsti leikmaður
deildarinnar í fyrra en samningurinn
hefur ekkert breyst. Ég gæti þurft að
fara að hugsa minn gang,“ segir
Trezeguet. -vig