Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Side 23
I
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 23
I>V \ agasín
Þrettándagleði á
leikskólanum
Brekkuborg:
Ljós í
stein-
inum
„Sum börnin þóttust sjá álfa og
huldufólk í steinunum sem eru
hér á lóðinni. Nokkur þeirra
bönkuðu meira að segja upp á
hjá þessum vættum sem þarna
búa og þóttust sjá ljós þarna
inni,“ segir Guðrún Samúelsdótt-
ir, leikskólastjóri á Brekkuborg i
Grafarvogi, í samtali við DV-
Magasín. Börnin á leikskólanum
huguðu að álfum, huldufólki og
huliðsvættunum, sem sagðar eru
búa í steininum umrædda, að
morgni þrettándans, 6. janúar.
Þegar inn í skólann var svo kom-
ið hélt hátíðin áfram - og börnin
kvöddu jólin með viðeigandi
hætti.
Tekin við hlutverki
ömmu og afa
Margt er gert á Brekkuborg í
því að viðhalda gömlum hefðum.
Þær eru þema í starfi leikskólans
á fyrstu dögum hvers árs. Sagðar
eru ýmsar sögur um líf fólks á
liðinni tið og elstu börnin fara í
heimsókn á Árbæjarsafn. Þema-
starfinu lýkur svo með þorrablóti
í kringum bóndadag, sem í ár er
24. janúar.
„Ég hef stundum sagt að leik-
skólarnir séu teknir við hlut-
verki afa og ömmu; að fræða
börnin um líf kynslóðanna á
fyrri tíð eins og var gert á kvöld-
vökunni í baðstofunni. Finn líka
að oft eru þessar frásagnir ekki
einasta framandi börnunum
heldur líka ungu fólk sem kemur
til starfa," sagði Guðrún Samú- ’
elsdóttir.
Máninn hátt á himni
skín
Fyrir utan steininn góða á leik-
skólalóðinni, þar sem börnin
veifuðu stjörnuljósum og kertum,
sungu þau lög eins og Stóð ég úti
í tunglsljósi, Máninn hátt á
himni skín og Nú er glatt í hverj-
um hól. Lög sem hvert manns-
barn sem komið er til vits og ára
kann - og þarf að kunna. Sú
þekking glatast heldur ekki með
þeirri kennslu sem fram fer á
Brekkuborg.
’#• - •' ■
; -rn «v
Börnin á leikskólanum Brekkuborg í Grafarvogi huguðu á þrettándanum Fyrir utan steininn góða á leikskólalóðinni, þar sem bömin veifuðu
að álfum, huldufólki og huliðsvættunum, sem sagðar eru búa í steininum stjörnuljósum og kertum, sungu þau lög eins og Stóð ég úti í tunglsljósi,
umrædda. Máninn hátt á himni skín og Nú er glatt í hverjum hól.