Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 DV Fréttir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir öðru sinni í sama málinu: Fékk hálfa millj- ón króna fyrir misheppnaða brjóstaaðgerð Jórunn Anna Sigurðardóttir fékk í gær dæmdar 500 þúsund króna bætur vegna mistaka sem urðu við brjóstaminnkunaraðgerð sem hún gekkst undir á Landspítalanum fyr- ir hartnær tólf árum. Hún krafðist 22 mUljóna króna i miskabætur. Bæturnar eru milljón krónum lægri en Jórunni voru dæmdar í Héraðsdómi árið 2000. Hún áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem ógilti dóminn og málið var sent aft- ur heim í hérað. Málavextir eru þeir helstir að i kjölfar brjóstaminnkunaraðgerðar árið 1991 fékk konan drep í stóran hluta geirvörtu. Gera þurfti margar lýtaaðgerðir í kjölfarið. Dómurinn feUst á að brjóst konunnar hafi ver- iö gerð minni en tæknilegar og heilsufarsástæður gáfu tilefni til. í niðurstöðu Héraðsdóms er því hafnað að Jórunni hafi ekki verið kynnt sú áhætta sem kynni að stafa af aðgerðinni og eftirliti eftir að- gerðina hafl verið ábótavant. Dóm- urinn mótmælir hins vegar ekki að afleiðingar skurðaðgerðarinnar á heilsu Jórunnar hafi verið miklar og langavarandi. Fjölmargar skurð- aðgerðir og önnur meðferð hafi fylgt í kjölfarið. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að Landspítalinn beri ekki skaðabótaábyrgð gagnvart örorku Jórunnar sem varð vegna dreps eftir aðgerðina. Á hinn bóg- inn telur dómurinn að stefndi beri ábyrgð á að Jórunn þurfti að gang- ast undir aðgerð til að leiðrétta legu geirvörtu á öðru brjósti og húð hafi verið tekin á röngum stað til ígræðslu í aðgerð. Því sé rétt að greiða Jórunni Önnu Sigurðardótt- ur miskabætur að fjárhæð 500 þús- und krónur. Páll Þorsteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn en meðdómendur voru læknamir Stefán Einar Matth- íasson og Þorvaldur Jónsson. Ró- bert Árni Hreiðarsson héraðsdóms- lögmaður flutti mál Jórunnar. Mál- inu verður áfrýjað til Hæstaréttar. -aþ HeltjirfaUð~" Læknar gera líka mistök, þeir viöurkenna þau bara ekki DV í júlí 2000 Jórunn Anna Siguröardóttir sagöi átakaniega sögu sínu í Helgarblaöi DV sum- ariö 2000. ijílVil/ÍuJJ UAVÍK AKUREYRI Sólarfag í kvöld 16.38 16.07 Sólarupprás á morgun 10.38 10.39 Siódegisflóð 20.46 12.54 Árdegisflóó á morgun 09.04 01.19 Kaldast inn til landsins Norðan 8-17 m/s. Skýjað með köflum og él um norðanvert landið. Yfirleitt léttskýjað sunnan til en þykknar upp þar T nótt. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Hlýnar undir kvöld NA 10-13 vestan-, noröan- og austanlands og él en austan 8-13 og snjókoma sunnanlands. Frost 3 til 14 stig en hlýnar undir kvöld. Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Þingflokkur VG: Þjóðaratkvæði um virkjun Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð mun leggja fram ó Alþingi þingsályktunartiUögu um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun. Atkvæða- greiðslan fari fram samhliða alþing- iskosningunum 10. maí og ekki verði hafist handa um framkvæmd- ir fyrr en - og ef - meirihluti kjós- enda samþykkir þær. Þingflokkurinn kynnti í gær áherslur sínar í upphafi þings, sem kemur saman i dag eftir hlé. Að ósk hans verður í dag utandagskrárum- ræða um mótvægisaðgerðir í efna- hags- og atvinnumálum vegna áformaðra stóriðjuframkvæmda á Austurlandi, og verður Davfð Odds- son forsætisráðherra fyrir svörum. Þá er væntanleg þingsályktunar- tillaga frá flokknum þess efnis að rikisstjórnin beiti sér gegn áform- um um innrás í írak og að ísland standi utan við hvers kyns hemað- araðgerðir gegn landinu. -ÓTG Loksins þegar fraus: Þjóðvegir eins og svell yfir að líta „Mér finnst víða ekki nógu vel hálkuvarið, til dæmis í kringum Vik. Þeir hjá Vegagerðinni eiga hrós skilið fyrir hvemig þeir hugsa um brekkurnar kringum Vík en þegar komið er upp á fjallið þá er maður bara á renniglæru alveg þangaö til kemur að næstu brekku,“ sagði Reynir Arnórsson, vélstjóri og flutningabílstjóri í afleysingum, þegar fréttamaður hitti hann í pásu frá akstrinum um helgina. „Auðvit- aö era óhöppin ekki Vegagerðinni að kenna heldur því að ökumenn fara of hratt og fara ekki eftir merk- ingum. Hins vegar gæti Vegagerðin hjálpað til að fækka slysum en vissulega kostar það peninga,“ sagði Reynir. Fyrstu alvörukuldar vetrarins eru loksins komnir þegar komið líð- ur að þorranum. „Mér finnst að Vegagerðin þurfl að hálkuverja all- ar hættulegar beygjur og aðkeyrslur að öllum brúm. Það er mjög kröpp beygja rétt austan við Pétursey og þá eru menn búnir að aka á auðri jörð frá Hveragerði í þessa beygju, sem er hál og stórhættuleg," sagði Reynir. Hann varar við veginum yfir Eldhraun, vestan Kirkjubæjar- klausturs, þar sem vegurinn sé eitt svell yfir að líta. Reynir segist vera mjög ánægður með vegina i umdæmi Hornafjarö- ar, þar sem vel sé séð um allar DV-MYND StGURÐUR K. HJÁLMARSSON Salta og sanda betur Reynir Arnórsson bendir á hættur þjóöveganna þegar frýs. Hann vill aö Vega- geröinni veröi gert kleift aö sandbera og salta eins og þörf er á. brekkur og beygjur. í Hamarsfirði era vegir hrikalegir, beygjur upp og niður og út á hlið, en allt saltað, og ekki sist er vel frá öllu gengið í Al- mannaskarði. Reynir bætir við að félagar sínir með langa reynslu segi að vegir í Mýrdal hafi lagast mjög á síðari árum en gjaman megi gera enn betur. Gylfi Júlíusson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar í Vík, sagði í gær að mikil hálka hefði verið á Mýr- dalssandi um helgina. „Við hálku- verjum ekki langleiðirnar, aðeins sérstaklega hættulega staði, og reynum eftir megni að hafa ekki hjólför á klæðningunni. Ég fór svo- lítið um um helgina og það var allt á þokkalega góðu róli fyrir þá sem keyra skynsamlega," sagði Gylfi. „Þetta er fyrsti snjórinn og fyrsta hálkan í vetur og þá hefst þes'si um- ræða,“ sagði Gylfi. Hann sagði að hálkan á Hellisheiðinni um helgina hefði einnig verið mikil. Bíll fauk og valt eystra á fóstu- daginn - bílaleigubíll á sumardekkj- um. í bílnum voru útlendingar sem meiddust ekki. Bíllinn var ekkert skemmdur og honum var snúið við og ekið áfram. „Maður fær sting í hjartað þegar svona gerist og spyr sig alltaf hvort maður hafi ekki staöið sig nógu vel,“ sagði Gylfi. -JBP HHi 4* Hiti 0° Hiti 0“ til 3° til 5° til 5° Vindur; Vindur: Vindur 8-13™/* 6—10 m/s 3_gm/s t -» A 8-13 m/s, en Fremur hæg Breytileg eöa 10-15 vlö suölæg átt, vesttæg ótt, 3-8 noröurstrondina s'*dda 608 skúrir ni/s. Skúrir eöa .. v,öa um land>an 08 allra syöst. Orkomulitiö slydduél um mestallt iand, El noröan til en noröanlands. síst þó slydda sunnan Vægt frost i TOröaustan til. og austan tll. noröan tll en Hltl 0 tll 5 stig. Hægt hlýnandi annars 0 veöur. til 5 stiga hrti. SEpTtiWívÁ : m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsavefiur 28,5-32,6 Fárvifiri >= 32,7 Voöriö kl. gj AKUREYRI snjókoma -8 BERGSSTAÐIR hálfskýjað -10 BOLUNGARVÍK snjóél -5 EGILSSTAÐIR sWjjað -7 KEFLAVÍK léttskýjaö -8 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað -9 RAUFARHOFN alskýjaö -6 REYKJAVÍK léttskýjað -9 STÓRHÖFÐI léttskýjaö -1 BERGEN rigning 5 HELSINKI þoka 1 KAUPMANN AHOFN rígning 2 OSLO rigning 3 STOKKHÓLMUR 3 ÞÓRSHÖFN slydduél 2 ÞRÁNDHEIMUR snjókoma -4 ALGARVE 13 AMSTERDAM léttskýjaö 7 BARCELONA BERLÍN CHICAGO skýjaö -9 DUBLIN rigning 5 HALIFAX skafrenningur -9 HAMBORG rigning 6 FRANKFURT rigning 7 JAN MAYEN snjóél -10 LONDON skýjað 8 LÚXEMBORG rigning 5 MALLORCA súld 14 MONTREAL heiöskírt -19 NARSSARSSUAQ heiöskírt -1 NEW YORK léttskýjað -7 ORLANDO léttskýjað 8 PARÍS skýjað 7 VÍN þokumóöa -4 WASHINGTON alskýjað 4 WINNIPEG skýjað -22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.