Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Qupperneq 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 I>V Fréttir DV-MYND SIGURÐUR JOKULL raska því jafnvægi sem þar hefur myndast. En þeir eru nú á annarri skoðun þar. Vegamál verða líka á dagskrá - og menn munu auðvitað tala um allt sem þeim dettur í hug og reyna að fmna höggstað • á ríkisstjóminni hvar sem þeir geta. Þó eitt mál sé af- greitt kemur Ernnað í staðinn. Síðan fer það eftir áhuga og undirtektum tjölmiðla hvað úr einstökum málum verður," segir Halldór. Bréfið umdeilda Halldór segir sjaldgæft að ágrein- ingur komi upp um störf þingsins. Þó geti skapast deilur um þingsköp Alþingis og að hans mati þurfi að bæta úr því og skýra þingsköpin. Þá nefnir hann umdeilt bréf sem forsætisnefnd Alþingis sendi Hæsta- rétti í öryrkjamálinu svonefnda: „Við stöndum frammi fyrir þvi oft á tíðum að ýmsir halda því fram hér á Alþingi að lög sem verið er að samþykkja séu stjómarskrárbrot án þess kannski að meina það fullkom- lega og án þess að menn úti í þjóðfé- laginu láti á það reyna því að þeir trúa því ekki heldur. Á hinn bóginn getur komið upp staða þar sem nauðsynlegt er að fá úr því skorið hver sé til dæmis afstaða Hæstarétt- ar gagnvart stjórnarskránni, því það er mjög flókið fyrir okkur að breyta stjórnarskránni ef við teljum að hún sé óglögg. I sambandi við þetta Hæstaréttarmál var sagt að lögin sem samþykkt voru brytu í bága við stjómarskrána, en það er ekki að sjá að sækjendur þess máls séu neitt ákafir í að ljúka málinu. Þannig virðist það vera skilningur að Alþingi hafi gætt sín og haldið sig innan þess ramma sem stjómar- skráin og Hæstiréttur setja.“ -ÓTG Samherji hf. kaupir hlut í 3. stærsta fyrirtæki heims í laxeldi: Aðgangur að þekkingu í fiskeldi mikilvægur - segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja Framtíö í fiskeldi Á vegum Samherja hefur fiskeldi veriö í vexti hjá íslandslaxi í Grindavík og Silfurstjörnunni í Öxarfiröi og í samvinnu viö Síldarvinnsluna hf. i Neskaup- staö er unniö aö því aö byggja upp sjókvíaeldi Sæsilfurs í Mjóafirði. Samið hefur verið um kaup Samherja hf. á eignarhlut í norska sjávarút- vegs- og fiskeld- isfyrirtækinu Fjord Seafood ASA í Brönnöysund í Noregi, sem er þriðja stærsta fyrirtæki heims í laxeldi, fram- leiddi 87 þúsund tonn af laxi í fyrra. Velta fyrirtækisins í ár er talin verða um 46 milljarðar ísl. króna. Samherji hf. kaupir um 2,6% hlut á genginu 2,5 fyrir um 320 milljónir íslenskra króna. Jafn- framt hefur Samherji gert víðtæk- an samstarfssamning við Fjord Seafood sem m.a. tekur til sam- starfs félaganna i fiskeldi og sölu sjávarafurða. Starfsmenn Fiord Seafood úti um allan heim eru á fjórða þúsund. Fyrirtækið annast alla þætti fisk- eldis, allt frá klaki hrogna til dreif- ingar og markaðssetningar fullunn- inna afurða. Vöxtur í fiskeldi Samherja Á vegum Samherja hefur fiskeldi verið í vexti hjá íslandslaxi í Grindavík og Silfurstjömunni i Öx- arfirði og í samvinnu við Síldar- vinnsluna hf. í Neskaupstað er unnið að því að byggja upp sjókvía- eldi Sæsilfurs i Mjóafirði. Starfsemi Samherja í fiskeldi tekur til alls ferilsins - klaks, seiða- framleiðslu, matfiskeldis, slátrun- ar, pökkunar og markaðssetningar afurðanna. Á árinu 2002 nam heildarfram- leiðsla eldisstöðva Samherja og tengdra fyrirtækja um 3.300 tonn- um af laxi og bleikju. Þá voru fram- leidd um 2 milljónir seiða. Gangi áætlanir eftir má gera ráð fyrir að eldisframleiðsla Samherja tvöfaldist í ár miðað við árið 2002. Slátrun á eldislaxi úr sjókvíum Sæsilfurs í Mjóafirði hófst undir lok síðasta árs og er vöxtur fisksins í sjó í samræmi við væntingar. Aðgangur að þekkingu Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja hf., segir að Fjord Seafood sé eitt af öflugustu fyrir- tækjum heims í fiskeldi og mikil- vægt sé fyrir Samherja að hafa að- gang að þeirri þekkingu sem það hafi yfir að ráða á þessu sviði. „Ég hef oft látið þá skoðun í ljós að ég telji að fiskeldi, hvort sem er laxeldi eða þorskeldi, gegni lykil- hlutverki í þróun sjávarútvegs í framtíðinni. Samherji hefur lagt aukna áherslu á fiskeldið á undan- förnum misserum og í þeirri upp- byggingu er mikilvægt fyrir okkur að geta skipst á upplýsingum við Fjord Seafood sem býr yfir yfir- gripsmikilli þekkingu og reynslu í fiskeldi og hefur jafnframt öflugt sölu- og dreifingarkerfi fyrir sjáv- arafurðir. Ég tel að samningurinn við Fjord Seafood sé okkur mikill styrkur í uppbyggingu fiskeldis hér á landi og vinnslu og markaðssetn- ingu á ferskum lax- og botnfiskaf- urðum. Sömuleiðis er þessi samn- ingur við eitt af stærstu laxeldisfyr- irtækjum heims okkur mikilvægur vegna mikillar aukningar Sam- herja í framleiðslu fiskimjöls og lýsis sem er meira en helmingur hráefnis í fiskafóður," segir Þor- steinn Már Baldvinsson. Styrkur fyrir bæði fyrirtæki Paul Birger Torgnes, forstjóri Fjord Seafood, fagnar samningnum um kaup Samherja á hlut í Fjord Seafood og segir hann áhugaverð- an. „Samningurinn er grunnur að samstarfi tveggja öflugra sjávarút- vegs- og fiskeldisfyrirtækja sem er þeim báðum mikilvægt. Samning- urinn tryggir Fjord Seafood aðgang að hráefni og afurðum sem við get- um nýtt inn í okkar framleiðslu-, sölu- og dreifikerfi. Þetta styrkir það langtímamarkmið Fjord Seafood að vera leiðandi í heimin- um í fiskeldi og markaðssetningu sjávarafurða. Ég tel að aukið sam- starf fyrirtækja í sjávarútvegi dragi úr sveiflum i hráefnisverði og stuðli að auknum stööugleika í greininni," segir Torgnes. -hiá Þorsteinn Már Baldvinsson. rtí! £7— • - [ J||||| | | Wpi; | \ > Vel boölöl Þingflokkur Samfylkingarinnar bauö forsætisráöherraefni sitt, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, velkomna til leiks í þing- flokksherberginu í Alþingishúsinu í gær. Augljóst er aö Ingibjörg kunni vel viö sig í þeirra hópi og þótti þeir veita vel. Sumum kann aö þykja táknrænt aö formaöur flokksins, Össur Skarphéöinsson, situr ekki viö boröiö. Fjarvera hans er þó ekki til marks um aö hann sé horfmn úr sviösljósinu heldur þurfti hann þarna þvert á móti aö bregöa sér frá í viö- tal viö sjónvarpsfréttamenn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.