Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Side 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 DV Fréttir Góð verkfæri á fínu verði DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Vamargaröur efldur Efni keyrt í styrkingu í Ólafsfjarðarhöfn á dögunum. Áhlaup eins oggerði í fyrra hefði getað valdið enn meiri skemmdum á garöinum. Skemmdir á hafnargarði í Ólafsfirði frá í fyrra lagfærðar nú: Notuðu góðviðrið til hafnarbóta „Þaö er að sjálfsögöu einsdæmi að hér sé hægt aö vinna viö lagfær- ingar á höfninni í janúar. Þetta var ekki mikið verk en þaö haföi dregist af ýmsum ástæðum. Það þurfti að keyra efni á þremur vörubílum í þrjá daga og slétta úr með jarðýtu. Við vorum með þessu að laga skemmdir sem urðu í fyrravetur í einu mesta brimi sem hér hefur komið í 3(M0 ár,“ sagði Ólafur Sæ- mundsson, hafnarvörður í Ólafs- flrði, aðspurður um framkvæmdir sem þar stóðu yflr á dögunum. Það var styrking innan við grjót- garð í svokaUaðri vesturhöfn sem skolaði út í fyrra og var verið að lagfæra nú á dögunum. Ólafur sagöi að menn hefðu verið uggandi um að ef annað eins brim kæmi aftur gæti það farið að skemma sjálfan grjót- garðinn. Því hefði góða veörið nú í janúar verið notað til að ljúka þessu verki. Þetta er þó ekki eina framkvæmd- in við höfnina því dýpkunarskipið Perla er nýfarið frá Ölafsflrði eftir að hafa dælt um 29 þúsund rúmmetrum af efni upp úr höfninni. Nú er um sjö metra dýpi í austur- höfninni þar sem stóru skipin koma inn og landa afla sínum. Óskar seg- ir að yflrleitt sé dælt á fjögurra ára fresti upp úr höfninni en í þetta skipti voru fimm ár síðan siðast var dýpkað. Þetta verk gekk vel enda hefur veðráttan leikið við fólk á þessum slóðum undanfarið, allt til 16. janúar þegar snerist til norðan- áttar. -ÖÞ Fjarðabyggð: Auknar fjárfest- ingar í vatns- og hitaveitu Bæjarsljórn Fjarðabyggðar sam- þykkti á fundi nýverið að gera ráð fyrir 178 milljóna króna heildarút- gjaldaaukningu hjá aðalsjóði Fjarða- byggðar og stofnunum og verður þeim mætt með lántökum. Liggur út- gjaldaaukning að mestu leyti í fjár- festingum í vatnsveitu og hitaveitu. Álagningarstuðlar gjalda fyrir næst- komandi ár gera m.a. ráð fyrir hækk- un fráveitugjalds úr 0,15% í 0,20% og viss hluti þjónustugjalda verður hækkaður um 10% frá 1. janúar 2003. Samþykkt var að afla tilboða í smíði lausrar kennslustofu sem stað- setja á við leikskólann Sólvelh og ver- ið er að ganga frá verksamningi við lægstbjóðanda í uppfyllingu bygging- arsvæðis inn við leikskólann Dalborg á Eskifirði en stefht er að þvi að verk- ið hefjist sem fyrst. Undimefndir hafa unnið með tillögur að fjárhagsá- ætlun ársins 2003 undanfarinn mán- uð en bæjarstjórn afgreiddi þær frá sér á fundi sínum 21. nóvember 2002. Til stóð að afgreiða fjárhagsáætlun með síðari umræðu í bæjarstjóm 30.12. en bæjarráð samþykkti að fresta afgreiðslunni. Menningarnefnd hefur farið yfir málefni safna í Fjarðabyggð undanfarinn mánuð og ýmsa þætti í menningarstarfi því sem unniö hefur verið á árinu 2002. M.a. vora fóra fram 19 menningar- viðburðir í Kirkju og Menningarmið- stöðinni á Eskifirði. -GG Gagnrýna samræmd stúdentspróf Ungir jafnaðarmenn gagnrýna þá ákvörðun menntamálaráðherra að halda eigi samræmd stúdentspróf í framhaldsskólum landsins, í ís- lensku í janúar árið 2004, en í ís- lensku, ensku og stærðfræði frá og með janúar 2005. í ályktun sem þeir hafa sent frá sér segja þeir gagnrýnivert að fram- haldsskólanemar, sem ganga eigi til prófs, hafi fæstir fregnað af ákvörð- uninni, fáeinir hafi að heyrt hana út undan sér undanfama daga. Ungir jafhaöarmenn skora á alla þá sem láta sér annt um skólamál að mót- mæla af einurð upptöku sam- ræmdra stúdentsprófa. -aþ LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800 VISA-EUR0 LÉTTGREIÐSLUR í ÞRJÁ MÁNUÐI HJÁ BRÆÐRUNUM ORMSSON UMBOÐSMENN UM LAND ALLT AEG 0 ORMSSON ÆiasCopco RAFHLÖÐU B0RVÉL 12 volt*2 rafhlöður •13 mm patróna kr. 32.900.- kr. 24.900- STINGS0G Atlas-Copco BSPE100 • 600 w BR0THAMAR Atlas-Copco PFH20 • 560 w kr. 28.900.- kr. 34.900.- AEGB0RVEL 570 watt • 13 mm patróna AEG B0RVEL Rafhlöðuborvél • 12 volt • 1 rafhlaða kr. 21.900.- HITABLÁSARI Atlas-Copco •Hitablásari • 2000 w kr. 6.990.- kr. 9.900.- kr. 9.900.- HJÓLSÖG Atlas-Copco K55 • 1500w / kr. 24.900.- JUÐARI Atlas-Copco VSSE20 • 260 w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.