Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 17
17 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 PV________________________________________________________________ Útlönd Norðmenn felmtri slegnir eftir fjölskylduharmleik í Sveio: Faðir myrti eiginkonu sína og tvær dætur - og framdi síðan sjálfsvíg. Nágrannar skilningsvana. Almenningur í Noregi er felmtri sleginn eftir að heil fjölskylda fannst látin á heimili sínu í Sveio í Noregi í gær. Aðstæður á vettvangi benda til þess að fjölskyldufaðirinn, funmtugur sjómaður, hafi myrt eig- inkonu sína og tvær dætur, 18 og 12 ára, og að því loknu framið sjálfsvíg með riffli. Ekki er vitað hvenær þessi harmleíkur átti sér stað en menn hallast að því að það hafl ver- ið um helgina. Elsta dóttir hjónanna, 21 árs göm- ul, hafði flutt að heiman í október og það virðist hafa orðið henni til lífs. Lögregla er engu nær um ástæður verknaðarins og segir menn standa skilningsvaná frammi fyrir þessum ósköpum. Nánari upp- lýsingar um tildrög morðanna er ekki að fá sem stendur. Það var í gær, mánudag, sem grunsemdir fóru að vakna um að ekki væri allt með felldu hjá fjöl- skyldunni. Yngsta dóttirin, sem er fjölfótiuð og í hjólastól, mætti ekki í skólann í gærmorgun. Þótti það sæta furðu því hún var alltaf mætt tímanlega og foreldrarnir taldir reglufólk. Hringt var heim til henn- ar en þar svaraði enginn. Þegar leið á daginn fóru kennarar að ókyrrast og haft var samband við elstu dótt- urina. Fór svo að kunningjafólk fór að heimili fjölskyldunnar, rauðmál- uðu einbýlishúsi. Þar svaraði eng- inn. Komst maður inn um opinn glugga á húsinu og þá blasti hræði- leg sýn við. Heil fjölskylda lá í valn- um eftir harmleik sem enginn skil- ur. Líkin voru ekki öU í sama her- bergi hússins en lögregla hefur ver- ið viðrannsóknir á vettvangi frá því í gær. Fjölskyldufaðrinn, Oddvard Stölen, hafði verið til sjós í mörg ár, síðast skipstjóri á fraktskipi sem hafði verið lagt vegna verkefna- skorts. Hann hafði kvartað yfir heilsubresti, einkum bakverkjum, en þótti annars áreiöanlegur og geð- prúður maður. Vinnuveitandinn gaf ifú,: Húsið þar sem harmleikurinn átti sér stað Þarna bjó fimmtugur sjómaöur ásamt eiginkonu og tveimur dætrum, annarri fjölfatlaöri í hjólastól. Hann myrti þær allar og framdi síöan sjálfsvíg meö riffli á eftir. Menn eru skilningsvana gagnvart þessum ósköpum en fjölskyludfööurnum er lýst sem geöprúöum manni og afar hjálplegum nágranna. honum sín bestu meðmæli í samtali við norska fjölmiðla í gær. Ná- grannar fjölskyldunnar lýsa henni sem ósköp venjulegri. Fjölskyldu- faðirinn þótti afar viðfeUdinn mað- ur, iðinn við vinnu bæði inni og úti og sérlega hjálpsamur nágranni. HeimUismóðurinni er lýst sem hæglátri en viðfelldinni konu sem þótti þægUeg í umgengni. Hún átti húsið sem fjölskyldan bjó í. Hún hafði orðið fyrir áfalli fyrir nokkrum árum þegar faðir hennar og bróðir drukknuðu eftir að ís á firðinum nærri heimUi þeirra gaf sig. Þótti hún bera harm sinn vel. En harmleikurinn í Sveio var ekki eina fréttin sem kom við tU- finningar Norðmanna í gær. Sam- býlisfólk fannst látið í húsi í Bodö i gær en svo virðist sem maðurinn hafi banað konunni og síðan sjálf- um sér. Þannig létust sex manns í Noregi um helgina. Hafa 11 verið myrtir það sem af er þessu ári. Þá hafa tveir framið sjálfsvíg eftir að hafa myrt sína nánustu. Prófessor við háskólann i Agder, sem rannsakað hefur morðmál í mörg ár, segir að koma megi í veg fyrir svona harmleiki með því ein- faldlega að fjarlægja vopn af heimU- um manna og auka aðstoð við fjöl- skyldur sem eiga í tUvistarkreppu. Hann segir að fjórðungur aUra morða í Noregi séu morð á sambýl- isfólki. Ósköp hefðbundin deUumál eða erfiðleikar á heimUum geti fljót- lega þróast á versta veg, sérstaklega ef vopn eru á heimUinu. -Verdens Gang/hlh Hernaðaruppbyggingin við Persaflóa í fullum gangi: Bretar ákveða að fjölga verulega í herliði sínu Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að senda nærri 37 þúsund hermenn tU Persaflóasvæðsins tU viðbótar við þá 150 þúsund sem þegar hafa verið sendir þangað eða eru í viðbragðsstöðu vegna. hugsanlegra hernaðaraðgerða gegn írökum. Þessi ákvörðun var tekin í gær eftir að bresk stjórnvöld höfðu tU- kynnt að þau myndu auka verulega liðsafla sinn á svæðinu. Fyrirhugað er að senda þangað aUt að 31 þúsund breska hermenn sem er mun meira en gert var ráð fyrir í upphafi, en þegar eru komnir á Persaflóasvæðið um 8 þúsund sérþjáifaðir breskir landgönguliðar. Þá tUkynnti Geoff Hoon, varnar- málaráðherra Bretlands, i gær að ráðgert væri að senda um 150 her- flutningabifreiðar og 120 skriðdreka tU Kúveit fyrir miðjan febrúar þó svo að enn hefði ekkert verið ákveðið um þátttöku í Flugmóöurskipiö Ark Royal, flaggskip breska flotans Bretar hafa ákveöiö aö senda allt aö 31 þúsund hermenn á Persaflóasvæöiö til undirbúnings fyrir hugsanlegar aögeröir gegn írökum. Hér á myndinni sjáum viö flugmóöurskipiö Ark Royal, flaggskip breska flotans, halda úr höfn í Portsmouth í síöustu viku á leiö til Persaflóa. beinum aðgerðum ef af þeim yrði. Þetta þykir renna frekari stoðum undir það að Bandarikja- menn séu nú að búa sig undir landhernað í írak og um leið að beita íraka auknum þrýstingi meðan vopnaeftirlitsmenn SÞ eru enn að stöfum, eða þar til Hans Blix, yfirmaöur vopnaeftirlitsins, kynnir lokaskýrslu sína í Öryggisráðinu þann 27, janúar. Colin PoweU, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði öryggisráð SÞ við því í gær að sýna írökum undanlátssemi og sagði að ráðið yrði að vera viðbúið því að taka erfiðar ákvarðanir þegar þar að kæmi. „Við megum ekki hvika frá skyldum okkar og ábyrgð gagnvart öryggi í heiminum þegar kemur að því að taka ákvörðim um fram- haldið í næstu viku. Við verðum að axla ábyrgðina og taka óhræddir ákvarðanir um nauðsynlegar að- gerðir,“ sagði PoweU. www.evro.is Sp.Touring 8oo sdi árgerð 2003 1.460.000 /• f LYMX' Ranger Mountain árgerð 2003 1.390.000 YtLYMJr Rave 800 árgerö 2002 1.345.000 tilboð 1.245.000 &ÆYM*r ENDURO 700 RER árgerð 2002 1.245.000 tilboð 1.145.000 &ÆYMT SAFARI400 árgerð 2002 890.000 tilboð 790.000 Notaðir vélsleóar hjá EVRÓ Skeifunni Lynx Rave 2001 ek: uookm Listaverð: 980þús, tilboð 880þús Lynx Touring 1998 ek: 3600km Listaverð: 550þús, tilboð 450þús S.Doo 1998 Mach Z ek: 5600km Listaverð: 580þús, tilboð 510þús S.Doo 1997 Mach Z ek: 3600km Listaverð: 490þús, tilboð 410þús S.Doo 1994 Summit ek: 5000km Listaverð: 310þús, tilboð 250þús S.Doo 1995 MachZ ek: 5000km Listaverð: 350þús, tilboð 300þús Lynx Racing 2001 ek: I500km Listaverð: 895þús, tilboð 795þús Lynx Racing 2000 ek: isookm Listaverð: 730þús, tilboð 660þús Lynx Touring 2001 ek. lOOOkm Listaverð: 910þús, tilboð 840þús Tökum tjaldvagna/fellihýsi uppí vélsleða á lager! mikið úrval Sleðafatnaður Vélsleðahjálmar Hanskar Vélsleðaskór Rekstrarvara og margt fleira. Skeifunni- S. 533-1414

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.