Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Síða 19
19 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 DV___________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðaisteinsdóttir silja@dv.is Frjó og margræð umræða En fyrir okkur skiptir kannski ekki höfuðmáli hvað sexmenningamir eiga sammerkt, heldur hvemig innbyrðis samskiptum þeirra er háttað. Það er sérstaklega ánægjulegt við þessa samsýn- ingu, sem mun vera hugarfóstur ástralska íslend- ingsins Gísla Bergmann, hve oft verk þessara ólíku einstaklinga slá neista hvert af öðru, gera okkur að þátttakendum i frjóu og margræðu sam- spili vinnuaðferða, hugmynda og tiifinninga. Undirrót flestra verkanna er minningin, en alls ekki með ívafi trega eða eftirsjár, heldur verður hún í meðfórum þeirra að tæki til að gera okkur Nietzsche sagði eitt sinn um myndlistina að hún fæli í sér löngunina til að vera öðruvísi og á öðrum stað. Ég veit sosum ekki hvort piltarnir sem mynda evrópska hópinn then, sem nú heldur sýningu að Kjarvalsstöðum, hafa taugar til Nietzsches. En eitt af því sem sameinar þá er einmitt löngunin til að skapa með verkum sinum eins konar „staði“, þar sem mætast hið einkalega og félagslega, nútíð og þátíð, minningar og kennd- ir. Sem er lofsverður ásetningur í ljósi þeirrar sjálfhverfu hugmyndafræði sem einkennir ýmsa núlist, íslenska og erlenda. Eða eins og Hallgrím- ur Helgason sagði nýlega í blaðaviðtali: Hvað varðar okkur um bólfélaga Tracy Ermin? Enn fremur vekja verk Andrews Child, Birgis S. Birgissonar, Gísla Bergmann, Miles Hender- son-Smith, Stefans Bottenberg og Toms Merry, ásamt ágætum formála breska heimspekingsins Jonathans Dronsfield, upp hugleiðingar um eðli „staðanna" þar sem leiðir verkanna og áhorfand- ans liggja saman. Ein af mörgum þverstæðum sem Dronsfield veltir upp er að listaverk/staður gerir hvort tveggja í senn, að árétta þýðingu þess sem fram kemur í því/honum OG rjúfa tengsl áhorfandans við það; enn fremur að þýðing verks- ins liggur ekki endilega í því sem það „sýnir“ okkur, heldur því tímalausa sambandi sem myndast meðan við horfum á það. Þetta síðar- nefnda á ekki síst við um verk Birgis sem í verk- um sínum skapar óvissuástand sem heldur okkur hugfongnum. næmari fyrir því sem á sér stað í nútíð og fram- tíð. Það er einkar athyglisvert fyrir okkur íslend- inga að skoða málverk Gísla Bergmann, sem byggð eru á minningum um islensku landslags- myndirnar (hverjar?) sem foreldrar hans tóku með sér til Ástralíu fyrir margt löngu, og gaum- gæfa hvemig hann reynir með upprifjun í máli og myndum að skapa sér myndlistarlegar „ræt- ur“. Um leið em verk hans uppfull með spum um áframhaldið; nægir þessi grunnur til að fleyta listamanninum áfram, eða verður hann að opna fyrir fleiri möguleika? Staðir og staðleysur Upprifjanir þeirra Bottenberg, Henderson- Smith og Child snúast einnig um tengslin sem maðurinn myndar við ákveðna staði, hvort sem er fyrir tilviljun eða ásetning. Sá fyrstnefndi er evrópskt borgarbam sem „safnar" byggingum; þær eru staðlaðar og án sérkenna, fullkomlega ómerkilegar, og að auki sneyddar mannlegri nær- veru. í höndum listamannsins verða þær eins og brjóstumkennanlegir málleysingjar, ófærar um Andrew Chlld endurskapar skógarlandslag Er hægt aö vekja til lífsins hugsjónir og myndmál gamalla meistara? Þar og þá Miles Henderson-Smith byggir pappaborg Traustbyggöar staöleysur, geröar af djúpstæöri Ijóörænni innlifun. að láta uppi til hvers þær eru. Henderson-Smith notar málverk, þrívíð módel og teikningar til að búa til byggingar sem eru kunnuglegar en þó án afgerandi sérkenna, traustbyggðar staðleysur, gerðar af djúpstæðri ljóðrænni innlifun. Andrew Child staðsetur sig með tilvísan til listasögunnar, nánar tiltekið til þess yndisþekka skógarlands- lags sem frönsku meistaramir Claude og Poussin notuðu sem líkingu fyrir sakleysiö og lífsham- ingjuna. Markmið hans virðist öðru fremur vera að ganga úr skugga um það hvort hægt sé að vekja til lífsins hugsjónir og myndmál þessara meistara í öðrum - og öllu lítilmótlegri - efhivið. Sem sagt, óvenju álitleg og innihaldsrík sýning. Aðalsteinn Ingólfsson Stefan Bottenberg. Ullarsaumur í krossvló Sýningin stendur til 2. mars. Kjarvalsstaöir eru opnir / höndum hans veröa húsin eins og brjóstumkennaniegir máiieysingjar. alla daga kl. 10-17. Komdu og skoðað' í kistuna mína - námskeið fyrir almenning í Þjóðarbókhlöðu í rímum og rappi, Stephani G. og konum í fornöld “Komdu og skoöaöu í kistuna mína“ eryfirskrift námskeiða fyrir almenning í Þjóöarbókhlöðu núna á vormisseri. Þau eru haldin í samvinnu Landsbókasafns og ReykjavíkurAkademíunnar og eru einkum á sviöi bókmennta og sagnfrœði. Námskeiöin eru fjölbreytt en eiga sam- eiginlegt aö þau sœkja efnivið sinn aö nokkru leyti í handrit og bækur sem safnið geymir. 29. janúar verður námskeiðið Rapp og rímur þar sem Steindór Andersen kvæðamaður kveður, Jón Magnús Amarson rappari rappar og Hilmar Öm Hilmarsson allsherjargoði fjallar um rapp og rímur. Þóra Gylfadóttir verkefnisstjóri kynnir vefinn www.hvar.is fyrir almenningi. Leiðbeint verður um hvemig eigi að rata á vefnum leiðina inn í rafrænu gagnasöfnin og tímaritin. Sjá www.hvar.is/namskeid/ Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur hefur fengið mikið hrós fyrir bók sína Landneminn mikli um Stephan G. Stephansson. 5. og 12. febr- úar skoðar Viðar gögn úr Handritadeild Lands- bókasafns sem notuð voru við ritun bókarinnar. Viðar verður líka með námskeiðin Orðin í snjón- um - Um lestrarþorsta og sköpunarþrá, sérkenni íslenskrar bókmenningar, þar sem hann sýnir gögn úr Handritadeild Landsbókasafns (2. og 9. apríl) og Orð og andóf - Frá kolbítum fomsagn- anna til sveitamanna Halldórs Laxness, fyrir áhugafólk um menningarsögu (16. og 23. apríl). Auður Ingvarsdóttir sagnfræðingur heldur námskeiðið Konur í fornöld - ímyndir og hugar- flug fyrir alla sem hafa gaman af að velta fyrir sér hugmyndum um konur og stöðu kvenna í fortíð og nútíð (19. og 26. febrúar). Sumarliði R. ísleifsson sagnfræðingur fjallar um ímynd íslands að fomu og nýju - Viðhorf út- lendinga til íslands frá miðöldum til samtímans fyrir áhugafólk og fólk í ferðaþjónustu. Sýning er í safninu á ferðabókum fyrri tíma. (5. og 12. mars). Davíð Ólafsson sagnfræðingur fjallar um bók- menntir í bændasamfélagi 19. aldar. (19. og 26. mars.) Námskeiðin em haldin í fyrirlestrasal Þjóðar- bókhlöðu, kl. 20-22. Upplýsingar og skráning í síma 525 5695 kl. 10-16 alla virka daga. Einnig á netfanginu erlabj@bok.hi.is. Sjá nánar á heimasíðu safnsins: www.bok.hi.is undir Fréttir. Opið hús verður í Þjóðarbókhlöðu með leiö- sögn fyrsta sunnudag í mánuði kl. 14. Aðilafræðin Bókaútgáfan Nýhil kynnir stolt heimspekiritið Aðilafræðina eftir Hauk Má Helga- son: Þegar horft er yfir kort af borg má benda með penna á punkt á kortinu og segja: „Hér bý ég.“ Staðurinn á kortinu er svo agnarlítill að vitiborin skepna ókunnug háttum manna gæti haldið maðurinn byggi á evklíðskum punkti og viljað halda áfram, finna punktinn með síaukinni nákvæmni. Hún myndi fylgja manninum á göt- una, að húsinu, maðurinn myndi hróðugur opna dyrnar og segja: „Velkomin!" en kvikindið spyrja um leið og það gengur inn í forstof- una: „Og hvar býrðu, segirðu?" „Nú, héma ...,“ svarar maöurinn og breiðir út faðminn en sú ókunnuga vill ekki útbreiddan faðm heldur bendingu með fingri, gengur um og spyr: „Meinarðu í eldhúsinu ... eða í stofunni... eða býrðu einhverstaðar hérna í sófanum?" Ég hef reynt að reisa mér hús og ég sé ekki betur en mér hafi tekist það. Þessi ritgerð hefur margar vist- arverur, sá sem gengur inn og spyr: „Já, en hvar nákvæmlega er merk- ingin? Hvað er aðalatriðið?" - hann er að misskilja mig. Fatalismi? Póstmódemismi? Póst- póst-dekonstrúktúralísk aíbygging? Eða púra skáldskapur? Gildir einu. Þetta er falleg bók, innblásin og blæs manni inn. Hugmyndum og til- fmningum. Tengir aðÚa við aðila, og vélar viö vélar, vélar við aðila og aðila við vélar, menn við menn og konur við aðila. Bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi og hana má nálgast hjá höf- undi eða með því að senda póst á nyhil@nyhil.com. Ritlistar- námskeið Endurmenntun Háskóla íslands býður nokkur námskeið á sviði ritfærni þetta misserið; allt frá almennu stafsetn- ingarnámskeiði til vinnusmiðju í rit- un skáldverka. Námskeiðið Ritlist hefst 29. janú- ar og er ætlað þeim sem vilja kynn- ast aðferðum skáldskaparins og æfa sig í að beita þeim. Farið verður í grundvallaratriði frásagnarlistar og rætt um eðli og áhrif ólíkra frásagn- araðferða, byggingu verks í lausu máli, persónusköpun, stíl og mál- notkun. Lesnar eru smásögur og greinar til útskýringar og innblást- urs. Námskeiðið fer fram í smiðju- formi; þátttakendum er boðið aö skila stílæfingum og a.m.k. einu uppkasti að smásögu og ræða rit- smíðamar. Ritstjóri er Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og bók- menntafræðingur. í námskeiðinu Að skrifa góða grein sem hefst 30. jan. spreyta þátt- takendur sig á því að leggja drög að grein og eru leiddir gegnum ritun- arferlið skref fyrir skref. Farið er í hvemig stíll og uppbygging greinar mótast af viðfangsefni hennar og mismunandi tilgangi, sem og vænt- anlegum lesendum. Bent er á ein- faldar lausnir til að fanga hugmynd- ir, flokka þær og skipuleggja í efnis- grind. Kennarar eru Guðlaug Guð- mundsdóttir, íslenskukennari við MH, og Baldur Sigurðsson, lektor við KHÍ. Vönduð íslenska - Að skrifa gott, íslenskt mál hefst 13. febrúar. Farið er yfir helstu hjálpargögn íslenskra málnotenda. Dæmi eru tekin um gott og slæmt málfar (beygingar, orðasambönd, stíll), farið yfir ýmis sératriði í ritreglum og algengar villur. Þátttakendur fá í hendur vandaðar ritreglur, ritaskrá og fleiri gögn og leysa ýmis heimaverk- efni. Kennari er Bjarni Ólafsson is- lenskufræðingur. Frekari upplýsingar og skráning er á vefslóðinni: http://www.endur- menntun.hi.is eða í síma 525 4444.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.