Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Qupperneq 23
23 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 DV Tilvera •Listir MLandslagsmálverk Á Caffé Kúlture í Alþjóðahúsinu stendur nú yfir sýning Péturs Péturssonar þar sem hann sýnir 12 landslagsmálverk sem eru öll máluö meö akríllitum á striga. Sýningunni lýkur næsta sunnudag. Myndin hér aö ofan nefnist Vatnaöldur. ■Bedduverftlaunin afhent Kl. 18 veröa Beddu-verölaunin afhent í Mír á vegum Bíó Reykjavíkur. Hér veröa kvikmyndageröarmenn heiöraöir en heiö- ursgestir eru systkinin Hrönn og Árnl sem einnig veröa kynnar. Fyrir utan aö veita verölaun fyrir bestu myndir veröa einnig veitt verðlaun fyrir verstu myndina. Sjá nánar á www.bioreykjavik.com ■Tré í Hafnarborg Sýningin Tré er í fullum gangi T Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjaröar. Þaö er bandaríska lista- konan Joan Backes sem er meö þessa sýningu þar sem hún beitir ýmsum miölum til aö koma til skila vangaveltum sínum um tré og skóga og því sjónræna viöhorfi sem þar kviknar. Meö öllum verkunum á sýningunni leitast hún viö aö endurvekja minningar okkar um tré og skóglendi og kynda þannig undir ímyndunarafl áhorfandans. •Uppákomur. ■Lióðstafur Jéns úr Vör Kl. 20 veröur verölaunaafhending meö dagskrá í Salnum, Kópavogi, Tónlistar- húsi Kópavogs. Greint verður frá niöurstööum úr Ijóöasamkeppni á vegum Lista- og meinningarráðs Kópavogs „Ljóöstafur Jóns úr vör". Upplestur, tónlistarflutningur og léttar veitingar. Aögangur ókeypis meðan húsrúm leyfir. •Bíó ■Frönsk kvikmvndahátíð Frönsk kvikmyndahátíö heldur áfram T Há- skólabíói T dag. Alls veröa sýndar átta franskar myndir meö enskum texta á há- tíðinnni sem stendurtil 27.janúar. Mynd- ir dagsins í dag eru: Gott starf, Allt um ástina og Ró yfir borginni. ■Kvennafundur Kvenfélagiö Fjallkonurnar standa fyrir sameiginlegum fundi meö Kvenfélagi Breiöholts- og Seljasóknar í safnaöar- heimlli Fella- og Hólaklrkju kl. 20. Allar konur velkomnar. Krossgata Lárétt: 1 góðgæti, 4 stunguspaöa, 7 rusl, 8 heystæði, 10 stertur, 12 lirygning, 13 mann, 14 galdur, 15 bekkur, 16 hár, 18 trés, 21 truflun, 22 gleði, 23 beitu. Lóðrétt: 1 hrúga, 2 kærleikur, 3 dimma, 4 jafntefli, 5 fljótið, 6 hnöttur, 9 taldi, 11 óleik, 16 brofleg, 17 upphaf, 19 lækkun, 20 eyði. Lausn neðst á síöunni. Umsjón: Sævar Bjarnason Hvítur á leik! Þeir Loek van Wely og Vishy An- and fóru mikinn um helgina og hafa tekið forystu þegar mótið er hálfnað í Sjávarvíkinni í Hollandi. Judit hefur reyndar ekki enn tapað skák en henni tókst ekki heldur að vinna skák um helgina. Shirov tapaði illa fyrir Krasenkow á laugardaginn en í þessari skák bretti hann svo sannar- lega upp ermamar og vann eftir æv- intýralegar peðsfómir. Þetta viröist vera einfalt en sú er ekki raunin - snilidartaflmennska þótt e.t.v. megi fmna að henni í tölvum. En gleymum ekki mannlega þættinum! Hvítt: Alexei Shirov (2723) Svart: Evgení Bareev (2729) Frönsk vöm. Wijk aan Zee (7), 19.01. 2003 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 Bxd4 10. Bxd4 Rxd4 11. Dxd4 Db6 12. Dd2 Dxb2 13. Hbl Da3 14. Rb5 Dxa2 15. Rd6+ KfB 16. Hdl Db2 17. Be2 Db6 18. c4 d4 19. Bf3 a5 20. 0-0 d3+ 21. Khl Dd4 22. Rb5 Dc5 23. Dxd3 g6 24. Rd6 Rb6 25. Hbl Kg7 26. Hb5 Dc7 27. Dd4 Rd7 (Stöðumyndin) 28. f5 gxf5 29. Rxf5+ exf5 30. e6+ Re5 31. Hxe5 fB 32. Hxf5 HfB 33. Bd5 De7 34. Hh5 Kh8 35. Be4 Bxe6 36. Hxh7+ Dxh7 37. Bxh7 Kxh7 38. De4+ 1-0 1.-2. Van Wely (2668) og Anand (2753), 5 v. 3.-4. Polgar (2700) og Shirov (2723), 4,5 v. 5. Grischuk (2712) 4 v. 6.-8. Ivanchuk (2699), Kramnik (2807) og Topalov (2743) 3,5 v. 9.-11. Karpov (2688), Radjabov (2624) og Bareev (2729). 3 v.12,-13. Krasenkow (2633) og Ponomariov (2734), 2,5 v. 14. Timman (2594), 1,5 TOS oz ‘SfS 61 ‘}0.i ii ‘sjas 91 ‘5HIJ3 II ‘liajB 6 ‘IQS 9 ‘BUB S ‘BQEJSHEd {7 TuAs83n5(S £ ‘}SB Z ‘SQT I :}}QTQQT •iuSb £g ‘I}æ5i zz ‘iQæuo iz ‘S5jSB 81 ‘AÚ)S 91 ‘)as si ‘Qias H ‘28as £i To3 zi ‘i3b) oi ‘n)BS 8 ‘uBJ5js i ‘S}Ed i ‘sbj5i i :))ajpi Dagfari Yfir lækinn Nú má búast við að hálf þjóð- in liggi í íslendingabók, nýja vefnum þar sem maður getur komist að því hvernig ættirnar liðast aftur í aldanna rás og hvernig og hve náið maður er skyldur hinum og þessum. Leit yfir öxlina á samstarfsmanni sem fengið hafði forskot á sæl- una og sá þar á augabragði hvernig kolleginn var skyldur nánustu samstarfsmönnum á ritstjórn og nokkrum stór- mennum. Ættir okkar lágu saman í 8. lið og Kári sjálfur var skyldur viðkomandi í 10. lið. Engar stórfréttir þar. En smelli maður á nöfn forfeðra, sín megin vel að merkja, má fá nánari upplýsingar um viðkom- andi. Vefur þessi er skemmti- legur og býsna sniðugur við fyrstu kynni. Og ég sé ekki annað en að það mat eigi eftir að styrkjast við nánari kynni. En einn galli fylgir þó gjöf Njarðar og þar ráða svokölluð persónuverndarsjónarmið ferð- inni, sjónarmið sem aðstand- endur vefsins fá víst ekki við ráðið. Allar grúskferðir á vefn- um eiga mig að heimahöfn. Allt sýsl miðast við mig sem skráð- an notanda íslendingabókar. Ég get ekki komist að skyld- leika einstaklinga sem eru mér óskyldir, get ekki sett mig í spor vinnufélagans þegar ég grúska. Ekki með hjálp vefsins. Til þess þarf ég að grúska í rykföllnum ættfræðibókum. Rekja mig aftur á eigin spýtur, leita í viskubrunn ættfræðings blaðsins eða kaupa þjónustu ættfræðinga. Þrátt fyrir per- sónuverndarsjónarmið get ég sosum komist að þessu en verð að fara yfir lækinn að sækja vatnið. Takmarkanir á leit í tölvutækri íslendingabók eru háðar tæknilegum persónu- verndarhindrunum, hindrunum < sem má yfirstíga sé þolinmæði fyrir hendi. Og ég sem hélt að tölvutækninni væri ætlað að auðvelda lífið í dagsins önn. Haukur L. Hauksson blaöamaöur Myndasögur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.