Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 DV Fréttir 27 ára karlmaður, sem fékkst framseldur frá Hollandi, úrskurðaður í hald áfram: Kominn heim og svarar til saka í fjölda fíknimála - grunaður um aðild í 5 kílóa amfetamínmáli og ýmsu fleira Vill rannsókn Ögmundur Jón- asson, þingmaður VG, krefst þess að náið verði farið ofan I útboðsgögn ítalska verktakafyr- irtækisins Impreg- ilo í ljósi fregna um meinta spillingu fyrirtækisins á erlendum vettvangi. Bylgjan greindi frá. 27 ára karlmaður var í gær úr- skurðaður í áframhaldandi gæslu- varðhald en hann var framseldur til íslands frá Hollandi í byrjun janúar. Maðurinn á yfir höfði sér saksóknir í þremur allstórum fíkniefnamálum, þar af einu þar sem hann er grunaður um að hafa staðið að innflutningi á 5 kílóum af amfetamíni sem lögreglan lagði hald á í upphafí síðasta árs. í síðustu viku kom fyrir Héraðs- dóm Reykjavíkur Þjóðverji sem handtekinn var með eitt og hálft kíló af kókaíni í lok okbóber. Þeg- ar saksóknari fór yfir hvað dómn- um bæri m.a. að hafa í huga þegar refsing yfir honum yrði ákveðin minntist hann á mál sem snerist um innflutning á 630 grömmum af kókaini frá Mexíkó. Þar var ís- lenskur höfuðpaur einmitt dæmd- ur í 3 ára fangelsi en tveir sam- verkamenn í 2 ára fangelsi. Það er einmitt í þessu máli, sem er frá ár- inu 1998, sem framangreindur ís- lendingur, sem framseldur var frá Hollandi, á nú eftir að svara til saka, en hann hefur dvalið erlend- is um árabil og ekki náðst til hans. Hann er grunaður um að hafa ver- ið einn af fjórmenningunum í Mexíkómálinu og því er ekki ólík- legt að ákæra verði gefin út á hendur honum. í þriðja lagi eru ýmis mál sem grunur leikur á að maðurinn hafi átt þátt í og á hann einnig eftir að svara til saka í þeim. Þar er m.a. um að ræða vörslur á 170 grömm- um af kókaíni í eitt skiptið, 130 grömmum af kókaíni við annað tækifæri, vörslur á 144 kannabis- plöntum við það þriðja og í fjórða lagi er hann grunaður um að hafa selt á bilinu 500 til 1.500 grömm af hassi. Það var því á ýmsum forsendum sem lögreglan hefur nú fengið manninn framseldan frá Hollandi og siðan úrskurðaðan í gæsluvarð- hald. -Ótt Ganga illa Samningaviðræður ESB og EFTA-rikjanna vegna stækkunar evrópska efnahagssvæðisins hófust að nýju í Brussel í morgun og lauk fyrsta fundinum i þessari lotu rétt fyrir hádegið. ESB krefst áfram margfaldrar hækkunar á framlagi EFTA-ríkjanna í þróunarsjóð sam- bandsins en EFTA-ríkin hafa hafn- að þeim kröfum. RÚV greindi frá. Hlýraseiði Hagþenkir: Orðaheimur hlut- skarpastur Jón Hilmar Jónsson málfræðingur hlaut viðurkenningu Hagþenkis í gær fyrir sína miklu bók, Orðaheim, sem kom út hjá JPV útgáfu í haust sem leið. Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi fræðilegt efni og er í formi viðurkenningarskjals og kr. 500.000. í rökstuðningi með viðurkenning- unni segir að ekki sé algengt að fá í hendurnar orðabók sem er í senn afar gagnleg og mjög frumleg en slík bók er Orðaheimur, íslensk hugtaka- bók, unnin frá grunni út frá þeim sér- íslensku notkunarkröfum sem henni var ætlað að uppfylla. Orðaheimur er aðgengileg og auð- veld í notkun og þarafleiðandi mikill fengur öllum, ungum og öldnum, sem vilja temja sér íjölbreyttara orðafar og tjáningu í rituöu og mæltu máli. „Svona bók getur átt þátt i því að gera notendur virka gagnvart mögu- leikum tungunnar," sagði Jón Hilmar í viðtali við DV 23. október sl. „Ég vildi gjarnan sjá að menn hefðu hana sem næst sér i dagsins önn. Því þó að okkur finnist kannski að við eigum að kunna þetta allt þá er það ekki þannig og við eigum ekki að skamm- ast okkar fyrir að fletta upp orðum og orðasamböndiun." -SA Oröaheimur er mikill fengur ungum sem öldnum Jón Hilmar Jónsson tekur viö viðurkenningu úr hendi Sverris Jakobssonar, formanns Hagþenkis. DV-MYND E.ÓL. Iceland Express selur norrænni ferðaskrifstofu 2.700 flugsæti: Fyrirfram greiddir miðar verða ekki endurgreiddir - hægt er að framselja þá og breyta tímasetningum Lágfargjaldafélagið Iceland Ex- press hefur gengið frá samningum viö norræna ferðaskrifstofu um sölu á 30 flugsætum á milli Kaup- mannahafnar og íslands í hverri ferð félagsins í þrjá mánuði í sum- ar. Það þýðir fyrirfram sölu á 2.700 sætum hjá Iceland Express. Við þetta bætast 14 þúsund fyrirfram seld sæti fyrstu söluvikuna hér- lendis auk þess sem síðan hefur verið stöðugur og jafn straumur áhugasamra flugfarþega, að sögn Ólafs Haukssonar, talsmanns fé- lagsins. Samkvæmt þessu er búið að selja fyrirfram greidda miða fyr- ir um 200 til 300 milljónir króna. Fyrsta flugið með vélum breska flugfélagsins Astraeus verður til Kaupmannahafnar aö morgni 27. febrúar. Um 40 þúsund sæti standa til boða hjá félaginu á verði sem er undir 20 þús. kr. báðar leiðir með flugvallarsköttum. Miðar ekki endurgreiddir Nokkrir lesendur DV hafa látið í ljós áhyggjur vegna fyrirfram greiddra miða og hvort þeir veröi endurgreiddir ef hætt er við flug af einhverjum ástæðum. Ólafur Hauksson segir að sömu reglur gildi Rugvél Astraeus Breska flugfélagiö Astraeus mun ann- ast farþegafiutningana fyrir lceland Ex- þress. hjá þeim og öðrum lággjaldafélögum og um stærstan hluta fargjalda hjá öðrum félögum. „Ef búið er að kaupa miða þá er hann ekki endurgreiddur. Hins veg- ar er hægt að kaupa forfallatrygg- ingu og það er hægt að skipta um nafn á miðanum ef fólk hættir við að fara og vill framselja hann. Eins er hægt að breyta tímasetningum á fluginu en þá þarf að greiða 750 kr. breytingagjald á hvorri leið.“ Ólafur segir að ástæða þessa sé sú að þegar fólk kaupi sæti á hagstæð- ustu kjörum sé það sæti ekki lengur laust fyrir einhvern annan en á móti komi framsalsrétturinn. - Hvað ef flugfélagið getur ekki staðið við sinn hlut og farþegar verða strandaglópar erlendis? „í áætlunarflugi eru engar slíkar tryggingar í gangi, heldur einungis í skipulögðu leiguflugi. Hér er um áætlunarflug að ræða og slíkar tryggingar myndu þýða að farmiðar kostuðu óheyrilega mikið. Það er vegna þess að þá yrðu flugfélög að vera með stóran hluta af ársveltu sinni bundinn í slíkum tryggingum. Áætlunarflugfélög þurfa hins vegar að setja tryggingar varðandi rekstr- aröryggi flugvélanna.“ - Nú heyrist að Ryanair hafi áhuga á að fljúga hingað til lands. Hefur það einhver áhrif á ykkar áætlanir? „Nei, við erum pollrólegir yfir því. Við höfum bjargfasta trú á þvi að því ódýrara sem veröur að fljúga hingað, þeim mun meiri verði ferða- mannastraumurinn. Það er hið besta mál fyrir íslenska ferðaþjón- ustu.“ -HKr. Fyrstu hlýraseiðin eru farin að klekjast út hjá Hlýra ehf. í Neskaup- stað. Mbl. greindi frá. Kynþokkafyllstur Kynþokkafyllsti karl landsins er Guðjón Valur Sig- urðsson handbolta- kappi samkvæmt kosningu á Rás 2 í dag, á fyrsta degi þorra. í öðru sæti var Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður. Endurgreiðir ekki Innheimtustofnun sveitarfélaga neitar að endurgreiða manni með- lagsgreiðslur hans þótt sannað sé að hann sé ekki faðir bams sem hann hefur greitt með. Umboðsmaður Al- þingis vill að Innheimtustofnun endurskoði afstöðu sína. RÚV greindi frá. Mikil leit Björgunarsveitir Slysavarnafé- íagsins Landsbjargar hyggjast standa fyrir umfangsmikilli leit að sjómanni, sem saknað hefur verið frá því á mánudag, á Seyðisfirði um helgina. Gert er ráð fyrir að 70 manns muni taka þátt í leitinni, 22 kafarar og 30-40 manns sem leita munu í fjörum. Mbl. greindi frá. Vaxtalækkun Seðlabankinn segir að ef marka megi viöhorfskannanir af ýmsu tagi séu litlar líkur á umtalsverðum efnahagsbata næstu mánuði. Grein- ingadeild Búnaðarbankans telur lík- legt, i ljósi umfjöllunar Seðlabank- ans í Hagvísum janúarmánaðar í gær, að stýrivextir verði lækkaðir um 0,3-0,5 prósentustig í febrúar. Mikið af loðnu Síldarvinnslan hefur tekið á móti mestum loðnuafla á loðnuvertíð- inni, eða riflega 20 þúsund tonnum. Vélar uppfærðar Aðsókn að ís- lendingabók, ætt- fræðigrunni ís- lenskrar erföagrein- ingar og Friðriks Skúlasonar ehf., hefur verið mjög mikil. Er unnið að því að uppfæra vél- búnaðinn þannig að hann ráði við fleiri notendur á sama tíma. Mbl. greindi frá. Vilja færri afbrot Lögreglan í Hafnarfirði stefnir að því að á árinu 2003 fækki innbrot- um, þjófnuðum og skemmdarverk- um, miðað við fyrra ár, en þessum brotum hefur verið að fjölga á liðn- um árum. Mbl. greindi frá. Þunglyndisrannsókn Hópur 14 ára nemenda í Garða- skóla í Garðabæ tekur þátt í for- varnanámskeiði sem er hluti af rannsóknarverkefninu Hugur og heilsa og hefst á næstu vikum. Markmiðið er að fmna árangurs- ríka aðferð til að koma í veg fyrir þunglyndi síðar á lífsleiðinni. -hlh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.