Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Page 26
26 Helgarbictcf JOV LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 Er gott að vera smátt sé feq- urra öllu öðru. Sumir seqja að það sé best að i/era stór en aðrir seqja að stór? Svo virðistsem eitthvert sam- henqisé milli fræqðar oq stærðar oq þeir smáu séu lík- leqri til þess að komast til met- orða. DVskoðar samhenqið milli stærðaroq fræqðar. Það er auðvelt að skilja það frá sjónarhóli þróunar- kenningarinnar að það sé mikilvægt að vera stór. Rannsóknir sýna að konum og körlum finnst líkams- hæð skipta miklu máli og þó eru karlar sennilega mun uppteknari af stærð sinni en konur. Konur lað- ast frekar að hávöxnum mönnum en líklega er lág- vöxnum mönnum meira í mun að sanna getu sína á því sviði. Þaö er alþýðutrú að lágvaxnir karlmenn séu rekn- ir áfram af minnimáttarkennd og sé óskaplega mikið í mun að sanna getu sína á öllum sviðum sem nokk- urs konar uppbót fyrir að vera stuttir. Þaðan er lík- lega sprottið máltækið að margur sé knár þótt hann sé smár sem hljómar eins og knáleiki hins smávaxna komi mælanda nokkuð á óvart. Á hinn bóginn segir alþýðutrúin að hávaxnir menn séu haldnir einhverju sem kalla mætti stærrimáttar- kennd en helstu birtingarform hennar eru yfirlæti og hroki, væg mannfyrirlitning og leti því þeim stóru finnst þeir ekki þurfa að sanna með neinum hætti yf- irburði sína því þeir eru vissir um þá. Nú er meðalhæð islenskra karla um 180 sentímetr- ar en kvenna 167 sentímetrar. Án þess að vísindaleg- ar rannsóknir liggi þar að baki má sennilega slá því föstu að margir sem eru fastagestir i sviðsljósi frægð- ar og fjölmiðla séu lægri en í meðalllagi en þeir sem eru stærri en meðallag séu þar sjaldséðir gestir. Það styður með einhverjum hætti kenninguna um að metnaðargimd reki smávaxna menn áfram með harð- ari hendi en hina hávöxnu. Þegar litið er yfir hóp al- þingismanna, svo dæmi sé tekið, skal hér fullyrt að þar séu fleiri undir meðalhæð en yfir. Vitað er að í hópi karlmanna þar er ísólfur Gylfi Pálmason lægst- ur en til skamms tíma var Sighvatur Björgvinsson hávaxnastur þingmanna. Foringjar tveggja stærstu stjórnmálaflokka á íslandi, Davíð Oddsson og Össur Skarphéðinsson, eru ekki háir og grannir heldur þvert á móti. Margir nafntog- aðir einstaklingar í sögunni sem náð hafa mjög langt hafa verið sérlega lágvaxnir og mætti nefna hér í einum bunka bæði Winston Churchill, Nikíta Khrústsjov, Napól- eon og Adolf Hitler án þess að gera upp á milli þeirra en þeir voru allir lægri en 170 cm sem telst samkvæmt þessu vera talsvert undir meðalhæð karl- manns. Nú er það auð- vitað svo að stærð er afstætt fyrir- bæri og sá sem er meðalmaður á ís- landi getur verið risi í samfélagi smávaxinna ann- ars staðar á hnett- inum og öfugt. Það má deila lengi um það hvort sé hentugra að vera stór eða lítill og hefur hvort tveggja án efa kosti og galla. Þeir smávöxnu týnast í mann- þröng, sjá aldrei vel á tjaldið í bíó, standa ekki vel upp fyrir stýrið í rúmgóðum bílum og smávaxnir karlmenn eiga oft erfitt með að fá á sig föt og þurfa sumir að kaupa skó í kvenstærðum sem er víst alveg sérlega niðurlægj- andi að þeirra mati. Á hinn bóginn eiga hávaxnir erfitt með aka litlum japönskum bílum, fá aldrei á sig föt sem passa vel, lít- ið úrval af skóm og finna alltaf andúðarbylgju skella á sér þegar þeir setjast niður í bíó og fólkið fyrir aft- an þarf að færa sig. Það er hins vegar nokkurt ójafnræði að það er sjaldan gert grín að stærð manna nema þá helst með spurningunni; Hvernig er veðrið þarna uppi? Enginn hörgull er á dvergabröndurum af ýmsu tagi eins og um dverginn sem var svo lítill að það var táfýla af hárinu á honum, hann notaði axlabönd á sokkana sína og fékk alltaf flís í rassinn þegar hann gekk yfir þröskuld. Dvergakast er undarleg íþrótt sem gerir ekki mik- ið fyrir ímynd smávaxinna en þar ættu þó stórir og smáir að geta náð saman því stór maður getur vænt- anlega hent dverg eitthvað lengra en meðalmaðurinn. Það er einföld eðlisfræði. DV rannsakaði nokkuð hæð ýmsra frægra einstak- linga og sérstaklega eru það kvikmyndastjörnur sem verða fyrir valinu. Áður en við leggjum í upptalningu á stærð einstakra stórstirna og smástirna er rétt að rifja upp að endimörk mannlegs vaxtar eru nokkuð langt frá meðaltalinu. Smæstu fullorðnar manneskjur sem til eru ná ekki 50 sentímetra hæð en þær stærstu eru á bilinu 230-260 sentímetrar og stærsti maður sem vitað er um var 272 sentímetrar. 150-155 sentímetrar Það er ekki mikiö framboð á frægu fólki sem er 1,50 á hæð en þó er fimleikadrottningin Mary Lou Retton 1,49 og er minnsta konan sem við fundum en almennt Björk Guðmundsdóttir söngkona. Björk er 1,63 á hæð og hún er jafnstór og Madonna Hvað er Björk stór? Eini íslendingurinn sem var að finna á listan- um yfir hæð fræga fólks- ins er auðvitað stórstirnið okkar, Björk Guðmunds- dóttir söngkona. Björk er 1,63 á hæð og hún er jafn- stór og Madonna, Janet Jackson og Alanis Morri- sette sem allar syngja. Björk er jafnhá og leikkonurnar Drew Jodie Foster. Barrymore, Jodie Foster, Sarah Jessica Parker og Rosanne. Hún er jafnstór og leikarinn Michael J. Fox og Woody Allen. í flokknum sem er 1,65 á hæð er að finna leikara eins og Richard Dreyfuss, Whoopi Goldberg og Bob Hoskins ásamt leikstjór- anum Spike Lee. Þar eru tónlistarmennirnir Phil Collins og Aretha Frank- lin, Rod Stewart og siðast en ekki síst hin heims- Rod Stewart. fræga Britney Spears sem mælist 1,65 á hæð en það gerir einnig leikkonan René Zellweger sem lék Bridget Jones svo eftirminni- lega og þarna eru samankomnar tvær mögnuðustu fyrirmyndir kvenna á ýmsum aldri. er miðað við að 150 sé það minnsta sem hægt er að mælast án þess að teljast dvergur. í þessum flokki eru Tammy Faye Bakker, sjónvarpsprédikari í USA, Charlene Tilton sem lék í Dallas og Laura Ingalls Wilder sem lék í Húsinu á sléttunni sem margir muna eftir. Judy Garland og Gloria Swanson voru báðar róm- aðar leikkonur en þær voru óttalegar pislir sem Natalie Wood. mældust aðeins 1,51 á hæð. Einum sentímetra hærri eða 1,52 eru Suzi Quatro rokkari, Mae West kynbomba og Natalie Wood leikkona. Þegar við förum upp í 1,55 á hæð rekumst við á Pat- riciu Arquette leikkonu, Tonyu Harding skauta- drottningu, Kylie Minogue söngkonu og Christinu Ricci sem lék í Addams-fjölskyldunni. 155 til 160 sentí- metrar Fyrir ofan 1,55 á hæð rekumst við á Lindu Blair leikkonu sem lék í Excorcist um árið en hún er 1,57 á hæð og er jafn- stór og söngkonurnar Oli- via Newton-John, Yoko Ono, Linda Ronstadt, leik- konan Sissy Spacek og Danielle Steel rithöfund- ur. í þessum stærðar- flokki er einnig að finna Sissy Space i. mjnnsta karlmanninn sem var á listanum en það er tónlistarmaðurinn Prince sem er 1,57 á hæð. 1,60 á hæð eru til dæmis Gillian Anderson sem lék í X-files, Kathy Bates leikkona, Mickey Rooney leik- ari og tónlistarmaðurinn Paul Simon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.