Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Side 28
28 H&lgarblcicf 33 V LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 Spilafíknin stórvandamál %í.m Jr) h Það vakti mikla athygli um daginn er Eiður Smári Guðjohnsen gekk fram fyrir skjöldu og játaði spilafíkn sína. í kjölfarið hefur farið fram mikil umræða um spilafikn knattspymumanna í Englandi sem og annars staðar og er ljóst að vandamálið er stærra en nokkurn grunaði. Michael Owen hefur meðal annars legið undir þó nokkru ámæli vegna meintra veðmála sinna með enska landsliðinu og svo játaði Ruud Van Nistelrooy að leik- menn Man. Utd veðjuðu sín í milli þannig að vandamálið virðist víðfeðmara en margan hafði grunað. Gamla brýnið TonyAdams segir að spilafíkn sé að verða helsta vandamál ungra knattspyrnumanna i dag og hafi tekið við keílinu af drykkjunni sem hefur fellt marg- an knattspymumanninn og þar á meðal Adams. Eiður Smári og Enrique de Lucas fagna hér marki Jimmy Floyd Hasselbaink. Sá hollenski hefur verið dugleg- ur í spilavítunum og spilað fyrir háar fjárhæðir. Reuter Fíltnin hefur áhiif á frammistöðuna Breska götublaðið News of the World, sem á það reynd- ar til að fara frjálslega með staðreyndir, birti athyglis- verða grein í síðustu viku um spilafikn knattspymu- manna og samkvæmt heimildum þeirra er vandamálið orðið alvarlegt og margir knattspyrnumenn hafa farið illa út úr ferðum sinum í spilavítin. Til að mynda er Eiður Smári aðeins hálfdrættingur á við félaga sinn Jimmy Floyd Hasselbaink sem á að hafa veðjað nálægt einum og hálfum milljarði í spilavítum und- anfarin tvö ár, samkvæmt heimildum blaðsins, en þrátt fyrir að hafa spilað fyrir slíkan pening hefur hann tapað tiltölulega litlu. Einnig kemur fram í greininni að Eiður Smári hafi ekki verið eini íslendingurinn í spilavitunum heldur hafi hann sést þar með Arnari Gunnlaugssyni og Hermanni Hreið- arssyni. Það sem kannski er athyglisverðast við greinina er að sjá má samhengi milli þess að leikmenn hafi tapað miklum peningum við spilaborðin og spilað illa í kjölfar- ið. Þannig að fíknin hefur greinileg áhrif á frammistöðu þeirra á vellinum. Hasselbaink stórtækur Eins og áður segir þá er það Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink sem er stórtækastur við spilaborðið en hann hefur lengi verið reglulegut gestur í Connoisseur- spilavítinu í vesturhluta Lundúna. Samkvæmt heimildum blaðsins þá kom Hasselbaink þangað í fyrsta sinn 13. janúar 2001 og hann hefur að jafn- aði spilað fyrir 80-130 þúsund krónur á hverju kvöldi. Hans stærstu kvöld komu þó í september og október í fyrra þegar hann veðjaði fyrir 56 milljónir króna og þegar upp var staðið átti hann rúmar 2 milljónir eftir. Þegar Hasselbaink var settur á bekkinn fyrir leik Chel- sea og Newcastle, sem Chelsea vann 3-0, fór hann um kvöldið i spilavítið til að fá útrás og tapaði 2 og hálfri milljón króna. Lukkan gekk þó í lið með honum fimm dög- um seinna eftir að Chelsea hafði gert jafntefli við Viking Stavanger i Evrópukeppni félagsliða en sama kvöld rakaði hann inn tæpum 8 milljónum króna. 23. september var hann síðan að leika illa gegn Fulham og bauluðu stuðningsmenn Chelsea á hann eftir leikinn. Stefnan var tekin í spilavítið um kvöldið og þá tapaði hann rúmum 9 milljónum á einu kvöldi. Hann lét það þó ekki stöðva sig því aðeins tveim dögum síðar var hann mættur á ný í spilavítið og að þessu sinni tapaði hann tæpum 16 milljónum á einu kvöldi. Það er óhætt að segja að Hasselbaink hafi verið óstöðv- andi þessar vikurnar því 4. október tapaði hann siðan rúmum 5 milljónum og tveim dögum seinna, kvöldið fyrir leik gegn Liverpool á Anfield, mætti hann í spilavítið klukkan hálftvö um nóttina og tapaði 6 og hálfri milljón áður en hann fór með félögum sínum til Liverpool. Það er skemmst frá því að segja að Hasselbaink gat ekkert í leiknum og var skipt út af. Má því vel draga þær ályktan- ir að kvöldið í spilavítinu hafi haft áhrif á frammistöðu hans á vellinum þennan daginn. Það verður líka að greina frá því að hann hefur einnig grætt fúlgur íjár sum kvöldin í spilavítinu og til að mynda hefur hann haldið heim á leið með rúmar 10 milljónir að minnsta kosti tvisvar sinnum. Þrátt fyrir öll þessi stóru kvöld hjá honum segir blaðið að heildartap hans sé ekki nema rúmar 22 milljónir sem verður að teljast vel sloppið miðað við þær fjárhæðir sem hann er búinn að rúlla i gegnum spilavítin. Hann hefur nú iðulega ekki verið einn við þessa iðju sína og helstu spilafélagar hans hafa verið Winston Bog- arde og Mario Stanic en þeir hafa þó verið að spila fyrir minni fjárhæðir. Dyer sloppið vel Enski landsliðsmaðurinn Kieron Dyer, leikmaður Newcastle, hefur haft gaman af spilavítunum en hann byrjaði að stunda þau skömmu eftir að hann var seldur frá Ipswich til Newcastle en eftir þá sölu var hann kom- inn með allt önnur laun en hjá Ipswich. Hann veðjaði reyndar engu í sinni fyrstu ferð í spilavíti í Newcastle en síðan hefur hann látið sjá sig að minnsta kosti 44 sinnum og hefur hann veðjað fyrir samtals 24 milljónir króna en er víst aðeins í 500 þúsund króna skuld sem kallast ekki mikið hjá mönnum sem eru með milljón- ir í vikulaun. Grönkjær griinmur Leikmenn Chelsea virðast eyða miklum tíma við þessa iðju því Daninn Jesper Grönkjær hefur verið fastagestur á sama spilavíti og Hasselbaink. Hann hefur rúllað tæpum 15 milljónum í gegnum spilavítið. Hann hefur verið að eyða allt frá 13 þúsund upp í rúma milljón á kvöldi. Stærsta tap hans við spilaborðið var upp á rúmar 700 þús- und krónur og hann er samtals í rúmum 2 milljónum í mínus. Það er ekki mikið talað um eyðslu Eiðs Smára i grein- inni enda hafði verið vel greint frá því áður að hann hefði tapað 52 milljónum við spilaborðin. Þó er minnst á að meöal gesta hans í spilavítinu hafi verið félagi hans hjá Chelsea, Frank Lampard, og íslendingarnir Arnar Gunn- laugsson og Hermann Hreiðarsson en þeir leika báðir á Bretiandseyjum. Danski landsliðsmaðurinn Jesper Grönkjær er einn margra leikinanna Chelsea sein stunda spilavítin og hann hefur farið með rúma milljón á einu kvöldi. Reuter Stórt vandíuiiál Ef mið er tekið af þessari grein þá er ljóst að vandamál- ið er stórt og verst er þegar spilamennskan í spilavítunum er farin að hafa áhrif á frammistöðu leikmannanna á vell- inum. TonyAdams, fyrrum fyrirliði Arsenal, hefur talað tæpitungulaust um vandamálið en hann hefur unnið mik- ið að forvarnarstörfum eftir að hann lagði flöskuna og skóna á hilluna. „Fleiri og fleiri leikmenn eru að kaupa sér hesta og með þvi koma veömálin. Ég var á leik fyrir nokkru síðan og leikmaður var tekinn af velli og það var sagt að hann •hefði verið meiddur en hann leit ekki út fyrir það. Ég geri ráð fyrir að hann hafi átt slæman dag á veðhlaupabraut- inni. Menn skulu alveg gera sér grein fyrir því að þessi fikn er jafn hættuleg og hver önnur,“ sagði Adams sem á sínum tíma þurfti að sitja í steininum fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Hér hefur aðeins verið rætt um fáa sem virðast eiga við þetta vandamál að stríða en vitað er að menn eins og Paul Gascoigne og Keith Gillespie, leikmaður Blackburn, hafa einnig átt við sama vandamál að etja og vafalaust margir fleiri. -HBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.