Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 32
32 Helcjctrblað 33V LAUGARDAGUR 25. JANIJAR 2003 Hávaða- seggir í Sana’a Hávaðirw er eitt það fyrsta sem maður tekur eftir íSana’a. Já, huar sem maður fer um höfuðborq Jemens um hádaginn ætlar skarkalinn mann alueg að æra. Þetta segir Guðlaugur Bergmundsson, blaðamaður DV, sem staddur er íJemen. Jemenskir bílstjórar stunda sem sé þann sið, eða ósið, allt eftir hvernig á það er litið, að flauta fyrir horn. „Til að tryggja sér réttinn á gatnamótunum," sagði einliver sem kann á kerfið. Tökum uppáhaldsveitingastaðinn okkar nokk- urra skólafélaga í Yemen Language Center sem dæmi. Mata’am al-Dubai, eða al-Dubai veitingastað- urinn, heitir hann. Þar eru þjónarnir fremstir í flokki hávaðaseggjanna og ef kúnnarnir hafa ekki fyrir löngu gefist upp á að reyna að halda uppi sam- ræðum undir borðhaldinu verða þeir bara að reyna gera betur. Það getur hins vegar reynst þrautin þyngri. Nei, hér ganga þjónamir sem sagt ekki prúðbún- ir og þögulir milli borðanna og taka niður pantan- ir gestanna og skrá á þar til gerða miða sem þeir afhenda síðan kokkinum eða einhverjum öðrum starfsmanni eldhússins. Nei, þjónarnir - og þeir eru ótalmargir og flestir klæddir í einhvers konar dulu sem þeir vefja um mittið og sem nær þeim niður undir kálfa - hrópa pantanirnar fram í eld- hús hver í kappi við annan og slík eru lætin að við fyrstu kynni eru viðkvæm eyru hins hægláta Vest- urlandabúa sem lömuð. Það er i raun ekki annað hægt en að hlæja að þessu öllu saman. Hávaðinn er slíkur og þess eðlis að það er nánast ekki hægt að lýsa honum. En það besta, og kannski um leið það furðulegasta, við þetta allt saman er að hrópin og köllin virðast skila sér. Að minnsta kosti kannast borðfélagar mínir ekki við það að hafa fengið rangan mat á borðið, og hafa þeir þó sumir verið hér lengur en ég. Þess ber þó að geta að mat- seðillinn er fábreyttur og af þeim sökum kannski erfitt að gera mistök. Gangbrautir hafa enga mcrkingu hér í borg, auk þess sem ég minnist þess ekki að liafa séð nema eina eða tvær merktar sebra- brautir, eins og þær eru heima, og var málningin á malbikinu lítt áberandi. En hávaðinn inni á veitingahúsinu al-Dubai er barnaleikur miðað við það sem gerist úti á götum Sana’a, hvort sem það eru hinar breiðari götur og torg eða þröngar smágötumar. Bíb bíb, bíb. í tíma og ótíma og af öllum styrkleika hljóma bílflauturn- ar, frá hinum aumingjalegastu upp í risalúðra sem eftir er tekið. Jemenskir bílstjórar stunda sem sé þann sið, eða ósið, allt eftir hvernig á það er litið, að flauta fyrir horn. „Til að tryggja sér réttinn á gatnamótunum,“ sagði einhver sem kann á kerfið. Gott og vel, en hvers vegna flauta þeir þá stund- um þar sem engin eru gatnamótin og ekkert horn sjáanlegt? Jú, ætli þeir séu þá ekki bara að láta gangandi vegfarendur vita af sér, því gangandi veg- farendur eru svo sannarlega réttnefni hér um slóð- ir. I Sana’a gengur maður nefnilega jafnmikið, ef ekki meira, á götunni en á gangstéttinni, enda gangstéttirnar oft ansi mjóar og lítt greiðfærar. En gatan er alltaf greið. Stundum á maður þó fótum sínum fjör að launa þegar kemur að því að maður þarf að fara yfir götuna. Ökuþórarnir eru jú ekkert of mikið fyrir að gefa hinum gangandi sjensinn. Gangbrautir hafa enga merkingu hér í borg, auk þess sem ég minnist þess ekki að hafa séð nema eina eða tvær merktar sebrabrautir, eins og þær eru heima, og var málningin á malbikinu lítt áber- andi. Svo eru það allar skellinöðrurnar sem æða hér um götur og stræti, sund og torg, með allt á útopnu, enda ekki óalgengt að þrír sitji hvert hjól og þá veitir víst ekki af öllum kraftinum sem mótorinn býr yfir. Skellinöðrumenn vilja ekki vera neinir eftirbátar bílstjóranna og þenja flautur sínar sem mest þeir mega, í þeirri veiku von að í þeim heyrist yfir all- an hinn hávaðann. Ekki er nú vist að svo sé. En sem betur fer er hávaðinn ekki allsráðandi allan sólarhringinn. Eftir hádegismatinn hægist að- eins um. Mun færri eru á götunum en fyrir hádeg- ið og skarkalinn því minni. Skýringin á því er sú að síðdegis hefur jemenskur karlpeningur, ungur jafnt sem eldri, það helst fyrir stafni að tyggja ghat- lauf. Lauf þessi munu víst vera eins konar milt náttúrulegt örvandi efni, eitthvað i ætt við am- fetamín, og agalega góð, að sögn þeirra sem eru for- framaðir í tuggunni. Þeir sem þess eiga kost fara í sérstök tuggupartí en aðrir hreiðra um sig í búðar- holunni sinni, eða hvar sem þeir geta, og tyggja. Þeir sem aftur á móti þurfa af einhverjum ástæðum að vera á ferðinni á þessum tíma dagsins tyggja bara undir stýri, eða á hlaupum, með svartan lítinn plastpoka fullan af laufum framan á sér, gjarnan hengdan á bjúglaga rýtinginn sem flestir karlar bera hér við belti. Og þegar nær dregur kvöldmat er eins og flestallir jemenskir karlmenn séu með tennisbolta eða eitthvað þaðan af stærra undir annarri kinninni. En það er ekki tennisbolti held- ur bara laufin sem búið er að tyggja. Þeim er ýtt út milli kinnar og efri góms svo nýta megi þau til fullnustu og til að menn geti horfið inn í sjálfa sig. Sem sagt, stundum má finna frið og ró í Sana’a, sem betur fer, þótt hitt sé ef til vill öllu algengara. -gb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.