Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 38
42
Helgarblað 33 V LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003
Er DV með á nótunum ?
- rýnt í Menningarverðlaun blaðsins í tónlist síðustu 24 ár
Eftir Jónas Sen
Þorgerður Ingólfsdóttir lilaut Menningarverðlaunin þegar þau voru fyrst veitt árið 1978. Ilún tekur
hér við verðlaununum úr hendi Guðinundar Emilssonar.
Frá afhendingu Menningarverðlauna DV árið 2002. Freinstur situr Hörður Áskelsson en hann er
einn þriggja tónlistarmanna sem fengið hafa verðlaunin tvisvar.
Eitt sinn er Menningarverð-
laun DV voru veitt sagði þáver-
andi menningarritsjóri blaðsins,
Aðalsteinn Ingólfsson, að verð-
launin væru „eðlilegt framhald
á þeirri listgagnrýni eöa list-
kynningu sem dagblöð hafa eða
ættu að hafa. í hverri viku eru
listviðburðir vegnir og metnir.
Og einu sinni á ári er viö hæfi
að gera allsherjarúttekt."
Þessa árlegu „allsheijarút-
tekt“ DV er verið að gera um
þessar mundir og verða verð-
launin veitt í tuttugusta og
fimmta sinn á næstunni. Verð-
launin hafa tvímælalaust fest
sig í sessi sem ein þau mikil-
vægustu er listamaður getur
fengið hérlendis og eru mikil
hvatning, eins og Hörður Ás-
kelsson, kórstjóri og orgelleik-
ari, orðaði það þegar hann tók
við verðlaununum í tónlist í
fyrra.
Það eru formenn verðlauna-
nefndanna sem afhenda verð-
launin og má segja að ræðurnar
sem þeir halda við það tækifæri
hljóti að teljast jákvæðasta list-
gagnrýni DV ár hvert. Sá sem
fær verðlaunin er toppurinn,
hann er persónugervingur þess
merkilegasta og besta sem átti
sér stað á árinu. Það er því ekk-
ert skrýtið að ræður nefndarfor-
mannanna hljómi stundum eins
og minningargreinar.
í verðlaunanefndunum eru,
auk formannsins, tveir aðilar.
Þannig var það ekki í upphafi
þvi þá var haldin hálfgerð þjóð-
aratkvæðagreiðsla um verð-
launaveitinguna og mátti klippa
atkvæðaseðlana út úr blaðinu
með góðum fyrirvara. Þegar
verðlaunin voru afhent í fyrsta
sinn árið 1979 voru nokkur
brögð að því að menn gæfu sjálf-
um sér atkvæði og voru þeir
seðlar að sjálfsögðu dæmdir
ógildir. í það heila virtist al-
menningur þó hafa tekið verö-
launin alvarlega og listafólk sem
blaðið ræddi við var yfirleitt já-
kvætt. Atli Heimir Sveinsson tónskáld sagði t.d. að þetta
væri „þarft framtak, ef það vekur athygli á einhverju
góðu“ og sagðist vona að verðlaunin gleddu bæði lista-
menn og listunnendur. Guðný Guðmundsdóttir fiðlu-
leikari var ekki aiveg eins viss, því þótt athygli almenn-
ings á listum væri vissulega af hinu góða fyndist henni
„leiðinlegt að vera að draga fólk í dilka og uppheíja einn
á kostnað annars". Henni hefur vonandi ekki fundist
leiðinlegt þegar hún hlaut sjálf Menningarverðlaun DV
tólf árum síðar.
Einfrumungurinn grætur
Eins og allir vita er gagnrýni langt frá því að vera
óskeikul og kemur það berlega fram í frægri bók tónlist-
arfræðingsins Nicolas Slonimsky, Lexicon of Musical In-
vective. Þar eru útdrættir úr vondum ritdómum sam-
tímamanna helstu tónskálda frá dögum Beethovens og
er bókin skyldulesning allra gagnrýnenda en einkum
þeirra sem taka sig of hátíðlega. Svo dæmi séu tekin þá
sagði einn sérfræðingurinn að tónlist Antons von
Webern væri eins og grátur einfrumungs en annar skrif-
aði að fiðlukonsert Schoenbergs væri álíka óskiljanleg-
ur og fyrirlestur um fjórðu víddina sem fluttur væri á
kínversku. Sá þriðji sagði að hamagangurinn í hljóm-
sveitarverki eftir Richard Strauss væri eins og morð-
atriði í kínversku leikhúsi og á svipuðum nótmn var eft-
irfarandi dómur: „Listin er löng og lífiö stutt: það á sér-
staklega viö um Brahms-sinfóníu."
Til eru óteljandi svona dómar sem sagan hefur dæmt
ranga og má spyrja hvort Menningarverðlaun DV séu
eitthvað betri. Hafa menn hitt naglann á höfuðið og veitt
því listafólki viðurkenningu sem síðan hefur haldið
áfram að auðga lista- og menningarlíf þjóðarinnar? Eða
hefur blaöinu yfirsést eitthvað sem HEFÐI átt að verð-
launa? Fékk jafnvel einhver flottan verðlaunagrip sem
hann átti alls ekki skilið að fá?
Þorgerður Ingólfsdóttir
Fyrsti menningarverðlaunahafi blaðsins í tónlist var
Þorgeröur Ingólfsdóttir og fékk hún viðurkenninguna
fyrir „framlag túlkandi listamanns" og fyrir að vera „eft-
irtektarveröur kórstjóri". Enginn efast í dag um að verð-
launin hafi átt rétt á sér, Þorgerður hefúr staðið framar-
lega í tónlistarlífi þjóðarinnar allt frá því að hún hóf að
stjóma Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og hefur kór-
inn frumflutt mörg íslensk tónverk. Einhverjir mögnuð-
ustu tónleikar aldamótaársins voru þegar Raddir Evr-
ópu hljómuðu í Hallgrímskirkju, enda var Þorgerður til-
nefnd til menningarverðlauna blaðsins fyrir það. Aðrir
kórstjórar hafa hins vegar ekki riðiö feitum hesti frá
„allsherjarúttekt" blaðsins, því þótt Hörður Áskelsson
hafi fengið verðlaunin tvisvar hefur enginn annar feng-
ið þau fyrir utan Þorgerði. Má spyrja af hverju Jón Stef-
ánsson, orgelleikari og kórstjóri Langholtskirkju, hafi
aldrei verið verðlaunaður; hann hefur óneitanlega stað-
ið fyrir mörgum af helstu tónlistarviðburðum undanfar-
inna ára. Reyndar var Jón tilnefndur árið 1999 fyrir upp-
færslu á Matteusarpassíu Bachs en það er ekki það sama
og að fá verðlaunin.
Hafa fengið verðlaunin tvisvar
Þrír einstaklingar hafa fengið Menningarverðlaun DV
tvisvar. Þetta eru Hörður Áskelsson eins og áður sagði,
einnig Helga Ingólfsdóttir, semballeikari og skipuleggj-
andi Skálholtshátíðarinnar, og Jón Ásgeirsson, tónskáld
og gagnrýnandi. Jón var í fyrra sinnið verðlaunaður fyr-
ir tónlist sína við ballettinn Blindisleik áriö 1981 en í
seinna skiptið fyrir óperuna Galdra-Loft árið 1997. Enga
furðu vekur að Jón sé svona vinsæll hjá menningarverð-
launanefndunum því tónmál hans er óvenju aðgengilegt.
Hann hefur „sökkt sér í þjóðararfinn og þróað persónu-
legan og þjóðlegan stíl“, svo vitnað sé í rökstuðning for-
manns dómnefndarinnar þegar Jón hlaut verölaunin í
seinna skiptið. Hins vegar er einkennilegt aö hvorki Atli
Heimir Sveinsson né Þorkell Sigurbjömsson, báðir mik-
ilhæfir tónsmiðir, hefur verið verðlaunaður af DV. Að
vísu komst Atli nálægt því þegar Guðmundur Jónsson
söngvari var sæmdur verðlaununum fyrir hlutverk sitt i
ópera Atla, Silkitrommunni, og sjálfur var Atli tilnefnd-
ur fyrir hið mikla tónverk sitt Tímann og vatnið þegar
það var fmmflutt á Listahátíð 1994. Það er samt ekki nóg
og því er ekki hægt að segja að Atli hafi haft mikla
ástæðu til að gleðjast yfir verð-
laununum þótt hann hafi verið
vongóður í upphafi eins og fram
kom í byrjun þessarar greinar.
Önnur tónskáld sem hlotið hafa
Menningarverðlaun DV era Jón
Nordal (1984), Hafliði HaUgríms-
son (1986) og Haukur Tómasson
(1998) og hafa þeir allir verið áber-
andi í íslensku tónlistarlifi undan-
farin ár.
Verðlaunaðir liópar
Skipuleggjendur hafa fengið
sinn skerf og er ekkert að því;
hvar væru tónlistarmenn án um-
boðsmanna og annarra drifkrafta?
Helga Ingólfsdóttir hefur verið
verðlaunuð fyrir elstu og merk-
ustu sumartónlistarhátíð landsins
í Skálholtskirkju, eins og fyrr var
greint frá, og Hilmar Þórðarson
og Rikarður H. Friðriksson fyrir
raf- og tölvutónlistarhátiðina
Art2000. Rut Magnússon fékk líka
verðlaunin fyrir að skipuleggja
starf Sinfóníuhljómsveitar æsk-
unnar með „óbilandi trú, útsjón-
arsemi, skipulagsgáfu, dugnaði og
smávegis af því sem við köllum í
daglegu tali frekju", eins og það
var orðað í rökstuðningi verð-
launanefndarinnar.
Þess má geta að Paul Zukovsky,
þáverandi stjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitar æskunnar, fékk
Menningarverðlaun DV ári á eftir
Rut, enda vann hann frábært
starf eins og kunnugt er. Hins
vegar fór allt i háaloft nokkrum
árum síðar er ekki var fallist á
óraunhæfar kröfur hans á ýmsum
sviðum og eftir það hefúr lítið til
hans spurst úr tónlistarlífinu hér-
lendis.
Talandi um hljómsveitir þá má
undarlegt telja að hornsteinn ís-
lensks tónlistarlífs, sjálf Sinfóníu-
hljómsveit Islands, hafi ekki feng-
ið Menningarverðlaun DV fyrr en
árið 1999. Kannski er ástæðan sú
að Sinfónían er svo stór hluti af
menningarlífi þjóðarinnar að
verðlaunanefndirnar tóku hrein-
lega ekki eftir henni, rétt eins og
menn sjá stundum ekki skóginn fyrir trjánum. En þess
ber að geta að tveir aðalstjórnendur Sinfóníunnar, Osmo
Vánska og Petri Sakari hafa báðir fengið verðlaunin.
Aðrir tónlistarhópar sem hafa hlotið náð fyrir augum
nefndcmna era Kammersveit Reykjavíkur, Caput-hópur-
inn og Blásarakvintett Reykjavíkur, aUt saman verðugt
tónlistarfólk, þótt afhendingarnar hafi verið misvel rök-
studdar. Hæpið verður að teljast að menn séu verðlaun-
aðir bara fyrir að eiga tíu ára afmæli og að hafa leiðrétt
eina vitlausa nótu í handriti Carls Nielsen, en út á það
gekk rökstuðningur nefndarinnar sem veitti Blásara-
kvintettinum verðlaunin. Sem betur fer er kvintettinn
frábær tónlistarhópur sem haldið hefur Ijöldann allan af
vönduðum tónleikum í mörg ár, þó vissulega hafi hann
ekki verið eins áberandi og Caput-hópurinn og Kammer-
sveit Reykjavikur, en menningarframlag beggja er auð-
vitað ómetanlegt.
Mismunandi tónlistargeirar
í heild má segja að Menningarverðlaun DV í tónlist
hafi yfirleitt hitt í mark; margir hinna „heppnu" hafa
alltént haldið áfram að standa sig prýðilega á konsert-
pallinum eða öðrum sviðum tónlistarlífsins. Nokkrir
einstaklingar hafa þó ekki verið verðlaunaðir sem að
mati undirritaðs hefðu átt að fá þau. Fyrir utan áður-
nefndan Jón Stefánsson er þar fremstur í flokki Gerrit
Schuil píanóleikari sem hefur ríkulega auðgað tónlistar-
lifið hér sem meðleikari og skipuleggjandi. Einnig er
sérkennilegt að íslenska óperan hafi aldrei fengið verð-
laun því hún hefur verið fyrirferðarmikil í menningar-
lífinu um árabil.
Að lokum má gagnrýna blaðið fyrir að hafa einbeitt
sér að of þröngum hópi tónlistarmanna; af hverju hefur
kvikmyndatónlist, djass eða önnur dægurtónlist aldrei
verið verðlaunuð? I þessum geirum hafa líka verið að
gerast merkilegir hlutir sem era ekkert síður hluti af
menningunni. Það verður að segjast að eftir því sem
mismunandi tónlistarstefnur renna meira saman, eins
og veriö hefur áberandi undanfarin ár, verður þetta af-
skiptaleysi æ erfiöara. Óneitanlega er spennandi að vita
hvort þetta mun breytast á næstunni...