Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 44
48
Helqarhlað H>V LAUGARDAGU R 23. JANÚAR 2003
Vil
en
frekar
hanna
Krýsuvíkursamtökin sjá loks til sólar eftir
fimm erfið ár og svartnætti sem jaðraði við
qjaldþrot. DV heimsótti Krgsuvík og talaði
við Lovísu Christiansen, arkitekt og leið-
sögumann, sem hefur helgað lífsitt endur-
reisninni íKrýsuvík undanfarin ár.
Þegar maður ekur sem leið liggur út úr Hafnarfirði og
beygir eftir kúnstarinnar reglum suður að Kleifarvatni áleið-
is til Krýsuvíkur er fljótlega eins og maður sé kominn í ann-
an heim. Þar ræður hryssingsleg íslensk náttúra ríkjum og
fátt sést sem minnir á búsetu manna um leið og höfuðborgin
er komin í hvarf. Rétt sunnan við Kleifarvatn stendur risa-
stór skólabygging einmana á hæð rétt eins og hún hafl fallið
af himnum ofan. Fyrir neðan veginn standa byggingar með
tumum sem líka sýnast hafa líkamnast úr annarri vídd.
Þetta eru hvort tveggja minnisvarðar um stórhug mannanna.
Útihúsin eru risafjós sem eitt sinn átti að hýsa mjólkurkýr og
skyldu þær sjá öllum íbúum Hafnarfjarðar fyrir mjólk. Skól-
inn var reistur á sjöunda áratugnum fyrir það sem stjórnvöld
kölluðu þá „nemendur með sérstök vandamál". Báðar til-
raunimar mistókust í þeim skilningi að skólinn gegndi aldrei
hlutverki sínu frekar en flósið og grotnaði niður strax að
byggingu lokinni.
Árið 1986 var haldinn stofnfundur samtaka sem kölluðu
sig Krýsuvíkursamtökin og höfðu það að markmiði að fá
skólahúsið gamla til afhota til þess að koma á fót meðferðar-
heimili fyrir unglinga sem lent höfðu í klóm fíkniefna. Sam-
tökin komust á legg og 1989 kom fyrsti vistmaðurinn til dval-
ar í Krýsuvík.
Grfðarlegt uppbyggingarstarf þurfti að vinna þvi húsið
stóra hafði fengið að grotna óáreitt niður og verið notað sem
gripahús; meðal annars vom hýst svin þar um tíma. Að baki
þeirri uppbyggingu liggja andvökunætur, mannár í sjálfboða-
vinnu og ómæld íslensk bjartsýni.
Lovísa Christiansen er framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna sem nú sjá til sólar eftir fimrn erfið ár.
*
Ragnar Ingi
Aðalsteinsson,
organisti Krýsu-
víkursamtakanna,
situr við orgelið í
kapellunni í
Krýsuvík.
DV-myndir
Sigurður Jökull
Samtökin sukku til botns
Krýsuvíkursamtökin eiga þannig langa og merka sögu sem
verður ekki rakin hér frekar, umfram það að árið 1997 riðuðu
samtökin á barmi gjaldþrots, starfsemin í Krýsuvík hékk á
bláþræði og var við það að leggjast algjörlega niður. Þá var
skipt um áhöfn á skútunni og kona að nafhi Lovísa Christi-
ansen tók við stjómtaumunum. Síðan hefur verið unnið hægt
og hljótt en ákveðið að uppbyggingu, fjáröflun og uppgjöri
skulda. Þetta uppbyggingarstarf fékk ákveðna viðurkenningu
í haust þegar fjárveiting Alþingis til starfseminnar í Krýsu-
vík var aukin nokkuð. Á þessum uppbyggingartíma hefur
hins vegar farið lítið fyrir starfmu opinberlega og margir
hafa eflaust haldið að Krýsuvíkursamtökin væm liðin undir
lok en svo er alls ekki.
DV heimsótti Krýsuvík og kraftaverkakonuna Lovísu
Christiansen sem sýndi okkur staðinn ásamt þjóðsagnaper-
sónunni Ragnari Inga Aðalsteinssyni sem lengi hefur verið
viðriðinn stjóm Krýsuvíkursamtakanna. Þau gengu með
okkur um langa ganga skólahússins gamla þar sem ekkert er
nýtt því grasrótarsamtök eins og þessi reiða sig mikið á góð-
vilja aðstandenda sem gefa til hússins flest sem þarf. Þetta lít-
ur í fljótu bragði út eins og stærsta einkasafn af gömlum sófa-
settum sem ég hef séð því allir hlutir þama eiga sér sögu. Það
er sama hvaðan gott kemur og það sést best á því að í þessu
athvarfi úrvinda fíkla er að fmna gólfteppi frá Hótel Sögu i
homi sem gengur undir nafhinu Mimisbar.
Við skoðum herbergi, setustofur, skólastofur, kvenna-
dyngjur, tölvustofur, myndlistarherbergi, líkamsræktarstof-
ur, tónlistarherbergi, bókasafn og matsal. í rauninni minnir
margt hér á mjög stórt sveitaheimili og sést á mörgu að þótt
húsrúm sé nægt í Krýsuvík er meiri áhersla lögð á að þar sé
nægt hjartarúm.
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
Öll herbergi vistmanna hafa útsýni til suðurs þar sem ekk-
ert sést nema ósnortið land, himinn og haf og hækkandi sól.
Ef grannt er skoðað sést glitta í stafninn á gömlu kirkjunni í
Krýsuvík úti í grámanum. Það er lfka guðshús í kjallara
skólahússins þar sem menn geta ákallað Drottin í lítilli
kapellu. Þar er rafmagnsorgel fomt af þeirri gerð sem eitt
sinn var vinsæl á íslenskum heimilum áhugatónlistarmanna.
Ragnar Ingi, sem gegnir embætti organista, sest við hljóðfær-
ið og spilar fyrir okkur: Ó, faðir, gjör mig lítið Ijós. Það er í
stfl við starfið sem þama fer fram og er sannarlega lítið ljós
í myrkum heimi þeirra sem hafa brennt allar brýr að baki
sér.
Við setjumst niður með Lovísu Christiansen sem margir
þekkja sem innanhússarkitekt en hún hefur rekið teiknistofu
með manni sínum Óla G.H. Þórðarsyni í áratugi. Enn fleiri
þekkja hana sem eina af driffjöðmm Útivistar þar sem hún
hefur verið formaður, setið í stjóm og síðast en ekki síst ver-
ið fararstjóri í fleiri gönguferðum en tölu verður á komið og
þekkir íslenska náttúra betur en margir aðrir.
Lovísa tekur við
Við hófum samtal okkar á þvi að tala um endurreisnina í
Krýsuvík.
„Þetta fór nánast á hausinn," segir Lovísa.
„Upphaflega var ætlunin að koma hér upp meðferð fyrir
unglinga. Það stóðst á endum að þegar við vorum tilbúin
tóku Tindar til starfa og þá tók Krýsuvík í auknum mæli við
fullorðnum fíklum sem hvergi áttu höfði sínu að að halla.
Þessi tími stóð frá 1989 til 1995. Þá var staðurinn alveg orð-
inn að beinagrind og 1997 vom héma þrír vistmenn og ráð-
gjafar í sjálfboðavinnu til þess að hér væri haldið uppi ein-
hverri meðferð."
Lovísa kom fyrst í Krýsuvík sem innanhússarkitekt og f
sjálfboðavinnu 1993 og þekkti því starfið vel en það var í lok
árs 1997 sem hún var beðin að taka að sér starf framkvæmda-
stjóra. Hún tók að sér starfið til bráðabirgða gegn því að
mega gera það sem hún vildi. Lovísa er framkvæmdastjóri en
dagskrárstjóri er Sigurlína Davíðsdóttir og saman stýra þær
Krýsuvík af einurð og hörku en Þorgeir Ólason er forstöðu-
maöur og ráðgjafi.
„Við gerðum fimm ára plan sem hefúr algerlega staðist
bæði meðferðar- og peningalega. Hér era nú 15-16 vistmenn
en rými fyrir 24. Þrir ráðgjafar em í fullu starfi auk forstöðu-
manns, fjögurra annarra og þriggja f hlutastarfi, þar á meðal
er læknir heimilisins. Nú er farið að sjást yfir hjallann en
þetta er búið að vera skelfilega erfitt.
Eitt af því sem lögð var áhersla á var að mennta ráðgjafa
okkar og vera í stöðugri endurskoðun. Hópur vistmanna hef-
ur í kjölfarið yngst mjög og nú er talsverð ásókn af ungu fólki
sem vill komast í langtimameðferð hér. Þetta er hópur sem
er á aldrinum 18-25 ára. Þrír til fjórir vistmenn em síðan
mun eldri og em hinum yngri gott fordæmi eða víti til vam-
aðar. Þannig má segja að heimilið sé nú loksins komið á þann
starfsgrundvöll sem því var ætlað í upphafi,“ segir Lovísa.
Hvað kostar meðferð?
Á síðasta ári kostaði rekstur Krýsuvíkur 48 til 50 milljón-
ir og þeir fjármunir komu úr ýmsum áttum. 26 milljónir
komu frá Alþingi. Vistmenn greiða 45 þúsund krónur á mán-
uði sem felagsþjónustustofnanir sveitarfélaganna standa í
flestum tilvikum straum af.
„Við eigum síðan afskaplega dyggan hóp stuðningsmanna,
víðs vegar um land, sem gefur okkur rúmlega sex milljónir á
ári með mánaðarlegum framlögum. Þetta er tryggur hópur
sem við sjáum samt aldrei og getum aldrei sagt takk við en
framlög hans hafa tvisvar sinnum bjargað okkur frá gjald-
þroti. Þetta em hinir eiginlegu félagar Krýsuvíkursamtak-
anna,“ segir Lovísa, „og ekki má gleyma Lionsklúbbum,
Soroptimistum og ýmsum félagasamtökum sem hafa stutt
okkur í áraraðir."
- Það kann að hljóma eins og úr kvikmyndinni um Stellu
í orlofi að Krýsuvík flytur inn fikla til meðferðar frá Svíþjóð
en Lovísa segist frekar líta á það sem útflutning þekkingar en
innflutning vandamála.
„Þetta er eingöngu gert af fjárhagsástæðum en við erum
með samning við Stokkhólmsborg og hér hafa að jafnaði ver-
ið 4-5 Svíar.
Sfðan fengum við aukafjárveitingu daginn fyrir gamlárs-
dag frá hinu opinbera gegn því að helga átta pláss hjá okkur
ungum fiklum sérstaklega og síðan var fast framlag okkar
hækkað um 12 miiljónir. Þetta teljum við að sé viðurkenning
á því að við séum að gera góða hluti,“ segir Lovisa með rétt-
mætu stolti.
í framhaldi af þessu verður bætt við ráðgjafa og vistmönn-
um fjölgað eftir því sem svigrúm leyfir."
- En er meðferðin í Krýsuvík frábmgðin því sem boðið er
upp á annars staðar?
„Við byggjum okkar starf jöfhum höndum á 12 spora kerfi
AA samtakanna og NA sem em Narcotics Anonymus. Hér fer
fram persónuleg meðferð sniðin að þörfúm, bakgrunni og
neyslu hvers og eins. Það er búið til sérstakt plan fyrir hvem
og einn. Flestir sem hingað koma hafa farið í margar með-