Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Side 16
16
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003
DV
Helgarblað
Charles Dickens. Hann hafði enga trú á því að bækur hans yrðu lesnar eftir
hans dag en það eru þær sannarlega og fjöldi kvikmynda og sjónvarps-
þátta hefur veriö gerður eftir þeim.
Rithöfundur
fólksins
Charles Dickens er enn í dag einn vinsælasti og mest
lesní skáldsagnahöfundur sögunnar. Aö margra áliti hef-
ur enginn skáldsagnahöfundur skapaö litríkara per-
sónugallerí.
Bandarískur blaðamaður tók eitt sinn við-
tal viö Charles Dickens sem þá stóð á hátindi
frægðar sinnar. Dickens sagði: „Ég er að
reyna að njóta frægðar minnar meðan hún
endist því ég er ekki svo grunnhygginn að
ímynda mér að bækur mínar verði lesnar eft-
ir minn dag.“
Hann fæddist árið 1812 og þótti sérlega efni-
legt barn en var heilsulaus og þjáður af
nýrnaveiki sem herjaði á hann alla ævi.
Hann var hlédrægur og afar bókelskur og
sagði seinna að Rauðhetta hefði verið fyrsta
ástin í lífi sínu. Fyrstu sögu sína skrifaði
hann níu ára gamall.
Róttækur þjóðfélagsgagnrýnandi
Faðir hans, sem var skrifstofumaður, var í
sífelldu skuldabasli og sat um tíma í skulda-
fangelsi. Á þeim tíma var Charles, tólf ára
gamall, sendur í vinnu í verksmiðju þar sem
hann vann við að setja límmiða á flöskur.
Hann vann tíu tíma á sólarhring og kvartaði
ekki, hvorki við for-
eldra sína né vinnufé-
laga. Eftir ár tók faðir
hans hann úr vinnu
og sendi hann í skóla
þar sem hann var við
nám í tvö ár. Skóla-
göngu hans lauk þeg-
ar hann var fimmtán
ára og hann gerðist þá
þingfréttaritari og síð-
an blaðamaður. Hann
var róttækur þjóðfé-
lagsgagnrýnandi og
skrifaði harða pistla
gegn barnaþrælkun.
Hann íhugaði um
tíma að gerast leikari
og hafði til þess ótví-
ræða hæfileika en
sneri sér fyrir alvöru
aö skriftum rúmlega
tvítugur eftir að hafa
lent í ástarsorg. Hann
jafnaði sig eins og
ungir menn gera og
kvæntist Catharine
Hogarth sem lýst var
sem indælli stúlku en
litlausri og ekki sér-
lega greindri. Þau
eignuðust tiu börn.
Hin fullkomna
kona
Fyrsta skáldsaga
Dickens var The
Pickwick Papers sem
birtist sem framhalds-
saga í mánaðarriti
þegar hann var tutt-
ugu og fimm ára og
færði honum mikla
frægð. Hann skrifaði
verkið undir mikilli
tímapressu og var á
sama tíma að vinna
að Oliver Twist.
Eitt mesta áfall sem
Dickens varð fyrir á
ævinni var dauði mágkonu hans, Mary Hog-
arth, sem lést einungis sautján ára gömul í
örmum hans. Hjartað hafði gefið sig. Dickens
haföi þótt undur vænt um hana. Hann klippti
lokk af hári hennar og geymdi og tók hring af
fingri hennar og setti á sinn eigin. Hann
sagði að sig hefði dreymt hana á hverri nóttu
í níu mánuði eftir dauða hennar og á næstu
árum lýsti hann því oft yfir að hann vildi
vera grafinn í sömu gröf og hún og sagðist
finna huggun i þvi að vita að einn dag myndi
hann sameinast henni í öðrum heimi. Hún
varð í huga hans að hinni fullkomnu konu.
„Ung, falleg og góð“ voru orðin sem hann lét
grafa á legstein hennar og með sömu orðum
lýsti hann nokkrum kvenpersónum bóka
sinna.
Fyrir þritugsaldur hafði hann skrifað The
Pickwick Papers, Nicholas Nickleby, Oliver
Twist og The Old Curiosity Shop. Hann sagði
bestu bók sína vera David Copperfield sem að
hluta til var byggð á bernskuminningum
hans. Hann var þrjátiu og átta ára þegar þetta
meistaraverk hans kom út.
Flestar sögur hans birtust fyrst sem fram-
haldssögur í blöðum. Þær nutu gífurlegrar
hylli og vöktu sterk viðbrögð lesenda sem
brugðust við dauða nokkurra skáldsagnaper-
sóna hans eins og um dauða náinna ættingja
væri að ræða.
í bókum hans mátti greina sterka samúð
með lítilmögnum og ekki síst börnum. Hann
var mjög gagnrýninn á ýmsar meinsemdir
þjóðfélagsins og lýsingar hans á harðræði í
skóla nokkrum í skáldsögunni Nicholas
Nickleby urðu til að nokkrum breskum skól-
um, þar sem svipaðar aðferðir tíðkuðust, var
lokað vegna sterkra viðbragða lesenda.
Dáður af alþýðu
Hann var dáður og elskaður af löndum sín-
um og menn hópuðust aö honum þegar hann
sást á götu og honum barst fjöldi aðdáenda-
bréfa. Öll þessi athygli þótti honum hvimleið
því hún takmarkaði frelsi hans. Hann fór í
leikhús einu sinni í viku og lék nokkrum
sinnum á sviði hjá áhugamannaleikhópum.
En hann forðaðist samkvæmi því honum
þóttu þau óbærilega leiðinleg.
Hann var skarpgreindur en átti vanda til
þunglyndis og kvíðakasta. Hann opinberaði
ekki tilfinningar sínar og átti til að vera mjög
þögull í samvistum við aðra en þegar honum
rann í skap urðu allir varir við það. Hann var
mjög umhyggjusamur faðir barna sinna í
æsku en þegar þau uxu úr grasi varð hann
þeim fjarlægari. Börn hans urðu lítið gæfu-
fólk og erfðu ekki hæfileika föður síns.
Eins og algengt er með menn sem alast upp
í fátækt en koma sér vel fyrir seinna á æv-
inni barst hann lítið á. Hann var reyndar
ekki vellauðugur á þess tíma mælikvarða en
vel stöndugur. Alþýða manna leit á hann sem
sérstakan verndara sinn og honum bárust
fjölmörg betlibréf. Mörg dæmi voru um að
hann borgaði fyrir menntun fátækra barna og
sendi ókunnugum peningagjafir. Hann
styrkti með fjárframlögum þrettán sjúkrahús
og gaf fé til fjörutíu og þriggja líknarfélaga.
Síðasta ástin
Fjörutíu og fimm ára gamall varð Dickens
ástfanginn af átján ára leikkonu, Ellen Tem-
an. Hann hafði lengi verið vansæll í hjóna-
bandi sínu enda voru þau hjónin gjörólík.
Hann sagði skilið við konu sína til að rækta
sambandið við Ellen sem entist meðan hann
lifði.
Heilsu hans fór hrakandi og um var kennt
upplestrarferðum um England og Bandaríkin
þar sem hann las úr eigin verkum við frábær-
ar undirtektir. Ferðalögin reyndust ekki ein-
ungis erfið, Dickens liföi sig svo inn í lestur-
inn að hann var örmagna á eftir.
Hann var einungis fimmtíu og átta ára þeg-
ar hann lést af völdum hjartaáfalls. í Banda-
ríkjunum skrifaði Longfellow að hann liefði
aldrei vitað til þess að dauði rithöfundar hafi
valdið jafn mikilli almennri sorg. „Það eru
engar ýkjur að segja að þjóðin sé harmi sleg-
inn,“ sagði hann.
I erfðaskrá sinni lagöi Dickens ríka áherslu
á að hann yrði grafinn í kyrrþey og athöfnin
yrði látlaus. Hann sagöist ekki vilja að sér
yrði reist neins konar minnismerki. Athöfnin
sjálf varð að vísu látlaus en hann var grafinn
í Westminster Abbey og gröfin stóð opin í tvo
daga. Þegar kom að lokun fyrri daginn biðu
enn þúsund manns fyrir utan eftir því að
votta Dickens virðingu sína.
Þula
Stúlkurnar ganga
sunnan með sjó
með línsvuntur langar
og léreftln mjó;
ólaglð er á,
eina þeirra vll ég fá.
Það mun vera stúlkan mín,
sem á undan gengur.
Hún ber gullna festl
allt ofan á belti,
laufaþrjóna ber hún þrjá,
fögur er hún framan á,
með gullsþðng um enni,
og það sómir hennl,
stúlkunnl minni.
Bláklœdd og rauðklœdd
hleyþur hún út um telgana;
alllr vllja piltarnir eiga' hana.
Þelr skulu ekkl fá hana
svo vœn sem hún er,
því hún ber allar llstlrnar
I barml sér.
Bækur úr ýmsum áttum
Uppáhaldsbækur Sigurðar Kára Kristjánssonar
„Það hafa margar bækur verið í
uppáhaldi hjá mér í gegnum tíðina
og þær hafa tekið breytingum eftir
aldrinum. Þegar ég var yngri var
bókin Páll Vilhjálmsson, eftir Guð-
rúnu Helgadóttur í sérstöku uppá-
haldi hjá mér. Frábær barnabók
sem ég las aftur og aftur, enda er
bókin afskaplega fyndin og
skemmtileg.
Á menntaskólaárunum varð ég
upptekinn af verkum Halldórs
Laxness. Þar standa upp úr að
mínu mati Sjálfstætt fólk, Salka
Valka og Islandsklukkan. Sú síð-
astnefnda fmnst mér þeirra best.
íslandsklukkan er einstaklega vel
skrifuð og ég man að þegar ég las
hana í fyrsta skipti gat ég ekki slitið mig frá henni,
las heila nótt og skrópaði í skólanum til þess að geta
kláraö hana. Síðar las ég íslandsklukkuna af meiri
yfirvegun og sannfærðist endanlega um að bókin er
besta verk Halldórs. Á þessum tíma var ég líka afar
hrifinn af Kaldaljósi eftir Vigdísi Grímsdóttur og Is-
lenska drauminum eftir Guðmund Andra Thorsson.
Sem betur fer var ég upphaflega píndur til að lesa
bækumar til prófs í Verzlunarskólanum, en eftir að
hafa lesið verkin var ég afar þakklátur kennaranum
minum fyrir að hafa þrælað mér í
gegnum þau.
Smásögur hafa einnig verið .1
miklu uppáhaldi hjá mér og í því
sambandi vil ég sérstaklega nefna
smásagnasafnið Ofsögum sagt, eftir
Þórarin Eldjám. Þá bók las ég upp til
agna. Þórarinn er einstaklega
skemmtilegur og fyndinn rithöfund-
ur sem sér hlutina gjaman í öðra
Ijósi en flestir aðrir.
Svo vil ég nefna ævisögu Benja-
míns H.J. Eiríkssonar eftir Hannes
H. Gissurarson. Hana las ég þegar ég
var námsmaður erlendis. Lífshlaup
Benjamíns var með algerum ólíkind-
um og Hannes gerir því afar góð skil
í bók sinni.
Uppáhaldsbókin mín hin síðari ár er hins vegar
The Fountainhead eða Uppruninn eftir Ayn Rand,
sovéska konu sem flúði aúslaus frá heimalandi sínu
til Ameríku og varð síðar metsöluhöfundur. Bókin
kom fyrst út árið 1943. Þetta er rómantísk skáldsaga
um ungan arkitekt en meginboöskapur bókarinnar
er hins vegar heimspeki Rand sem byggist á ein-
staklingshyggju. Frábær bók! Næst á dagskrá hjá
mér er að lesa Atlas Shrugged eftir Rand sem þykir
jafnvel betri en The Fountainhead."
Umsjón:
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Bókasíðan
Bókin um
snillingana
Genius eftir Harold Bloom
Bloom er einn
þekktasti og virtasti
gagnrýnandi okkar
tíma - gáfaður maður
sem hefur andstyggð
á meðalmennsku. í
þessari bók fjallar
hann um hundrað
orðsnillinga og íhugar hvað það er
sem gerir þá að snillingum. Bloom
segir þrjá snillinga í rithöfunda-
stétt hafa lifað af nútimafiölmiðla-
byltinguna: Shakespeare, Jane
Austen og Charles Dickens. Dálæti
Blooms á Shakespeare skin í gegn-
um bókina sem er draumalesning
allra þeirra sem kunna að meta
snillinga og snilldarverk.
Sœmilegur maður
gerir sig ekki að hundi
út afbeini.
Danskt orðtak
Bókalisti Eymundssoi
Allar bækur
1. Þú getur grennst og
breytt um lífsstíl. Ás-
mundur Stefánsson og
Guðmundur Björnsson
2. Bókin um bjórinn.
Roqer Protz
3. Frida. Barbara Muiico
4. Rétt matreiðsla fyrir þinn
blóðflokk. Peter D'Adamo
5. Gerðu það bara! Guðrún G.
Berqmann
6. Brennu-Njáls saga m/skyrinqum
7. Hvar sem ég verð.
Inqibjðrq Haraldsdóttir
8. Napóleonsskjölin.
Arnaldur Indriðason
9. 177 leiðir til að koma konu í
7. himin
10. Spænsk-íslensk/íslensk-
spænsk orðabók
Skáldverk
1. Brennu-Njáls saga
m/skýrinqum
2. Hvar sem ég verð.
Inqibjörq Haraldsdóttir
3. Napóleonsskjölin. Arnaldur
Indriðason
4. Grafarþögn. Arnaldur Indriða-
son
5. Veröld Soffíu. Jostein Gaarder
6. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason
7. Mávahlátur.
Kristín Marja Baldursdóttir
8. Bridget Jones á barmi
taugaáfalls. Helen Fieldinq
9. Egils saga m/skýrinqum
10. Hringadróttinssaga 1-3. J.R.R.
Tolkien
Barnabækur
1. Herra Fyndinn.
Roqer Harqreaves_________________
2. Geitungurinn 1. Árni Árnason
oq Halldór Baldursson
3. Snúður og snælda - 1, bók
4. Litla lirfan Ijóta.
Friðrik Erlingsson
5. Ævintýri í Jökulheimum.
Inqvar Siqurðsson
Metsölulisti Eymundssonar 29. janúar til 4. febrúar