Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 34
34 H&lgctrblctð JOV LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 Hdgcirblctð DV 39 Gísli J. Ástþórsson ætlaði að verða verslunarmaður eins og hann átti kyn til. liann lærði blaðamennsku í Ameríku inn þegar fjallað er um blaðamennsku þessa tímabils en hann hafði allt sem þarf í þetta starf, afslappaður og skemmtilegur og góður gleðimaður. Þegar ég kom heim tók ég við fréttastjórastöðunni og spurði Valtý hvort ég tæki þá ekki formlega við af ívari og hann játti því en var að fara norður á Akureyri á skógrækt- arfund. Ég fór svo niður í prentsmiðju og þessu var breytt í hausnum á blaðinu. Daginn eftir hringdi vinur minn úr prentsmiðjunni og þar var mættur forstjóri fyrirtækisins og heimtaði að nafn mitt yrði tekið úr hausnum. Ég hringdi norður í Valtý og sagði honum að ég myndi hætta ef þetta stæði ekki, að hann myndi ekki sjá mig aftur á Morgunblaðinu. Hann bað mig alltaf að bíða en ég fékkst ekki til þess og það endaði með því að ég gekk út eftir að hafa verið fréttastjóri í einn dag.“ í skurðgröft og Vikuna Gísli segir að hann hafi líklega verið látinn gjalda þess að vera kominn af sjálfstæðismönnum sem ekki rákust alltaf vel i flokknum og höfðu stundum tekið þátt i ýmsum klofnings- aðgerðum. Allt að einu stóð hann uppi atvinnulaus á erfiðum tímum, á kafi í húsbyggingu og ekki hægt um vik fyrir frétta- stjóra Morgunblaðsins að leita hófanna hjá öðrum blöðum sem öll voru bundin á klafa sinna flokka. Gísli fór þess vegna fyrst um sinn í verkamannavinnu og gróf meðal annars skurði og undi hag sínum harla vel og segist alltaf hafa kunn- á stríðsárunum og hefur átt litríkan feril sem blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur, skopteiknari og saltstjóri. að vel við sig í verkamannavinnu. Næstu fimm árin var Gísli síðan ritstjóri Vikunnar sem hann kunni reyndar aldrei reglulega vel við enda blaðið alltaf í kröggum og fátt um nýjungar en Gísli átti þó undir lokin við annan mann helming útgáfunnar. Þegar Áki Jakobsson kom að máli við Gísla og bauð hon- um ritstjóm Alþýðublaösins 1958 var það partur af samning- um að liðka fyrir lánum í banka svo ónefndur maður gæti keypt hlut Gísla í Vikunni. „Ég var ósköp feginn að sleppa og setti það skilyrði að flokkurinn skipti sér aldrei af því sem blaðið gerði og það má Áki eiga að meðan hann var formaður blaðstjómar þá stóð hann við það.“ Þegar Gísli J. Ástþórsson var ungur maður að alast upp í Reykjavík þá ætlaði hann ekki að verða blaðamaður. Hann ætlaði að verða verslunarmaður eins og hann átti kyn til, kominn af stórútgerðarmönnum, lögffæðingum og athafna- skáldum i Vestmannaeyjum og víðar. Hann hafði gaman af þvi að teikna og sennilega hefur hann komist á bragðið þegar hann gat selt Speglinum árið 1937 skopmynd af Helga Tómassyni, yfirlækni og skátahöfð- ingja, sem er frægastur fyrir að hafa ætlað að úrskurða Jónas frá Hriflu geðveikan sem er önnur saga. Þegar Spegillinn keypti myndina af Gísla var hann 12 ára og segist hafa verið eins og grár köttur á ritstjóm Spegilsins lengi á eftir til þess að reyna að selja þeim fleiri myndir. Gísli sigldi til Bandaríkjanna með Brúarfossi í seinni heimsstyrjöldinni, veturinn 1942, og var 20 daga á leiðinni í krákustígum með skipalestum í herskipafylgd sem voru sí- fellt höfuðsetnar af kafbátum Þjóðveija. Þetta var hættulegt ferðalag og farþegamir vissu aldrei hvar þeir vom staddir. Þegar vestur var komið settist Gísli á skólabekk i Uni- versity of North Carolina í Chapel Hill og hóf nám í verslun- ardeild, styrktur af afa sínum og fóður. Hann hafði lokið gagnfræðaprófi 1939 og reynt fyrir sér í menntaskóla þar sem honum leiddist og hætti en komst þá i starf í ameríska sendi- ráðinu þar sem hann segir að sitt helsta verk hafi verið að þýöa leiðara úr íslenskum blöðum. Þaö vom velunnarar hans þar sem hvöttu hann til ffekara náms og greiddu götu hans. Heim á Morgunblaðið „Ég vissi ekkert um blaðamennsku en var lestrarhestur. Ég var búinn að vera við nám í nokkra mánuði þegar ég ákvað að skipta. Mér gekk vel að læra og skrifaði mínar fyrstu smásögur á ensku í tímarit skólans. Ég lauk svo námi þama á þremur árum með því að vera einnig í sumarskólan- um sem var styttri tími en venjulegt var,“ segir Gísli sem tek- ur á móti blaðamanni á heimili sínu í Kópavogi. Þar sitjum við umkringdir bókum á báðar hendur. Það kemur kannski ekki á óvart þegar heimilisfaðirinn hefur haft lifibrauð sitt af pennanum langa ævi. Þegar Gísli kom heim frá Ameriku var búið að ganga frá þvi að hann var ráðinn til Morgunblaðsins en rétt er að hafa í huga að á þessum tíma var menntun í blaðamennsku sér- staklega næstum alveg óþekkt á íslandi. „Ég byrjaði þar í janúar 1946 og áttaði mig fljótlega á því að þótt ég þættist vita mikið og hefði hugmyndir um alla skapaða hluti þá kannaðist enginn við þessar hugmyndir og vildi ekkert af þeim vita. Allt sem hét blaðamennska á ís- landi á þessum tíma var hápólitískt og njörvað niður. Mér gekk samt vel og kom mér fljótlega upp dálki á Morg- unblaðinu og varð fljótlega staðgengill ívars Guðmundssonar fréttastjóra og var nokkuð góður vinur Valtýs Stefánssonar. Hann átti það til þegar hann varð seinn fyrir með greinar að boða mig til sin upp á Laufásveg og lesa mér fyrir því ég var svo fljótur að vélrita. Maður vann þama annað hvem dag til miðnættis og það var ekki borguð aukavinna. I sérstöku ati eins og kosningum þótti ekkert að vera til 2-3 á nóttunni," segir Gísli sem undi hag sinum þokkalega vel á Morgunblaði en 1951 dró til tið- inda. Átökin um starfið „Ég var i mínu fyrsta þriggja mánaða frii sem þá var nýtil- komið og útgefendur voru enn reiðir vegna þess. Ég ætlaði að nota tækifærið og fara i síðbúna brúðkaupsferð til Sví- þjóðar. Þangað fæ ég boð um að ívar Guðmundsson frétta- stjóri væri að hætta. Mér finnst hlutur ívars alltaf vanmet- Gísli slí pennann Gísli J. Ástþórsson, blaðamaður, ritstjóri, rithöf- undur, leikskáld og skopteiknari, verður áttræð- ur eftir um tvo mánuði. Hann hefur nú slíðrað pennann og hætt að skemmta lesendum DV með skopteikningum á virkum dögum. Höfundur Þankastriks, Siggu Viggu og allra þeirra mein- fgndnu alþgðuhetja spjallaði við DV um sitthvað sem á daga hans hefur drifið íblaðamennsku og blaðaútgáfu frá 1946. Wmá —— X' >G* V!v>NVVV V C, i % >■' Á Á \ > VS A A\ .. V" 'jm h&t-' 4- í hönd fóm tímar mikilla breytinga þar sem Gísli fékk nú loksins tækifæri til þess að nýta sér margt af því sem hann hafði lært í Ameríku á sínum tíma. Alþýðublaðið var vel mannað ungum og áköfum blaðamönnum sem voru til i að breyta til. Byltingar Alþvðublaðsins Dæmi um ný vinnubrögð var fyrsta forsíða Gisla sem fjall- aði um útfærslu landhelginnar í 12 mílur en þama vom Is- lendingar að sigra í sínu fyrsta þorskastríði. Gísli laumaðist niður í Steindórsprent til að fá sett nógu stórt letur og svo var flennt yfir forsíðuna: 12 mílur kl. 12 með stríðsletri. Stórar fyrirsagnir, stuttar fréttir, stórar myndir og ákveð- ið „attitúd" í framsetningu eins og nú á dögum væri sagt varð til þess að vinsældir Alþýðublaðsins ruku upp. í blaðsölu- tumum rauk salan úr 5 blöðum i 100 á stuttum tíma og áskrifendum fjölgaði. Blaðið neitaði að birta heilar ræður for- manna flokksins og varð á margan hátt nútímalegt því þama sýnast hafa verið lögð til gmndvallar þau lögmál sem enn eru að selja blöð í dag. Þama fæddist Sigga Vigga sem sennilega er sú teikni- myndapersóna sem Gísli varð þekktastur fyrir ef Þankastrik- ið í Morgunblaðinu og seinna DV er undanskilið. Upplag blaðsins fjórfaldaðist á fáum árum. „Þetta var byltingartími. Við vorum mátulega hávaðasöm og bárum ekki virðingu fyrir öllu sem gerðist og fannst við geta gert hvað sem okkur sýndist. Ég var skammaður á stundum en ekki rekinn þegar við hlífðum ekki flokksmönn- um. Það má segja að við höfum verið að reyna að gera Alþýðu- blaðið að líflegu og vinsælu fréttablaði og draga það í áttina frá pólitíkinni. Ég var afskaplega hrifinn af enska Mirror á þessum tima og breyttum meira að segja formi blaðsins til að likja eftir þvi. Annars held ég að við höfum aðallega verið svolítið skemmtileg og gerðum margt sem öðrum blöðum hafði ekki dottið í hug. Ég veit ekki hvort þetta var alltaf fyrirmyndarblaða- mennska en við vorum samhent og það var alltaf gaman hjá okkur.“ Reldnn í Stjómarráðinu Nú væri freistandi að halda að nú hefði allt getað gengið vel og vinsældir blaðsins hefðu tryggt framtíð þess en Gisli segir að á þessum tíma hafi stjómmál líka ráðið því hvar menn auglýstu og allt slíkt var i fóstum skorðum. Vísir átti smáauglýsingamar og það var alveg sama hvað Aþýðublaðið gat státað af mikilli aukningu. „Auglýsingar jukust ekki nema einhver góður krati vélaði þar um í krafti síns embættis. Þetta var bara veruleiki þess tíma og ekkert við þvi að gera.“ Siðan segir Gísli að menn hafi ákveðið að nú gætu þeir tek- ið við taumunum þegar búið var að rífa blaðið upp. Fyrstu merkin vom þegar skipt var um blaðstjóm og ekki löngu seinna var Gísli kallaður niður í Stjómarráð á laugardegi til fundar við ráðherra Alþýðuflokksins. „Eftir tiu mínútna kurteisispjall spurði ég beint út hvort þeir ætluðu að reka mig. Annar ráðherrann fómaði höndum og sagði að það kæmi þeim ekki til hugar en tíu minútum seinna var það afstaðið." Útvarp og sfldarplan Aftur brást Gisli eins við og i fyrra skiptið og í stað þess að færa sig um set milli stóla á ritstjóm fór hann austur á firði til starfa á sfldarplani en á þessum ámm vom sfldaræv- intýri i algleymingi þótt enginn vissi þá að hvert sfldarár var að verða það seinasta. Þar starfaði Gísli sem saltstjóri og tók við merkjum frá söltimarstelpum og hló þegar menn undmð- ust að lengi vel stóð nafn hans sem ritstjóra í haus blaðsins. Síðan liðu um tíu ár við kennslu, ritstörf og skriftir ásamt skopteikningunum sem Gísli fékkst jafnt og þétt við. Smásög- ur, leikrit og fleira leit dagsins ljós en á þessum tíma var hann einnig um fjöguira ára skeið fulltrúi hjá Ríkisútvarp- inu og segist aldrei hafa gert nokkum skapaðan hlut af viti. „Ég reyndi ítrekað að gera eitthvað. Það var hringt i ein- hvem annað slagið og honum boðið að tala um daginn og veginn. Ég spurði einu sinni hvort ég mætti skrifa fr amhalds- leikrit og því var tekið afar vel en ég yrði að gera það heima en ekki í vinnunni. Mér leiddist þetta alveg óskaplega. Ég held að útvarpsstjóra hafi bmgðið þegar ég sagði upp. Hann átti því ekki að venjast að merrn slepptu svona störfum." Aftur á Mogga Það var síðan 1973 sem leið Gísla lá aftur inn á Morgim- blaðið þar sem ferill hans hafði hafist. Þar starfaði hann síð- an næstu 27 árin og fékkst við margt, allt frá fréttastjóm yfir í móttöku aðsendra greina en afltaf var skopteiknarinn rúm- frekari og Þankastrikið varð sífeflt vinsælla. Gísli segist reyndar halda að sjálfstæðismenn hafi stundum verið svolít- ið taugaóstyrkir yfir því þegar skopmyndir hans beindust að þeirra flokksmönnum og frammámönnum. „Ég byrjaði með Þankastrikið í eindálk því ég vildi að skopmyndimar væm með fréttunum. Það er gróin hefð að svona skopteikningar teljist til fréttaefnis dagblaða og ef vel á að vera þá segir hver mynd litla sögu og í henni kristallast tíðarandinn. Þetta fannst mér mjög gaman þegar vel gekk en það verður að vera talsverður broddur í svona myndum ef þær eiga að virka. Ég frétti seinna að það hefði verið sérstakur maður sem átti alltaf að lita á Þankastrikið og vita hvort það væri ekki ömgglega í lagi. Það var samt aldrei stoppað og ég á myndir sem ég skfl í rauninni ekki að ég skyldi komast upp með.“ Ritliöfimdur dó í hjartaaðgerð Það má halda þvi fram með nokkrum rétti að í Gísla hafi búið þrír menn: blaðamaðurinn, rithöfundurinn og teiknar- inn. Gísli fór i stóra hjartaaðgerð fyrir 15 ámm og hann seg- ir að rithöfundurinn hafi ekki lifað aðgerðina af. „Ég átti handrit að skáldsögu ófúllgert í skúffu og þegar ég kom aftur úr hjartaskurðinum þá ætlaði ég að fara að ljúka henni en þá gat ég það afls ekki. Ég hreinlega hataði að skrifa. Það var eins og ég hefði hreinlega týnt því niður og og að lokum henti ég handritinu.“ En ef rithöfundurinn fórst i aðgerðinni þá má halda grín- inu áffarn með því að segja að teiknarinn hafi verið hætt kominn því fyrst eftir aðgerðina var hægri hönd Gísla alger- lega lömuð. „Það reyndist hafa skaddast einhver taug í öxlinni og ég var svo heppinn að það gekk til baka á fáeinum vikum svo ég gat haldið áfram að teikna." Áfram á DV Gísli hætti á Morgunblaðinu á tflskildum aldri, eða um sjö- tugt, en var þá við hestaheilsu og gekk með teikningar sínar undir hendinni sem leið lá niður í Þverholt á fund DV-manna og var tekið með kostum og kynjum og hefur teiknað í blað- ið á virkum dögum síðustu tíu árin. „Það gladdi mig stórlega þegar Ellert Schram tók mér vel en fyrst hélt hann að ég væri að grínast. Það vildi svo til að þegar mér var haldið smá kveðjuhóf á Morgunblaðinu þá kom einhver í veisluna með fyrstu eintök- in af DV þar sem Þankastrikið hélt áffam að birtast. Það urðu nú einhveijir langleitir sem þama voru en þetta var allt í góðu.“ Þannig náði teiknarinn smátt og smátt yfirhöndinni eftir því sem leið á starfsævina í hefðbundnum skilningi þess orðs. Gísli segir að það sé í rauninni ekkert til sem heitir vond- ur húmor eða góður húmor. „Minn húmor er minn eigin og það eru einhverjir á sama máli og ég en svo eru aðrir sem eru á öðru máli.“ Gísli hafði eiginlega ætlað sér árum saman að slá út ffæg- an bandarískan skopteiknara sem hélt áfram að teikna ffam undir áttrætt. En nú segist hann ætla að gefa sér tvo mánuði í forgjöf. „Mér fannst vera orðið erfiðara upp á síðkastið að fá góö- ar hugmyndir." Braut allar pípumar Gisli segist samt vera við skikkanlega góða heilsu. Hann hætti að reykja skömmu áður en hann fór í hjartaaðgerðina. Hann reykti pípu og braut allar pípumar á einu bretti áður en hann hélt utan. Ég sé í barskápnum að hann getur enn boðið gestum snafs ef svo ber undir og hefur góðan smekk svo meinlæti em greinflega ekki iðkuð af neinu offorsi í Fífu- hvamminum. Það væri hægt að sitja lengi dags við fótskör þess ema snillings sem enn sér samfélagið í eins ským ljósi og þegar hann hristi hárbeittar skopteikningar ffam úr erminni yfir morgunkaffinu. Það er freistandi að spyija hann að lokum hvort harrn vilji spá um framvindu mála á dagblaðamarkaðn- um þar sem þijú blöð beijast nú af meiri hörku en oft áður þótt aðstæður séu um margt ólíkar því sem áður tíðkaðist. „Mér list ekki nógu vel á þetta. Ég held að blöðunum hljóti að fækka um eitt þótt ekki sé víst hvert lætur undan síga. Ég held að það sé ekki tfl góðs þegar menn fara að gefa blöð. Það hugnast mér ekki. Þá ráða auglýsendur algerlega ferðinni því þótt þeir séu ómissandi þá eiga þeir ekki að vera allsráð- andi." -PÁÁ Gísli var ritstjóri Alþýðublaðsins í fimm ár og fjór- faldaði útbreiðslu blaðsins á þeim tíma. l)V-myndir Sigurður Jökull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.