Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGU R S. FEBRÚAR 2003 Helqarb/að 33V 29 fyrir Kai Munk og sex önnur hlutverk 1988, Róbert Arnfinnson fyrir karlinn í Heimkomu Pinters 1989, Kristbjörg fyrir mömmuna í Taktu lagið, Lóa, 1996, Hilmir fyrir Hamlet 1998, Elva Ósk fyrir Nóru 1999, Ingvar fyrir Bjart 2000 - það læðist að manni grunur að tilnefning Kristbjargar fyrir Stræti 1993 og Sannar sögur /Kirsuberjagarð 1995 hafi ekki minnkað líkur hennar þegar hún loks var verðlaunuð 1996. Allt eru þetta burðarrullu-veitingar, finir lista- menn, en hefðu margir mátt fá viðurkenningar fyrir önnur og minni hlutverk í annan tíma. Það er gamal- dags hugsunarháttur að koma einungis auga á höfuð- persónur í vali sem þessu. Það er að játa billegum áróðri vikublaðanna um stjörnurnar í leikhúsinu. En Séð&heyrt-mentalítetið er afar smitandi. Hamlet Hilmis gerði fátt ef enginn væri annar á sviðinu til að svara honum. í leikstjóm Lítum á leikstjóra: næst á eftir Stefáni fékk Oddur Björnsson verðlaunin fyrir Beðið eftir Godot á Akur- eyri 1980. Ekki dugði það honum til frama í öðrum at- vinnuleikhúsum. Þá fékk leikstjórnarteymi Guðjóns Pedersens, Hafliða Arngrímssonar og Gretars Reynis- sonar verðlaunin 1992 og Viðar Eggertsson hefur einn manna hlotið þau i tvígang: fyrir Sannar sögur 1995 og þrjár sýningar 2002. Fimm karlar á fimm árum. Engin kona. Þórhildur aldrei. Hvað er það sem veldur því að hún er aldrei tilnefnd og hefur þó verið með afkastamestu leikhús- listamönnum okkar I áratugi með afar persónulegan og sterkan stíl og skýra pólitíska stefnu? Finnst þrjá- tíu manna hópnum hún svona léleg? Leikmyndahönnuður hefur einu sinni fengið verð- launin (Gretar Reynisson 1990), ljósahönnuður aldroi, búningahönnuður aldrei. íslenska óperan hefur að- eins einu sinni komist á blað og aldrei fengið verð- laun, brúðusýning aldrei, barnaleikhús aldrei. Verð- launin hafa tvisvar komist út fyrir hreppamörk Reykjavíkur, einu sinni til Hafnarfjarðar, einu sinni til Akureyrar. Hvað telja menn marga mínusa? Kallar og kralvkar Menningarverðlaun fyrir leiklist hafa þannig sveiflast til og frá. Það má greina ríka tilhneigingu til að hossa leikurum í burðarhlutverkum, þau sækja líka á jaðarinn og allt að því snobba fyrir minni leik- hópum. Lengst var gengið þegar Stúdentaleikhúsið fékk prísinn fyrir bókmenntakynningar 1985 og hafa menn aldrei verið fjær markinu. Þá er fastur passi að Nemendaleikhúsi sé hrósað í hástert í niðurstöðum valnefnda. ísland mun vera eina landið í Evrópu þar sem prófsýningar nemenda í leiklistarskóla eru taldar með opinberri leikstarf- semi. Það er hluti af þeirri æskudýrkun sem sett hef- ur svip sinn á samfélag okkar í tvo áratugi. Arnar Jónsson vikur að þessu i viðtali þegar hann fær verð- launin 1988 og spyr: Hvers virði er nýjungagirnin? Hvers má reynslan? Einskis? En þar dansa nefndarmenn sama dans og stjórn- endur leikhúsa: nýgræðingum er hent inn á svið og þeir hafnir í hæstu hæðir en eru algerir byrjendur og eru margir misseri að ná sér. Sumir ná sér aldrei. Af fyrirbærinu er dálitil kallafýla: fjórtán nafn- kenndir karlar hafa fengið verðlaunin á móti fimm konum. Verðlaunin eru þannig í samræmi við íhaldsama hefð samfélagsins. Valnefndir tilnefna fjölda kvenna en verðlauna karla. Leikhússtjórar sem lýstu yfir að þeir vildu auka hlut kvenna í leikhúslífi, Sigurður Hróarsson og Þórhildur Þorleifsdóttir hefðu mátt fá tilnefningu fyrir þá viðleitni eina. En leikhús dregur dám af samfélagi. Ekki er hægt að lita fram hjá því að verðlaun og til- nefningar sneiða hjá alþýðlegri formum leikhúss: farsar og söngleikir komast aldrei á blað hjá nefnd- inni. Bein viðleitni til að skapa íslenska söngleiki og stækka áhorfendahópinn nær ekki máli hjá nefndar- mönnum. Ekki frekar en barnasýningar sem eiga hlutfallslega örfáar tilnefningar á öllu tímabilinu. Ekkert af þessu þrennu er nógu fín list fyrir Menn- ingarverðlaun DV. Menn taka sig svo alvarlega. Hvað eru það margir mínusar? Að leiðarlokum Þannig sveiflast ásinn til: á sex ára tímabili frá 1984 til 1989 voru það svokallaðir frjálsir hópar sem hirtu verðlaunin með einum eða öðrum hætti. Stóru leikhús- in - nær væri að segja stóra leikhúsið og leikfélögin tvö voru ekki í náðinni. Síðan tekur við tímabil þar sem listamenn Þjóðleikhússins sanka að sér heiðrinum - 1991 til 1996. Óhætt er að fullyrða að þessi raðleikur hafi meðal leikhúsfólks smækkað verðlaunin og gert þau ómerki- legri en efni stóðu til, einkum þegar verðlaunin fær ár eftir ár einstaklingur sem má sín í raun einskis á sviði ef hann er ekki hluti af lifrænni heild. Þess sjást einnig merki að Menningarverðlaun DV séu á sumum sviðum orðin mótleikur og samleikur við aðrar viðurkenningar. En virða skal viðleitni: uppslátturinn fínn, hrósið hollt í hófi, matur og vin dýr og gripirnir góðir, ræðan söm hjá Thor - það er fjör meðan á því stendur. Stefán Baldursson, nú þjóðleikhússtjóri, hlaut Menningarverðlaun DV í leiklist fyrstur manna árið 1979. Var það meðal annars fyrir leikstjórn hans á Öskubusku árið 1978. Á myndinni má sjá (frá vinstri til hægri); Bríeti Iléðins- dóttur, Önnu Kristínu Arngrímsdóttur, Sigríði Þorvaldsdóttur, Þórhall Sigurðsson og Eddu Þórarinsdóttur. Alþýðuleikhúsið var árið 1985 verðlaunað fyrir sýninguna Beisk tár Petru von Kant. Leikstjóri verksins var Sig- rún Valbergsdótt- ir. Hér getur að líta Maríu Sigurð- ardóttur og Eddu Guðmundsdóttur í hlutverkum sín- um. Viðar Eggertsson hlaut Menningarverðlaun DV árið 2002 fyrir þrjár sýningar: Túskildingsóperuna hjá Nem- endaleikhúsinu, Öndvegiskonur hjá LR og Laufin í Toscana í Þjóðleikhúsinu. Hér er Stefán Jónsson í hlut- verki fjölskvlduvinarins Húberts í Laufunum í Toscana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.