Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir Viðskiptavinir DV geta notað SMS-þjónustu við smáauglýsingapöntun: Númerið 1919 fyrir not- endur allra símafyrirtækja SmartSMS ríður á vaðið á ís- landi með með eitt stutt númer fyrir SMS-þjónustur. Nú þurfa þeir landsmenn sem taka þátt í SMS-þjónustum á vegum Smart- auglýsinga aðeins að muna núm- erið 1919 þegar þeir taka þátt i þjónustunni. Þjónustan er fyrir alla, sama hvaða símafyrirtæki þeir skipta við. Númerið verður tekið í notkun i dag, laugardag. „Þetta er gríðarlegt skref fram á við hér á íslandi að við fáum að hafa eitt númer, okkar eigið núm- er óháð hvaða símfyrirtæki við- skiptavinir okkar eru að senda SMS frá. Þetta er mjög gott mál og öllum fyrir bestu þá sérstaklega okkar viðskiptavinum sem skipta hundruð þúsunda á hverjum mán- uði,“ sagði Halldór Viðar Sanne, framkvæmdastjóri Smart-auglýs- inga. Nú er bara að taka upp sím- ann og prófa eina SmartSMS/DV Smáauglýsingar DV einnig gegnum SMS Úr smáauglýsingadeild DV í Skaftahlíö 24. þjónustu og senda á númerið sem allir ættu að muna framvegis, 1919. DV býður einnig þá þjónustu að hægt verður að gerast áskrifandi að smáauglýsingum í símanum. Þeir dálkar sem byrjað verður með eru Einkamál, Atvinna og Húsnæði en fleiri nýjungar munu líta dagsins ljós á næstu dögum. Til að panta auglýsingu í síman- um slær notandi t.d. inn: Einka- mál. Hann sendir síðan SMS-skeytiö DV KVK á númerið 1919 og fær frá smáauglýsingadeildinni til baka upplýsingar um einkamála smá- auglýsingar DV sem birtast í blað- inu. Móttaka hvers skeytis kostar 49 krónur. Til að afskrá þjónust- una þarf að senda SMS-skeytið DV KVK STOPP á númerið 1919. -GG íslenska friðargæslan: Erum í viðbragðsstöðu „Það veit enginn hvað gerist en við erum i viðbragðsstöðu fyrir hjálpar- og uppbyggingarstarf í kjöl- far hugsanlegra átaka í írak,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson, umsjón- armaður íslensku friðargæslunnar hjá utanríkisráðuneytinu, þegar hann er spurður um stöðu íslensku friðargæslunnar ef til stríðs kemur í írak. „Við eru með fólk á við- bragðslista og getum brugðist við óskum um aðstoð með tiltölulega stuttum fyrirvara.“ Finnbogi segir að íslenska friðar- gæslan sé með verkefni í Bosníu, Kosovo, Makedóníu og á Sri Lanka. „Friðargæsluliðar í Bosníu starfa með Öryggissamvinnustofnun Evr- ópu (ÖSE), Evrópusambandinu og SFOR, Stabilisation Force. Evrópu- sambandið tók við löggæsluhlut- verki í landinu af Sameinuðu þjóð- unum um síðustu áramót. Friðar- gæslan er einnig með mjög stórt verkefni i Pristina eftir að hún tók við allri flugumsjón i borginni í jan- úar en hún mun taka við allri stjórn flugvallarins 3. mars næstkom- andi.“ Flugumsjón í Pristina Finnbogi segir að þess utan sé friðargæslan með verkfræðinga á sínum vegum sem vinna með Það veit enginn hvað gerist Finnbogi Rútur Arnarson, umsjónarmaöur íslensku friöargæsiunnar hjá utan- ríkisráöuneytinu, segir aö þaö séu aö jafnaöi tuttugu og fimm íslendingar aö störfum erlendis á vegum friöargæslunnar. Kosovo Force í Pristina, en KFOR er herafli þeirra ríkja sem halda uppi lögum og reglu í héraðinu á vegum NATO. „Við vinnum líka með Sameinuðu þjóðunum í Kosovo þar sem Margrét Heinreksdóttir stjórnar skrifstofu UNIFEM, auk þess sem Hrafn Grétarsson lögreglu- maður starfar með sérsveit SÞ í Pristina. Friðargæslan er með tvo menn í samnorrænu verkefni á Sri Lanka sem nefnist Sri Lanka Mon- itoring Mission, SLMM, og felst í því að halda uppi vopnahléseftirliti á milli stjórnarhersins og skæruliða Tamíla.“ Einn á leið til Afganistans „Stærsta verkefnið um þessár mundir er tvímælalaust umsjón með flugvellinum í Pristina. Innan tíðar fer maður frá okkur til Afganistans til að stjórna uppbygg- ingarstarfi og við erum einnig með í undirbúningi samstarfssamning við World Food Program." Að sögn Finnboga eru að jafnaði tuttugu og fimm íslendingar erlendis á vegum friðargæslunnar. „Utanríkisráðuneytið mun fljótlega auglýsa eftir þátttakendum á nám- skeið vegna viðbragðslistans og ör- yggisnámskeið í samvinnu við rík- islögreglustjóra fyrir þá sem eru þegar á viðbragðslista íslensku frið- argæslunnar." -Kip TF-LÍF í ókyrrð: Sótti hjarta- sjúkling í Stykkishólm Læknir á sjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi hafði samband við stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar um hálftíu í gærmorgun vegna hjart- veiks manns sem þurfti að kom- ast tafarlaust á sjúkrahús í Reykjayík. TF-LÍF fór í loftið frá Reykja- víkurflugvelli rétt fyrir kl. tíu og var komin til Stykkishólms kl. 10.26. Þaðan var haldið af stað kl. 11 og lent á Reykjavíkurflugvelli upp úr hálftólf. Sjúkrabíll flutti sjúklinginn á Landspitala Há- skólasjúkrahús við Hringbraut. Flugið tókst vel en ókyrrð var í lofti yfir Snæfellsnesi, skýjað og éljagangur. Ekki er vitað um liðan sjúk- lingsins að svo stöddu. -JBP Vegagerðin: Fækkun starfsmanna vegna útboða Vegagerðin hefur kynnt breyt- ingar á starfseminni á höfuðbog- arsvæðinu sem fela í sér að verk- efnum verður í auknum mæli stefnt í útboð. Þessar breytingar munu leiða til fækkunar starfsmanna um tæplega 20 manns en þær munu koma til framkvæmda næsta vet- ur og sumarið 2004. Fundað var með starfsmönnum um þessar breytingar í starfsstöð Vegagerðarinnar í Grafarvogi í fyrradag. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri sagði DV að þessar breyt- ingar vörðuðu aðallega ýmis þjónustuverkefni, birgðahald og fleira. Verði það aðallega véla- menn sem missa vinnu hjá Vega- gerðinni vegna breytinganna. -hlh Haf narf j arðarbær: í.ir Flugsæti á broslegu verði Menningarsamningur upp á 14,5 milljónir króna Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Verð á mann frá 19.800* kr. þegar bókað er á WWW.icelandair.is *lnnifalið: Flug og flugvallarskattar lCELANDAIR Hafnaríjarðarbær hefur gert samn- inga við 13 félög eða félagasamtök um menningarstarfsemi og eru samning- amir til þriggja ára. Þeir eiga að nokkru leyti að tryggja tjárhagslegt ör- yggi til handa viðkomandi félögum og félagasamtökum. Á móti koma ákvæði sem tryggja Hafhfirðingum þá menn- ingarþjónustu sem um ræðir hjá hverju félagi um sig sem og þátttöku þeirra í viðburðum á vegum Hafnar- fjarðarbæjar. Félögin eru Lúðrasveit Hafnarfjarö- ar, Kammersveit Hafnarfjarðar, Ljósaklif, Leikfélag Hafnarfjaröar, Sveinssafn, Karlakórinn Þrestir, Kvennakór Hafnarfjarðar, Söngsveit Hafnarfjarðar, Kammerkór Hafiiar-. fjarðar, Kór Öldutúnsskóla, Kór Flens- borgarskólans, Kór eldri Þrasta og Gaflarakórinn. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafh- arfirði, segir að samingurinn sé upp á 14,5 milljónir króna til þriggja ára sem er frá 200 til 500 þúsund krónur á hóp á ári, en fjórir hópar séu nýir frá fyrri úthlutunum. Fjárhagslegt öryggi tryggt Skrifaö undir samninga til þriggja ára sem tryggja eiga fjár- hagslegt öryggi til handa félögum og félagasamtökum. „Þetta hefur ekki verið í fóstu formi eins og nú, var áður inni í fjárhags- áætlun til einstaka kóra eða félaga. Það er almenn ánægja með að þetta skuli vera komið í þennan fasta farveg. Von- andi höfum tækifæri til að auka við þennan stuðning þegar flárhagsstaða bæjarins batnar. Fyrirmyndin eru þeir rekstrarsamn- ingar sem við höf- um gert við íþrótta- og æskulýðsfélögin í bænum. Þetta er tví- hliöa samningur. Við tryggjum þeim framlag næstu þrjú árin en í staðinn taka þessir hópar með einhverjum hætti þátt í menn- ingarstarfi og öðr- um uppákomum í Hafnarfirði. Við erum að fara af stað með listadaga i júní- mánuði sem nefnast „Bjartir dagar", sem einhverjir þeirra taka þátt í. Svo eru það dagar eins og 17. júní, sumar- dagurinn fyrsti, aðventuhátíðir o.fl. Það að koma fram er líka auglýsing fyr- ir þá,“ segir Lúðvik Geirsson. -GG DV-MYND HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.