Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Side 4
4 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir Viðskiptavinir DV geta notað SMS-þjónustu við smáauglýsingapöntun: Númerið 1919 fyrir not- endur allra símafyrirtækja SmartSMS ríður á vaðið á ís- landi með með eitt stutt númer fyrir SMS-þjónustur. Nú þurfa þeir landsmenn sem taka þátt í SMS-þjónustum á vegum Smart- auglýsinga aðeins að muna núm- erið 1919 þegar þeir taka þátt i þjónustunni. Þjónustan er fyrir alla, sama hvaða símafyrirtæki þeir skipta við. Númerið verður tekið í notkun i dag, laugardag. „Þetta er gríðarlegt skref fram á við hér á íslandi að við fáum að hafa eitt númer, okkar eigið núm- er óháð hvaða símfyrirtæki við- skiptavinir okkar eru að senda SMS frá. Þetta er mjög gott mál og öllum fyrir bestu þá sérstaklega okkar viðskiptavinum sem skipta hundruð þúsunda á hverjum mán- uði,“ sagði Halldór Viðar Sanne, framkvæmdastjóri Smart-auglýs- inga. Nú er bara að taka upp sím- ann og prófa eina SmartSMS/DV Smáauglýsingar DV einnig gegnum SMS Úr smáauglýsingadeild DV í Skaftahlíö 24. þjónustu og senda á númerið sem allir ættu að muna framvegis, 1919. DV býður einnig þá þjónustu að hægt verður að gerast áskrifandi að smáauglýsingum í símanum. Þeir dálkar sem byrjað verður með eru Einkamál, Atvinna og Húsnæði en fleiri nýjungar munu líta dagsins ljós á næstu dögum. Til að panta auglýsingu í síman- um slær notandi t.d. inn: Einka- mál. Hann sendir síðan SMS-skeytiö DV KVK á númerið 1919 og fær frá smáauglýsingadeildinni til baka upplýsingar um einkamála smá- auglýsingar DV sem birtast í blað- inu. Móttaka hvers skeytis kostar 49 krónur. Til að afskrá þjónust- una þarf að senda SMS-skeytið DV KVK STOPP á númerið 1919. -GG íslenska friðargæslan: Erum í viðbragðsstöðu „Það veit enginn hvað gerist en við erum i viðbragðsstöðu fyrir hjálpar- og uppbyggingarstarf í kjöl- far hugsanlegra átaka í írak,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson, umsjón- armaður íslensku friðargæslunnar hjá utanríkisráðuneytinu, þegar hann er spurður um stöðu íslensku friðargæslunnar ef til stríðs kemur í írak. „Við eru með fólk á við- bragðslista og getum brugðist við óskum um aðstoð með tiltölulega stuttum fyrirvara.“ Finnbogi segir að íslenska friðar- gæslan sé með verkefni í Bosníu, Kosovo, Makedóníu og á Sri Lanka. „Friðargæsluliðar í Bosníu starfa með Öryggissamvinnustofnun Evr- ópu (ÖSE), Evrópusambandinu og SFOR, Stabilisation Force. Evrópu- sambandið tók við löggæsluhlut- verki í landinu af Sameinuðu þjóð- unum um síðustu áramót. Friðar- gæslan er einnig með mjög stórt verkefni i Pristina eftir að hún tók við allri flugumsjón i borginni í jan- úar en hún mun taka við allri stjórn flugvallarins 3. mars næstkom- andi.“ Flugumsjón í Pristina Finnbogi segir að þess utan sé friðargæslan með verkfræðinga á sínum vegum sem vinna með Það veit enginn hvað gerist Finnbogi Rútur Arnarson, umsjónarmaöur íslensku friöargæsiunnar hjá utan- ríkisráöuneytinu, segir aö þaö séu aö jafnaöi tuttugu og fimm íslendingar aö störfum erlendis á vegum friöargæslunnar. Kosovo Force í Pristina, en KFOR er herafli þeirra ríkja sem halda uppi lögum og reglu í héraðinu á vegum NATO. „Við vinnum líka með Sameinuðu þjóðunum í Kosovo þar sem Margrét Heinreksdóttir stjórnar skrifstofu UNIFEM, auk þess sem Hrafn Grétarsson lögreglu- maður starfar með sérsveit SÞ í Pristina. Friðargæslan er með tvo menn í samnorrænu verkefni á Sri Lanka sem nefnist Sri Lanka Mon- itoring Mission, SLMM, og felst í því að halda uppi vopnahléseftirliti á milli stjórnarhersins og skæruliða Tamíla.“ Einn á leið til Afganistans „Stærsta verkefnið um þessár mundir er tvímælalaust umsjón með flugvellinum í Pristina. Innan tíðar fer maður frá okkur til Afganistans til að stjórna uppbygg- ingarstarfi og við erum einnig með í undirbúningi samstarfssamning við World Food Program." Að sögn Finnboga eru að jafnaði tuttugu og fimm íslendingar erlendis á vegum friðargæslunnar. „Utanríkisráðuneytið mun fljótlega auglýsa eftir þátttakendum á nám- skeið vegna viðbragðslistans og ör- yggisnámskeið í samvinnu við rík- islögreglustjóra fyrir þá sem eru þegar á viðbragðslista íslensku frið- argæslunnar." -Kip TF-LÍF í ókyrrð: Sótti hjarta- sjúkling í Stykkishólm Læknir á sjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi hafði samband við stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar um hálftíu í gærmorgun vegna hjart- veiks manns sem þurfti að kom- ast tafarlaust á sjúkrahús í Reykjayík. TF-LÍF fór í loftið frá Reykja- víkurflugvelli rétt fyrir kl. tíu og var komin til Stykkishólms kl. 10.26. Þaðan var haldið af stað kl. 11 og lent á Reykjavíkurflugvelli upp úr hálftólf. Sjúkrabíll flutti sjúklinginn á Landspitala Há- skólasjúkrahús við Hringbraut. Flugið tókst vel en ókyrrð var í lofti yfir Snæfellsnesi, skýjað og éljagangur. Ekki er vitað um liðan sjúk- lingsins að svo stöddu. -JBP Vegagerðin: Fækkun starfsmanna vegna útboða Vegagerðin hefur kynnt breyt- ingar á starfseminni á höfuðbog- arsvæðinu sem fela í sér að verk- efnum verður í auknum mæli stefnt í útboð. Þessar breytingar munu leiða til fækkunar starfsmanna um tæplega 20 manns en þær munu koma til framkvæmda næsta vet- ur og sumarið 2004. Fundað var með starfsmönnum um þessar breytingar í starfsstöð Vegagerðarinnar í Grafarvogi í fyrradag. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri sagði DV að þessar breyt- ingar vörðuðu aðallega ýmis þjónustuverkefni, birgðahald og fleira. Verði það aðallega véla- menn sem missa vinnu hjá Vega- gerðinni vegna breytinganna. -hlh Haf narf j arðarbær: í.ir Flugsæti á broslegu verði Menningarsamningur upp á 14,5 milljónir króna Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Verð á mann frá 19.800* kr. þegar bókað er á WWW.icelandair.is *lnnifalið: Flug og flugvallarskattar lCELANDAIR Hafnaríjarðarbær hefur gert samn- inga við 13 félög eða félagasamtök um menningarstarfsemi og eru samning- amir til þriggja ára. Þeir eiga að nokkru leyti að tryggja tjárhagslegt ör- yggi til handa viðkomandi félögum og félagasamtökum. Á móti koma ákvæði sem tryggja Hafhfirðingum þá menn- ingarþjónustu sem um ræðir hjá hverju félagi um sig sem og þátttöku þeirra í viðburðum á vegum Hafnar- fjarðarbæjar. Félögin eru Lúðrasveit Hafnarfjarö- ar, Kammersveit Hafnarfjarðar, Ljósaklif, Leikfélag Hafnarfjaröar, Sveinssafn, Karlakórinn Þrestir, Kvennakór Hafnarfjarðar, Söngsveit Hafnarfjarðar, Kammerkór Hafiiar-. fjarðar, Kór Öldutúnsskóla, Kór Flens- borgarskólans, Kór eldri Þrasta og Gaflarakórinn. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafh- arfirði, segir að samingurinn sé upp á 14,5 milljónir króna til þriggja ára sem er frá 200 til 500 þúsund krónur á hóp á ári, en fjórir hópar séu nýir frá fyrri úthlutunum. Fjárhagslegt öryggi tryggt Skrifaö undir samninga til þriggja ára sem tryggja eiga fjár- hagslegt öryggi til handa félögum og félagasamtökum. „Þetta hefur ekki verið í fóstu formi eins og nú, var áður inni í fjárhags- áætlun til einstaka kóra eða félaga. Það er almenn ánægja með að þetta skuli vera komið í þennan fasta farveg. Von- andi höfum tækifæri til að auka við þennan stuðning þegar flárhagsstaða bæjarins batnar. Fyrirmyndin eru þeir rekstrarsamn- ingar sem við höf- um gert við íþrótta- og æskulýðsfélögin í bænum. Þetta er tví- hliöa samningur. Við tryggjum þeim framlag næstu þrjú árin en í staðinn taka þessir hópar með einhverjum hætti þátt í menn- ingarstarfi og öðr- um uppákomum í Hafnarfirði. Við erum að fara af stað með listadaga i júní- mánuði sem nefnast „Bjartir dagar", sem einhverjir þeirra taka þátt í. Svo eru það dagar eins og 17. júní, sumar- dagurinn fyrsti, aðventuhátíðir o.fl. Það að koma fram er líka auglýsing fyr- ir þá,“ segir Lúðvik Geirsson. -GG DV-MYND HARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.