Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 DV Tony Blair. Tony Blair boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði í gær að hann teldi að hægt væri að takmarka innflytjenda- streymið til Bretlands um allt að helming fyrir haustið. „Ég hefði vilj- að sjá það lækka um 30 til 40% á næstu mánuðum," sagði Blair, en aukin óánægja er meðal Breta með gífurlegan straum innflytjenda til landsins á ári hverju. Árið í fyrra var metár en þá sóttu meira en 100 þúsund manns um land- vistarleyfi á Bretlandi eftir að fjöld- inn haföi farið í rúmlega 92 þúsund árið áður. „Hæfilegur fjöldi væri nærri 45 þúsundum," sagði Blair, sem reynir að slá á óánægju landa sinna og auka dvínandi vinsældir. Állinn Alfreð áfram í baðinu Yfirvöld í borg- inni Bochum í Þýskalandi hafa úrskurðað að áll- inn Alfreð geti búið áfram í baðkarinu hjá Richter-fjölskyld- unni eins og hann hefúr gert síöustu 33 árin en dýraverndarsam- tök í bænum höfðu farið frcun á að honum yrði sleppt í náttúrlegt um- hverfi sitt. Það var heimilisfaðirinn, Paul Richter, sem upphaflega fangaði Al- freð árið 1970 til þess að hafa hann í matinn en börnin hans tóku strax ástfóstri við álinn þar sem hann beið dauða sins í baðkari fjölskyld- unnar og varð það til þess að hann fékk að halda lífi. „Ég efast um að Alfreð myndi lifa það af í náttúrunni og eftir öll þessi ár hjá okkur er hann orðinn eins og einn af fjölskyldunni," sagði Paul eftir að úrskurður yfirvalda lá fyrir. „Þau settu aðeins þau skilyrði að Alfreö fengi nóg að éta og gæti skriðið í skjól ef hann vildi. Viö settum því rörbút ofan i baðkarið hjá honum en hann er mjög tortygg- inn og vill ekkert enn með rörið hafa. Hélt fyrst að það væri eitthvað til þess að smakka á,“ sagði Paul. Yfirmenn vopnaeftirlitsins til íraks í dag: Stuttar fréttir Hans Blix varar við of mikilli bjartsýni Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits SÞ í írak, sagði í gær að svo virtist sem írakar ætluðu nú loksins að láta umdan kröfum Öryggisráðsins um nánara samstarf við vopnaeftirlitið, eftir að Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að tíminn til afvopnun- ar væri að renna út. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Blix boðaði til í Vínarborg í gær eftir að írösk stjómvöld höfðu leyft einum vísindamanna sinna að ræða við vopnaeftirlitsmenn í einrúmi í fyrsta skipti síðan eftirlitið hófst. Hann varaði þó við of mikilli bjart- sýni og sagðist vilja sjá miklu meiri samstarfsvilja þegar hann fundaði með íröskum embættismönnum núna um helgina, en þá munu þeir Blix og Mohammed ElBaradei, samstarfsmað- ur hans, gera síðustu tilraun til þess að koma vitinu fyrir íraska ráðamenn áður en þeir gefa endurskoðaða Blix og EIBaradei Væntanlegir til Bagdad í dag. skýrslu sina um stöðuna í vopnaeftir- litinu í Öryggisráðinu þann 14. febrú- ar nk. Fundurinn með vísindamanninum fór fram á hóteli vopnaeftirlitsins í Bagdad og stóð i rúmar þrjár klukku- stundir. Að sögn Hossams Mohammeds Am- ins, sem er helsti tengiliður íraka við vopnaeftirlitið, gaf umræddur vís- indamaður sig sjálfviljugur fram en að sögn talsmanna vopnaeftirlitisins taka þeir þeirri fullyrðingu meö fyrir- vara og segjast sjálfir vilja ákveða hverja þeir tali við, samkvæmt álykt- un Öryggisráðsins. Blix hefur tekið undir hótanir Bush Bandaríkjaforseta og sagt að tíminn sé að renna út og að einhver árangur verði að nást í þriggja daga heimsókn hans til Bagdad. Ónefndur háttsettur embættismað- ur í Bagdad sagði í gær að hann ætti frekar von á því að Saddam myndi fallast á kröfur Öryggisráðsins um að nota U-2 eftirlitsvélar við vopnaleitina og einnig að ræöa við fleiri vísinda- menn án skilyrða. r 1» m ■ - | Étu/bá í 1 REUTERSMYND Leidd tll slátrunar Múslímar um allan heim halda í næstu viku árlega Eid al-Adha-trúarhátíö en þá er til siös aö slátra kind aö hætti spá- mannsins Ibrahams, í þeim tilgangi aö leita fyrirgefningar almættisins. Undirbúningur hátíöarinnar er nú í fullum gangi og hér á myndinni sjáum viö eldri Palestínumann leiöa kind sína til Ali Bakka-moskunnar í bænum Hebron á Vestur- bakkanum þar sem henni veröur slátraö aö gömlum siö. Varað við árásum Bandarík stjórn- völd lýstu í gær yf- ir auknu hættu- ástandi vegna ótta um yfirvofandi hryðjuverk gegn hagsmunum Bandaríkjanna bæði heima og er- lendis og var hættustig fært upp úr gulu í appelsínugult sem er næst- hæsta stig. John Ashcroft dómsmála- ráðherra sagði í ávarpi að hættu- ástandinu væri lýst þar sem „auknar líkur“ væru á að al-Qaeda-samtökin létu til skarar skríða á næstunni en ekki væri vitað hvar eða hvenær. Hann sagöi að íbúðabyggingar, hótel og aðrar lítt varðar byggingar væru í sérstakri hættu. Gervitungl í nýju hlutverki Ef áætlanir Evrópsku geimvísinda- stofnunarinnar, ESA, ganga eftir, gætu gömul og úr sér gengin gervi- tungl fengið ný hlutverk sem endur- sendar fyrir stafrænt fjarskiptakerfi í bifreiðum sem sendi frá sér útvarps- bylgjur sem innihaldi upplýsingar um umferð og veður auk tónlistar og annars skemmtiefhis. Þetta gæti hugsanlega framlengt notagildi þeirra um nokkur ár og flýtt ráðgerð- um um að koma upp stafrænu upp- lýsingakerfi sem næði um alla Evr- ópu. Tæknimenn ESA hafa þegar haf- ið tilraunasendingar og vinna nú að því að hanna ódýrt bilaloftnet sem nær sendingum gervitunglanna. Olíuverð hækkar aftur Olíuverð hækk- aði aftur í gær eftir að Bush Banda- ríkjaforseti haföi lýst þvi yfir að tím- inn til að afvopnast væri að renna út hjá Saddam Hussein í írak. Ótt- ast er að stríð í írak, áttunda stærsta olíuútflutningsríki heims, kunni að hafa alvarlegar afleiðingar á olíuútflutning frá Mið-Austurlönd- um og því fari birgðir minnkandi sem leiði til enn frekari verðhækk- ana. Birgðir eru einnig minni þar sem óvenjumikil notkun hefur verið á olíu til húshitunar í miklum vetr- arkuldanum í Evrópu. Sprengdu sig í loft upp Þrír liðsmenn skæruliðahreyfmgar Tamíla tígranna á Sri Lanka sprengdu sig í loft upp á báti sínum í gær eftir að friðargæsluliðar SÞ höfðu komið að þeim við vopnasmygl úti fyrir norðurströnd Jafftia. Samninganefndir stjómvalda og skæruliða voru á sama tima aö hefja nýja samningaloti í Berlín en í sam- eiginlegri yfirlýsingu þeirra segir aö atvikið verði ekki látið hafa áhrif á viðræðumar, sem stýrt er af Norð- mönnum, þar sem ekki hafi verið um skipulagðar aðgerðir að ræða. Þetta er mitt líf Námskeið og stuðningshópar fyrir konur. Meðal viðfangsefna er: Meðvirkni og mörk Andlegt obeldi Hefnd og fyrirgefning Erfitt fólk Næsta námskeið verður haldið fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17.30-19.30 í Síðumúla 33, annarri hæð til hægri. Verð kr. 3000. Námskeiðsgögn innifalin. Nánari upplýsingar í símum 552-7999 og 694-7997. Ásta Kristrún Ólafsdóttir BA, CCDP Ráðgjafi. Þróunarlöndin hafa aldrei eytt meira fjármagni til vopnakaupa í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir bandaríska utanríkisráðuneytið kem- ur fram að þróunarríkin hafi aldrei eytt eins miklu til vopnakaupa og und- anfarin ár, sérstaklega lönd í Suður- Asíu. Skýrslan nær yfir vopnaviðskipti í heiminum á ámnum 1999 og 2000 og kemur þar fram að þróunaríkin hafi á umræddu tímabili eytt metupphæð til vopnakaupa, eða um 245 milljörðum dollara, sem er 3% aukning frá árinu 1998 en 18% aukning frá árinu 1989. Þar skera Indland og Pakistan sig úr, með 5% aukningu hvort ríki frá ár- inu 1989, sem rakið er til gífurlegrar hemaðaruppbyggingar vegna aukinn- ar spennu milli rikjanna í deilunni um Kasmír. Á heimsvísu hefur hlutur Suður- Asíu meira en tvöfaldast á sama tima- bili, úr 0,85% í 2%, sem er það mesta í heiminum og er það að mestu rakið til Vopnunum heilsaö Breskir hermenn raöa hér upp aö- keyptum vopnum en Bretar eru meö- al þeirra þjóöa í heiminum sem mest kaupa af vopnum. umræddrar hemaöaruppbyggingar Indveija og Pakistana. í skýrslunni kemur einnig fram að heildarútgjöld til vamar- og hermála í heiminum séu óheyrilega há og í engu samræmi við þá slökum og efnahags- samdrátt sem víða hefur orðið frá lok- um kalda striðsins og algjörs hmns vopnamarkaðarins í Austur-Evrópu. Á árinu 1999 voru Sádi-Arabar, Tyrkir, Japanar, Kínverjar og Bretar stærstu vopnainnflytjendur í heimin- um, með um 37% af heildardæminu, en slógu þó ekki Bandaríkjamönnum við, en þeir tróna á toppnum ef mið er tekið af þeirra eigin framleiðslu. 1 heildina var 852 milljörðum doil- ara eytt til vopnakaupa i heiminum á árinu 1999, sem er 2% aukning milli ára, en miðað við einstök svæði voru þjóðir Vestur-Evrópu þar stórtækastar með um 29% heildarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.