Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003
I>V
Fréttir
Fjölmiðlamenn telja almennt að aflétta eigi auglýsingabanni á áfengi:
Vínauglýsingar eru án
landamæra
Fjölmiðlaflóran á
Islandi fylgist spennt
með umræðunni um
áfengisauglýsingar.
Ljóst er að ef þær
yrðu leyfðar á íslandi
eins og í Svíþjóð yrði
til matarhola sem um
munaði. Auglýsinga-
menn giska á að
áfengisauglýsingar
mundu veita hundruðum milljóna
króna inn í landið og innlendir bjór-
framleiðendur mundu eílaust óhikað
hampa vöru sinni enn frekar í auglýs-
ingum.
Takmarkanir hugsanlegar
„Ég get ekki úttalað mig um hvað
gert yrði í birtingu áfengisauglýsinga ef
þær yrðu leyfðar hér á landi. Útvarps-
ráð hefur sitt að segja um það hvað við
gerum hér í auglýsingabirtingum. Við
höfum lagt áherslu á að útvarpslög, sem
taka til alira útvarps- og sjónvarps-
stöðva, nái til Ríkisútvarpsins varðandi
auglýsingar og við ættum þar að sitja
við sama borð og aðrir. Útvarpsráð hef-
ur viljað viljað setja meiri takmarkanir
á okkur héma en gerist annars staðar.
Sem dæmi má nefna sýningartíma á
auglýsingum bíóa þar sem brot úr of-
beldismyndum birtast. Menn hafa
Styrmlr
Gunnarsson.
ákveðnar meiningar um að þetta megi
ekki sýna á tíma þegar búast má við að
böm horfi á. Ef einhveijar almennar
reglur yrðu settar um hvenær kvölds
mætti birta áfengisauglýsingar þá höf-
um við útvarpsráð sem getur sett enn
frekari takmarkanir gagnvart okkur.
Það er óvíst hvaða sjónarmið væm uppi
ef svona mál kæmi til meðferðar," sagði
Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri.
Morgunblaðið með leiðara
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morg-
unblaðsins, sagði að leiðari Morgun-
blaðsins á laugardag útskýrði afstöðu
blaðsins til áfengisauglýsinga. Morgim-
blaðsmenn hafa um áraraðir haft þá
stefnu að tjá sig aðeins í sínu blaði en
ekki í öðrum fjölmiðlum.
Auglýsingar án landamæra
Steinar J. Lúðvíksson, aðalritstjóri
útgáfufyrirtækisins
Fróða, sagði í gær að
,g hann mundi fagna
—* því ef leyft yrði að
p J birta áfengisauglýs-
ingar. „Mín skoðun
»*5áÉttÍ 1 er sú aö bannið haldi
I ekki í nútímanum,
Slgmundur Em- einfaldlega vegna
ir Rúnarsson. þess að auglýsingar
era hafnar yfir öll
landamæri. Ef þú bannar auglýsingar á
áfengi hér, þá þarftu að slökkva á
ensku knattspymunni, heimsmeistara-
mótum, formúluakstri og öðra. Alls
staðar eru áfengisauglýsingar á sveimi.
Það hlýtur aö verða að gæta jafnræðis,
það er meginregla í islenskum lögum,"
sagði Steinar. Hann segist andvigur
birtingu tóbaksauglýsinga, um þaö sé
þegjandi samkomulag að vinna gegn
óhohustu reykinga.
„Ég held að íslendingar séu famir að
líta bæði á léttvín og bjór öðrum aug-
um en áður. Þetta er orðin neysluvara
rétt eins og kóka kóla og appelsín,"
sagði Steinar. Hann segir alla útgefend-
ur vera að fara krókaleiðir fram hjá
banni við áfengisauglýsingum með
léttölsauglýsingum, kynningum á víni
og öðra slíku. ÁTVR geri þetta líka í
kynningum sínum á Netinu.
„Þetta er vissulega mikið peninga-
Markús Om
Antonsson.
Stelnar J.
Lúðvíksson.
Víniö er alls staðar
Vi'nauglýsingar berast inn á hvert heimili á landinu - / erlendum blööum og í
erlendu sjónvarpi.
mál fyrir útgefendur en fyrst og fremst
lít ég á þetta sem samkeppnismál, að ís-
lenskir fjölmiðlar sitji við sama borö og
erlendir fjölmiðlar af ýmsu tagi sem ís-
lendingar eiga greiðan aðgang að,“
sagði Steinar.
Að banna það sem má
Sigmundur Emir Rúnarsson, rit-
stjóri DV, sagði í gær aö hann hefði æv-
inlega verið talsmaður jafnræðis í
þessum efnum. Löglegar vörur hljóti að
mega auglýsa. „I reynd má spyrja í
þessu samhengi; hvernig er hægt að
banna það sem má? Ég vil benda á að
ríkisvaldið heimilar áfengisauglýsing-
ar hér á landi, þó aðeins ef blöð og
tímarit era prentuð erlendis og sent er
út frá sjónvarpsviðburðum erlendis.
Þetta er ekki einasta argasti tvískinn-
ungur heldur og brot á jafnræðisreglu.
Þar fyrir utan er ekkert sem segir að
tengsl séu á milli vínauglýsinga og auk-
innar neyslu. Miklu fremur er talið að
vínauglýsingar stýri neyslu á milli teg-
unda en auki hana. Ég er sömu skoðun-
ar hvað tóbak snertir. Vilji ríkisvaldið
ekki að fólk reyki á að banna reyking-
ar með lögum en ekki með leyndinni,"
sagði Sigmundur Emir. -JBP
Blekkingavefur teygir
anga sína til íslands
Þessa dagana
berast inn um póst-
lúgur landans til-
boð um að taka þátt
í ástralska lottóinu.
Ekki er vitað hverj-
ir standa á bak við
þessar sendingar
eins og hún Andrea
Ævarsdóttir fékk að
kynnast þegar hún
reyndi að afla sér
upplýsinga um
sendandann sem
kallar sig Milli-
onaires Dollars
Club. í bréfi sem
Gylliboö
Andrea Ævarsdóttir meö tilboösbréfiö
frá Millonaires Dollars Club.
Andrea brosandi.
Strax við fyrstu
skoðun á bréfinu
læddist einhver
granur að henni
um að ekki væri
allt með felldu
varðandi þetta
„kostatilboð". Eftir
smávegis rann-
sóknarvinnu
komst hún að því
að nánast engar
upplýsingar er að
finna um þetta fyr-
irtæki. „Þessir aö-
Framkvæmdir í landi Þjórsártúns við Þjórsá
Enn er ágreiningur um verömat á landinu sem fer undir vega- og brúargerö á
þjóövegi 1 og leysa mun af hólmi gömlu Þjórsárbrúna.
Sérkennileg staða vegna eignarnáms:
Vegagerðin sættir sig ekki
við niðurstöðu matsnefndar
hún fékk er henni tilkynnt að hún hafi
komist í gegnum fyrstu þijú ferlin af
fjórum til að hljóta 1. vinning í ástralska
lottóinu. Það eina sem hún þurfi að gera
til að klára fjórða stig sé að fylla út með-
fylgjandi eyðublað, greiða ákveðna lág-
marksupphæð og þá gefist henni kost-
ur á því að vinna um 2.500.000 dali.
„Ég vissi ekki til að ég hefði tekið
þátt í fyrstu þremur ferlunum," segir
ilar gefa ekki upp
neitt heimilisfang, ekkert símanúmer.
Það eina sem stendur bak við þetta er
pósthólf í Ástralíu og faxnúmer á Nýja-
Sjálandi" segir Andrea og bætir við að á
Netinu sé að finna ótal greinar þar sem
fólk er varað við þessari svikastarfsemi
og einnig hafa margir rikissaksóknarar
í Bandaríkjunum gefið út viðvörun þar
sem fólk er varað við að eiga samskipti
við Millionaires Dollars Club. -æd
Mjög sérkennileg staða er komin
upp varöandi spildu úr jörðinni
Þjórsártúni í Ásahreppi, eign Krist-
bjargar Hrólfsdóttur, sem Vega-
gerðin tók eignarnámi í haust. Eft-
ir að hafa fengið niðurstöðu um
matsverð frá Matsnefnd eignar-
námsbóta hyggst Vegagerðin ekki
sætta sig við niðurstöðu nefndar-
innar. Að sögn lögmanns landeig-
anda er talið að hér sér um eins-
dæmi að ræöa að gerandi eöa svo-
kallaður „eignarnemi" sætti sig
ekki við niðurstöðu matsnefndar.
Vegagerðin hyggst nú afla sér mats
dómkvaddra matsmanna. Karl Ax-
elsson, lögmaður landeiganda, telur
að þar sem Vegageröin hafi þegar
tekiö umráð eignarnumins verð-
mætis, geti hún ekki skotið málinu
til dómstóla.
í haust beitti Vegagerðin eignar-
námi þar sem samningar um land
undir nýjan veg og brú yfir Þjórsá
á þjóðvegi 1 á Suðurlandi náðust
ekki, en Vegagerðin bauð 2.850.000
fyrir landið. Kom þá upp ágreining-
ur um fjárhæð bóta og vísaði Vega-
geröin þeim ágreiningi til Mats-
nefndar eignarnámsbóta.
í lok september fékk Vegagerðin
úrskurð sem fól í sér heimild sam-
kvæmt eignarnámslögum til að fá
umráð landsins og í raun eignar-
haldið þótt bæturnar væru þá ófrá-
gengnar.
Úrskurður Matsnefndar eignar-
námsbóta um verðmat landspild-
unnar kom síðan þann 7. janúar.
Samkvæmt honum ber Vegagerð-
inni að greiða landeigandanum
11.111.000 krónur auk 1.380.457
króna i kostnað vegna málarekst-
ursins. Þar að auki á Vegageröin að
greiða 720.000 krónur í ríkissjóð
vegna kostnaðar við störf nefndar-
innar. Samtals eru þetta 12.491.457
krónur. Vegagerðin býður á móti
2.295.000 krónur í bætur fyrir hið
eignarnumda land auk 1.380.457
krónur í málskostnað og hyggst afla
álits dómkvaddra matsmanna. Þá
verður leitað úrlausnar dómstóla ef
nauösyn krefur. -HKr.
Borgarbyggðar 2003:
Brýnt að leysa
vanda Varma-
landsskóla
Til framkvæmda og fjárfestinga
eru áætlaðar um 110 milljónir króna
á árinu 2003. Þar vega þyngst áform
um að leysa húsnæðisvanda grunn-
skólans á Varmalandi, en mikil
fjölgun nemenda við skólann kallar
á stærra húsnæði. Fjölgun nemenda
á Varmalandi er tilkomin vegna
þeirra miklu uppbyggingar sem ver-
ið hefur í tengslum við Viðskiptahá-
skólann á Bifröst. Þá hefur sveitar-
félagið keypt eignh- og lóöir af
Kaupfélagi Borgfirðinga í gamla
bæjarhlutanum í Borgamesi en þar
er fyrirhugað að skipuleggja íbúðar-
hverfi.
Samkvæmt nýsamþykktri fjár-
hagsáætlun Borgarbyggðar fyrir
áriö 2003 er gert ráð fyrir að skatt-
tekjur ársins 2003 nemi 662 milljón-
um króna sem er um 8% hækkun á
milli ára. Útsvarstekjur era áætlað-
ar 427 milljónir króna, fasteigna-
skattar 81 milljón króna, framlög úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 145 millj-
ónir króna og lóðaleiga 9 miljónir.
Aðrar tekjur er áætlaðar um 240
milljónir króna.
Heildarkostnaður við rekstur mála-
flokka nemur tæpum 780 milljónum
króna og þar af er kostnaður við
rekstur leikskóla og grunnskóla tæpar
450 miljónir. Veltufé frá rekstri er
rúmar 76 milljónir. Rekstraráætlunin
einkennist annars vegar af hækkun
launakostnaðar en hins vegar af því
að áætlunin gerir ráð fyrir að fylgt
verði ýtrustu aðhaldssemi i rekstri
sveitarfélagsins.
Samkvæmt fjárhagsáætluninni era
lántökur á árinu 2003 áætlaöar um 170
milljónir króna en að afborganir eldri
lána nemi um 97 milljónum króna og
skuldbreyting skammtimaskulda rúm-
um 40 milljónum. -GG
bttpJ/simnet. is/bomedecorl928/
Skoðið heimasíðuna
okkar og kíkið á tilboðin
Allt á að seljast
SíSasti dagur útsölunnar er laugardagur!
*u70%
afsláttur
A horni Laugavcgar og Klapparstigs