Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Side 32
32 Helcjarblað X>'Vr LAUGARDAGUR ö. FEBRÚAR 2003 Jesús kemur í Smáralind Það erstundum sagt að tími kraftaverk- anna sé liðinn en DV fór á samkomu í Krossinum íSmáralind og sá nígerískan kraftaverkamann lækna hegrnarlegsi, geðklofa, liðagigt, krabbamein og þung- Igndi, að sögn með tilstilli heilags anda. Það vakti talsverða athygli í byrjun vikunnar þegar nígeríski lækningaprédikarinn Charles Ndifon hélt sam- komur í Smáralind fyrir gesti og gangandi. Krossinn stóð að þessum samkomum og auglýsti með heilsíöum í dagblöðum að blindir fengju sýn, haltir gengju og guð má vita hvað. Þótt efasemdamenn og forhertir villutrú- arhundar hristi sjálfsagt hausinn yfir svona löguðu eru kraftaverk afar sjaldan á dagskrá á almannafæri svo blaðamaður DV vatt sér þegar á vettvang. Samkoman fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind því í húsi fóður mins eru margar vistarverur en það var búið að loka Hagkaup og verið að skúra í Nóatúni þegar ég eigraði yfir marmarasléttumar í átt að sálmasöngn- um og bænahrópunum sem bárust að innan. Sennilega voru um 600 manns í Smáralind þar sem kraftaverkaprédikarinn Charles Ndifon hélt lækningasamkomu. I)V-mvndir PÁÁ í musterinu Vonandi móðgast enginn þótt bent sé á kaldhæðnina sem felst í því að halda samkomu eins og þessa í þessu umdeilda Mammonsmusteri sem aukinheldur er eins og reður í laginu þar sem Vetrargarðurinn er nokkurn veg- inn í kóngnum.Samkomugestir sem líklega hafa verið um 600 talsins sátu og stóðu hér og þar um salinn og uppi í stiga. Miðað við það sem ég man úr Biblíusögunum þá hefði Jesúm langað til að velta um koll einhverjum borðum á Charles Ndifon læknar son aldraðrar ekkju með því blessa mynd af hon- um. Sonurinn er geðklofasjúklingur til 20 ára. Haltir ganga var sagt í auglýsingu tim samkomuna en þessi kom með stað eins og þessum þótt það hefðu sennilega orðið að vera borðin á T.G.I.Friday veitingastaðnum en ekki borð víxlaranna. Hann heföi sennilega litið á starfsfólk Smárabíós sem tollheimtumenn og rekið það á dyr. f gráum jakkafötum Þeir stóðu hlið við hlið á sviðinu Charles Ndifon og Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður í Krossinum. Þeir sýndust skipta með sér verkum þannig að Charles, eða Kalli, eins og Gunnar kallaði hann stundum, prédikaði og læknaði en Gunnar túlkaði og stjórnaði klappi og bænahaldi. Þeir voru báðir í gráum jakkafötum. Á sviðinu með þeim var hljómsveit sem lék tvö lög þann rúma klukkutíma sem ég stóð við. Annað þeirra heyrðist mér heita Only Jesus og hitt Come Holy Spirit. Á pöllum aftarlega á sviðinu stóð fólk sem virtist syngja bakraddir og taka virkan þátt í fyrirbænum. Þeir voru svartklæddir eins og reyndar allir tónlistarmennirnir nema smávaxin kona sem var í bleikri dragt en ég veit ekki hvað hún var að gera þarna. Þegar ég kom á staðinn var verið að taka fólk fram á sviðið úr biðröð sem það stóð í. Hver og einn var látinn ganga fram og lýsa því hvernig heilagur andi eða Jesús hafði læknað hann nákvæmlega á þessari samkomu. Þetta var reyndar inntakið í því sem Charles og Gunnar skiptust á um að segja hvor á sínu tungumáli: Guð er góður, treystu Guði, máttur heilags anda er mikill, hann er hér i kvöld. „Ekki Kalli, heldur Jesús“ Fyrst kom kona sem hafði verið með margra ára meiösli milli einhverra hryggjarliða eftir bílslys. Það var auðvelt. Charles sagði henni að hún væri læknuð og lét hana teygja sig niður og snerta tærnar þvi til stað- festingar sem hún gerði. Svo var klappað fyrir heilögum anda því eins og Gunnar sagði: „Þetta er ekki Kalli, þetta er Jesús.“ Svo kom kona sem hafði þjáðst árum saman eftir hnjáaðgerð. Svo fann hún hita i hnjánum undir bæna- lestrinum og var albata. Charles sagöi henni að hún væri læknuð og eins og það væri ekki nóg snögglæknað- ist hún einnig á staðnum af ofnæmi og stífluðum ennis- holum og kjálkabeinum sem höfðu plagað hana árum saman. Slík var návist heilags anda gegnum Charles. Konan riðaði á fótunum af fógnuöi og tárfelldi af gleði því þarna var að gerast kraftaverk. Svo kom kona sem hafði þjáðst árum saman andlega og líkamlega og ekki sinnt móðurhlutverki sínu sem skyldi og aftur var því lýst að hún væri læknuð og hún sagði fargi af sér létt og faðmaði Charles og allir klöpp- uðu fyrir heilögum anda því þetta var hann að verki. Svo kom kona sem hafði lengi þjáðst af krabbameini í auga sem hún sagðist hafa gengið úr skugga um að væri Þessi kona var nieð staf og virtist bíða lækningar. á sínum stað fyrir fáeinum vikum en nú var hún albata. Charles faðmaði hana að sér og Gunnar lét klappa fyrir heilögum anda og söfnuðurinn andvarpaði af hrifningu. Þetta var farið að verða frekar einhæft því þótt mátt- ur endurtekningarinnar geti hrifið í fyrirbænum þá verður fljótt þreytandi að horfa á snöktandi kraftaverk á færibandi. Við tókum því smáhvild og sungum öll sam- an Come Holy Spirit sem hefði aldeilis átt að tryggja ná- vist heilags anda hafi hann ekki verið þarna allan tím- ann. Svo kom kona sem læknaðist af heyrnarleysi rétt á meðan hún sat úti í sal en vildi losna við suð sem enn var í eyranu. Charles blés á hana og sagði að hún væri læknuð og svo endurtók hún nokkur hallelúja eftir hon-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.