Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Síða 33
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003
Helqarhlacf 1I>"V
33
um meðan hún hélt fyrir heila eyrað
meðan hann stóð og tuldraði langt i
burtu. Þetta var stórkostlegt.
Sonur eklíjunnar læknaður
■ Svo kom gömul kona sem tinaði af
taugaóstyrk því hún gat ekki talað
ensku og samtal hennar við prédik-
arann varð því enn lengra og svifa-
seinna en hinna því Gunnar þurfti
að tala fyrir þau hæði.
Hún var með lítils háttar liðagigt í
annarri hendinni en það var ekki er-
indi hennar því hún var með stóra
ljósmynd í höndunum af syni sínum
sem er alvarlega veikur af geðklofa.
Það var hann sem hún vildi láta
lækna. Hann er búinn að vera veik-
ur svo lengi sagði hún, full 20 ár hef-
ur hann verið frá mannlegu samfé-
lagi og er ekki einu sinni þarna með
móður sinni í kvöld. Þess vegna er
hún ein því þetta er einkasonur
hennar og augasteinn móður sinnar
og hún er ekkja.
„Ég treysti mér ekki tii að koma
með hann. Hann hefði bara valdið
uppnámi," sagði hún.
Charles tók við myndinni og sagði
að þetta væri ekki erfitt verkefni fyr-
ir þá sem tryðu. Fyrst talaði hann
nokkra stund um það hvað þessi at-
burður minnti hann mikið á söguna
í Biblíunni um ekkjuna. Svo læknaði
hann gömlu konuna af liðagigtinni
og hún strauk úlnliðinn og sagðist
vera laus við verkina. Síðan spurði
hann:
„Trúir þú að Jesús geti læknað
son þinn eins og hann nú læknar
þig?“
„Ég veit það ekki. Ég hef beðið svo
lengi. Þetta er orðið svo langt,“ sagði
gamla konan ráðvillt í rómnum því
hún virtist ekki alveg vita hvor
þeirra Gunnars væri að tala við
hana.
Eftir nokkrar tilraunir til að fá já-
yrði upp úr henni lyfti Charles upp
myndinni af geðsjúkum syni hennar
og sagði:
„Sonur þinn er læknaður. Farðu á
morgun og hittu hann og hann mun
verða eins og heilbrigður, eins og
venjuleg manneskja."
Gunnar lét klappa fyrir heilögum
anda og svo var gamla konan leidd
niður af sviðinu með myndina af
einkasyninum í fanginu og það glitr-
aði á tár á vanga hennar/
jjpfé ■
Sextíu manns í biðröð
Nú var gert hlé á lækningum um
stund en þeir sem töldu sig þurfa
hjálpar við skipað í langa biðröð til
hliðar við sviðið. Ég taldi sextíu
manns í röðinni eftir stutta stund.
í stað þeirra voru nú beðnir að
koma upp að sviðinu allir þeir sem
þjáðust í hljóði af þunglyndi eða
væru fórnarlömb misnotkunar. Hóp-
urinn stækkaði jafnt og þétt og und-
ir prédikun og söng og bænum sam-
an í kór mátti heyra ekkasog ein-
stakra gesta. Charles sagði mönnum
hvað eftir annað að nú væri byrðinni
lyft af þeim og þeir læknaðir.
„Farið til lækna ykkar á morgun
og þeir munu taka af ykkur lyfin
sem þið þurfið ekki lengur.“
Svo lyfti hann höndum og sagði:
„Standið á fætur allir þeir sem þrá
betra lif með Jesú.“
Það stóðu svo margir upp að hóp-
þrýstingurinn varð óbærilegur. Það
þarf forhertan syndara til að sitja
kyrr við þessar aðstæður. Sem betur
fór stóð ég.
Hvaða fólk er það svo sem sækir
svona samkomur?
Ég leit í kringum mig og sá konur
hlaðnar skartgripum í pelsum,
skítugt fólk og illa klætt, gamalt fólk
og ungt. Ég sá mann sem var einu
sinni barnastjarna, rútubílstjóra úr
Bolungarvík og mann sem ég hélt að
væri blindur. Ég sá mann sem var
svo lítill að ég hef ekki séð annað
eins og annan sem var svo undarlega
feitur að það var erfitt að horfa ekki
á hann og stóran mann með tagl sem
grét stöðugt og hljóp loksins í biðröð-
ina eftir lækningu.
-PÁÁ
BESTA UTSYNIÐ ER FRA ÞER
Fáðu þér sæti á besta stað og hafðu góða yfirsýn yfir
flutningana þína með Heimahöfninni. Sjáðu um öll
þín mál án fyrirhafnar, án pappirs og án þess að
hreyfa þig úr stað.
Heimahöfn er þjónustuvettvangur Eimskips á netinu.
Heimahöfn er einföld í notkun, hröð, örugg og
áreiðanleg og veitir betra aðgengi að upplýsingum
en áður. Viðskiptavinurinn skráir sig inn og getur
síðan á einfaldan hátt skoðað stöðu mála sinna hjá
Eimskip og gripið inn i eftir þörfum, allan sólar-
hringinn, alla daga ársins.
Kíktu á www.eimskip.is til að sækja um aðgang eða
hafðu samband við þjónustufulltrúa i sima 525 7700.
EIMSKIP
CREIÐ LEIÐ
Viðskiptaþátturinn
Þáttur um viðskipti og efna-
útvarpi sögu fm 94.3 hagsmál á hverjum virkum degi
milli klukkan 17-18
(illt þttð iihngumðttstn í heimi viðskipta i dug
- þaó borgar sig aó hlusta
Landsbankinn