Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 22
22
H&lgcirblaö H>V LAUGARDAGUR B. FEBRÚAR 2003
Snyrtimiðstöð-
in Lancömé í
Húsi verslunar-
innar býður nú
upp á glænýja
háreyðingar-
meðferð. Með-
ferðin, sem á að
uera algjörlega
hættulaus, felst
íþvíað leiftur-
Ijósi erbeintað
húðinni og
þurrkar það upp
hárræturnar án
þess að
viðkomandi
finni nokkuð
fyrir því.
Leifturljósameðferðin á ekki að hafa neinar aukaverkanir. Húðin verður t.d.
ekld rauð eins og eftir aðrar háreyðingarmeðferðir. „Það væri betra ef það
kæmi smároði eftir meðferðina því þá hefði fólk meiri trú á að hún virkaði en
þetta er bara svona fulIkomið,“ segir Hafrún.
Púður blýantur
„Númer eitt, tvö og sjö hjá mér
, þessa dagana er púöur blýant-
urinn Lapis nr. 13 frá No Name.
Mér finnst hann svo nýr og trendí. Á blýantinum er svampur sem ég
nota til að dreifa úr litnum og fá flotta skyggingu. Ég átti svartan sem
ég notaði mjög mikið en er nýbúin að fá mér þennan bláa líka. Ég vart.d
með „smokey eyes“ á árshátíð Þjóðleikhússins sem ég gerði með þeim
svarta. Blýanturinn er nýja leikfangið mitt og mér finnst hann mjög
flottur."
Litríkir augnskuggar
„Sheer satin shadow augnskuggana frá No
Name nota ég mikið á kvöldin. Mér finnst
þeir mjög skemmtilegir því að þeir bjóða
upp á svo marga möguleika. Ég nota fjólu-
bláan nr. 575 og bláan nr. 564 þvi að ég er
svo rosalega litaglöð.Ég nota þá í skyggingu og
þeir eru líka flottir með hvítum blýanti eða aðeins í kringum
augun.“
Maskari frá No name
„Ég set nota mikið maskara og þá helst Sur-
preme black frá No Name. Ég nota alltaf
svartan maskara og hef notað þessa tegund
lengi. Ég þarf mikið að mála mig út af vinnunni en
mér finnst líka bara gaman að mála mig.“
Sólarpúður eins og Selma Bjöms
„Þetta sólarpúður prófaði ég fyrst hjá Selmu
Bjömsdóttur vinkonu minni og fór beint og
keypti það. Púðrið heitir Mosaic bronzing
powder og er mislitt. Þessi litur er flottur án
þess að vera of bleikur."
Glært varagloss
„Ég er reglulega með varagloss á mér sem heitir Lip lazquer pink pat-
ina . Ég held ég geti ekki lofað það nógu mikið og ég á marga
liti. Þennan glæra nota ég bæði þegar ég er ekkert mál-
uð og líka yfir varablýant þegar ég er að fara
út. Glossið er eiginlega glært en hefur smá
bleikan og hvítan blæ. Ég mæli eindregið
með því.“
... kíkt í snyrtibudduna
Þórunn Lárusdóttir leikkona segist hafa
gaman af þvíað mála sig og því vel við
hæfi að fá að kíkja ísnyrtibudduna henn-
ar. Þórunn kemur til með að leika Súsíí
farsanum „Allir á svið“sem frumsýndur
verður íÞjóðleikhúsinu á Valentínusar-
daginn, 14. febrúar. Leikritið fjallar um
hóp gamanleikara íReykjavík sem er að
æfa enskan farsa og gefst áhorfendum
tækifæri á að sjá bæði það sem á sérstað
á sviðinu og það sem gerist baksviðs.
Hárin hamin með
leifturljósi
Gallalaus glampi
Til að losna varanlega við öll hár þarf að endurtaka
meðferðina fimm til átta sinnum en fjórar vikur þurfa
að líða á milli meðferða. Húðlitur og hárlitur hafa eng-
in áhrif á virkni meðferðarinnar og því getur Vip Epil
flash- tækið unnið á ljósari hárum en gömlu aðferðirn-
ar vegna þess að geislinn er víðari og auk þess hefur
hann engin áhrif á litafrumurnar í húðinni. „Þetta er
alveg gallalaust, fólk fær ekki.hvíta bletti eftir meðferð
líkt og stundum hefur gerst með leysitækninni," segir
Hafrún og bætir við: „Það eina sem gæti mögulega
gerst væri að ^úðjn bjynni ef j^jjjörgum letffcum
væri skotið á sania stað, en það hefur aldrei gerst.“
Meðferðin á aö taka stuttan tíma í hvert sinn og t.d.
ætti ekki að taka lengri tíma en sex mínútur að fjar-
lægja hárin á efri vörinni: „Þetta er hentug lausn í
hröðu nútímasamfélagi, þar sem allir eru að flýta sér.“
„Loksins er komin lausn fyrir alla sem vilja losna
við óæskileg hár hvar sem er á líkamanum án
sárauka," segir Hafrún María Zsoldos, sem er eigandi
heildverslunarinnar Minna Máls og umboðsaðili fyrir
Vip Epil flash háreyðingartækin.
Þær aðferðir sem hafa hingað til verið notaðar til
varanlegrar háreyðingar eru lasermeðferð og nálameð-
ferð. „Nýja meðferðin felst hinsvegar í því að tæki
með kröftugu leifturljósi er haldið þétt að húðinni
þannig að það þurrkar upp hársekkina og kemur í veg
fyrir að hárin vaxi á ný næstu tvö til fimm árin,“ seg-
ir Hafrún og fullyrðir að meðferðin hafi engar auka-
verkanir, t.d verður húðin ekki rauð eins og eftir aðr-
ar háreyðingarmeðferðir. „Það væri betra ef það kæmi
smá roöi eftir meðferðina því þá hefði fólk meiri trú á
aö hún virkaði en þetta er bara svona fullkomið," seg-
ir Hafrún.
um mjög vel. Æskudýrkun hefur orðið tU þess að kon-
ur vilja ekki lengur háruga karlmenn og því er þetta
tUvalið fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á loðnum
bringum og bökum. -dh
Mjög vinsælt erlendis
„Engin sambærileg háreyðingartæki eru á markaði
hér á landi en þau hafa verið mjög vinsæl meðal ná-
grannaþjóða okkar,“ segir Hafrún. Tækin hafa verið í
sölu erlendis síðan í ágúst á síðasta ári en þróun
þeirra tók lækna og sérfræðinga mörg ár. Að sögn
Hafrúnar gilda engar heilbrigðisreglur um innflutning
og notkun á háreyðingartækjum hér á landi.Snyrtim-
iðstöðin Lancöme er fyrsta snyrtistofan sem býður
upp á þessa tækni en fleiri stofur munu fylgja í kjöl-
farið. Hafrún segir að þessi meðferð henti karlmönn-
Hafrún við nýja galdratækið sein eyðir hárum með
flassi. Meðferðin lientar ekki bara fyrir kvenmenn
heldur geta karlmenn einnig nýtt sér gripinn, vilji þeir
t.d. losna við bringuhár.