Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Side 46
50
Helcjarblað I>V LAUGARDAGUR S. FEBRÚAR 2003
Vestfjardalelð og Hóp-
> ferðamiðstöðin í samstarf
Seint á liðnu ári gekk Vest-
fjarðaleið til samslarfs við Hóp-
ferðamiðstöðina sem þá átti 25 ára
starfsafmæli. Ólöf V. Bóasdóttir,
framkvæmdastjóri Hópferðamið-
stöðvarinnar, sagði í samtali við
DV-Bíla að af hálfu Hópferðamið-
stöðvarinnar væri litið á þetta sem
tækifæri til víðara starfsviðs, að fá
ferðaskrifstofu Vestfjaröaleiðar,
auk þess sem bílar Jóhannesar Ell-
ertssonar hjá Vestfjarðaleið ykju
[
foulsen
Skeifunni 2
108 Reykjavík
Sími 530 5900
poulsen@poulsen.is
www.poulsen.is
BILA-
VARAHLUTIR
Öxulhosur
Hjólalegusett
Tímareimar
mjög breiddina í bílum þvi Jó-
hannes ætti góðan flota af grindar-
bílum og bílum með drif á öllum
hjólum. „Þess háttar bílar eru að
veröa sjaldgæfir á markaönum,"
sagði Ólöf.
„Við ætlum ekki að fara út í
ferðaskrifstofumarkaðinn," sagði
hún. „Það eru nógu margir þar
fyrir, fólk með mikla þekkingu,
reynslu og sambönd. En ef verk-
efni raðast þannig viljum við vera
í góðu sambandi við þessa aðila.
Vestfjarðaleið hefur haslað sér
völl með leiguflug til Kanada og
því munum við halda áfram og nú
eigum við möguleika á að liðsinna
fólki um fleira en við höfðum með-
an við rákum ekki ferðaskrifstofu.
Rekstur hennar er ekki stór í snið-
um, einn maður í fullu starfi og
tveir í hlutastörfum, og áherslan
verður a.m.k. fyrst um sinn á
leiguflugið."
Um 100 bílum á að skipa
Sameining fyrirtækjanna var aö
vissu leyti liður í 25 ára afmælis-
haldi Hópferðamiðstöðvarinnar
sem rekin er sem afgreiðslu- og
þjónustufyrirtæki nokkurra sjálf-
stæðra hluthafa með mismunandi
marga bíla sem jafnframt hafa
verkefni á eigin vegum. Þetta leið-
ir til þess að Hópferðamiðstöðin
hefur misjafnlega mörgum bílum á
að skipa eftir verkefnastöðu árs-
ins. Að sögn Ólafar er stöðin með
um 100 bíla á skrá yfír sumarið en
um 50 á veturna, en getur kallað
til fleiri á hverjum tíma ef á þarf
að halda.
Jóhannes sagði í samtali viö
DV-bíla að ástæðan til þess að
hann gengi nú til liðs við Hóp-
ferðamiðstööina væri ósköp ein-
fold, hún væri bara fjárhagslegir
erfiðleikar. „Þessi atvinnugrein er
í þrengingum,“ sagði Jóhannes,
„og með þessum drögum við úr
kostnaði við skrifstofu og af-
greiðslu og þetta er hagræðing.
Samvinna mín og Hópferðamið-
stöðvarinnar stendur á gömlum
merg. Þegar Hópferðamiðstöðina
vantaði bíla leitaði hún oft til mín
og öfugt, þannig að kynnin eru
gömul og góð. Minn eigin rekstur
hópferðabila breytir ekki um
kennitölu heldur aðeins nafn og
heitir núna Hópferðabílar Jóhann-
esar Ellertssonar."
Hópferðabílar Jóhannesar Ell-
ertssonar eru nú með tólf bíla í
rekstri og eru ýmist í verkum fyr-
ir Hópferðamiðstöðina eða eigin
viðskiptavini Jóhannesar. -SHH
Porsche Cayenne
frumsýndur í Lista
safni Reykjavíkur
Mikið stendur til hjá Bílabúð
Benna því komið er að frumsýningu
á lúxusjeppanum Porsche Cayenne.
Bíllinn, sem kosta mun frá um það
bil 8 milljónum króna, er mikil
listasmíð og því fannst Benna og fé-
lögum tilvalið að velja Listasafn
Reykjavikur við Tryggvagötu fyrir
frumsýninguna. Hægt verður að
skoða bílinn þar um helgina, en
opið er frá kl. 10-17 báða dagana.
Afhending við verksmiðjudyr
Einn af þeim möguleikum sem
Porsche býður þeim upp á sem
kaupa hjá þeim bíl, og þá einnig
þeim sem kaupa bílinn hérlendis, er
að fá hann afhentan við verksmiðju-
dyr. Þeir hjá Porsche láta þó ekki
duga að rétta kaupandanum lyklana
og þakka fyrir sig heldur má segja
að Porsche og eigandinn séu kynnt-
ir hvor fyrir öörum og fá þeir heil-
an dag til að kynnast almennilega.
Hin nýja verksmiðja Porsche í
Leipzig í Þýskalandi, þar sem hinn
nýi Cayenne er framleiddur, er eng-
in smásmiði. Athafnasvæði Porsche
í Leipzig er 500 hektarar. Svæðiö
rúmar bæði kappakstursbraut, sem
á fyrirmynd sína í Formúlu 1, og
torfærubraut. Það er því vel þess
virði að kíkja í heimsókn og aka svo
í burt á glænýjum Cayenne.
Námskeið í akstri
Heimsóknin byrjar á almennri
kynningu á Porsche og þeim kostum
er fylgja því að eiga Porsche. Gestin-
um er sýnd stutt mynd og síðan er
hann leiddur í skoðunarferð um
verksmiðjuna. Að henni lokinni er
haldið út á kappakstursbrautina í
reynsluakstur, sem er undir leiðsögn
reyndra ökumanna. Brautin sjálf er
um 4 kílómetra löng og 12 metra
breið og þar er hægt að spreyta sig á
þekktmn brautarhlutum, eins og
Tappatogaranum í Laguna, Para-
bólunni á Monza og hinni frægu
„Bus Stop“ á Spa, sem eru allar end-
urgerðar í þessari braut. Torfæru-
brautin er allt í allt 6 kílómetrar að
lengd og skiptist í þrjár mismunandi
þrautir í brekkum og hólum. Rétt er
að geta þess að reynsluaksturinn fer
fram á sams konar bíl og viðkom-
andi hafði pantað, en sá nýi bíður
stifbónaður eftir eiganda sínum inni
í afhendingarsal Porsche.
Næsta kynslód Audi
A3 væntanleg á árinu
Audi mun frumsýna á árinu
næstu kynslóð Audi A3, líklega á
bílasýningunni i Frankfurt. Ekki er
sjáanleg mikil breyting í fyrstu sam-
kvæmt nýjustu myndum, en margt
er þó breytt þegar betur er að gáð.
Önnur kynslóð A3 er 50 mm lengri
en fyrri kynslóð og 30 mm breiðari.
Það sem ávinnst er aðallega í fóta-
rými aftur í og stærra farangurs-
rými. Fimm vélar verða í boði og að
þessu sinni er ein þeirra V6-vél sem
skilar 238 hestöflum. Aðrar vélar
verða 100 hestafla 1,6 lítra bensínvél,
148 hestafla tveggja lítra FSI-vél, auk
tveggja dísilvéla, 1,9 og tveggja lítra.
Sú stærri þykir sérlega fýsileg, skil-
ar 138 hestöflum og 320 Nm af togi
sem þýðir upptak í hundrað upp á
9,5 sekúndur og 207 km hámarks-
hraða. A3 V6 verður með quattro-
fjórhjóladrif sem staðalbúnað. Hægt
verður að velja um flmm og sex gira
beinskiptingar og sex þrepa valskipt-
ingu og verður V6-bíllinn með stig-
lausri sjálfskiptingu þar sem hægt
verður aö „skipta" um gír með tökk-
um í stýri. Að sögn Jóns Trausta
Ólafssonar, kynningar- og blaðafull-
trúa Heklu, verður A3 væntanlega
kynntur hér á landi í lok þessa árs.
„Breytingamar á milli kynslóða eru
töluverðar. Um er að ræða algjörlega
nýjan bíl og vélamar sem í boði
verða þykja okkur áhugaverðar,"
segir Jón Trausti. -NG
Þjónustuinnköllun
á bílum frá Heklu
Hekla mun á næstu vikum kalla
inn bifreiöir af gerðinni
Volkswagen Passat, Audi og örfáa
Skoda Octavia, búna 1,8 lítra turbo-
vél. Um er að ræða gæðamál
sem snýr að vanvirkni há-
spennukefla, en þessi
bilun veldur því að - '
truflun verður á
gangi vélarinnar
og getur komið í
veg fyrir gang-
setningu. Að sögn
Jóns Trausta
Ólafssonar, kynning-
ar- og blaðafulltrúa Heklu, er
ekki um að ræða bráöainnköllun
heldur hefðbundna þjónustuaðgerð.
„Við bilun kviknar viðvörunarljós í
mælaborði sem sýnir ökumanni að
bilun sé til staðar,“ segir Jón
Trausti. Um er að ræða gerðir,
framleiddar árið 2001 og 2002. „Öll-
um viöskiptavinum sem skráðir eru
fyrir umræddum bifreið-
um munu á næstu dög-
um berast bréf frá
Heklu með boð um
að snúa sér til
næsta umboðs-
manns, eða um
leið og viðeigandi
varahlutir hafa
borist," segir Jón
Trausti. Ekki
liggja fyrir á þessari stimdu upplýs-
ingar um hve marga bfla er að
ræða.
55 bílar gefa 40% -17
bílar gefa 850%!
Sala nýrra fólksbfla og jeppa varð
um 50% meiri í janúar í ár heldur
en á sama tíma í fyrra, sem vissu-
lega var heldur dapur sölutími
nýrra bíla og ekki mikið við að
miða. Ef salan nú væri framreiknuð
fyrir þá mánuði sem eftir eru ársins
ætti árssalan að verða um 7650 bilar,
um 700 bílum meira en í fyrra en
hvergi nærri nóg til að standa undir
eðlilegri endumýjun bílaflotans.
Toyota er sem löngum fyrr sölu-
hæsti bíllinn í janúar 2003, með 191
bíl seldan, 55 bílum meira en í fyrra,
sem er rúmlega 40% söluaukning
þannig að hver bíll
gildir 0,73%. Pró-
sentuhlutfallið segir
þó ekki alla söguna
því í prósentum talið
er mesta söluaukn-
ingin hjá Volvo,
850%, sem skilar sér
á 17 bílum fleiri nú
en í fýrra, 19 bílum í
janúar í ár, móti 2 á
sama tíma í fyrra,
sem þýðir að hver bfll
er 50%. Enn eftirtekt-
arveröari verður
þessi prósentumunur
þegar litið er á
Chrysler, en af þeirri tegund seldist
aðeins einn bfll í fyrra en 9 núna.
Munurinn er 8 bílar, 800% - hver
bfll er 100%!
42 bíla söluaukning hjá Hyundai
gefur 200% aukningu en 26 bila flölg-
un hjá Suzuki gefur 325% meiri
sölu. 18 bila aukning hjá Ford gefur
hins vegar ekki nema 90%. Eins og
þessar tölur bera með sér er pró-
sentureikningurinn mjög afstæður
og segir ekki nema hluta af sögunni.
10 söluhæstu tegimdimar í janúar
í ár vom sem hér segir, og til saman-
burðar salan í janúar i fyrra: -SHH
Sæti: Teqund: Janúar2003 Janúar 2002
1. Toyota 191 136
2. Hyundai 63 21
3. Volkswaqen 51 50
4. Ford 38 20
5. Subaru 37 14
6. Suzuki 34 8
7. Skoda 32 21
8. Nissan 28 32
9. Opel 25 11
10. Mitsubishi 21 22