Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 Fréttir X>V Skoöanakönnun DV um fylgi framboöslista í Reykjavíkurkjördæmunum: Noröur Geir Pétur Guðlaugur Guðmundur Blrgir Margrét Jóhanna Asta Mörður Agúst Ogmundur Framsókn mannlaus í borginni DV-MYND GVA Kanínurækt: Eftipspurnin vaxandi Fylgi flokkanna í Reykjavík Bæðl kjördæmln samanlagt Reykjavík norður Reykjavík suður 50% 40% 30% 20% 10% 0% iJVni JbJl í B D F S U | Mars 2002 □ Júli 2002 □ Desember 2002 | Janúar 2003 □ Aprll 2003 Framsóknarflokkurinn er úti í kuldanum í Reykjavíkurkjördæm- unum sem þýðir að hvorki Hall- dór Ásgrímsson né Jónína Bjart- marz komast á þing. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, forsætisráðherra- efni Samfylkingarinnar, er einnig úti í kuldanum og á nokkuð í land að ná þingsæti. Margrét K. Sverr- isdóttir nær kjöri fyrir Frjáls- lynda í suðurkjördæminu og Vinstri grænir fá mann í hvoru kjördæmi um sig, Kolbrúnu Hall- dórsdóttur norðanmegin og Ög- mund Jónasson sunnanmegin. Sjálfstæðisflokkurinn fær 6 menn kjörna í norðurkjördæminu og 5 í suðurkjördæminu. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönn- unar sem DV geröi í gærkvöld Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna? Úrtakið var 300 manns í hvoru Reykjavíkurkjör- dæmanna, alls 600 manns, jafnt skipt milli kynja. Áf þeim 600 sem spurðir voru í Reykjavíkurkjördæmunum voru 31,5 prósent óákveðin eða neituðu að svara. Þegar litið er til saman- lagös fylgis úr báðum kjördæmun- um og þeirra sem afstöðu tóku sögðust 6,8 prósent mundu kjósa Framsóknarflokkinn, 45,5 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 8 prósent Frjálslynda flokkinn, 29,2 prósent Samfylkinguna, 9,7 prósent Vinstrihreyfinguna - grænt fram- boð, 0,5 prósent Anarkista og 0,2 prósent Nýtt afl. Miðað við könnun DV í janúar- byrjun hefur fylgi Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmimum sam- anlögðum aukist um 0,2 prósentu- stig, fylgi Sjálfstæðisflokks hefur minnkað um 1,1 prósentustig, fylgi Frjálslyndra hefur aukist um 4,8 prósentustig, fylgi Samfylking- ar hefur minnkað um 6,6 pró- sentustig og fylgi Vinstri grænna aukist um 1,9 prósentustig. Reykjavík norður í Reykjavíkurkjördæmi norður sögðust 6,7 prósent mundu kjósa Framsókn, 46,9 prósent Sjálfstæð- isflokk, 7,2 prósent Frjálslynda, 30,1 prósent Samfylkingu og 7,7 prósent Vinstri græna. Önnur framboð fá stuðning 1,5 prósenta aðspurðra. Miðað við könnun DV í Reykja- vík í janúarbyrjun hefur fylgi Framsóknar aukist um 1,3 pró- sentustig í norðurkjördæminu, fylgi Sjálfstæðisflokks hefur minnkað um 4,5 prósentustig, fylgi Frjálslyndra hefur aukist um 5,8 prósentustig, fylgi Samfylking- ar hefur minnkað um 5,5 pró- sentustig og fylgi Vinstri grænna hefur aukist um 1,4 prósentustig. Miðað við fjölda atkvæða sem flokkarnir fengu í könnuninni fengi Framsókn ekki mann kjör- inn. Halldór Ásgrímsson, formað- ur flokksins, er enn úti í kuldan- um í könnunum DV í Reykjavík. Sjálfstæðismenn fengju 6 menn kjöma en fengu 7 í janúar. Frjáls- lyndir næðu ekki inn manni frek- ar en í janúar, Samfylking fengi 4 menn eins og í janúar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nær ekki á þing. Þá fengju Vinstri grænir einn mann á þing úr norðurkjör- dæminu, Kolbrúnu Halldórsdótt- ur, en fengu engan í janúar. Hér eru uppbótarþingsæti ekki reikn- uð sérstaklega, enda vantar heildaratkvæðafjölda á landinu. Reykjavík norður er eyland með 11 þingmenn. Því fá 4. maður Sam- fylkingar og 1. maður Vinstri grænna uppbótarsætin. Reykjavík suður í Reykjavíkurkjördæmi suður sögðust 6,9 prósent mundu kjósa Framsókn, 44,1 prósent Sjálfstæð- isflokk, 8,9 prósent Frjálslynda, 28,2 prósent Samfylkingu og 11,9 prósent Vinstri græna. Önnur framboð fá ekkert fylgi. Miðað við könnun DV í janúar- byrjun hefur fylgi Framsóknar minnkað um 0,7 prósentustig, fylgi Sjálfstæðisflokks hefur auk- ist um 1,7 prósentustig, fylgi Frjálslyndra hefur aukist um 4,1 prósentustig, fylgi Samfylkingar hefur minnkað um 7,8 prósentu- stig og fylgi Vinstri grænna hefur aukist um 2,7 prósentustig. Miðað við fjölda atkvæða sem flokkarnir fengu í könnuninni fengi Framsókn ekki mann kjör- inn. Jónina Bjartmarz, oddviti B- listans í Reykjavík suður, er úti í Jónína Bjart- marz, þingkona Framsóknar- flokks, er kyn- þokkafyllsta þingkonan sam- kvæmt hlust- endakönnun út- varpsþáttarins Zombie á X-inu. Stjómendur þáttarins, Sigur- kuldanum en hefði náð kjöri sam- kvæmt könnun DV í janúar. Sjálf- stæðisflokkur fengi 5 menn kjörna eins og í janúar. Frjálslyndir ná inn manni, Margréti K. Sverris- dóttur en voru úti í kuldanum í janúar. Samfylking fengi 4 menn á þing eins og í janúar. Loks fengju Vinstri grænir mann kjörinn í Reykjavík suður, Ögmund Jónas- son, en hann var eini Reykjavík- urþingmaður flokksins sam- kvæmt janúarkönnuninni. Hér er uppbótarþingsæti ekki reiknað sérstaklega. Reykjavík suður er eyland með 11 þingmenn. Fá 5. maður Sjáifstæðisflokks og 4. maður Samfylkingar uppbótarsæt- in í þessari könnun. -hlh jón Kjartansson og Dr. Gunni, hvöttu hlustendur til að hringja inn og fengur 10 þingkonur at- kvæði í kosningunni. Alls sitja 23 konur á þingi. Jónína hlaut 20% atkvæða og í öðru sæti varð flokkssystir henn- ar, Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra, með rúm 14% atkvæða. Þrjár samfylkingarkonur deila svo þriðja sætinu en það eru þær Rannveig Guðmundsdóttir, Svan- og kjötið er gott Farið er að bjóða upp á kanínu- kjöt á nokkrum fínustu veitingastöðum landsins. Það hef- ur fallið gestum vel í geð og fer eftirspurnin vaxandi. „í dag eru kanínulæðurnar sem ég er með í kringum 100 talsins. Fyrir lok komandi sumars vænti ég þess að þær verði orðnar um 200. Þá ætti kjötframleiðslan að verða um fimm tonn á ári,“ segir Loftur Er- lingsson, kanmubóndi á Sandlæk í Hreppum í Árnessýslu. Hann er sá eini sem stundar ræktun holdakanína hér á landi. Kjötið er meyrt Umsvifin í búskapnum hjá Lofti hafa mjög verið að aukast. „Ef úr þessu spilast eins og vonir standa til ætti þetta að geta skil- að fjölskyldunni viðunandi af- komu,“ segir Loftur. Hann segir eitt að framleiða kjötið og síðan annað að skapa því markað, en lítil hefð er fyrir neyslu kaninukjöts hér á landi. „Menn segja kostinn viö kanínu- kjöt vera þann að það sé meyrt.“ Orkuríkt og fitulítið Loftur segir kjötið orkuríkt, prótínríkt og fitulítið hollustu- fæöi sem henti til dæmis vel hjartasjúklingum og öldruðum. Nánar er rætt við Loft í DV- fríður Jónasdóttir og Guðrún Ög- mundsdóttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, og Jóhanna Sigurð- ardóttir, þingmaður Samfylking- ar, skipa fjórða sætið. Engin þing- kona VG komst á blað í könnun- inni. Össur Skarphéðinsson var svo eini karlmaðurinn sem blandaði sér í baráttuna og fékk nokkurt magn atkvæða. -aþ Magasíni í dag. -sbs Jonína kynþokkafyllst Jónína Bjartmarz. Stuttar fréttir Mikið af þorski Mun meira er af fiski á mið- unum við land- ið en fiskifræð- ingar Hafró vilja vera láta. Þetta segja skipstjórar í samtölum við Mbl. og telja þeir að togararallið gefi ekki rétta mynd af stööu mála. Þeir segja að auka megi kvóta í 250 þús. tonn. Gefa eftir réttindi VR auglýsir eftir ungu fólki sem er tilbúið í vinnu en tilbúið að gefa eftir öll sín réttindi. Formað- ur félagsins, Gunnar Páll Pálsson, segir þetta gert til að vekja ungt fólk til vitundar um réttindi sem það hefur á vinnumarkaði. Áhættuleikur Dæmi eru um að börn hafi ver- ið flutt á sjúkrahús eftir að hafa hermt eftir áhættuatriðum í er- lendum sjónvarpsþáttum sem sýndir eru í íslensku sjónvarpi. Sum börnin hafa drukkið blómaá- burð, látið kýla sig fast í magann og fleira slíkt. Kviknaði í út frá kamínu Eldur kom upp í sumarbústað í Tungudal í gær. Svo virðist sem kviknað hafi í út frá kamínu og barst eldurinn í risloft bústaðar- ins. Eigendur bústaðarins voru ekki á staðnum þegar eldurinn kom upp en þeir höfðu verið þar fyrr um daginn. Gleymdist í ofni Slökkviliðið var kallað út í gær eftir að fólk hafði orðið vart við mikinn reyk og reykskynjarahljóð á pitsustaðnum Jóni Bakan í Gnoðarvogi. Tveir reykkafarar voru sendir inn og kom í ljós að einhver hafði gleymt brauöstöng- um í ofninum. -sbs/EKÁ f ókus Á MORGUN Dáðadrengir og lesbíudúett í Fókus á morg- un kynnumst við sigurvegurum Mús- íktilrauna sem vak- ið hafa mikla eftir- tekt, við kíkjum á tískuna í Borgar- holtsskóla og kynn- umst sigurvegar- anum i Söngkeppni framhaldsskól- aima. Þá skoðum við hvað var í tísku popparanna á árum áður og fræðumst um lesbíudúettinn Tatu sem mun keppa við Birgittu Hauk- dal í Evróvisjónkeppninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.