Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 9
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 9 DV Fréttir Gunnar Leifur Stefánsson Telur skynsamlegt að leggja lóð Sementsverksmiðjunnar undir íbúða- byggð. á aö halda á hverjum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Akranesbæ í gær hefur bærinn enga skriflega yfirlýsingu um aö ríkiö skili lóðinni sem undir verksmiöjunni er. Hins vegar mun Finnur Ingólfsson, þáver- andi iðnaðarráðherra, hafa gefið munnlegt vilyrði fyrir að taka slíku erindi á jákvæðan hátt. Niðurrif kostar gríðarlega fjármuni Með kröfu um að fá lóðirnar aftur hyggst Akraneskaupstaður tryggja sig gagnvart því að kostnaður við að fjarlægja verk- smiðjuna lendi ekki á Akranes- kaupstað, komi til þess að rekstri verksmiðjunnar verði hætt. Sá kostnaður getur verið gríðarlegur, enda er verksmiðjan stór. Samkvæmt samtölum DV við framkvæmdastjóra Sements- verksmiðjunnar og fleiri aðila sem til þekkja er talið líklegt að kostnaður við niðurrif verk- smiðjunnar geti numið á bilinu 700 til 1.500 milljónum króna. Verksmiöjan var reist á Akra- nesi á árunum 1956-1958 og tók til starfa síðla árs 1958. í árs- reikningi kemur fram að fast- eignamat lóða Sementsverk- smiðjunnar hf. á Akranesi er 67.259 milljónir króna. Bókfært verð er 37.924 milljónir króna. Virðist sem í ársreikningi séu lóðir því metnar sem eign verk- smiðjunnar. Gunnar Leifur Stefánsson, vél- stjóri og veitingamaður með meiru, hefur ásamt samstarfsað- ilum viðrað hugmyndir um að verksmiðjan veröi fjarlægð og í staðinn byggt myndarlegt hverfi sem gæti rúmað allt að 500 íbúð- ir. Þar horfa menn til þess að nýta verksmiðjuna í uppfyllingu og búa til bryggjuhverfi með sportbátahöfn við enda Langa- sands. Hafa Gunnar og félagar lagt fram teikningar með hug- myndum sínum þar sem reyndar er einungis gert ráð fyrir 200 íbúðum. Segir Gunnar lítiö mál að þétta þá byggð verulega og einstaklingar hafi þegar sýnt áhuga á að byggja á svæðinu. Hundraða milljóna velta Samkvæmt upplýsingum frá Akranesbæ eru lóða- eða gatna- gerðargjöld mjög lág í bænum. Fyrir meðalstórt einbýlishús rukkar bærinn um 1,5 til 2 millj- ónir króna. Líklegt er því að með- alíbúð í blokk myndi borga 700 til 800 þúsund í gatnagerðargjöld. Það þýðir að af t.d. 500 íbúða byggð gætu gatnagerðargjöld numið 250 til 400 milljónum króna. Á móti kemur kostnaður við gatnagerð og lagnir. Síðan koma þjónustugjöld, aðrar skatt- tekjur af íbúum og óbeinar tekjur vegna aukinnar þjónustu í bæn- um. Þá má ekki gleyma beinum tekjum af þeim starfsmönnum sem vinna við húsbyggingar og aðra uppbyggingu svæðisins. Þar er væntanlega um að ræða nokk- ur hundruö stöðugildi sem dreifð- ust á byggingartímann. -HKr. Sementsverksmiöjan hf. Fyrirtækið hefuryfir stórri lóð að ráða á besta stað í bænum. Upphaflega var bygging verksmiðjunnar mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið en starfsmönnum hefur fækkað með árunum og mikilvægi verksmiðjunnar fyrír bæjarfélagið er því ekki eins afgerandi og áður var. RÐARKAUPal* HarpaSjöfh iuuc Bæjarlind 6 Kópavogi sími 544 4411 Dalshraun 13 HafnarFirði sími 544 4414 Hafnargata 90 Keflavík sími 421 4790 Skeifan 4 Reykjavík sími 568 7878 Stórhöfði 44 Reykjavík sími 567 4400 Austurvegur 69 Selfossi sími 482 3767 , Afgreiðslutími allra verslana Hörpu SjaFnar! 'y Alla virka daga kl. 8-18 og laugardaga kl. 11-15. Helgarvakt í Skeifunni 4. Dpið laugardaga kl. 11—18 jjiL og sunnudaga kl. 13-18. Snorrabraut 56 Reykjavík sími 561 6132í Austursíða 2 Akureyri sími 461 3100 Gefurtifiruí tit/ m W/Æ W' 'cj J e J rjijjfi r e I l J l WM yr*A/<ý 1 1 fmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.