Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Qupperneq 19
19 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 DV_________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttír silja@dv.is Þau eru mjög sérkennileg, en viö getum prófaö þau á göngum Kjarvalsstaða næstu vikur: Farartæki llmar í fœreyskum blöðum var fyrir nokkru frétt um það aó maður hefði farið beint úr hjólastól á hjólaskauta á samkomu hjá predikara. Þetta var aö sjálfsögðu kraftaverk en fréttin var eitt af því sem gaf Ilmi Stefánsdóttur hugmynd aö nýstárlegu sérhönn- uðu farartœki: hjólaskautum með sœti. Því jafnvel maður sem orðið hefur fyrir kraftaverki getur þreyst þegar hann notar fœtur sína eftir langt hlé... Ilmur Stefánsdóttir vakti síð- ast athygli á Vetrarhátíð fyrir að veiða tunglið upp úr Tjörninni og koma því í hús í hólmanum. Á morgun kl. 17 verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Mobiler með jafnvel enn þá sér- kennilegri verkum eftir hana. Þar getur að líta nokkur um- breytt farartæki í takt við það sem nefnt var hér að ofan - en farartækin eru ekki einungis til sýnis því gestum safnsins er vel- komið að reyna þau sér til gam- ans. Listakonan sjálf hefur prufukeyrt farartækin og sýnir á myndbandi á sýningunni hvern- ig þau virka. mm ** - Hjólaskautar meö sæti Svo maður geti tyllt sér á langferöum. Tilraunir meö afbrigði Hugmyndir að sérkennilegum farar- tækjum er hvarvetna að finna ef maður er athugull, að sögn Ilmar. Á leiðinni á stefnumót við blaðamann mætti hún til dæmis konu, akandi í eins konar fjór- hjóla kerru með mótor og stýri og með hækju við hliðina á sér. „Fólk sem á erfitt með gang á völ á alls konar tækjum," segir Ilmur, „hækj- um, göngugrindum og hjólastólum, ým- ist með eða án vélar, og ég fór að leika mér að því að gera tilraunir með fleiri afbrigði sem ekki eru enn komin á markað. Búa til hjólaskauta með sæti þannig að maður geti tyllt sér á lang- ferðum og þrekhjól á hjólum til að mað- ur geti í einu þjálfað líkamann og hreyfst úr stað!“ Ilmur rifjar líka upp gamla bíómynd með Buster Keaton þar sem hann dett- ur úr lest og fmnur handknúið farar- tæki á járnbrautarteinunum sem hann heldur áfram á. í myndbandinu á sýningunni heldur Ilmur áfram með þessa hugmynd, ferðast um fjallvegi á farartækjunum sínum, einu af öðru - því þau virka, eins og sýningargestir geta sjálfir reynt. - Þarftu ekki að fá þér einka- leyfi á þau ef einhver skyldi vilja framleiða þau? „Það er ekki markmiðið að setja þau í framleiðslu," segir Ilmur, „en ef einhver svífur á mig á opnuninni þá er ég alveg til viðræðu. Þarna er til dæmis úrvals hlaupagrind, sniðin eftir göngugrindum bama, hún er hönnuð af mér frá grunni og ég lét smiða hana fyrir mig - hún flugrennur og það er hvort sem er hægt að nota hana inni eða úti. En ekki á götunni því hún er knúin af mannafótum og fer ekki eins hratt og bíll.“ Smásögur úr fréttum Á sýningunni eru líka sögur úr ýmsum áttum, allar tengdar farartækjum. „Sumar eru úr blööum og útvarpi," segir Ilmur, „til dæmis sagan af manninum sem getur ekki hætt að stela jeppakerrum, það er hans ástríða, og sagan um manninn sem er með bilaða heilastöð og getur ekki les- ið úr formum, hann giskar bara á heild- ina út frá samhengislausum þáttum. Ef hann væri beðinn um að skoða mynd af gleraugum þá sæi hann hring - og ann- an hring, síðan tengibút, og loks tvö rör- laga viðhengi. Honum finnst að þetta hljóti að vera reiðhjól!" Ilmur er þekktust fyrir innsetningar sínar, myndbönd og gjörninga sem hafa með kímilegum spurningum hrist upp í viðteknum viðhorfum til þess hvað telst listaverk í nútímasamhengi. Á sunnu- daginn kl. 15 býður hún gestum Kjar- valsstaða til listamannsspjalls þar sem hægt veröur að krefja hana sjálfa svara. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10-17 og sýningin stendur til 11. maí. Þrekhjól á hjólum Til að geta gert hvort tveggja í einu, þjálfað líkamann og hreyfst úr staö. Höfundur Svansins Bók um Georq Guöna ---------------1 A laugardag- inn var opnuð J í Listasafhi ís-' ■m lands yfirlits- 1 sýning á verk- I um myndlist- armannsins Georgs Guðna sem ætlaö er að sýna þróunina á ferli hans und- anfarin tuttugu ár. Meðal ann- ars eru þar verk sem hafa ekki áður verið sýnd á íslandi. í tengslum við sýninguna hef- ur verið gefin út vegleg bók um listamanninn á íslensku og ensku með grein eftir Gunnar J. Árnason listheimsspeking um skoðun Georgs Guðna á landinu og grein eftir Gertrud Sand- qvist, rektor við Listaháskólann í Malmö, um málverk hans. Yfir 30 litprentaðar myndir af verkum listamannsins prýða hókina auk þess sem rakinn er ævi- og sýningarferill hans. Einnig er nú sýnd í Lista- safni íslands í fyrsta skipti vid- eoinnsetningin Mosi og hraun eftir Steinu Vasulka og lands- lagsverk eftir Ásgrím Jónsson úr eigu safnsins. Sýningarnar standa til 11. maí. Á sunnudaginn kl. 15 eiga Ge- org Guðni og Gunnar J. Árna- son stefnumót í Listasafni ís- lands þar sem Gunnar ræðir við listamanninn um sýninguna og þessi tímamót á ferli hans. Framtíö borga(r) Á morgun kl. 13.15 hefst ráð- stefna um framtíð borga(r) í Norræna húsinu og stendur hún til kl. 16. Ráðstefnan er lokahnykkur á röð hádegisfyrir- lestra sem haldnir hafa verið í Norræna húsinu í vetur á veg- um Sagnfræðingafélags íslands og Borgarfræðaseturs undir yf- irskriftinni „Hvað er borg?“. Umræðustjóri á ráðstefnunni verður Stefán Ólafsson, for- stöðumaður Borgarfræðaseturs. Páll Björnsson sagnfræðingur fjallar um borgarmúra úr fortíð og samtíð, Ásgeir Jónsson hag- fræðingur leitar svara við spurningunni hversu lengi Reykjavík muni vaxa, Halldór Gíslason arkitekt nefnir erindi sitt „Úr viðjum kortagerðarinn- ar“ og Salvör Jónsdóttir, sviðs- stjóri skipulags- og byggingar- sviðs Reykjavíkurborgar, spyr: Hvernig borg má bjóða þér? í pallborði eftir erindin bætist Trausti Valsson prófessor í hóp- inn. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Flíkur eftir Marjan Pejoski. Einhver frægasta fLlk í heimi það sem af er þessari öld er Svanurinn sem Björk klæddist við afhendingu óskarsverðlaunanna árið 2001 þegar hún var tilnefnd ásamt Sjón fyrir lagið „I’ve seen it all“ i Dancer in the Dark (og hlaut að tapa fyrir Bob Dylan). Þessi svanur hefúr verið stældur og/eða afskræmdur ótal sinnum á afhendingum hvers kyns verðlauna í skemmtiiðnaðinum og skemmtiþáttum í sjónvarpi síðan auk þess sem til hans er vitn- að þegar talað er um klæðnað kvenna á slík- um samkomum. Sá sem skapaði kjólinn (eða svaninn) er Makedóníumaðurinn Marjan Pejoski. Hann starfar í London en sýnir fatnað sinn í sýningarsölum í París tvisvar á ári. Það er ekki fyrir hvem sem er að komast inn í þá sali, en í London á hann og rekur með öðrum oggulitla versl- un við Greek Street 57 í Soho sem hver sem er getur heimsótt. Hún heitir Kokon To Zai og lætur fjarska lítið yfir sér, framhlið- in lítil en búðin löng og mjó þegar inn er komið. Fötin sem hanga á herðatrjánum eftir henni endfiangri eru ekki bara eftir Kokon To Zal viö Greek Street 57 í London Pejoski því ýmsir ung- Lætur ekki mikiö yfir sér en útlitiö segir ekki alla söguna. ir hönnuðir og myndlistarmenn sýna þar og selja flíkur sínar, margar skondnar. Vönduðust og frumlegust eru fótin sem Pejoski býr tfi, og mátti þar I vikunni sem leið til dæmis sjá dýrindis peysur, pfis og vesti sem engin leið er að lýsa, svo flókinn og sérkennfiegur er saumaskapurinn á þeim. En þó að fötin hangi þarna og allir geti þreifaö á þeim og mátað þau þá eru þau ekki fyrir hvers manns buddu því þau kosta gjarnan mifii eitt og tvö hundruð þúsund krónur stykkið. Það kostar samt ekkert að skoða ... Tveir stólar Fræðsludeild Þjóðleikhússins pg leiklistardeild Listaháskóla íslands standa fyrir örleikrita- samkeppni fyrir framhalds- skólanema nú í vor. Frestur til að skila inn handritum er til 14. apríl og eru 30 þúsund kr. í 1. verðlaun og 10 þúsund kr. í 2. og 3. verðlaun auk gjafakorta í Þjóðleikhúsið. Verðlaunaafhend- ing fer fram laugardaginn 3. maí í Þjóðleikhúsinu en þá verða verðlaunaverkin flutt af leiklistarnemum í LHÍ. Reglurnar eru einfaldar. Leik- ritið má ekki vera lengra en tíu mínútur og ekki styttra en fimm mínútur, leikarar verða að vera þrír eða færri, leik- myndin er einvörðungu tveir stólar og ekki má nota leik- muni. Verkin mega ekki hafa birst eða verið sýnd áður og skal handritum skilað á skrif- stofu leiklistardeildar LHÍ fyrir kl. 16 mánudaginn 14. apríl, merktum „Örleikritasam- keppni“. Handrit skulu send undir dulnefni og skal þeim fylgja lokað umslag, merkt sama dulnefni, þar sem í er nafn, heimfiisfang og sími eða netfang höfundar. Senda má fleiri en eitt verk í samkeppn- ina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.