Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 35 dv ______________________Sport 3avid Beckham fagnar her mark sínu gegn Tyrkjum t gærRvöld ;em gulltryggöi sigur enska Bðs is. 3-0. Beckham fekk sitt aooði jula spjald r keppninni tii þéssa iefknum og verður i banrti þegar Engiendingar mæta Slovökum i Sautján leikir fóru fram í undankeppni EM 2004 í gærkvöld: England á toppinn - táningurinn Rooney byrjaði gegn Tyrkjum og stóð sig frábærlega í 2-0 sigri Englendingar komust á toppinn í 7. riðli með því að leggja Tyrki að velli, 2-0, á Leikvangi ljósanna í Sunderland í gærkvöld og þögguðu þar með niður í röddum þeim sem hvað mest gagnrýndu enska liðið fyrir dapra frammistöðu gegn Liechtenstein á laugardaginn. Mörk á síðustu flmmtán mínút- unum frá Darius Vassell og David Beckham úr vítaspyrnu tryggðu sanngjarnan sigur en það sem vakti þó mesta athygli var að Sven Göran Eriksson ákvað að láta hinn sautján ára gamla Wayne Rooney byrja inn á. Rooney þakkaði traustið, stóð sig frábærlega og Eriksson sparaði ekki hrósyrðin á framherjann unga að leik loknum. „Hann spilaði frábærlega og það dylst engum að hér er á ferðinni leikmaður með sérstaka hæfileika. Við vissum það svo sem fyrir leik- inn en þessi leikur tók af allan vafa um það hvort hann sé tilbúinn að spila með enska landsliðinu," sagði Eriksson um Rooney og bætti við: „Þetta voru frábær úrslit og mjög sanngjöm aö mínu mati. Við unnum góðan sigur á frábæru liði, erum á toppi riðilsins og eigum aUt undir okkur sjálfum - betra gæti það ekki verið.“ Skipbrot hjá Dönum Danir biðu skipbrot á Parken í gærkvöld þegar þeir töpuðu fyrir Bosníumönnum, 2-0. Úrslit leiksins réðust strax á fyrsta hálftíma leiks- ins þegar Bosníumenn skoruðu bæði mörk sín. Þessi úrslit kættu Norðmenn mikið enda tylltu þeir sér í toppsæti 2. riðils með sigri á Lúxemborg, 2-0. Morten Olsen, þjálfari Dana, var niðurbrotinn maður eftir leikinn en tók alla ábyrgð á tapinu. „Ég tek þetta tap á minar herðar. Ég stillti liðinu ekki rétt upp og við vorum ekki vel undirbúnir fyrir leikinn, hvorki líkamlega né and- lega. Það skal þó ekki tekið af Bosn- íumönnum að þeir spiluðu mjög vel og áttu sigurinn fylliiega skilið,“ sagði Olsen eftir leikinn. Nils Johan Semb, landsliðsþjálf- ari Noregs, hélt þó jarðsambandi eftir sigurinn gegn Lúxemborg og sagði að þessi úrslit hefðu enga þýð- ingu fyrir riðilinn. „Við eigum enn eftir að spila við Dani í Kaupmannahöfn og ef við töpum þar þá missum við toppsæt- ið. Það er því eins gott fyrir okkur að halda okkur á jörðinni og ein- beita okkur að næsta leik. Við tök- um einn leik fyrir í einu,“ sagði Semb varkár í leikslok. Santini óánægður Jacques Santini, landsliðsþjálfari Frakka, var lítið hrifinn af spila- Litháar halda áfram að koma á óvart í fimmta riðli undankeppni EM. Þeir lögðu Skota, 1-0, í Kaunas I gærkvöld, fjórum dögum eftir að hafa náð jafntefli gegn Þjóðverjum í Þýskalandi. Það var framherjinn Tomas Raza- nauskas sem skoraði sigurmarkið í leiknum, úr vítaspymu á 73. mín- útu, og hleypti þar með riðlinum upp í loft. Skotar vom mun betri aðilinn í leiknum en Litháar börðust eins og ljón og fengu nokkuð umdeilda víta- spyrnu sem tryggði þeim sigurinn. Litháar eru nú komnir með sjö stig í riðlinum, jafnmörg og Skotar og Þjóðverjar, og hafa skilið íslendinga og Færeyinga eftir í kjallara riðils- ins. Þessi úrslit gera það þó að verkum að ísland á veika von um að ná öðru sætinu í riðlinum. mennsku sinna manna sem fóru með sigur af hólmi, 2-1, i viðureign sinni gegn Israel sem fór fram í Pal- ermo á Sikiley. Frakkar lentu undir 1-0 strax eft- ir tvær mínútur en þeim tókst að komast yfir áður en fyrri hálfleikur var úti og voru nær því að auka muninn heldur en ísraelar að jafna það sem eftir lifði leiks. „Við náðum okkur aldrei á strik. Skipulagið á liðinu var í rugli hvort heldur sem var sóknar- eða vamar- lega og ég get bara ekki verið bjart- sýnn eftir þessa frammistöðu. Þetta verður mjög erfitt ár,“ sagði Santini svartsýnn eftir leikinn en hann þarf þó kannski ekki sökkva sér i þung- lyndi því staða liðsins er mjög góð svo ekki sé meira sagt. Frakkar em efstir í 1. riðli með fullt hús stiga eftir fimm leiki, níu stigum á undan næsta liði, nokkuð öruggir með sæti á EM í Portúgal. -ósk Það var ekki sama sigurbrosið á Berti Vogts eftir leikinn í gær og á laugardaginn eftir sigurinn á ís- lendingum enda misstu Skotar af gullnu tækifæri til að hreiðra um sig á toppi riðilsins. „Litháar voru mjög, mjög heppnir i kvöld. Við spiluðum vel og allir mínir leikmenn börðust eins og ljón. Ég get því ekki ásakað þá en ég verð að viðurkenna að ég er mjög svekktur. Við eigum samt enn möguleika á að ná öðru sætinu. Við þurfum að vinna Færeyjar og Lit- háen á heimavelli til þess að það gerist en ég hefði gjarnan viijað fá eitt stig út úr þessum leik. Við sköp- uðum okkur ekki mörg færi í leikn- um og því hefði jafntefli sennilega verið sanngjöm úrslit,“ sagði Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota, eftir leikinn. -ósk Undankeppni 111HDI2004 1. riðill Slóvenia-Kýpur.............4-1 1- 0 Siljak (4.), 1-1 Konstantinou (11.), 2- 1 Siljak (14.), 3-1 Zahovic, víti (39.), 4-1 Ceh (43.). Ísrael-Frakkland...........1-2 1-0 Afek (2.), 1-1 Trezeguet (23.), 1-2 Zidane (45.). Staðan: Frakkland 5 5 0 0 19-2 15 Slóvenía 3 2 0 1 7-6 6 ísrael 31114-3 4 Kýpur 4 112 5-8 4 Malta 5 0 0 5 1-17 0 2. riðill Lúxemborg-Noregur .........0-2 0-1 Rushfeldt (58.), 0-2 Solskjær (74.). Danmörk-Bosnla.............0-2 0-1 Barbarez (22.), 0-2 Baljic (28.). Staóan: Noregur 4 3 1 0 7-2 10 Danmörk 4 2 119-6 7 Rúmenía 4 2 0 2 12-6 6 Bosnía 4 2 0 2 4-5 6 Lúxemborg 4 0 0 4 0-13 0 3. riðill Tékkland-Austurríki........4-0 1-0 Nedved (19.), 2-0 KoUer (32.), 3-0 Jankulovski, víti (57.), 4-0 KoUer (62.). Moldóva-Holland............1-2 1-0 Boret (16.), 1-1 Van Nistelrooy (37.), 1-2 van Bommel (84.). Staöan: Tékkland 4 3 1 0 9-1 10 HoUand 4 3 1 0 9-2 10 Austurríki 4 2 0 2 4-7 6 Hv.-Rússl. 4 1 0 3 2-8 3 Moldóva 4 0 0 4 2-8 0 4. riðill Pólland-San Marínó..........5-0 1-0 Szymkowiak (3.), 2-0 Kosowski (27.), 3-0 Kuzba (55.), 4-0 Karwan (80.), 5-0 Kuzba (90.). Ungverjaland-Sviþjóð .......1-2 0-1 AUback (34.), 1-1 Lisztes (65.), 1-2 AUback (67.). Staðan: PóUand 42117-1 7 Lettland 3 2 1 0 2-0 7 Ungverjal. 4 12 15-3 5 Svíþjóð 3 1 2 0 3-2 5 San Marínó 4 0 0 4 0-11 0 5. riðill Litháen-Skotland............1-0 1-0 Razanauskas, vlti (73.). Staóan: Þýskaland 3 2 1 0 5-2 7 SkoUand 4 2 1 1 6-4 7 Litháen 5 2 1 2 4-6 7 ísland 3 1 0 2 4-4 3 Færeyjar 3 0 1 2 3-6 1 6. riðill Norður-írland-Grikkland .... 0-2 0-1 Charisteas (3.), 0-2 Charisteas (56.). Spánn-Armenia...............3-0 1-0 Tristan (61.), 2-0 Helguera (67.), 3-0 Joaquin (90.) Staóan: Spánn 4 3 1 0 10-2 10 Úkraína 4 1 3 0 6-4 6 Grikkland 4 2 0 2 4-4 6 Armenía 4 1 1 2 3-7 4 N. írland 4 0 1 3 0-6 1 7. riðill England-Tyrkland.............2-0 1-0 VasseU (76.), 2-0 Beckham, viti (90.). Slóvakía-Liechtenstein ......4-0 1-0 Reiter (18.), 2-0 Nemeth (51.), 3-0 Nemeth (64.), 4-0 Janocko (90.). Staóan: England 4 3 1 0 8-3 10 Tyrkland 4 3 0 1 10-3 9 Slóvakía 4 2 0 2 7-5 6 Makedónía 4 0 2 2 4-7 2 Liechtenst. 4 0 1 3 1-12 1 8. riðill EisUand Búlgaria .. . 0-0 Króatía-Andorra . . . 1-0 Rapaic, víti (11.), 2-0 Rapaic (43.). Staóan: Búlgaria 4 3 1 0 6-1 10 Króatía 4 2 1 1 6-2 7 Belgía 5 2 1 2 2-6 7 Eistland 3 0 2 1 0-1 2 Andorra 3 0 0 3 1-5 0 10. riðill Albania-frland . . . 0-0 Georgia-Sviss . 0-0 Staóan: Sviss 4 2 2 0 7-3 8 Rússland 3 2 0 1 9-6 6 Albanía 4 12 1 5-6 5 írland 4 11 2 5-7 4 Georgía 3 1 0 2 2-6 1 Óvænt úrslit í fimmta riðli EM: Lögðu Skota - Litháar halda áfram aö koma á óvart

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.