Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 Tilvera DV Helfrosinn Hanriet á fjölunum Krullur Krullur veröa vinsælar í sumar og náttúrutegir litir. Sýndu á hár- og snyrtisýningu í Bologna: Getum þetta alveg eins og aðrir Ein af stærri hár- og snyrtivöru- sýningum heims er haldin í mars ár hvert í Bologna á Ítalíu. í ár óskaði Indola hársnyrtifyrirtækið eftir íslensku hársnyrtifólki til þátttöku í fyrsta skipti og heild- verslunin Aría, sem flytur inn Indola-vörur, hafði samband við Fantasíugreiöslur Helga og Sigrún geröu sína fantasíu- greiösluna hvor. Sigrúnu Ægisdóttur hjá Hár-Sögu og Helgu Bjamadóttur hjá Car- men og bauð þeim að taka þátt í sýningunni. Þó aðeins væri um mánaðar fyrirvari slógu þær til og drifu í gang undirbúninginn. „Við lögðum mikinn metnað í verkefnið enda mjög stór sýning og hefði verið alveg eins gott að sleppa þessu ef ekki væri lagt upp með að gera þetta hundrað pró- sent. Okkur finnst hönnunin hennar Ástu æðislega flott og svo er hún líka svolítið táknræn fyrir ísland," segir Helga spurð um undirbúninginn og valið á fötun- um. Þær fengu síðan í lið með sér tæknimann sem blandaði saman tónlist eftir Björk og Gus Gus og fatahönnuðinn Ástu Guðmunds- dóttur en módelin klæddust svo fotum eftir hana. Fjöldinn allur af þjóðum tekur þátt í sýningunni og Helga segist ekki hafa fundið fyrir því að þær væru að gera siðri hluti en hinar þjóðirnar. „ísrael var á undan okkur og Ítalía á eftir. Ég var al- veg róleg í hjartanu enda pössuð- um við vel inn í það sem hinir voru að gera. Nokkrir hátt settir menn frá Indola röðuðu sér síðan upp og klöppuðu fyrir okkur og kölluðu Iceland, Iceland! Þetta var æðislega ferð í alla staði og við sáum að viö getum þetta alveg eins vel og hinir,“ segir Helga að lokum. -HH Ótrúlegasta bygging Norðurlanda er í Samabyggðum Svíþjóðar, í Jukkasjárvi norður af Kiruna. Þar stendur stærsta snjóhús heims enn en er að byrja að bráðna, hitastigið norður þar er komið niður undir frostmark. íshótelið fræga kostaði 100 milljón krónur í byggingu og er 4 þúsund fermetrar að stærð. Þessi húsasmíð vakti heimsathygli og var sýnd í sjónvarpi og blöðum víða um heim, meðal annars um síðustu ára- mót. í samvinnu við hótelið var ís- leikhúsið byggt, samíska Beaivvás- leikhúsið. í fímbulkuldanum hefur Hamlet hljómað á „fjölunum" - á samísku - síðan seint í janúar og ekkert verið til sparað að gera sýn- inguna sem veglegasta. Búninga- hönnuður sýningarinnar var stadd- ur í Reykjavík á dögunum. Það er hún Berit Marit Hætta sem er Sami frá Finnmörku, norskur borgari. Ætlunin er að byggja næsta ísleik- hús og íshótel á staðnum næsta haust þegar fer að frysta enda vaxa vinsældir íshótelsins stöðugt. Þar er kaldasti bar veraldar, leikhús, guðs- hús og hvaðeina. Samar eru menn menningarinnar og þeirra menning sker sig úr í löndunum fjórum þar sem þeir hafa búsetu; Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Samaleikhúsið er þjóðleikhús og þar hefur ráðið ríkj- s*s Fékk Hedda-verölaunin Berit Marit Hætta - búningahönnuö- ur i frumlegasta leikhúsi heims. Hún fékk Hedda-verölaun fyrir þrem árum fyrir vinnu sína í leikhúsi. um leikstjórinn Haukur Gunnars- son sem er einn fárra ef ekki eini ís- lendingurinn sem talar samísku. Stjörnur og norðurljós „Jú, það er rétt, það var oft kalt í vetur að vera í leikhúsinu og horfa á Hamlet,“ segir Berit og hlær létt. „Frumsýningin var eftirminnileg, þá mátti sjá bæði norðurljós og stjömur á himninum". Leikhúsið er hringlaga með opið upp í kaldan og oft stjömubjartan heimskautahim- ininn. Frostið fer yfir 40 gráður. Að nokkru leyti er fyrirmyndin að leik- húsinu fengin frá London, The Glo- be, en þar eru engin sæti. Menn þjappa sér frekar saman I þessu leikhúsi en í funheitum leikhúsum Reykjavíkur vilja menn hafa eilitla „landhelgi" og gott rými fyrir armana. Stemningin i ísleikhúsi er þvi allt öðruvísi, þar vilja menn oma hver öðrum í stað þess að forð- ast náungann. Erfitt að halda á sér hita Berit segir að leikarar í Hamlet hafi vissulega mátt hafa sig alla við að halda á sér hita. Búningar eru úr silki sem er göfugt efni sem gagnast vel hvort heldur það er í kulda eða hita. Innanklæða þurftu leikarar að klæðast skjólgóðum flíkum. Berit fékk fyrir þrem árum Hedda-verð- launin fyrir búningahönnun sem sýnir að hún er mikilhæf listakona á sínu sviði. „Hótelið og leikhúsið nutu mik- illa vinsælda í vetur er og talað um að halda áfram næsta haust," sagði Berit. Það mun vera annað stórvirki leikbókmenntanna sem þá verður tekið fyrir, Macbeth. Og hann verð- ur þá frystur rækilega eins og Hamlet í vetur. Raunar var hinn frosni Hamlet svo góður að heims- blöðin sendu þangað sína lærðustu gagnrýnendur sem áttu ekki orð yfir glæsileika sýningarinnar. -JBP Ógleymanleg sýning Hamlet Danaprins i 40 gráða frosti, viö stjörnubjartan himin og flöktandi noröurljós. í heimsblöðunum mátti lesa mik- iö hrós um sýninguna. ■ SérBíuð um sumarfíús fylgír Magasíní 10. apríC - 82pús. éíntöC MeðaC efnís: Hvað kostar að byggja sér góðan bústað? Hvað spyr sumarhúsafólk helst um? • Sagan á bak við sumarhúsið • Viðtal • Útþensla byggðanna • Umfjöllun um gróður og trjáklippingar og margt annað fróðlegt og skemmtilegt efni. Umsjón með efni í blaðið hefur Vilmundur Hansen kip@dv.is Skilafrestur auglýsinga er til 8. apríl. Við erum tilbúin að aðstoða ykkur: Inga, b.s. 550 5734, inga@dv.is Katrín, b.s. 550 5733, kata@dv.is Ransý, b.s. 550 5725, ransy@dv.is Teitur, b.s. 550 5728, teitura@dv.is Hólabrekkuskóli, 7. bekkur númer 3, í heimsókn á DV Aðalsteinn Kjartansson, Alex Ricard Sigurbjörnsson, Anna Guörún Ingadóttir, Benedikt Andrés Árnason, Björn Berg Pálsson, Egill Þór Jónsson, Friörik Björnsson, Hannes Lárus Hjálmarsson, Hrafnhildur Inga Guöjónsdóttir, Ingólf- ur Már Magnússon, Jóhann Birgir Jónasson, Kristín Fjóla Guðmundsdóttir, Margrét Sigurjónsdóttir, Óttar Bjarni Guðmundsson, Sigtryggur Bjarki Sig- tryggsson, Stefán Eiríksson. Svanur Þór Þorsteinsson, Þórunn Katrín Björg- vinsdóttir. Kennarinn heitir Þórey Garöarsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.