Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Side 32
32
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003
Tilvera I>‘V
Sungið fyrip
börnin í Ipak
aldarfjórðung. Og að sjálfsögðu er
það fyrir góðan málstað, til
styrktar börnunum í hinu stríðs-
hrjáða írak.
Högni Stefáns er þó ekki eini
popparinn sem á lag á plötunni.
Þar er hann í félagsskap með
þeim Paul McCartney, David
Bowie og George Michael. Högni
syngur hið frábæra lag Friðar-
lestina sem gamlir aðdáendur
hans kannast mætavel við frá í
den.
Jennifep Garnen
æflar að skilja
Leikkonan Jennifer Garner,
nýjasta uppáhaldið vestur í
Hollywood, ætlar að skilja við karl-
inn sinn, sjónvarpsleikarann Scott
Foley. Þau eru bæði þrítug.
„Skilnaðurinn er sameiginleg
ákvörðun þeirra," segir talskona
leikkonunnar fogru við netmiðO
sem skrifar um skemmtanalíflð.
Orðrómur um að eitthvað væri
að fór á kreik þegar Jennifer kom
alein til óskarsverðlaunahátíðar-
innar á dögunum. Og hann reynd-
ist á rökum reistur.
Þegar þau Jennifer og Scott
kynntust árið 1998 var hann þekkt-
ari en hún, lék þá eitt af aðalhlut-
verkunum í sjónvarpsþáttaröðinni
Feilicity þar sem Jennifer lék lítið
gestahlutverk. Frægðarsól hennar
hefur aftur á móti risið hratt upp á
síðkastið og hún hefur ítrekað ver-
ið kjörin sætasta leikkonan í
Hollywood. Áhugasamir geta séð
Jennifer i myndinni Daredevil.
Hugh Grant þolir
ekki leiklistina
Breski
hjartaknúsarinn
og leikarinn Hugh
Grant þolir hrein-
lega ekki að leika
og íhugar í alvöru
að snúa sér að
einhverju öðru,
um sinn að
minnsta kosti. Þar er honum efst í
hugu að hitta draumadísina og stofna
fjölskyldu.
„Ég er tilbúinn, elskan. Ég þarf að
gifta mig og eignast börn,“ segir Grant
í viðtali við tímaritið Vanity Fair.
„Við skulum orða það svo að ef ég færi
í partí í kvöld og rækist á stórkostlega
stúlku myndi ég íhuga þann möguleika
að stofna heimili. Fyrir þremur árum
hefði það hins vegar kannski leitt til
stutts sambands.“
Hugh hefur verið einleypur í nokk-
ur ár eða frá því að upp úr löngu sam-
bandi hans og Liz Hurley slitnaði.
Hann útilokar hins vegar að taka aftur
upp þráðinn þar sem frá var horfið.
„Sú lest er löngu farin hjá, eins og
Austin Powers myndi segja," segir
hjartaknúsarinn Hugh Grant.
Viggo Mortensen:
Leikari, Ijóðskáld, Ijósmyndapi og istmálari
Hér á landi er staddur leikarinn
Viggo Mortensen, sem þekktastur er
fyrir að leika hetjuna Aragorn í
Hringadróttinssögu. Það hefur ekki
mikið farið fyrir Mortensen hér á
landi frekar en annars staðar. Hann
er jarðbundinn listamaður sem býr
yfir hæfileikum á mörgum sviöum.
Ekki þarf að koma á óvart að meðal
annars hefur sést til hans á hestbaki
í Laxnesi. Mortensen er annálaður
hestamaður eins og sjá má í þeim
tveimur hlutum Hringadróttinssögu
sem sýndir hafa verið og bar hann
af öðrum leikurum í þeirri grein.
Honum er samt meira til lista lagt.
Hann var búinn að gefa út ljóðabók
áður en hann hóf leiklistarferilinn
og hefur haldið ljósmynda- og mynd-
listarsýningar og gefið djassgeisla-
plötur
Allt frá því Mortensen kom fyrst
fram sem ungur Amish-bóndi í
kvikmynd Peters Weirs, Witness,
hefur ferill hans verið stöðugur og
einkennst af góðum leik í misstór-
um hlutverkum. Frægð öðlast hann
þó ekki fyrr en með Hringadróttins-
sögu. Áður en kom að hlutverki
Aragorns hafði hann leikið í yfir
þrjátíu kvikmyndum og oft vakið at-
hygli gagnrýnanda fyrir góðan leik.
Má þar nefna leik hans í Portrait of
a Lady, Indian Runner, Carlito’s
Way, G.I. Jane og Walk on the
Moon.
Viggo Mortensen fæddist í New
York 20. október 1958 og er faðir
hans danskur og móðir hans banda-
rísk. Hann dvaldi frá tveggja ára til
ellefu ára aldurs i Suður-Ameriku
og talar spænsku reiprennandi auk
ensku og dönsku. Eftir að hafa búið
um hríð i Danmörku þar sem hann
meðal annars vann fyrir sér sem
vörubílstjóri ílutti hann aftur til
New York og hóf nám í leiklist hjá
leiklistarkennaranum Warren Ro-
bertson á Manhattan. Meðan hann
bjó í New York lék hann í leikritum
og sjónvarpi án þess þó að vekja
mikla athygli.
Um miðjan níunda áratuginn
fiutti hann til Los Angeles og þar
fóru hjólin að snúast honum í vil.
Fékk hann leiklistarverðlaun fyrir
leik sinn í Bent á sviði og hlutverk í
kvikmyndum fylgdu í kjölfarið.
Eins og áður segir er Viggo
Mortensen margt til lista lagt, þrjár
ljóðbækur hefur hann gefið út,
einnig gefið út þrjá djassgeisladiska,
haldið ljósmynda- og myndlistarsýn-
ingar. I fyrra hélt hann þrjár sýn-
ingar. Á þeirri fyrstu, sem var í
Track 16 Gallery í Los Angeles, voru
bæði ljósmyndir og málverk. Á lista-
safni í Aþenu voru málverk eftir
hann og í júlí í fyrra var opnuð sýn-
ing á verkum hans í Robert Mann
galleríinu í New York. Þessa dagana
er hann að vinna að nýrri bók sem
inniheldur ljóð og ljósmyndir eftir
hann. Þess má að lokum geta að í
kvikmyndinni Perfect Murder leik-
ur hann listmálara sem er elskhugi
Gwyneth Palthrow. Eru málverkin í
myndinni öll eftir hann.
Viggo Mortensen er fráskilinn.
Hann var giftur punk-söngkonunni
Exene Cervenka og á einn son,
Henry Mortensen. -HK
Ferillinn í kvikmyndum
Witness (1985)
Salvation (1987)
Prison (1988)
Fresh Horses (1988)
The Reflecting Skin (1990)
The Indian Runner (1991)
The Crew (1993)
The Young
Americans (1993)
Deception (1993)
Boiling Point (1993)
Carlito’s Way (1993)
Floundering (1994)
American Yakuza (1994)
The Prophecy (1995)
Crimson Tide (1995)
The Portrait of a
Lady (1996)
Albino Alligator (1996)
The Passion of Darkly
Noon (1996)
Daylight (1996)
G.I. Jane (1997)
Vanishing Point (1997)
Perfect Murder (1998)
Psycho (1998)
Walk on the Moon (1999)
28 Days (2000)
Lord of The Rings:
FeUowship of the
Ring (2001)
Lord of the Rings: The
Two Towers (2002)
Hidalgo (2003)
Lord of the Rings: Return
of the King (2003)
the Grave:
Sif
Gunnarsdóttir
skrífar gagnrýni
um kvikmyndir.
Listmálarinn
Viggo Mortensen hefur haldiö margar
myndlista- og Ijósmyndasýningar.
Bíógagnrýni
Náin kynni
/ Perfect Murder lék Viggo Mortensen elskhuga Gwyneth Palthrow.
Tognað ímyndunarafl
Sambíóin - Cradle 2
Einn gegn öllum
Jet Li í kunnuglegum stellingum.
Alveg frá fyrstu mínútum
myndarinnar Cradle 2 the Grave
er ljóst að teygt verður á ímynd-
unarafli áhorfenda til hins
ýtrasta. Við fylgjumst samtímis
með tveim súperþjófum, Fait
(DMX) og vini hans, skokka und-
an neðanjarðarlest með sirka 300
kíló af þjófagræjudóti af flóknustu
gerð á bakinu og líka stráknum Su
(Jet Li) fara niður nokkrar hæðir
á glæsiblokk með því að láta sig
detta af svölum til svala. Það er
erfitt að lýsa því atriði á prenti,
maður þarf eiginlega að sjá það til
að trúa því. En hvers vegna þessi
niðurleið er valin í stað stiga eða
lyftu er ekki ljóst frekar en fjöl-
margt annað í myndinni. Kannski
er maðurinn bara með innilokun-
arkennd.
Þama í upphafi hittum við sem
sagt hetjurnar tvær, Fait og Su, og
þótt þeir séu andstæðingar í byrj-
un, annar þjófur en hinn taílensk
lögga, þá sameinast þeir gegn mtm
verri mönnum sem hafa rænt afar
verðmætum svörtum demöntum
frá Tailandi (sem eru alls ekki það
sem þeir líta út fyrir að vera)
og aóttur Faits sem er krúttleg
stelpa og brotthvarf hennar
ergir foður hennar afskaplega
mikið - vægast sagt. Til að ná
aftur steinum og stelpu þurfa
þeir félagar á góðum vinum að
halda en þeir eru þó nokkrir,
eins og hinn spaugilegi Ant-
hony Andersen sem bregður
sér í ýmis hlutverk tálbeitu.
Bestur er þó Tom Arnold í
hlutverki skransala sem selur
allt frá stolnum DV-spilurum
til skriðdreka. Á nokkrum
klukkutímum lenda þeir í ótal
slagsmálum, eltingaleikjum,
konum í afar flegnum og
þröngum fötum og fleiri
ómissandi hlutum í kvikmynd
af þessari gerð.
Jet Li er elegant þegar hann
slæst en minna eftirtektar-
verður þegar hann er að gera ann-
að, eins og að tala eða þess háttar.
DMX er hins vegar aldrei elegant,
ég held eiginlega að ég hafl aldrei
séð jafn jafnvondan leik hjá
nokkrum manni og honum, það er
eiginlega magnað hvað hann er
vondur. Leikstjórinn passar samt
ofurvel að þeir félagarnir fái jafn
mikinn tíma á tjaldinu og þess
vegna eru þau atriði sem gætu
haldið myndinni uppi, slagsmála-
atriði Jets Lis, klippt í sífellu til
að fylgjast með vindhöggum Faits.
Að öllu þessu sögðu er Cradle 2
the Grave samt ekki alslæm. Það
eru t.d. skondin atriði inni á milli
með þeim Anthony Anderson og
Tom Arnold og eins og áður sagði
er ekki annað hægt en að taka
andköf af aðdáun yfir hæfileikum
Jets Lis til að sparka og slá.
Leikstjóri: Andrzej Bartkowlak. Handrit:
John O'Brian og Channing Gibson. Kvik-
myndataka: Daryn Okada. Tónllst: John
Frizzell og Damon „grease" Blackman.
Aöallelkarar: Jet Li, DMX, Mark
Dacascos, Anthony Anderson og Tom