Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Blaðsíða 36
36
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003
Sport________________________________________________________________________________________________pv
Anna María Sveinsdóttir, spilandi þjálfari Keflavíkur, var að vinna sinn tíunda íslandsmeistaratitil í gær:
Breiddin okkar er talsvert betri
Anna María Sveinsdóttir og sigr-
amir gæti verið góður titill á bók-
inni sem einhvem tímann verður
skrifuð um kvennakörfuna í Kefla-
vík. Þetta hafði aðalsöguhetjan að
segja í leikslok:
„Þetta var frábært og við ætluð-
um okkur að klára þetta hér í kvöld
á okkar heimavelli enda langt síðan
við höfum hampað titlinum hér.
Góð spilamennska i deildinni færði
okkur heimaleikjaréttinn og hann
er gríðarlega mikilvægur og við
nýttum okkur hann fullkomlega.
Þessi öruggi sigur okkar hefur ef-
laust komið aðeins á óvart en málið
er að breiddin hjá okkur er mjög
góð og talsvert betri en hjá þeim og
hún nýtist alltaf best þegar það er
spilað svona þétt eins og í úrslita-
keppninni. Við vissum að ef við
mundum halda einbeitingunni, vera
þolinmóðar og halda áfram að spila
okkar leik þá mundi þetta hafast eft-
ir því sem lengra liði á leikina. Þá
voru allir leikmenn liðsins að skila
sínu og stelpurnar voru alveg
óhræddar og spiluðu sem ein sterk
liðsheild," sagði Anna María sem
var að verða íslandsmeistari í tí-
unda sinn, þar af í annað sinn sem
spilandi þjálfari Keflavíkur en þann
leik lék hún einnig 1998. -SMS
Þær Sonia Ortega, Anna María Sveinsdóttir, Birna Valgarösdóttir og Kristín Blöndal fönguöu geysilega í ieikslok
þegar Keflavík haföi innsiglaö tíunda íslandsmeistaratitilinn á glæsilega hátt. DV-mynd E.ÓI.
Framtíðin er björt
- sagöi Kristín Blöndal, fyrirliöi Keflavíkurstelpna
Kristín Blöndal, fyrirliði Keflavík-
urstelpna, var ekki að lyfta bikar í
fyrsta sinn en sagði það alltaf jafn
gaman:
„Þetta er þó vonandi ekki í síðasta
skiptið sem ég geri það,“ sagöi hún
og glotti og hélt áfram: „Þessi sería
var mun léttari en við bjuggumst við
þótt þetta hafi alls ekki verið neitt
auðvelt. Við spiluðum einfaldlega
þrjá góða leiki og unnum þetta mjög
sannfærandi. Við fengum aðeins á
baukinn fyrr í vetur en eftir það hef-
ur leiðin legið upp á við og við topp-
uðum á hárréttum og það er engin
spurning að viö erum með besta lið-
ið. Auövitað var mjög sárt að tapa
bikarúrslitaleiknum en þetta er mjög
góð uppbót fyrir það. Það er enginn
vafi á að framtíðin hér er björt - það
er fullt af ungum og góðum stelpum
sem eru tilbúnar að taka við enda er
óhætt aö segja að við höfum unnið
þennan titil fyrst og fremst á breidd-
inni - það kemur alltaf maður í
manns stað,“ sagði Kristín.
Miim besti leikur
Sonja Ortega spilaði með Keflavík
í úrslitakeppninni í fyrra en þá tap-
aði liðið i oddaleik í undanúrslitun-
um á móti KR. Sonja, sem kemur frá
Mexíkó, kom síðan aftur og hefur
leikið með Keflvíkingum í allan vet-
ur og lék sérstaklega vel í gærkvöld.
Hér er á ferð afar ósérhlífinn leik-
maður sem hugsar fyrst og fremst
um liðið en ekki sjálfa sig. Þetta
hafði hún að segja í leikslok: „Þetta
var besti leikur minn á móti KR í úr-
slitakeppninni og ótrúlega gaman að
ná titlinum. Liðið hefur spilað mjög
vel í vetur en ég get ekki alveg sagt
það sama um mig,“ sagði Sonja, hóg-
værðin uppmáluð, og hélt áfram:
„Sóknarleikurinn hefur ekki verið
nógu góður hjá mér en ég er ánægð
með vamarleikinn og í heildina séð
er ég auðvitað ánægð með árangur-
inn í vetur og að hluta, eins og ég
nefndi, framlag mitt. Ég man vel leik-
ina á móti KR í fyrra og það kom
ekki annað til greina en að vinna
núna og bæta fyrir það og það tókst
með sannfærandi hætti.“
En hvernig hefur Sonju liðið hér á
landi og megum við eiga von á að sjá
hana í Keflavikurbúningnum á
næsta keppnistímabili?
„Það var dálítið kalt og dimmt en
ég vandist því og mér hefur liðið
mjög vel hér og það er aldrei að vita
nema ég komi aftur - það er ekkert
ákveðið á þessari stundu en maður
veit aldrei," sagði Sonja. -SMS
Keflavíkurkonur eiga besta körfu-
boltalið landsins í kvennaflokki. Það
hafa þær sýnt og sannað í allan vetur
og sönnuðu síðan enn frekar í gær
með þriðja örugga sigrinum á KR í
röð, nú með 21 stigs sigri, 82-61.
Það var þvi við hæfi að Keflavíkur-
konur fógnuðu tíunda Islandsmeist-
aratitlinum á heimavefli en níu ár
voru liðin síðan það gerðist síðast.
Liðið vann alla 14 heimaleiki vetrar-
ins, þar af tólf þeirra með yfir 20
stiga mun.
Sigurganga Keflavikurliðsins stóð
nánast í allan vetur. Þær hófu tíma-
bilið frábærlega, unnu 19 fyrstu
leikina, úrslitaleik Kjörísbikarsins
með 26 stigum, deildina með 12 stiga
mun og loks enduðu þær tímabilið
frábærlega með því að fara í gegnum
úrslitakeppnina án þess að tapa.
KR-liðið átti litil sem engin svör
við sterkri vörn og frábærri breidd í
gær og það þrátt fyrir góðan fyrri
hálfleik hjá Vesturbæjarliðinu. Það
skildu loks leiðir í þriðja leikhluta,
þann sem Keflavík vann 15-7 og KR-
liðið náði aðeins að skora eina körfu
utan af velli allan leikhlutann.
Við þetta náði Keflavíkurliðið níu
stiga forskoti, 58-49, sem leikmenn
síðan juku í síðasta leikhlutanum og
það gerði þeim einnig lífið nokkuð
léttara að bandaríski leikmaður KR,
Jessica Stomski, fékk sína fimmtu
villu þegar rúmar sjö mínútu voru
eftir af leiknum.
Ortega og Birna alit í öllu
Þær Sonia Ortega og Birna Val-
garðsdóttir voru aflt í öllu í vörn og
sókn Keflavíkurliðsins í gær. Um leið
Hún átti afmæH í gær
Svava Ósk Stefánsdóttir, leikmaður Keflvíkur, átti nítján ára afmæli í
gær og óhætt að segja að hún hafi fengið ansi góða og stóra afmælisgjöf -
sjálfan íslandsmeistaratitilinn. Hún var að vonum kampakát eftir leik
eins og sjá má á myndinni hér til hægri og hún hafði þetta að segja:
„Stelpumar vom búnar að lofa mér þessu fyrir leik og þetta var alveg
yndislegt. Við tókum þetta nokkuð örugglega enda þýðir ekkert að hafa
þetta jafnt, bara að taka þetta með trompi," sagði Svava og hló við.
En í hverju fannst henni munurinn á liðunum liggja? „Við höfum betri