Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 DV Fréttir Bjartsýni virðist einkenna við- horf íslendinga um hag þeirra á næstu árum og svartsýni er á hröðu undanhaldi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun DV sem gerð var á mánudagskvöld. Bjart- sýni hefur aldrei verið meiri þeg- ar miðað er við þrjár eldri kann- anir DV um sama efni og svart- sýni er að sama skapi hverfandi í viðhorfum fólks til framtíðar- hags. Ef líta má á það sem já- kvætt að fólk telji hag þess verða svipaðan á næstu árum má full- yrða að bjartsýni sé yfirgnæfandi hér á landi. í könnuninni var hringt í 600 kjósendur og spurt: Telur þú að hagur þinn verði svipaður, betri eða verri á næstu árum? Úrtakið skiptist jafnt á miili kynja og hlutfallslega milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar. Aðeins 2,5 prósent aðspurðra voru óá- kveðin eða svöruðu ekki spurn- ingunum. Af þeim 97,5 prósentum sem af- stöðu tóku sögðu 53,3 prósent að hagur þeirra yrði svipaður á næstu árum, 42,9 prósent að hann yrði betri og aðeins 3,8 prósent að hann yrði verri. Þetta er í fjórða sinn sem DV spyr fólk hvernig það telji að hag- ur þess verði á næstu árum. í fyrsta skipti var það í janúar árið 2000. Athygli vekur að hinum bjartsýnu, þeim sem telja að hag- ur þeirra verði betri á næstu árum, hefur fjölgað jafnt og þétt frá fyrstu könnuninni. Þeir voru 27,2 prósent í janúar árið 2000, 30,8 prósent í október 2001, 40,7 prósent í júní 2002 og 42,9 prósent í þessari könnun. Svartsýnum hefur að sama skapi fækkað mjög - voru 17,1 prósent í janúar árið 2000 en að- eins 3,8 nú. Þeir sem telja að hag- ur sinn verði svipaður hafa verið rúmlega 50 prósent i öllum könn- ununum fjórum. Þessa þróun má sjá í meðfylgjandi grafi. Bjartsýnni á höfuðborgar- svæðinu Ekki er marktækur munur á afstöðu kynjanna í þessum efnum en karlar eru þó ívið bjartsýnni en konur. Þetta er í takt við nið- urstöður allra hinna kannana DV um þetta efni. Þegar svörin eru greind eftir búsetu kemur í ljós að íbúar höf- uðborgarsvæðisins eru mun bjart- sýnni en íbúar landsbyggðarinn- ar. 45,7 prósent íbúa höfuðborgar- svæðisins telja að hagur sinn verði betri á næstu árum en ekki nema 38,6 prósent íbúa lands- byggðarinnar. Þá telur 51 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins að hagur sinn verði svipaður en 57 prósent íbúa á landsbyggðinni. Sjálfstæðismenn bjartsýn- astir Þegar niðurstöður könnunar- innar eru greindar eftir stuðningi við stjórnmálaflokka kemur í ljós að bjartsýni er mest meðal stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokksins en 54 prósent þeirra telja að hag- ur þeirra verði betri á næstu árum. Fæstir bjartsýnir eru með- al stuðningsmanna Vinstri grænna, eða 27 prósent, og þar er að finna hæst hlutfall þeirra sem telja að hagur sinn verði verri á næstu árum, eða 11 prósent, en í könnuninni allri var það hlutfall 3,8 prósent. Hlutfall þeirra sem telja hag sinn verða betri á næstu árum er svipað meðal stuðningsmanna Framsóknarflokks, Frjálslyndra og Samfylkingar, eða í kringum 36 prósent. Væntingar fólks um hag sinn Betri « I * Svipaður ^ ] Verri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.